Morgunblaðið - 13.06.1946, Qupperneq 8
8
MORGUNBLABIÐ
Fimttidagur 13. júní 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Eimskipafjelagið
í NÝÚTKOMINNI skýrslu Eimskipafjelagsins fyrir
árið 1945 gefur að líta hve stórkostlega þýðingu það getur
haft fyrir land og lýð að stórfyrirtækjum, eins og þessu
íjelagi, sje vel og viturlega stjórnað.
Fjelagið hefir nú fyrir nokkru komist að samningum
um byggingu fjögurra skipa af sex, sem stjórn þess afl-
aði sjer heimildar til að láta smíða. Þessar skipasmíðar
fjelagsins munu gerbreyta kaupsiglingum íslendinga og
eru stórmyndarlegt spor inn á þá braut, að gera Islend-
inga að mikilli siglingaþjóð.
Þrjú hinna umsömdu skipa eru í öllum aðalatriðum
eins (systurskip). Það eru flutningaskip 2600 smál. að
burðarmagni hvert. Lestarrúm 150 þúsund teningsfet.
Skipin hafa farþegarúm fyrir 12 farþega hvert. Öll hafa
skipin dieselvjelar og ganghraði þeirra er 141/? sjómíla í
venjulegri siglingu. Hvert skipanna kostar 6 milj. eða um
18 milj. kr. öll. Afhendingartími þeirra er nóv. 1946, febr.
1947 og nóvember 1947.
Fjórða skipið, sem er mest, hefir 100 þúsund tenings-
feta lestarrúm og farþegarúm fyrir 221 farþega. Það er
dieselskip, og ganghraði þess 16(4 sjómíla í venjulegri
siglingu. Verð þess er um 11 milj. ísl. króna og afhending-
artími væntanlega á miðju sumri 1948. Öll hafa skip þessi
lestarrúm útbúin til flutninga fyrstra vara.
Borgunarskilmálar eru sjerstaklega hagkvæmir, því
meginhluta kaupverðsins má greiða í sterling. Fjelagið
á andvirði allra skipanna að mestu leyti fyrirliggjandi
í endurnýjunarsjóði, eða rúmar 20 milj. króna í bygging-
arsjóði skipa og auk þess vátryggingarupphæð E.s. Detti-
foss um 5.9 milj. króna.
Eimskipafjelagið hefir alla tíð notið framsýnna og dug-
legra stjórnenda. Hefir þess og þurft með, því við mikla
örðugleika hefir verið að etja frá upphafi. Er þar fyrst
að telja fátækt fjelagsins, harða samkeppni og erfitt sigl-
ingahlutverk.
Með þeim stórkostlegu skipasmíðum, sem fjelagið nú
hefir ákveðið og hafið, hefst nýtt tímabil hjá fjelaginu.
Mun það ósk allra góðra íslendinga að það tímabil verði
glæsilegt. — En á þessum tímamótum er rjett að minnast
ekki aðeins vina fjelagsins, heldur einnig óvina þess.
Höfuðóvinur fjelagsins hefir verið Framsóknarflokkur-
inn. Hann hefir sýnt því óvild frá því er hann fyrst náði
völdum hjer á landi. Rauðu hjálparkokkamir hafa og
komið þar við sögu. Mest stund hefir verið á það lögð, að
grafa undan fjárhag fjelagsins og koma því í þrot. Síðan
átti ríkið að taka við. En Framsókn, sem hjelt sig mundu
ráða stjórn landsins um alla framtíð, ætlaði þannig að ná
siglingunum í sínar hendur og misnota þær til flokkshags-
muna, eins og allar þær stofnanir, sem sá flokkur illu
heilli hefir náð tangarhaldi á.
Síðasta árásin á hendur fjelaginu var gerð, er það lagði
áður umgetið fje til hliðar til endurnýjunar og aukningar
skipaflota sínum. En sá gróði fjelagsins var þannig til
kominn, að fjelagið leigði á stríðsárunum flutningaskip,
sem voru tiltölulega ódýr í rekstri, og mikill gróði varð því
á. En eigin skip fjelagsins voru öll stríðsárin rekin með
halla.
Það er ekki ofsagt, að fá íslensk fyrirtæki hafa varið
gróða sínum forsjálegar eða til meiri þjóðnytja en Eim-
skipafjelagið. Og verður það aldrei ofþakkað. En einmitt
þær glæsilegu framtíðarhorfur fjelagsins, sem hin forsjá-
lega fjárstjórn þess trygði, urðu orsök síðustu árása óvina
þess. Þeir hjeldu því látlaust fram, að fjelagið hefði notað
sjer siglinganeyð þjóðarinnar til þess að raka saman fje.
Þessu hjeldu þeir fram þrátt fyrir það, að þeim var kunn-
ugt, að stjórn fjelagsins Ijet ríkisstjórnina og síðan við-
skiftaráð algerlega ráða siglingum skipanna og töxtum.
