Morgunblaðið - 18.04.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 18. apríl 1946 Aflakóngur 50 ára ÞEIR, sem hafa verið á síld- veiðum, kannast við Eggert Kristjánsson, er lengi var með ms „Björninn" frá Akureyri, en hann verður fimmtugur n.k. laugardag, 20. apríl. Eggert hefir verið skipstjóri í 25 ár, á síldveiðum, línuveið- um og flutningum, og hefir verið einhver allra fengsælasti skipstjóri mótorskipaflotans. Það segir sig sjálft, að sá maður, er verið hefir skipstjóri í svo langa tíð, hefir margt reynt og mörgu kynst. — En Eggert hefir sigrast á öllum erfiðleikum, og svo mun lengi verða, því hann er ungur enn, með ódrepandi þol, áhuga og starfsþrá. Eggert er fjelagi í Skipstjóra og stýrimannafjelagi Norður- lands og hefir verið í stjórn þess og formaður um skeið. — Hann er fjelagsmaður ágætur, það sem hann tekur að sjer, ger ir hann af lífi og sál og fylgir því fast fram. En þegar hann er í landi, býr hann í hinu fall- ega húsi sínu í brekkunni á Ak- ureyri, ásamt ágmtiskonu sinni Katrínu Eiríksdóttur frá Hafn- arfirði. Eggert er núna skipstjóri á ms „Ottó“, sem hann er eigandi að ásamt Jörundi j, Hrísey. Á afmælisdaginn sinn verður hann í ferðum milli Reykjavík- ur og Borgarness. Þeir mörgu sjómenn og aðr- ir, sem Eggerti hafa kynst, senda honum í tilefni 50 ára afmælisins hugheilar hamingju óskir og þakka hin ógleyman- legu liðnu ár. Agnar Hreinsson. Hjónaband. Uýlega voru gef- in saman í Kaupmannahöfn ungfrú Eriðrikka B. Friðriks- dóttir og Henrilr A. Buringrud, Oslo. Brjef: Lesftir Pass- íusálma Herra ritstjóri! Jeg var að lesa grein í blaði yðar eftir Kristínu Sigfúsdótt- ur, þar sem minnst er á fyrir- lestra dr. Matthíasar Jónasson- ar, og lestur Passíusálmanna. Jeg er viss um að hlustað er á þessa fyrirlestra á fjölda heim- ila, og vissulega eru þeir fræð- andi og skemtilega fluttir. En sjerstaklega vil jeg minn- ast á lestur Passíusálmanna og er það víst vegna þess að þeir eru gamlir æskuvinir mínir, síðan jeg söng þá á hverju kvöldi alla föstuna út með pabba og mömmu. Þeir voru þá með gamla letrinu. Mjer finnst þögul lotning grípa huga minn, þegar jeg heyri þá lesna eða sungna. Og án þess að fara að gera mig dómara yfir dag- skrá útvarpsins, langar mig til að spyrja: Því má ekki ljúka dagskránni með Passíusálma- lestri? Jeg segi fyrir mig, jeg skrúfa altaf fyrir útvarpið á eftri, því þá finnst mjer ómögu legt að hiusta á gleðisöngva. Það þarf að innræta börnun- um ást og lotningu fyrir Passíu sálmunum frá fyrstu tíð, Eng- inn hefir túlkað á einfaldari og betri hátt píslarsögu frelsarans, en Hallgrímur Pjetursson. Unga kynslóðin á eins að geta sofnað út frá lestri þessarra ljóða, eins og danslögum og jass. Jeg vil aðeins spyrja, án þess að ætla að særa neina unga móður. Gjörið þið ekki of lítið að því að móta trú Og lotningu með börnum yðar. Slíkt endist í flestum tilfellum æfina út, þeg- ar alvara lífsins tekur við og maðurinn fer að hugsa, þrosk- ast og vinna úr fyrstu fræ- kornunum, sem hefir verið sáð í barnssálina. Hvergi fáum við meiri styrk, ef raunir steðja að, en einmitt frá honum sjálfum, Jesú Kristi gegnum okkar ein- földu bænir og barnatrú. Geðin á sinn fulla tilverurjett fyrir því og hún verður þá fyrst sönn, ef alvara og trú lifir bak- við. Reykjavík, 7. apríl. Sigurborg Magnúsdóttir. Meira umferðaöryggi STOKKHÓLMI: Verið er nú í Svíþjóð að fræða menn mjög mikið um umferðamál og reynt að auka öryggi á vegum, þar sem komið hefir í ljós, að fjórði hver maður í landinu verður fyrir umferðaslysi einhvern- tíma á æfinni. Mlnningarorð um Guðm. Ágústsson megi lífsins sól jafnan leiða þig á hinum æðri sviðum tilver- unnar, sem þú hefir nú fluttst til. Friður sje með þjer. G. G. Næstkomandi laugardag verð ur jarðsunginn í