Morgunblaðið - 13.06.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1946, Blaðsíða 1
16 síður BEVIIM FIIMIMST RÚSSAR ÓSAMVIIMNUÞVÐIR Árekstrar lýðveldis- sinna og konungs- sinna í Rómaborg London í gærkveldi. { TIL talsverðrá óeirða kom | í Rómáborg í kvöld, þegar á- rekstrar urðu milli flokka lýð veldissinna og konungssinna í borginni. Var lögregla kvödd á vettvang fjölmenn, en hepn, aðist ekki að skilja hina and- Stæðu flokka að. Var þá her- lið kvatt til-og tókst lögregl- unni með aðstoð þess að dreifa flokkunum og koma á ic í borginni að mestu. í dag höfðu orðið miklar róstur í Neapel og Torino af af sömu ástæðum. í Neapel kveiktu konungssinnar í húsi og urðu heiftarlegir bardag- ar milli þeirra og lýðveldis- sinna. Herlið og lögreglu tókst að koma á kyrð, — Reuter. Stokkhólmur—New York. FASTAR flugferðir milli Stokkhólms og New York hefj- ast bráðlega og hafa þegar verið farnar reynsluferðir. A myndinni sjest ein af hinum nýju Skymasterflugvjelum Svía á sveimi yfir New York, koinin þangað úr reynsluför. Sundkeppni Dana og hlendinga Umsókn kommúnista um upptöku í verka- mannaflokkinn breska kolfelld London i gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Á ÞINGI breska verkamannaflokksins í dag var all- verulega deilt á utanríkismálastefnu stjórnarinnar, sjer- staklega vegna sambúðarinnar við Rússa og afstöðunnar til Francostjórnarinnar. Bevin svaraði þessu í ítarlegxú ræðu, þar sem hann skýrði frá aðstæðum. Sagði hann Rússa hafa verið ákaflega óþýða í samvinnu og hefði raun verulega verið ómögulegt að komast að neinu samkomu- lagi við þá um fjölmörg þýðingarmikil atriði. Hann sagði, að Stalin hefði ekki viljað framlengja vináttusamning Breta og Rússa upp í 50 ár, ekki viljað koma á flugferð- um milli Moskva og London o. fl. Á þinginu var gengið til atkvæða um upptöku- beiðni breska kommúnista í verkamannaflokkinn, og var beiðninni hafnað með 2 og hálfri miljón at- beiðni breskra kommúnista í verkamannaflokkiinn kvæða gegn 486.000. Islendingar unnu 2 sund Danir 1 íslandsmet sett í öllum greinum, sem kept var í Dönum fagnað ákaft. HUNDRUÐ íslendinga fögnuðu dönsku sundmönnun- um í Sundhöllinni í gær og glöddust yfir hinni glæsilegu frammistöðu íslensku sundmannanna, sem unnu Danina í tveim sundum af þremur, sem keppt var í. Fór sund- mótið í alla staði mjög ánægjulega og virðulega fram. Sjerstaklega var áberandi hve hlýhugurinn í garð dönsku sundmannanna var mikill. Ari Guðmundsson vann 100 m skriðsund á nýju íslensku meti, 1:01,2 mín. — Sigurður Jónsson úr Þingeyjarsýslu vann 100 m bringusund, einnig á | nýju íslensku meti, 1,18,7. Sigurður Jónsson, KR varð annar. Danirnir unnu 3x100 m boðsund, en A-sveit íslendinga synti þar á nýju íslensku meti. Loks setti Anna Ólafsdóttir nýtt íslenskt met í 200 m bringusundi kvenna. Nýtt Evróomet í 100 metra sundi Marseilles í gærkveldi. ALEX JENU frá Toulouse setti nýtt Evrópumet í 100 metra sundi, frjálsri aðferð hjer í Marseilles í dag. Synti hann vegalengdina á 56,7 sekúndum. Gamia metið átti Þjóðverjinn Helmuth Fischer og setti hann það í apríl 1936. Var það 56,8 sek. — Reuter. Snarpir bardagar byrjaSir á iava London í gærkveldi. EINHVERJIR hörðustu bar clagar, sem lengi hafa verið háðir á Java, hafa staðið í dag við höfuðborgina, Bata- via. Hafa Javabúar gert þar endurteknar árásir á sveitir Indverja