Morgunblaðið - 18.04.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.04.1946, Blaðsíða 7
Fimtudagur 18. apríl 1946 MORGUNBLAÐIÐ 7 ENDURREISN NOREGS ÞEGAR þýski herinn í Noregi gafst upp, 7. maí í fyrravor, var talið að meira en hálf miljón „gesta“ væri í landinu: þýskir hermenn og fangar, sem Þjóðverjar höfðu flutt þangað. Fyrst framan af var ekki hreyft við þessum mönnum og Norð- menn spurðu óþolinmóðir: Hve lengi eigum við að ala þetta? En þegar leið á sumarið fóru burtflutningarnir að hefiast, og gengu liðugt. Um áramótin voru ekki eftir nema 35.000 manns — Þjóðverjar, sem eigi hafa verið fluttir af hernáms- svæði Rússa í Norður-Noregi, en vinna þar enn að vegagerð, skógarhöggi, jarðduflagreftri og tundurduflaslæoingu. Setuiið bandamanna er horf- ið líka. Rússarnir komu fyrst og fóru fyrst. Þá Bandaríkja- menn. Nú eru ekki aðrir eftir í Noregi en nokkur hundruð Bretar, sem eru að fara. Þegar friðurinn kom í land- ið skaut allt í einu upp nýrri tegund hermanna, sem áður höfðu ekki haft sig til sýnis, af skiljanlegum ástæðum. Það var heimavarnarliðið, sem hafði hafst við í skógunum, búið ein- kennisbúningum og vopnum, sem Bretar höfðu látið detta ofan yfir þá í fallhlífum Þetta voru um 40.000 manns. Víða um land m. a. í Danmörku. hef- ir gengið illa að tjónka við heimavarnarliðið. Það hefir gert kröfur og þótst vera eins- koriar ríki í ríkinu — hafa bjargað landinu og vill nú hafa eitthvað fyrir snúð s.inn. í Noregi gekk vel að tjónka við skógarmennina. Sumir þeirra voru skráðir í herinn, aðrir lögðu frá sjer vopnin, höfðu fataskiíti og fóru heim til sín. Mesti munurinn á Noregi í dag og fyrir tíu mánuöum er sá, að nú sjest varla einkennis- búinn maður, en þá sást varla nema einkennisbúinn maður, heldur grænir Þjóðverjar, Bret- ar (,,R,ed devils“ með sótrauð- ar baskahúfur) og kahkigulir heimavarnarliðsmenn með vjel pístólur. Nú eru þeir horfnir af sviðinu. Matur er mannsins megin. ÞAÐ væri rangt að seeja að Norðmenn vaði í mat. Hinsveg- ar vaða þeir í peningum. Þó undarlegt megi virðast, og þess vegna varð „svart börsinn“ svonefndi umfangsmikil stofn- un um eitt skeið, en er nú mjög að hnigna, enda hefir verðlags- lögreglan ekki verið muikhent á þessum verslunarfyiirtækj- um. Þráfaldlega kom það fyrir, að Oslóbúar, sem höfðu brugð- ið sjer um helgar upp í sveit urðu fyrir hrammi laganna í bakaleiðinni, töskurnar voru opnaðar og ultu þá út smjör- skökur, ketlæri, ostar, bjúgu og annað góðgæti, sem hafði verið keypt í sveitinni fyrir fimm- eða tífalt verð. Þessi dýri varn- ingur var gerður upptækur og kaupandinn fjekk háa sekt í kaupbæti og seljandinn aðra enn hærri. Því að fram],eiðand- inn hefir ekki leyfi til að selja öðrum en kaupmanninum sín- um eða kaupfjelaginu, og þá við lögákveðnu hámarksverði, og kaupandinn ekki leyfi til að kaupa vöruna nema í verslun- inni, fyrir lögmælt verð og Eftir Skúla Skúlason Fyrri grein Tíu mánuðir eru liðnir síðan Noregur varð frjáls. A þeim tíma hefir margt unnist á þó meira sje enn ógert. Noregur er betur staddur