Gremjan er vegna þess, að nú er öll von úti um það, að
ná undir sig stjórn fjelagsins og að koma því fvrir kattar-
nef. — Eimskipaf jelagið er orðið fjárhagslega öflugt f jelag
og skilur hlutverk sitt og rís undir því.
uerji ikrijar:
DAGLEGA LÍFINU
Hvað var í kassanum?
EINKENNILEGT hve menn
geta verið forvitnir. í fyrradag
hitti jeg kunningja minn úr
Vesturbænum. Sómamann, sem
jeg hjelt að væri ekki með nef-
ið ofan í hvers manns koppi.
En hann var að springa af for-
vitni.
Ástæðan var þessi: Hann var
á gangi upp Túngötu og er hann
kom móts við hið nýja rúss-
neska sendiráðshús, sá hann að
Kristinn E. Andrjesson mag-
ister, alþingismaður m. m. var
að bisa við að koma kassa út
úr húsinu ásamt öðrum manni.
Nú er það ekkert sjaldgæft
að sjá menn vera að rogast með
kassa, eða eitthvað annað út
úr húsum hjer í bænum. En
forvitni Vesturbæingsins var
vöknuð.
„Hvað heldur þá að hafi ver-
ið í kassanum?“ spurði hann
mig.
„Hefi ekki hugmynd um það
og kemur það ekki við“, ansaði
jeg-
„Ætli það hafi verið leyni-
skjöl?“ sagði Vesturbæingur-
inn, íbygginn á svipinn.
Aðvörunarorð.
OG NÚ GAT jeg ekki staðist
mátið lengur út af þessari
bjeaðri forvitni Vesturbæings-
ins.
— Vertu ekki að hnýsast í
það, sem þjer kemur ekki við,
kunningi, sagði jeg. Það yrði
þjer ekki nema til vandræða
og leiðinda að fara að gera
veður út af þessu.
Ef þú færir að spyrja að því
hvað ritstjóri Þjóðviljans væri
að vilja með kassa frá rúss-
neska sendiráðinu, þá yrðir þú
stimplaður sem argasta fúl-
menni, landráðamaður, þjóð-
níðingur, glæpamaður, rógberi
og stórlygari.
„Mjer er alveg sama um það.
Jeg vil fá að vita hvað var í
kassanum, sem Kristinn var að
bisa við. Hann var svo kindar-
legur á svipinn“.
Og það þýddu engar fortöl-
ur. Hann hjelt áfram að nöldra
um hvað myndi nú hafa verið
í kassanum — þangað til jeg
fór líka að hugsa. .
Hvað skyldi annars hafa ver-
ið í þessum árans kassa?
En er fjasað um
braggaútvarp.
SÍÐAN að því var vikið hjer
í dálkunum snemma í vor, að
svo myndi komið, að útvarp
úr bragga suður á Reykjanesi
væri orðið allvinsælt meðal
landsmanna og þá einkum unga
fólksins, hefir verið mikið um
það mál fjasað í blöðum og út-
varpi.
Bollalagt hefir verið um það
fram og aftur hvort erlendur
her sem hjer dvelur hafi leyfi
til að setja upp útvarpsstöð í
landi ríkiseinokunarinnar. Aðr
ir hafa barið sjer á brjóst og
hrópað um hættuna, sem staf-
aði af því að Islendingar hlust-
uðu á erlenda útvarpsstöð. Ný-
lega tók ný braggastöð til
starfa og var þá eins og olíu
væri helt í eldinn.
Það var á ný byrjað að
kveina og kvarta um að slíkar
stöðvar væru hættulegar fyrir
æskulýð landsins og framtíð
þjóðarinnar.
Fleiri hættur.
ÞEIR SÖMU MENN, sem
hæst hrópuðu í þessum efnum
gátu þess ekki, að hvaða miðl-
ungsdýra móttökutæki, sem
selt er hjer í Viðtækjaeinka-
sölu ríkisins skilar ágætlega frá
sjer efni, sem útvarpað er frá
erlendum útvarpsstöðvum og
að þúsundir manna á landinu
hafa árum saman stilt tæki sín
inn á útvarpsstöðvar víðsvegar
í heiminum, bæði til þess að
hlusta á mælt mál og hljóm-
list.
Ein eða tvær nýjar útvarps-
stöðvar, reknar af útlending-
um, sem hægt er að ná til hjer
á landi, auka því hvorki eða
minka þá hættu, sem íslenskri
menningu, eða íslensku þjóð-
erni kann að stafa af erlendum
útvarpsstöðvum.
•
Ein bylgjulengd.
ÞÝSKU NASISTARNIR kunnu
ráð við þeirri hættu, sem þeir
t.öldu almenningi stafa af því
að hlusta á útvarp frá útlönd-
um í stað þess að stilla tæki
sín inn á hin þýsku „menning-
artæki“.
Þeir tóku hreinlega fyrir alt
,,óþarfa“ hlust á erlent útvarp
og fyrirskipuðu eina bylgju-
lengd í Þýskalandi. Með öðr-
um orðum þýsku þjóðinni var
bannað, að viðlagðri dauðarefs-
ingu, að hlusta á útvarp frá
öðrum en Göbbels.