og Hollendinga og tekist að hrekja Indverja úr stöðvum sínum á nokkru svæði. Vegna hörkunnar í hardögunum hefir mannfall orðið töluvert, og hafa 5 menn fallið í liöi Indverja og Hol- lendinga, en yfir 20 særst. — Ekki sjást þess merki að bar-i ciögum þessum sje neitt að linna. •— Reuter. Erlingur Pálsson, formaður Sundráðs Reykjavíkur, setti mótið og bauð sundmennina velkomna. Er hann ljet þá ósk í ljós, að þessi heimsókn mætti verða einn liður í því að tengja bræðraþjóðirnar sterkum vina- böndum, — fögnuðu áhorf- endur því ákaft. — Dönsku sundmennirnir voru síðan hylt- ir með húrrahrópi, en þjóð- söngur Dana og íslendinga síð- an leikinn. John Cristensen, fararstjóri Dananna, þakkaði fyrir þeirra hönd og viðstaddir Danir hyltu íslensku sund- mennina með húrrahrópi. Síð- an hófst keppnin. Var fyrst kept í 100 m. skrið- sundi. Urslit urðu þessi: 1. Ari Guðmundsson, í, — 1:01,2 mín. (ísl. met). 2. John Cristensen, D, — 1:02,3 mín. 3. Rafn Sigurvinsson, í, — 1:06,6 mín. Keppnin milli Ara og Chri- Framhald á bls. 9. Pálllsóihsonfærlof- samlega dóma íLondon Einkaskevti til Mbl. frá London. DR. Páll ísólfsson hjelt hljóm leika á þriðjudag í St. Bartol- omew-kirkjunni í City í Lon- don við ágætar undirtektir og húsfylli. Á fimmtudag hjelt hann síðan síðustu opinberu hljómleika sína á vegum Organ- tónlistafjelagsins, að viðstödd- um mörgum helstu organleik- urum Breta. Má geta þess að fyrir nokkru ljek organleikari Notre Dame kirkjunnar í París á vegum sama fjelags í Markús- arkirkjunni í North Audley St. við Grosvenor Square. í þeirri kirk'ju mun Páll einnig leika fyrir breska útvarpið 21 þ. m., Tónlistaritstjóri „Times“ ver talsverðu rúmi í umtal um hljómleika Páls, og hafa lengri greinar ekki birst í því blaði um hljómlist, þótt heimsfræg- ur snillingur hafi átt í hlut. Lýkur hann lofsorði bæði á orgelleik Páls og tónsmíðar hans, einkum í ,,Chaconne“ í dóriskri tóntegund en það verk er samið um upphafið að Þor- lákstíðum. —Strand. LONDON. Lögreglan í Ma- drid hefir tekið höndum 18 stjórnleysingja, sem sannast hafa á sprengingar og ýms önnur spellvirki. í upphafi ræðu sinnar mint- ist Bevin á það, þegar hann hefði boðið Stalin að framlengja vináttusamning Breta og Rússa upp í 50 ár, og kvað hann Stal- in hafa látið sjer fátt um fnn- ast, en sagt, að samningurinn þyrfti þá breytinga við. Bevin sagðist þá hafa sagt: „Hvað, sem þjer óskið!“ Ekkert hafði síðan verið á þetta minst af Rússa hálfu. Þá sagði Bevin, að Bretar hefðu viljað koma á föstum flugferð- um milli London og Moskva, en Rússar talið það algerlega ómögulegt. Loks drap Bevin í þessu sambandi á uppástungu Bandaríkjastjórnar um 25 ára afvopnun Þýskalands, sem Rússar hefðu ekk viljað fall- ast á og ennfremur á tregðu Rússa í friðarsamningum. . TTIlílrí til eilífðar“. „Það skal enginn fá mig til að halda við styrjaldarástandi hjer í Evrópu til eilífðar“, •— sagði Bevin, og taldi algerlega óviðunandi hversu seint gengi með alla friðarsamninga. Hann sagði að það væri ekki nokkur maður í bresku stjórninni, sem ljeti sjer detta í hug styrjöld við Rússa, þótt ýmsir væru að fimbulfamba um slíkt. Um Palestínumálin sagði Be- vin, að ástandið í því landi væri mjög hryggilegt. Skoraði hann á bæði Araba og Gyðinga að hætta fjandskap sínum og staffa saman. Framh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.