Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.03.1946, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. marz 1946 KORGOlNBLA»l» % - NJÓSNARAR í STOKKHÓLMI - Dönsk frelsishetja skýrir frá starfsemi bresku leyniþjónustunnar í Svíþjóð - á styrjaldarárunum Síðari grein SKOTINN David McHewin var besti vinur Hamptons. Hann var 38 ára gamall, vel til fara en nokkuð kvenlegur í framkomu. McHewin var kom- inn af ágætri f jölskyldu og kom manni fyrir sjónir eins og hálf- gerður hugsunarlaus iðjuleys- ingi; en bak við þetta gerfi hans sást móta fyrir miklum gáfum og óvenjulegum hæfi- leikum. Hann var vel þekktur í samkvæmisiífi Stokkhólms, en fáir af hitium sænsku vin- um hans höfðu hugmynd um, að tískumaðurinn með kven- mannsröddina var einn af fremstu mönn im bresku leyni- þjónustunnar í Svíþjóð. Eins og Hampton, hafði Mc- Hewin verið við hermennsku í Asíu og var mikill tungumála maður. Hann starfaði við breska sendiráðið í Berlin, þeg- ar stríðið braust út, og kom þá til Stokkhólms. Að mínu áliti mátti McHewin sín meira en Hampton, og sá síðar nefndi framkvæmdi sjaldan neitt, án þess fyrst að ráðfæra sig við hann. Þriðji maðurinn, sem jeg hitti þarna, hjet Bill Appleby, ungur maður um þrítugt, aðl- aðandi í framkomu og langt frá því að vera heimskur Staða hans innan leyniþjónustunnar var mun lægri en hinna tveggja, og meginverkefni hans var að kenna nýliðum það helsta, sem laut að myndatöku. Þetta voru þá mennirnir, sem áttu að hafa yfirumsjón með þjálfun minni og ráða yfir lífi mínu næstu árin, Jeg hlýt að játa það, að viðleitni þeirra bar góðan árangur. Hugsjónamenn og þorparar. ÞAÐ var litlum erfiðleikum bundið að útvega nýja njósn- ara. Þegar hjer var komið var mikill fjöldi flóttamanna frá öllum löndum í Stokkhólmi og Svíþjóð — skemdaverkamenn og ævintýramenn, hugsjóna- menn og þorparar, sem af ýms- um ástæðum gerðust meðlimir leyniþjónustunnar. í Danmörku úði og grúði cf enskum njósn- urum. Sambandið við landið var ágætt, og hverja nótt fóru mótorbátar yfir sundið með njósnara, vopn og skýrslur inn anborðs. .Leyniþjónustan hafði auðvitað náið samband við aðal stöðvar dönsku frelsishreyfing- arinnar á Sibyllegötu 13 í Stokk hólmi. „Hannecken hershöfð- ingi og dr. Best geta ekki far- ið á salernið, án þess að jeg frjetti af því,“ sagði Hampton einu sinni hreykinn. Njósnaraefnið þurfti ætíð að ganga í gegnum mikinn hreins- unareld áður en hann eða hún * — því kvennjósnarar störfuðu einnig — var tekinn inn í leyni þjónustuna. Gestapo gerði marg sinnis tilraun lil að koma njósn urum sínum í bresku leyniþjón- ustuna, njósnarar, sem Ijetust vera flóttamenn og meðlimir frelsishreyfingarinnar. Jeg var einu sinni ein i þeirra, sem kom upp um einn svikara af þessu tagi, sem komist hafði í sam- band við Hampton. Maður þessi var fyrverandi skólabróðir minn og hafði komist í hátt embætti hjá dönsku lögregl- \ unni. Jeg hafoi vitneskiu um, að hann hafði einhvert sam- band við dönsku frelsishreyf- inguna, en eitt sinn kom jeg að honum á veitingahúsi í för með hinum þekkta gestapo- manni, dr. Schubert. Til þess að reyna hann, bauð jeg hon- um út með micr og yfir íimmta vínglasinu