Morgunblaðið - 18.04.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.04.1946, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAwíÐ Fimtudagur 18. apríl 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rltstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanland*. kr. 12.00 utanlands. 1 lausasölu 50 auira eintakið, 60 aura með Lesbðk. PÁSKALEYFIÐ PÁSKALEYFIÐ er hafið og stendur það í fimm daga hjá fjölda mörgum. Er þetta því lengsta frí ársins, að sumarleyfinu undanskildu. En hvernig verja menn frí- dögunum? Stór hópur æskumanna hjer í höfuðborg landsins, not- ar páskaleyfið til skíðaferða á fjöllum. Sumir fara langt inn í óbygðir, til jöklanna og dvelja þar frídagana. Aðrir leita til skíðaskálanna í nágrenninu, enda munu þeir jafn- an fullskipaðir þessa daga. Enn aðrir láta sjer næga að fara að morgni og koma heim aftur að kvöldi, endur- nærðir eftir hressandi útiveru. í þessum hóp er fólk á öllum aldri. Þessi sókn til fjallanna í páskafríinu er orðinn fastur siður fjölda fólks, og er hann vissulega góður og lofs- verður. Fólkið, sem temur sjer fjallgöngur í frístundum sínum, sækir í sig aukinn kraft og þrótt með útiverunni og hreyfingunni. Ekki aðeins líkaminn endurnærist, held- ur einnig sálin. Því ekkert er meira göfgandi en dvöl úti í náttúrunni í tignarlegu umhverfi. Þessvegna ber að fagna því, að æskan leitar til fjall- anna í frístundum sínum. Það hefir áreiðanlega betrandi áhrif á hana. ★ En hvernig er með stjórnmálamennina, sem nú póila á Alþingi dag og nótt — fá þeir ekkert frí? Það stóð til, að reyna að ljúka þingstörfum fvrir páska. Voru góðar horfur á, að þetta myndi takast. Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar höfðu unnið kappsamlega að því, að jafna ágreining í ýmsum málum, sem fyrir lágu, svo að afgreiðslan gæti gengið greiðlega. Gekk þetta mjög að óskum og komst brátt mikill skriður á þau mál, sem óafgreidd voru. Stjórnarandstaðan hafði mjög ámælt þinginu fyrir seinvirk og ljeleg vinnubrögð og kent ríkisstjórninni um. En þegar stjórnarandstaðan varð þess vís, að nú skyldi setja fullan hraða á og reyna að ljúka þingi fyrir páska, rýkur hún til og ber fram vantraust á ríkisstjórn- ina. Þar með var útilokað, að hægt yrði að ljúka þingi fyrir páska, því að samkvæmt þingsköpum tekur það 13 tíma, að ræða vantraust. Umræður um vantraustið bíða því þar til eftir páska. Nokkur mál bíða einnig fullnaðar- afgreiðslu. ★ Síðustu dagana hafa komið fram sægur nýrra mála á þingi. Þetta bendir ekki til að þingmenn telji að starfinu skuli vera lokið. Því að varla er sæmandi að vera með þær getsakir í garð þingmanna, að þeir meini ekkert með þessu. Málin sjeu ekki borin fram á Alþingi til þess að fá þar framgang, heldur til þess að sýnast fyrir ,,hátt- virtum kjósendum“, sem nú á að heilsa upp á. En óneitanlega vekja þessi vinnubrögð þingmanna grunsemdir. Vikum og mánuðum saman hafði þingið set- ið, og ekki sjáanlegt að þingmenn væru svo önnum kafnir, að þeir hefðu ekki tíma til að ganga frá málum, sem þeir höfðu hug á að koma fram. En það er ekki fyr en komið er fast að þinglausnum, að þingmenn vakna. Þá rignir málunum yfir þingið — og mörg eru stórpólitísk! Þessi vinnubrögð benda vissulega til þess, að kosninga- skjálfinn sje kominn í þingmennina. Sjálfir hafi þing- mennirnir enga trú á, að málin gangi fram í þinginu. En þegar kemur út í kosningabaráttuna má benda „háttvirt- um kjósendum“ á áhugamálin, sem því miður tókst ekki að koma fram. En skyldu kjósendur ekki sjá gegn um slæðuna? ★ En nú fá þingmenn páskafrí; þeir eru* vissulega þess þurfandi, ekki síður en margir aðrir. Starf þeirra er þreytandi og lýjandi. Við skulum vona, að þeir komi hressir og endurnærðir eftir fríið, og afgreiði þá málin i sátt og