en flestar hernámsþjóðir, skorturinn rjenar og góð- ur vinnufriður er í landinu. skömmtunarseðla. Nú er svarti börsinn á fallanda fæti, því að leyfilegt framboð flestra land- búnaðarafurða fer vaxandi. En líklega er það rjett, að verðlag- ið á þeim sje of lágt. Að minnsta kosti er mikið tálað um að hækka það r.okkuð. Mjólkin kostar 40 aura og smjörið tæpar 5 kr. kílóið. Flest matvæli skömtuð enn. FLESTAR matvörur eru skammtaðar ennþá, en skammt urinn er óðum að stækka. Fólk fær nægan mjölskamt. Fiskur- inn er óskammtaður, en lítið um hann austanfjalls; það er helst síld, sem slæðist þang- að. Fiskverslunin í Noregi er ráðgáta; þó að ausið sje upp fiski á Mæri sjest varla fiskur á diski víða austan fjalls. Fást hvalketsbjúgu í dósum um all- an Noreg en hinar heimsfrægu norsku fiskbollur ekki fremur en rauðagull. En fólkið hefir nóg að eta og 'getur látið sjer líða vel, ef það gerir ekki mikl- ar kröfur til fjölbreytni í mat. Og nú er verið að „gefa laus- ar“ óhemju saltfiskbirgðir, er Þjóðverjar höfðu dregið saman. En þær verða víst að mestu leyti seldar úr landi. Svo er líka farið að selja kaffi, te og súkkulaði. Skammt urinn er að vísu naumur, og mun leyfa að fólk drekki al- mennilegan sopa einu sinni á dag. Þeir sem drekka te sleppa betur. En súkkulaðið er að svo stöddu ekki ætlað nema börn- um. Hinsvegar er brennivínið frjálst frá nýjári. En það er þrælabrennivín, upprunalega ætlað til iðnaðar, en er nú selt til ágóða fyrir ríkið. Þeir, sem vilja fá „betri sortina“ verða að standa í biðröð á götunni. Tóbaksgerðirnar norsku hafa nú fengið nægilegt hráefni til sömu eða meiri framleiðslu en var fyrir stríð, og er nú hætt að skammta tóbakið. Það er ekki gott, en þó svo að menn tala með fyrirlithingu um heimaframleiðsluna sína — „heimeavlet" — frá stríðsárun- um. Heimsins laun eru van- þakklæti, því að það var þó þetta heimaræktaða tóbak, sem var huggun margra hrjáðra tóbaksmanna þá. Enn er skortur á fatnaði. En vef- og prjónaverksmiðjur eru sem óðast að fá efni til að vinna úr, og sömuleiðis hefir verið flutt inn allmikið af dúkum og prjónlesi. Fólk er sem óðast að eignast nýjar flíkur og skógar- höggsmennirnir gpta státað af góðum og þykkum fötum og svellþykkum vatnsleðurstígvjel um. Þeir fá meira til fæðis og klæðis en aðrir mennskir Norð- menn, en samt fást ekki nógu margir til að fella skóginn. Mikl ar birgðir af skófatnaði eru sagðar vera til nú orðið, en yf- irvöldin eru nísk á hann og skammta4 hann naumt. Það kostar allskonar krókaleiðir að eignast nýja skó. og enn þarf að fá leyfi og gefa æru- og samviskuvottorð til þess að fá gömlu skóna sína sólaða. Maðurinn á götunni lætur lítið yfir ganghraða viðreisnar- innar þegar hún berst á góma. Honum finnst skriffinnskan svo mikil allstaðar, og að ráðuneyt- in liggi mánuðum saman á mál- um, sem þau eigi í rauninni ekkert að skifta sjer af. Hon- um finnst hann ekki hafa feng- ið frelsið aftur, og að margt sje ekki betra en það var á sjálfri vargöldinni. Hann viðurkennir að vísu, að persónulega Örygg- ið