byrjaði jeg að láta á það skína, að þrátt fyrir allt, hefði jeg töluverða samúð með Þjóðvei’jum. Hann beit á agnið og ljet dæluna ganga. Hann varð aldrei meðlimur leyniþjónustunnar — dó skömmu síðar. Vegna ættingja hans, þegi jeg yfir nafninu. Þar sem jeg hafði verið veg- inn og ekki ljettvægur fundinn, var byrjað að þjálfa mig til njósnastarfáns Skóli njósnarans. FYRST var mjer kennt að lifa mig inn í hlutverk þau, sem jeg átti að leika. Njósnari, sem kemur fram í gerfi skó- sölumanns, verður að vita allt um skó, söluhætti, verðlag o. fl. Hann verður að kunna „sögu“ sína Sv'O vel, að honum skjátlist aldrei, og verður að geta þulið hana upp, þótt hann sje vakinn um miðja nótt. Jeg varð að læra tvær teg- undir af dulmáli, annað fyrir langar skýrslur, hitt, er senda þurfti styttri greinargerðir. Fyrri aðferðin var afar ein- föld, en næstum óleysanleg, hefði maður ekki dulmáislykil- inn, en honum var tíðum breytt. Þá var mjer einnig kennt að ganga frá skýrslum mínum, það er að segia rúlla þeim upp í örlitlar kúlur, sem síðan var komið fyrir í gúmmíhvlkjum og smyglað úr landi innan í tannkremstúpum eða einhverju þess háttar. Þá var jeg þjálf- aður í að fylgjast með förum fólks, án þess að það vissi af, því, og veita því eftirtekt, hvort einhver væri á hælunum á mjer, og hvernig losna mætti við slíkar fylgjur á sem hag- kvæmastan hátt. Einnig var mjer á það bent,. að velja mjer jafnan borð úti á miðju gólfi í veitingahúsum, en ekki við vegginn, því þar er hljóðbærasí. Skæðasta vopnið. MIKIL ánersla var lögð á myndatöku. Þegar jeg seinna hóf ferðir mínar, hafði jeg hvorki meira nje minna en þrjár mismunandi myndavjel- ar meðferðis, eina stóra, til að taka myndir t. d. af virkjum, litla vjel, sem hægt var að fela undir klæðum sínum, og enn aðra, sem notuð var til að taka myndir af allskonar skjölum. Með þessari vjel var hægt að taka mynd af vjelrituðu blaði, svo að það, sem á það var rit- að, komst fyrir á filmu, sem var tæplega einn fercentimetir að stærð. Þessar filmur voru síðan geymda: á ýmsum stöð- um, oftast í lokinu á venju- legum eldspýtustokki. Loks var mjer kennt að þekkja í sundur hinar ýmsu gerðir af þýskum einkennisbúningum og hversu háttsettir þeir voru, sem klæddust þeim. Fyrirskipamr mínar hijóð- uðu á þá leið, að jeg skyldi snúa aftur til Danmerkur, koma fram sem „góður borg- ;»ri“, svo jeg að nauðsynja- lausu vekti ekki eftirtekt lög- reglunnar á mjer, og reyna að komast í samband við Þjóð- verja. McHewin var ósjaldan viðstaddur kennsluna. Til ör- yggis töluðust þeir Hampton saman á persnesku, þegar ein- hvert mikilsvert mál var á prjónunum. Þá var grammó- fónninn og hafður í gangi og látinn hafa svo hátt, að ekkert annað hljóð var heyraniegt. Af þessum sökum urðu kævur ná- búanna daglegur viðburður. Ovænt heimsókn. MYNDATÖKUKENNSLA Applebys fór 'ram í íbúð hans við Smalandsgötu en þar áleit hann sig óhultan fyrir ásókn- um Gestapo. í þessu efni hafði hann þó rangt fyrir sjer. Kvöld nokkurt, að kennslustundinni lokinni, sáturr. við og töluð- um um ýmislegt það, er laut að njósnastarfsemi. Allt í einu var dyrabjöllunni hringt. Apple by sendi okkur aðvarandi