Samlyndi. Vantraustið geta þeir svo notað til að ávarpa „háttvirta kjósendur". ÚR DAGLEGA LÍFINU Úreltir siðir. FÁIR ÍSLENDINGAR vilja kannast við að þeir sjeu íhalds samir. Mönnum finst það eins og hvert annað skammaryrði, ef það er sagt um þá að þeir sjeu íhaldssamir. P. Z. myndi sennilega segja „að orð- ið væri orðið að óorði“. En það getur verið hin besta dygð að vera íhaldssamur, eða fast- heldinn, t. d. á gamla og góða siði, sem tíðkast hafa með þjóð- inni öldum saman. Og Islend- ingar eru sjerstaklega íhalds- samir um margt. Hvernig er það ekki t. d. um jarðarfarar- siðina hjá okkur. Þeir eru orðn- ir furðu gamlir. Halarófurnar á eftir líkkistunni, fyrst frá heimahúsum í kirkjuna og síð- an frá kirkjunni í kirkjugarð, eru sennilega frá þeim tíma er fólk fór milli bæja í sveitinni til þess að fylgja ættingjum til grafar. Það var ekki hægt að hafa það öðruvísi í dreifbýlinu og eðlilegt að ferðafólkið hjeldi hópinn. En hjer í höfuðstaðn- um er þessi samfylgd alveg óþörf. Ætti þessi halarófuósiður á eftir líkvögnum að leggjast nið- ur hið fyrsta. Hann er óþarfi, hefir truflandi áhrif á umferð- ina í bænum og kemur engum að gagni, hvorki dauðum eða lifandi. • Hinsta virðingin. ÞAÐ ER EKKI nema eðli- legt, að þeir, sem eftir lifa, vilji sýna látnum ættingja eða vini hinstu virðingu sína með því að vera viðstaddur jarðar- förina. En það er enginn virð- ing samfara því að labba í „prosessíu“ um aðalgötur bæj- arins á eftir líkvagni, hvernig sem viðrar. Getur auk þess haft og hefir oft heilsuspillandi á- áhrif. Það er ekki neitt gaman að sjá aldrað fólk, sem ekki kemst milli húsa nema með erfiðismunum, haltra óraleiðir á eftir líkvagni um aðalgötur bæjarins. Væri ekki nóg að sygjendur kæmu í kirkjuna til þess að sýna hinum látna virðingu sína? Óþarfa íhaldssemi. HJER HEFIR ÁÐUR verið minst á úrelta útfararsiði og gerðar tillögur um að þeim yrði breytt. En vaninn er sterkur og það er eins og enginn kunni við að breyta til af ótta við að það verði tekið illa upp — ekki af hinum látna, því hann hefir ekki lengur neinn atkvæðis- rjett á þessari jörð, heldur af einhverjum óviðkomandi. Þetta er ábyggilega óþarfa íhaldssemi. En verður senni- lega ekki breytt, nema að menn segi fyrir áður en þeir deyja, hvernig jarðarför þeirra skuli hagað. Yfirleitt þyrfti að taka út- fararsiðina okkar til rækilegr^ ar endurskoðunar. Gera jarðar- farir óbreyttari og einfaldari en þær eru nú — og kostnaðar- minni. Því það er ekkert hóf hvað það er orðið dýrt að hola manni í gröfina. Það er eins og einhver orðhagur maður komst áð orði: „Dýrt er að lifa, en dýrara er að deyja og það dýrt, að fáir hafa orðið efni á því að hrökkva upp af“. • „Við hæfi íslcndinga“. Á 15. BLAÐSÍÐU Morgun- blaðsins í gærmorgun birtist örsmá auglýsing frá dönskum málverkasala. Þar sem hann tilkynnir, að hann hafi til sölu dýr og ódýr málverk „mjög hentug fyrir Islendinga“. Hvaðan hinum danska mál- verkasala hefir komið vitneskja um, að málverk þurfi að vera eitthvað sjerstök til að vera „við hæfi íslendinga“ er ekki gott að segja. En hann virðist hafa komist að raun um, að smekkur Islendinga sje sjer- stæður. Gæti hugsast að mál- verkasalinn hafi fengið um þetta einhverja vitneskju frá starfsbræðrum sínum, sem lagt hafa leið sína til íslands. Kanski við eigum nú eftir að verða fræg fyrir sjerstæðan og frumlegan listsmekk, sem þá væntanlega yrði kallaður „Gullasch-ismi“ eða bara hreint og beint „Bör-ismi“. • Hátíðin. STÓRHÁTÍÐ fer í hönd einu sinni enn. Islendingar hafa fleiri hátíðisdaga árlega en nokkur önnur þjóð, sem vitað er um. Hjer er hraði lífsins ekki meiri en það, að við get- um tekið okkur nokkra daga frá frá lífsbaráttunni, ef okkur dettur það í hug. Þetta er vafalaust gott, úr því