Ef að útiloka á Islendinga
frá að hlusta á erlendar út-
varpsstöðvar, þá er ekki nóg
að braggastöðvarnar verði lagð
ar niður, heldur þarf að koma
því svo fyrir, að á íslenskum
tækjum sje aðeins ein bylgju-
lengd — bylgjulengd „menn-
ingartækisins“ hans Jónasar.
•
Farfuglarnir Ieita
heim.
ÍSLAND ER SVO fáment
land, að listamenn okkar, sem
skara fram úr geta ekki — og
hafa ekki efni á — að búsetja
sig hjer heima. Þeir verða að
leita frægðar og frama meðal
hinna fjölmennari þjóða. Við,
sem heima erum skiljum þetta
mæta vel og okkur hlýnar um
hjartaræturnar, þegar einhver
íslenskur listamaður gerir garð
inn frægann erlendis. Og þegar
sumrar koma listamennirnir
heim með farfuglunum og
dvelja hjá okkur um stund og
lofa okkur að njóta listar
sinnar.
Með svo að segja hverri ferð
koma listamenn nú til Islands.
Veri þeir velkomnir.
imnnmiaMUimnHHniuunnniinni
! MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I
>o 5
Lánleyii undanhaldsmanna einkennir Alþýðuflokkinn
Hvert ætlarðu?
Sú spurning liggur á vörum
manna, sem renna augum til
Alþýðuflokksins um þessar
mundir.
Það er vitað, að mikil átök
voru innan flokksins haustið
1944, er ákveða skyldi, hvort
hefja skyldi samstarf í landinu
um nauðsynlegar endurbætur
á framleiðslu landsmanna, ell-
egar eyða skyldi unnu fje í
vinnustöðvanir og vitleysu, svo
þjóðin stæði allslaus eftir.
Það er vitað, að nokkur hluti
Alþýðuflokksins var framsókn-
armegin í þjóðfjelaginu — og
vildi fyrir hvern mun þann
kostinn að þjóðin hallaðist að
úrræða- og allsleysinu.
Framboðin.
Manni sýnist að sömu átökin
haldi áfram innan Alþýðu-
flokksins. Þeir, sem hallast að
Hermanni ,,sterka“ og Eysteini
með innilokunina hafi þar enn
mikil ítök. Og þá einkum þeir,
innan Alþýðuflokksins, sem
treystu sjer ekki til þess að
i styðja stofnun hins íslenska
lýðveldís.
Samhugur íslendinga um
lýðveldisstofnunina vorið 1944
vakti heimsathygli. Hann var
svo eindreginn, að menn hafa
ekki hirt um, að veita manni
eins og Hannibal Valdimars-
syni eftirtekt, þó hann tæki þá
sjerkennilegu afstöðu að nota
blaðskrípi sitt, til að vinna gegn
þjóð sinni í lýðveldismálinu.
Sama máli gegnir um mann.
þann, er gekkst fyrir því hjer í
Reykjavík, að safnað var und-
irskriftum undir áskorun, þess
efnis að sjálfstæði þjóðarinnar
yrði slegið á frest.
Afskiftaleysið af þessum
stjórnmálamönnum hefir gefið
forráðamönnum Alþýðuflokks-
ins kjark til þess að grafa upp
einmitt þessa menn og hafa þá
í framboði til Alþingis, ásamt
nokkrum fleirum, sem sýni-
lega lifa enn í sæludraumum
þeirra tíma, er Framsókn hafði
Alþýðuflokksmenn sjer til að-
stoðar við að sigla atvinnu- og
fjármálum landsmanna útí hið
hið mesta öngþveiti, er endaði
með því, að þessir samstarfs-
flokkar gáfust upp.
Að vísu eru frambjóðendur
innan Alþýðuflokksins, sem
líta allt öðrum augum á fram-
faramál þjóðarinnar, og hafa
verið eindregnir bæði með
stofnun lýðveldisins og ný-
skipun atvinnuveganna. En
þannig er framboðum Alþýðu-
flokksins hagað, að enginn
veit hver stefnan verður ofaná,
endurnýjun á bandalaginu við
Framsóknarafturhaldið, ellegar
framhald á stuðningi við fram-
faramálin.
Unga fólkið.
Lánleysi Alþýðuflokksins
kom greinilegast í ljós, þegar
hanrr ætlaði eða þóttist ætla,
að haga framboði sínu hjer í
Reykjavík eftir óskum unga
fólksins, og tók Gylfa Þ. Gísla-
son sem efsta mann á lista sinn.
Enn hefir ekki spurst um
einn einasta ungan mann hjer
í Reykjavík, sem heillast hafi
af þeirri „hugsjón“ Gylfa, að
tefla framtíðarsjálfstæði þjóð-
arinnar í fullkomna tvísýnu,
með því að neita að taka við
viðurkenning stórveldanna á
(Gjörið svo vel að fletta á
bls. 12, 5. dálki).