Fossvogs- kirkjugarði, Guðmundur Ragn- ar Ágústsson, Meðalhclti 21, sem andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 11. þ. m. Guðmundur var fæddur hjer í bænum 2. desember 1936. Hann varð því ekki gamall að árum, en þeir sem Guðirnir elska deyja ungir, sögðu vitrir menn, og geymir göfug minn- ing göfugt líf. Jeg, sem skrifa þessar línur, átti þess kost að þekkja þenna dreng um skeið og mjer stend- ur fyrir sjónum hin prúða og orðvara framkoma hans. Ljót orð heyrðust aldrei af vörum hans, en það er því miður altof fágætt um börn og unglinga þessara tíma. Sár er því harm- urinn, sem nú er kveðinn að foreldrum hans, þeim hjónun- um Sigrúnu Stefánsdóttur og Ágústi Gissurssyni. Áður áttu þau bak að sjá elskaðri dóttur og er nú aðeins eitt barn þeirra hjóna á lífi, tveggja ára telpa. En það er nú svo, að gagn- vart hinni dýpstu sorg og sjer í lagi beri hana óvænt að garði, eins og hjer varð, stöndum vjer mennirnir málvana. Orð fá ekki túlkað tilfinningar vorar, því þau eru fremur tæki hugans en hjartans. Oft finst oss dauð- inn kaldur viðskiftis, en eitt getur hann aldrei frá oss tekið. Minningin um það. sem var gott og göfugt og fagurt, verður jafn an ljós á vegum vorum og minn ing þessa drengs verður vissu- lega ávalt blítt og skært ljós í hjörtum foreldra hans og allra er hann þekktu, skyldra sem • óskyldra. I Muggur minn! Megi foreldr- um þínum og ástvinum veitast styrkur til að bera þessa þungu raun, sem burtför þín óhjá- kvæmilega verður þeim, og - Alþj. veltv. Framh. af bls. 6. hafa neina skoðun, þeir fá „makleg málagjöld“. Það er stórfurðulegt, að ís- lenskir menn, sem hafa feng- ið uppeldi sitt meðal frelsis- unnandi þjóðar, skuli geta af- neitað öllum hugsjónum sín- um um frelsi og jafnrjetti, með því að aðhyllast trúna á, og vinna fyrir hinn austræna sið. Eigi líður á löngu, þangað til hávaðinn af þeim mönnum, sem undanfarin ár hafa fylgt kommúnistum að málum, bæði hjer á landi og annarsstaðar meðal lýðfrjálsra þjóða, sjá það og skilja til fulls, að vegurinn til kommúnismans er vegurinn til andlegrar og líkamlegrar ánauðar. — Öryggisráðið Framh. af 1. síðu. Næstur á eftir fulltrúa Hol- lendinga, tók Stettinius, fulltrúi Bandaríkjanna til máls. Kvað hann Bandaríkjamenn bera samúð í brjósti til hvers þess aðila, sem í samræmi við sátt- .mála sameinuðu þjóðanna, gæti komið lýðræðislegu stjórnar- fari á með Spánverjum, án þess að til borgarastyrjaldar þyrfti að koma. Eftir þetta var fundi frestað til klukkan 3 á morgun. Áttræður: Friðrik á Helgasföðum FRIÐRIK BÓNDI Jónsson á Helgastöðum í Reykjadal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu á áttræðis- afmæli n. k. laugardag 19. apríl. Friðrik er landskunnur mað- ur sem póstur um langt ára- bil. Hann hefir ve.rið mesti dugnaðarmaður. — Vinir hans senda honum hlýjar kveðjur í tilefni áttræðisafmælisins. Hafnarfjörður Hafnarfjörður ^JJarlal?órinn j^reótir HLJÓMLEIKAR í Bæjarbíó, kl. 5 í dag. I. Karlakórinn Þrestir, söngstjóri Jón ísleifsson. II. Blandaður kór, söngstjóri Sigurjón Arnlaugsson. III. Píanósólo: dr. Urbantschisch. IV. Karlakórinn Þrestir. I Aðgöngumiðar fást í Bæjarbíó, eftir kl. 3 í dag. Hljómleikarnir verða ekki endurteknir. Stjórnin. < > Ibúð á Akranesi 3ja herbergja, með öllum þægindum, til sölu. Til greina kemur að skifta á íbúðinni og litlu húsi í Reykjavík. M álflutningsskrifstofa j| Kristjáns Guðlaugss., hrl. og Jóns N. Sigurðss., hdl. ^ Hafnarhúsinu, Reykjavík, sími 3400. Fer hann nú á æfingar í lögreglumannaskólan- um og lærir þar að athuga lík, fingraför og annað, 7VPE5 OF FiMSERPRlNT$ /'RCI-E5, WllCRLS, ACQPENTAL5 LOOP: [Copr. 1945, King Features Syndicate, Inc., Wprld rights rcservcd. sem lögreglumenn þurfa að kunna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.