sje fengið, en persónulegt frjálsræði ekki. Vantar menn í skóginn. NORÐMENN selja nú allan þann pappír og trjákvoðu, (sellulose) sem þeir geta fram- leitt, mörgum mánuðum fyrir- góð og þau voru 1938, en ekki er rjett að kenna þetta lakari vinnu eingöngu, heldur verður að líta á, að verksmiðjurnar eru margar hverjar niðurníddar, slitnar vjelar o. s. frv. í októ- ber síðastliðnum var talið að af- köstin væru orðin 75.4 af því sem var 1938, en í maí voru þau ekki nema 58.3%. í iðnaði til eigin þarfa eru afköstin nú orðin 97% af því sem var fyr- ir stríð, en útflutningsiðnaður- inn hefir dregist aftur úr. Alls er talið að nú starfi 171.000 manns að iðnaði í Noregi, og er það 2.000 fleira en 1939. En mjög hefir breytt um hvernig vinnuaflið skiftist á iðngrein- arnar. I járn- og stálsmiðjum hefir fjölgað um 11.000 manns, en fækkað um 13.000 í námu- greftí, rafmagnsvinnslu málma, steinhöggi, timburvinnslu og næringarefnaframleiðslu. Vinnufriðurinn. í Noregi hafa ekki verið telj- andi atvinnudeilur síðan friður komst á. En nú í lok mars renna út samningar í ýmsum iðngreinum, sem samtals varða 200.000 manns. Það er full á- stæða til að ætla, að nýir samn- ingar náist friðsamlega og án þess að verulegar stöðvanir verði. Norskir verkamenn líta yfirleitt greinargóðum augum á atvinnulíf og kaupgjaldaat- rioi, og stjórnin er lagin og hef- ir traust atvinnurekenda, þó að hún sje verkamannastjórn. I sumar og vetur hefir það einkum verið eitt atriði, sem deilum hefir valdið í kaup- gjaldsmálum. Þegar Þjóðverj- fram. Mikil erlend eftirspurn ar komu í Noreg 1940 var tíma- er eftir timbri. Og sjálfir þurfa kaup verkamanna lækkað um þeir að byggja híbýli fyrir; 12 aura, — með samkomulagi marga tugi þúsunda og penings ' við verkamannasambandið, sem hús fyrir alla Finnmörk og sumir vilja telja að hafi verið hluta af Troms. Norsku skóg- valdboð. Þessi lækkun nemur arnir hafa nóg af efni í allt alls 693 miljónum króna, sem þetta, en vandinn er að nálg- norskir verkamenn telja að ast það efni — höggva skóginn haft hafi verið af sjer, og þeir og birkja og koma honum í eiga að fá endurgreitt úr ríkis- vjelsagirnar og trjákvoðugerð- sjóði. Málið kom fyrir vinnu- tilraunir stjórnarinnar miðað að því, að halda vöruverðinu niðri. Og í sambandi við barnastyrk- inn hefir Oftedal fjelagsmála- ráðherra sagt, að ef hann yrði til að hleypa af stokkunum verðbólgu, þá sje hinum vinn- andi stjettum gerður bjarnar greiði með því að lögleiða hann. Stjórn verkamannasambands ins norska (Landsorganisasjon- en) hefir líka viljað brýna fyr- ir fjelagsmönnum sínum, að einblína ekki um of á launa- hækkunina. Þannig komst Konrad Nordahl svo að orði í nýjársávarpi sínu: „Það sem við á nýja árinu framar öllu verðum að leggja áhers'u á er að auka framleiðsluna. Það er eina leiðin til þess að bæta lífs- kjör okkar. Það er engin lausn að fá peningauppbót á launun- um. ef hækkandi verðlag fylg- ir í kjölfari þess og jetur það upp. Það er hægt að búa til kjarabætur á pappírnum, án þess nð raunverulegur bati verði