Morgunblaðið - 18.04.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 18. apríl 1946 20. dagur Aaron sá að Theo dró and- ann djúpt og sá líka óttann í augum hennar. Honum rann reiðin. Hann blygðaðist sín fyrir að hafa stokkið svona upp á nef sjer, hann var löngu far- inn að þekkja það, að maður hefir ekki rás viðburðanna á valdi sjer, þegar maður er reið- ur. Þessi langi rólegi náungi hafði enn yfirtökin í því efni. Hann gerði á sjer eina af þessum ótrúlegu þreytingum og í ljós kom allt aðdráttarafl h'ans og seiðmagn. Jæja, jæja, Lewis kapteinn, líklega hefi jeg verið heldur bráður. En þjer verðið í hrein- skilni að viðurkenna, að þetta var allt mjög einkennilegt. Samt er jeg fús til þess að skrifa það á reikning ung- æðisskapar. Það er aðeins eðli- legt að hermönnum lítist vel á falleg andlit“. Lewis breytti ekki um svip. Hann leit fyrirlitlega til Arons. „Spyrjið dóttur yðar, hvort það hafi verið allt og sumt“. Aaron hjelt áfram í skyndi. „Jeg þarf ekki að spyrja dótt- ur mína. Jeg veit að hún er þegar farin að iðrast þeirrár glópsku, sem æska hennar og septemberkvöld þetta hafa ginnt hana út í, hvað svo sem fyrir hefir komið“. „Burr ofursti. Jeg hefi heyrt mikið um ,yður. Jeg er vinur Jeffersons. Jeg hefi heyrt, að þjer sjeuð maður algjörlega óvandur að meðulum, og eigin- gjarn fram úr öllu hófi. Mjer hefir ekki geðjast að orðróm- inum, sem gengur um yður, nje flugufregnunum, sem bárust mjer að eyrum alla leið til Wheelíng-virkis, en jeg er fús til þess að trúa því, að allt hafi *verið missagnir einar, vegna þess að þjer eigið slíka dóttur“. Theo hnykkti við. „Óvandur að meðulum og eigingjarn fram úr hófi“. Hvernig dirfðist nokk ur maður að segja annað eins og þetta við föður hennar! Hún leit á Lewis og augnaráð henn- ar var allt í einu orðið fjand- samlegt.' Hún blygðaðist sín fyrir hegðun sína. Hún gekk til Aarons og lagði^ hönd sína feimnislega á handlegg hans. Aaron hló og sagði rólega: „Það lítur út fyrir, að þessi ungi maður þykist vera þess um- kominn, að gagnrýna mig. En jeg hygg, að við þurfum ekki að skeyta hót um álit han§, góða mín. Góða nótt, Lewis höfuðsmaður“. Meriwether Lewis hreyfði sig ekki. Honum leið illa. Hann nagaði sig í handarbökin fyrir það, hve hann hafði verið ruddalegur og ókurteis. Hann sá, að augu Theodosiu voru allt í einu orðin köld og fjandsam- leg — þessi augu, sem höfðu Ijómað svo yndislega fyrir stundu síðan. Lewis hafði alltaf verið ein- mana. Hann var ógjarn á að flíka tilfinningum sínum og al- mennt ætlaður kaldgeðja. Hann hafði dvalið mestan hluta ævi sinnar undir berum himni — lifað hinu erfiða og áhættu- sama lífi landamæra liðsfor- ingjans. Undirmenn hans báru virðingu fyrir honum vegna þess að hann var hugrakkur — og úrræðagóður — en þeim fannst hann hörkulegur og ó- þýður í viðmóti. Og þannig var hann líka — nema þegar hann var einn úti í óbygðunum. Arn- ar, trjen og fjöllin — það voru vinir hans. Hann hafði aldrei orðið snortinn af konu fýr. Samt hafði hann sagt sannleikann, þegar hann sagði Theo, að hann hefði dreymt um hana. Hinni óljósu þrá hans hafði verið full- nægt, þegar hann sá hana í leikhúsinu. Þau höfðu horft hvort á annað — og í augum hennar hafði hann sjeð vakn- andi ástríðu-tilfinningaeldinn, sem enn átti eftir að leysa v:: læðingi. Hann hafði ekki hugs að um neitt jafn hversdagslegt og ást — í þess orðs venjulegu merkingu. Hann gerði það ekki heldur nú. En hann vissi, að þau áttu saman. Að hvort um sig, myndi finna þá fullkomn- un, er þau leituðu að, hjá hinu. Hún hlaut einnig að vita það — en einhvern veginn megnaði hann ekki lengur að hafa áhrif á hana. Það hefði ekki orðið honum neinn .