við teljum okkur hafa ráð á því. Mörgum eru hátíðisdagarnir nauðsynleg og kærkomin hvíld frá stritinu. Sumir leggja á sig meira líkamlegt erfiði um helg- ar, en hvíla þá væntanlega sína andlegu krafta í staðinn. Og flestir munu fegnir fríinu, hvernig svo sem þeir eyða því. • Eingin blöð í fimm daga. DAGBLÖÐIN í Reykjavík koma ekki út næstu fimm daga. Páskafríið er lengsta frí, sem starfsfólk blaðanna hjer fær — að sjálfu sumarfríinu und- anteknu. Mörgum þykir súrt í brotið að fá ekki blöðin sín, en blaða- menn, prentarar og aðrir starfsmenn við blöðin eru menn eins og aðrir og þurfa að fá sína hvíld. • Glegilega páska. PÁSKAHÁTÍÐIN er mönn- um í senn sorgar og gleðihátíð. í hugum margra sannkristinna manna er páskahátíðin mesta hátíð ársins. Sú hátíð, sem hef- ir djúptækust áhrif á hugi þeirra. Pína og dauði Jesú Krists og upprisa hans er vafalaust sú saga, sem mest áhrif hefir haft á mannkynið í nærri 2000 ár. Við bjóðum hver öðrum Gleðilegra páska. ••*■■■■■■■«■»■■»«■■■■•■■■■■■■•••- -••■■■■■■■•■«■«■■■! Á ALÞJÓÐA VETTVANGI ! ■ ■ Þjóðarjetturinn er tvenskonar í dag, segir Overland NORSKA skáldið Arnulf Överland hefir nýlega ritað grein í vikurit norsku verka- lýðsfjelaganna er vakið hefir athygli. Ekki síst vegna þess að hann er höfundurinn. Hann yar kommúnisti fyrir stríð, og leit fyrst og fremst á Rússa í styrjöldinni sem bandamenn lýðræðisþjóðanna, nema þegar þeir rjeðust á Finna. Þá var honum nóg boð- ið. Eftir grein hans að dæma, virðist sem vaknað hafi hjá honum gagnrýni á hinu „aust- ræna lýðræði“, sem hjer er kallað svo. Överland segir m. a.: Þjóðarjetturinn er í tvennu lagi nú á tímum. Annar þáttur- inn fjallar um rjett stórþjóð- anna , hinn um hinar einskis- virtu smáþjóðir. Stórþjóðirn- ar hafa nýlendur, umsjónar- lönd og áhrifasvæði. Þetta eru lönd okkar, smáþjóðanna. Þeg- I ar stórþjóðirnar ætla sjer „oln- bogarún“, þá fer að grána gam- i anið fyrir þjóðirnar í kögur- ríkjunum. Þeir, sem þar eiga heima hafa lítinn rjett. Ef þeir gera uppsteit, þá er þeim sýnt í tvo heimana. Þar sem Överland ræðir um Finnland, segir hann m. a.: Rjettlætishugsjónin, eða öllu heldur draumurinn um rjett- læti jafnt fyrir lítilmagnann sem stórveldin, er fjarstæða í dag. Samt getum við ekki yf- irgefið þessa hugsjón, eða lagt hana á hilluna. Það er eðli- legt, segir hann að telja það glæp, þegar friður er rofinn, og hernaðarárásir gerðar, og því ekkert við það að athuga, að leiðtogar smáþjóða, sem leiddu þjóð sína út í fávíslega hefnd- arstyrjöld fái sinn dóm. En það myndi vera ennþá betra, ef miklir og dáðir árásarmenn yrðu einnig stimplaðir sem glæpamenn. Á Överland þar við Stalin og árás hans á Finna 1939. Og segir, að einmitt með því, að bera saman dómana yf- ir stjórnendum Finnlands og friðhelgi árásarmanna þeirra er rjeðust á Finnland 1939 geti menn glöggvað sig á, hvernig umhorfs ér í veröldinni í dag Það væri eftir kokkabókum kommúnista eða hitt þó held- ur, að stjórnin í Moskva þyrfti að hlýta sömu lögum og regl- um og aðrir dauðlegir menn. Sannleikurinn um sanntrú- aða kommúnista er sá, að hugsunarháttur þeirra er alger- lega fjarskyldur öllu lýðræði. Þeir vilja einræði, að nokkrir menn ráði gersamlega yfir öll- um fjöldanum. Að fjöldinn hlýði valdhöfunum í blindni. Og að valdhafarnir megi gera alt sem þeim sýnist. Það er trú- aratriði komma, að alt sem stjórnendurnir geri sje gott og blessað. Þegar þeim háu herrum dettur í hug að efna til kosn- inga, þá ákveða valdhafarnir hverja skuli kjósa. Og síðan er öllum „kjósbndum“ gerður sá einn kostur að kjósa einsog valdhafarnir vilja. En þeir, sem .vilja ekki grejða atkvæði í þessum allsherjarkór mann- anna, sem fá ekki lengur að ^nmhald & 8. «í8u.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.