á lífskjörum hinna vinn-* andi stjetta. Þau verkefni, sem nú liggja fyrir, verða að fá lausn með hreinskilinni sam- vinnu verkamannasamband- anna og ríkisstjórnarinr.ar“. Fólki kann að virðast það skrítið, sem hjer var sagt áður, að fólk hefði mikla peninga handa á milli. Hjer er ekki um það fólk að tala, sem gekk er- indi Þjóðverja og Quisiings á hernámsárunum og rakaði sam an fje þvi, sem kúgararnir rændu og stálu af því opinbera, heldur um allan almenning. En ráðning gátunnar er auðveld og hún er þessi: Þó að fólk fengi lægra kaup en áður þá safnað- ist því samt fje því að það gat ekkert keypt. Ekki nema nokk- urn hluta þess matar, sem það hafði notað áður — og þá þann versta og ódýrasta —, og sára- lítið af íatnaði. Sumar fjölskyld ur eignuðúst bókstaflega ekki nokkra nýja flík öll stríðsár- in. Og allt skemtanalíf lá niðri. Fólkið vildi ekki einu sinni sjá kvikmyndirnar, sem boðnar voru. — Þessvegna safnaðist því fje. (í síðari grein verður sagt ! máladómstólinn og dæmdi hann nokkuð frá stjórnmálum Nor- írnar. Það var mikið talað um það að verkamenn skyldu ekki fá í sumar sem leið, að unga fólk- þetta greitt. Blöð kommúnista ið hefði misst vinnulöngunina hjeldu uppi kröftugum áróðri við stríðið: Þegar friðurinn kom í máli þessu meðan á því stóð, viidu allir eiga frí og njóta en lækkuðu seglin þegar dóm- lífsins. Það var slen í þjóðinni, urinn var fallinn, og gerðu ekki eðlilegt ,,afslappelsi“ eftir langa tilraun til að koma af stað stór- þenslu. En nú er það slen horf- verkfalli, eins og þeir höfðu hót ið, fólkið vinnur og allir geta 1 að og búast hefði mátt við. fengið vinnu. Það er frekar j Um þessar mundir er stjórn- hörgull en ofmikið framboð á in önnum kafin við að finna vinnukrafti. En hvergi er hörg- 1 grundvöll að nýju samningun- egs, verslun og fjárhagsmál- um). ullinn eins mikill og í skógar- högginu. I vetur vantar 8.000 menn til þess að fullnægt sje framleiðslu þörf timbur-iðntækjanna. Marg ar trjákvoðugerðirnar starfa aðeins með hálfum mannafla, því að hráefnið vantar, og sama er að segja um sögunar- myllur og ýmsar iðrigreinar trjesmíðinnar. Til endurreisn- arinnar í Finnmörku hafa Norðmenn orðið að kaupa timbur í Finnlandi, enda er flutningur þaðan ódýrari en sunnan að. Sje litið á norska iðnaðinn í heild þá eru afköstin ekki eins um. Meðal annars hefir komið fram tillaga um að lögleiða svo- kallaðan barnastyrk, ákveðið framlag til hvers verkamanns- barns í ómegð, sem vinnuveit- andinn gréiði að öllu leyti. Þá hefir verið bannað að greiða hærri arð í hlutafjelögum en 5 af hundraði. En menn gera sjer það Ijóst Þetta er útskorinn „Renaissance“ nú frekar en nokkru sinni áð- ur, hve þýðingarlítið það er að hækka kaup, ef nauðsynjar fara hækkandi að sama skapi. Spurn ingin er hvort hægt verður að halda dýrtíðinni niðri eða hvort verðbólgan á að fá að grafa um sig. Hingað til hafa allar búi eins auðugasta manns í Danmörku. Til sýnis og sölu frá kl. 2—6 næstu daga í Tjarnargötu 3, miðhæð. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.