þrándur í götu, þó að hún væri heitbundin. Þar sem hann hafði átt heima var sá siður, að karlmaðurinn tæki þá konu, sem hann girntist. En það var breytingin, sem orðið hafði á stúlkunni sjálfri. Hann sá, að hún var fangi — af fúsum vilja. Fangi, sem hafði varpað af sjer hlekkjun- um stundarkorn, en gat ekki lifað án þeirra, þegar til kast- anna kom. En hann vildi samt sem áð- ur ekki trúa því, að sú væri raunin á. Hann vissi nú, hvað hún hjet, og hann nefndi nafn hennar: .„Theodosia — —“. Þetta eina orð var svo þrungið ákafri bæn og heitri tilfinn- ingu, að Aaron kipptist við. Hvernig í ósköpunum hafði alt þetta komist í kring á svo skömmum tíma? Hann tók fastar um dóttúr sína. „Viltu gjöra svo vel að bjóða þessum man'ni góða nótt — undir eins“, sagði hann. Theo leit upp. Dökk augu hennar voru tárvot. Hún horfði í augu Lewis og hún sá bænina og örvæntinguna í augnaráði hans — og það var eins og eitt- hvað brysti innra með henni. En hún var ekki lengur örugg. Draumsýnin var horfin. Líf hennar var í föstum skorðum, og því varð ekki breytt á svip- stundu. Aaron hafði rjett fyrir sjer — eins og alltaf. Hermenn voru ætíð reiðubúnir til þess að daðra við laglegar stúlkur — og auk þess hafði hann vogað sjer, að gagnrýna föður hennar. „Góða nótt, Lewis höfuðs- maður“, sagði hún lágt, og sneri sjer undan. Lewis brosti — en það var beiskjubros. Við erum ekki skilin að skiftum, Theodosía, hugsaði hann með sjer. Ein- hverntíma munum við hittast aftur. En þá verðum við orðin svö fjarlæg hvort öðru, að okk- ur verður um megn að samein- ast. Hann hneigði sig kulda- lega fyrir henni og gekk á brott. Hann leit ekki við. Theodosia vissi ekki, að á þessu andartaki hafði hún tek- ið mikilvægustu ákvörðun lífs síns — það var ekkert, er gæti leitt henni það fyrir sjónir, nema ef vera skyldu vonbrigð- in, sem allt í einu nístu hjarta hennar. Garðurinn, sem áðan hafði verið svo ljómandi fagur, virtist nú ömurlegur — öll til- veran virtist skyndilega litlaus og eyðileg. „Viltu gjöra svo vel að segja mjer, hvað þetta á að þýða?“ Aaron talaði rólega — en rödd hans var hörð og miskunnar- laus. Hún hneigði höfuðið að öxl hans. „Jeg veit það ekki. Jeg er svo þreytt, pabbi. Þú mátt ekki spyrja mig neins“. „Engin látalæti, heillin mín góð. Jeg skil ekki þessa hegðun þína. Er það rjett hjá mjer, að þú hafir sjeð þennan — þennan náunga í fyrsta sinn í leikhús- inu í kvöld? Að hann hafi ver- ið einn af liðsforingjunum, er sátu í stúkunni við hliðina á okkur?“ Hún kinkaði kolli. „-----Hann glápti á þig, og alt í einú greip þig einhver ó- skiljanleg ljettuð, svo að þú .." „Nei — segðu þetta ekki! Það var ekki þannig!“ „Nú — hvernig þá? Þú getur ekki ætlast til þess, að jeg sje væginn í orðum, þegar jeg kemst að því, að einkadóttir mín hefir hegðað sjer ósiðlega — fyrir augunum á föður sín- um og unnusta. Þjer tókst auð- veldlega að losna við Jósep — var ekki svo? Jeg mætti hon- um við hliðið, þar sem hann var að leita að perluhringnum þínum. En jeg sje, að hringur- inn er á sínum stað á fingri þínum. Slík hegðun er fyrir neðan allar hellur!“ Hana sveið sárt undan orð- um hans. Fyrirlitning hans hafði þau áhrif á hana, að það sem áður hafði virst svo fallegt og indælt varð nú ósæjnilegt í augum hennar. ' „Mjer þykir þetta leitt, pabbi“, hvíslaði hún. „Þú mátt ekki vera.reiður við mig leng- ur. Því er lokið“. iniiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiitinifiEfiuiuiiiuuiiiiiuiiiiuiuuni: Vlótorlampar nýkomnir. P / • C/ § oL.uaVLg, —)t< lorr § UII!IIIIIUUiIIIIIIIIIIIIIIiniIIIIII!IIIIIIiIIIIIIIII|IHÍIum}|| iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijj a EE I Hamrar | ódýrir. oCuduicý dddl< lorr HIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Lóa tangsokkur Eftir Astrid Lindgren. 