augnaráð. „Hofið þið hægt um ykkur“, hvíslaði hann. „Jeg á ekki von á neinum í kvöld. Við opnum ekki“. Við sátum hreyfingarlausir. Eftir nokkrar hringingar heyrð um við að lykli var snúið í skránni og hurðin opnaðist hljóðlega. í dyrunum stóðu tveir menn, sem auðsjáanlega voru Þjóðverjar. Applebv rjeð- ist umsvifalaust á annan þeirra og jeg hljóp að hinum og sló hann í andlitið. Hann slagaði aftur á bak og mjer tókst að koma miklu höggi á maga hans svo hann beygðist saman. Mót- síöðumaður Applebys hafði hörfað út úr dyrunum og and- stæðingur minn fylgdi fordæmi hans. Hattarnir þeirra og brot- in framtönn lá eftir á gólfinu. Daginn eftir flutti Appleby í aðra íbúð. Sænska lögreglan gerði yfir- mönnum mínum einnig lífið grátt. Þegar jeg steig á land í Malmö fór ieg t. d. rakleiðis upp í breské konsúlatið, til að athuga möguleikana á því, hvort hægt væri að komast til Englands. Vísikonsúllinn, Mr. Porter, tók mjög vingjarnlega á móti mjer, bauð mjer meira að segja til miðdegisverðar á Hippodromveflingahúsinu. Við fengum okkur borð við þykkt forhengi, og meðan við snædd- um spurði konsúllinn mig spjörunum úr um allt, sem við- kom Þjóðverjum Jeg var einn liður í upplýsingakerfinu. Handtekinn. VIÐ kvöddumst í fordyri veitingahússins og jeg gekk út á Kalendegötu og byrjaði að ganga í áttina að Petri kirkju. Jeg hafði aðeins gengið nokk- ur skref, þegar tveir sterkbygð ir menn, með lögreglumerki innan á jökkum sínum, gengu að mjer. Tíu mínútum seinna sat jeg á lögreglustöðinni í Malmö, grunaður um að vera breskur njósnari Hinn gest- risni Mr. Porter var sem sje yfirmaður leyniþjónustunnar á Skáni og var — eftir því, sem síðar kom á daginn — í nánu sambandi við Hampton. Að síð- ustu var mjer slept með þeirri aðvörun, að forðast alla um- gegni við Porter. Hin skifti mín við öryggis- lögregluna sænsku áttu sjer stað í Stokkhólmi. Jeg sat yfir glasi af víni á veitingahúsinu Anglais við Stureplan og beið eftir Hampton. En hann var kominn, töluðum við í fyrstu aðeins um dagleg málefni. Allt í einu stóð hann á fætur, tæmdi glasið sitt, umlaði eitthvað um „bölvaða Svíana“ og fór. Hann hafði sjeð gráklæddan mann ***** úð næsta borð •— einn af með- imum sænsku öryggislögregl- nnar. Seinna skýrði hann etta fyrir mjer; „Þegar ná- ngi, sem hefir elt mann eft- ■ götunum, fylgir manni eftir m á veitingahús, sest við æsta borð og pantar sjer rykk, sem hann borgar fyrir- ram, þá gerir maður rjettast að skifta um stað“. cikln inn hefst. í MARS var kennslu minni ■)kið og við byrjuðum að ræða að, hvernig best mætti koma ví fyrir, að ;eg kæmist fyrst 11 Danmerkur og síðan — en að mundi reynast erfiðara •— il Þýskalands. Allmargir njósn -rar voru settir niður í fall- ilífum, en ráðgert var að jeg æri venjulegustu leiðina, með iðstoð falsaðra skilríkja. Hinn 24. mars, 1944, hafði itllt verið búið undir Þýskalands ferð mína. Jeg háfði peninga, myndavjelar, dulmálslykla, Framh. á bls. 11 Landamærunum lokað EINS og kunugt er af frjettum, var landamærum Spánar og Frakklands lokað fyrir skömmu. Myndin var tckin, er verið var að loka landamærunum nærri Irun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.