33. hvað? Ja, bara komdu með það, ef þú heldur það, sagði Lóa ógnandi og kreppti hnefana. —Nei, ekki segi jeg nú beint að þú ljúgir, sagði stúlk- an, en ... — Ekki það, sagði Lóa. En það er nú einmitt það sem jeg er að gera. Jeg hefi logið svo að tungan í mjer er orðin kolsvört, heyrirðu það. Heldur þú að ung- barn geti- lifað matarlaust frá því í maí og þangaðtil í október? Víst veit jeg það, að þau geta verið matar- laus svona þrjá til fjóra daga, en frá því í maí og fram í október, það er bara heimska. Þú skilur líklega að það getur ekki verið satt. Þú mátt ekki láta fólk Ijúga í þig hverju sem er. Þá fór telpan af stað, en sneri sjer oft við og leit á þau. — En hvað fólk er trúgjarnt, sagði Lóa við Önnu og Tumi. Frá því í maí og fram í október, það er hrein heimska. Svo hrópaði hún á eftir telpunni: — Nei, við höfum ekki sjeð pabba þinn. Við höfum ekki sjeð einn einasta-sköllóttan mann í allan dag. En í gær gengu þeir hjer framhjá sautján og leiddust allir. Garðurinn hennar Lóu var indæll að dvelja í. Hann var ekki vel hirtur, síður en svo, en þar voru mjúkir grasblettir, sem aldrei voru slegnir og gamlir rósarunn- ar fullir af hvítum, rauðum og bleikum rósum, ekkert sjerlega velræktuðum, vissulega, en ilmur þeirra var jafn þægilegur fyrir því. Þar uxu líka mörg aldintrje, — og það sem best var af öllu, *■— eldgamlar eikur og álmar, sem var mjög auðvelt að klifra í. í garði Tuma og Önnu var mjög lítið um slík trje, og móðir þeirra var altaf hrædd um að þau rnyndu detta niður og meiða sig. Þessvegna höfðu þau ekki klifrað mikið um sína daga. En nú sagði Lóa: — Kannske við klifrum upp í eikina þarna. Tuma geðjaðist heldur en ekki vel að þessari uppá- stungu. Anna var ekki alveg eins hrifin en þegar hún sá að það voru stórir kvistir í trjástofninum hjer og þar, sem hægt var að stíga á, fannst henni líka að það myndi vera gaman að reyna. Þórður og fjölskylda hans voru að flytja í nýja íbúð, en þorðu ekki að senda nokkra smáhluti með flutningabílnum, enda voru þeir gamlir og fjöl- skyldunni þótti vænt um þá. Þegar kvöld var komið og flutn ingunum að mestu lokið, gekk Þórður yfir í gömlu íbúðina og sótti einn af þessum fjölskyldu- gripum, gamla og fyrirferðar- mikla klukku. Hann var ekki langt kominn heimleiðis, er hann mætti kjólklæddum ná- unga, sem fengið hafði sjer ein- um of mikið. Sá kjólklæddi stoppaði fyrir framan hann og horfði undrandi á hann drykk- langa gtund. Svo klóraði hann sjer í höfðinu. „Heyrðu, vinur“, sagði hann, hvers vegna notarðu ekki arm- bandsúr?“ ★ Skotinn kom inn á gistihúsið og spurði hvað herbergisleigan væri há. Honum var sagt að herbergin á fyrstu hæð kost- uðu 4 dollara, á annari hæð 3 dollara, á þriðju hæð 2 dollara og á fjórðu hæð einn dollar. Eftir að hafa hugsað sig um stundarkorn, sneri Skotinn sjer við og gekk í áttina til dyr- anna. Gistihúsvörðurinn kall- aði á eftir honum og spurði hvort honum þætti leigan of há. „Nei“, svaraði Skotinn, „það er húsið, sem er ekki nógu hátt“. Boxarinn: „Jeg veit ekki hvernig á þessu stendur, lækn- ir, en mjer er lífsins ómögu- legt að sofna á kvöldin. Hvað á jeg að gera?“ Læknirinn: „Afklæðið yður á kvöldin, leggist upp í rúm og teljið hægt upp að tíu“. ★ Vínsvelgurinn*er á gangi nið- ur við höfn og rekst á tvo lög- regluþjóna á harða hlaupum. — Hvað eruð þið að gera? stamar hann. — Gá að druknuðum manni. — Hvað ætlið þið að gera við hann? iiiiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiimiiiiiiiuiiiiiiia Alm. Fasfeignasalan | 1 er miðstöð fasteignakaupa. i | Bankastræti 7. Sími 6063. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiniiiiiiiiiu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.