Morgunblaðið - 13.06.1946, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.06.1946, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 13. júní 1946 Fimtugsafmæli Minning Skúla Guðmundssonar á Keldum ÞÓTT JEG HAFI tekið mjer penna í hönd á þessum tímamótum Þorsteins Brands sonar, er tilgangurinn ekki sá, að rekja æfistarf hans, nema þá í’mjög stórm drátt- um, enda hvorki staður eða stund til þess í þetta sinn. Þorsteinn er fæddur 13. 1896 á Hallbjarnareyri í Eyr- arsveit, sonur hjónanna Brands Bjarnasonar og Ólínu Bjarnadóttur. Ungur að aldri byrjaði hann sjómensku, en til Reykjavík- ur kom hann árið 1912 þá 16 ára að aldri, og rjeðist þá sem kyndari á togara og varð það upphaf að æfistarfi hans. — Nokkrum árum síðar fór hann í smiðju og lærði þar járn- smíði, að því námi loknu fór haiyn á vjelstjóraskólann og lauk þaðan fullnaðarprófi árið 1924. Að skólanámjnu loknu fór hann aftur á togara og hefir siglt á þeim sem 1. vjelstjóri svo að segja óslitið yfir 20 ár, og mikið af þeim tíma á skip- um Geirs Thorsteinssonar. Þorsteinn nýtur álits og trausts jafnt yfir- og undir-; manna sinna og við stjettar- bræður hans teljum hann einn af þessum gömlu og trausu vjelstjórum togara- flotans, enda er hann vin- fastur og drengur góður. Kunningjar hans og vinir árna honum og heimili hans allra heilla á komandi árum. V. í dag verður Skúli Guð- mundsson bóndi á Keldum á Rangárvöllum borinn til graf- ar. Skúli heitinn fæddist á Keld- ur þ. 25. nóvember 1862. Hann var sem kunnugt er einn af yngstu börnum Guðmundar Brynjólfssonar. Alsystkini hans voru 13. Af þeim er nú Vigfús frá Engey einn á lífi. Guð- mundur á Keldum faðir þeirra, var fæddur árið 1794. Eru af- komendur hans nú hátt á 7. hundrað. Alla sína æfi átti Skúli heima á þessum sama stað. Hafði hann haft þar búsforráð yfir 60 ár. Var ráðsmaður hjá móð- ur sinni 1 11 ár. Skúli giftist 1895 og tók við jörðinni árið eftir. Kona hans er Svanborg Lýðsdóttir frá Hlíð í Eystri-Hrepp. Hún lifir mann sinn. Sex börn þeirra eru á lífi, Guðmundur, er verið hef ir ráðsmaður á Keldum undan- farin ár. Lýður, er búið hefir á jarðarparti á Keldum um hríð, en er nú fluttur hingað til bæj- arins. Dætur eru fjórar, Aldís, gift Haraldi Þorsteinssyni á Móeið- arhvoli, Þuríður gift Theódór Árnasyni smið í Vestmannaeyj- um, Helga, gift Jóni Egilssyni bónda á Selalæk, Kristín ekkja , Sigurðar Jónssonar frá Sigurð- arstöðum. Til þess að þekkja Skúla á Keldum, þurftu menn að heim- i sækja hann. Hann var einn I þeirra góðu íslensku bænda, er samgróinn var jörðinni. Jeg er viss um, að hann hefði hvergi annarsstaðar getað lifað til lengdar. Baráttan, sem hann hafði þar háð, batt hann svo órjúfandi böndum við staðinn. Sú barátta var nokkuð með öðrum hætti en íslenskir bænd- ur alment þekkja af eigin raun — sem betur fer. Því hún var um það, hvort mannshöndin fengi sigrast á hamförum upp- blástursins, hvort Keldur fengju áfram að vera bænda- býli, ellegar jörð þessi, sem svo margar jarðir á Rangár- völlum aðrar, breyttist í eyði- sand, þar sem grjóthrúgur stæðu upp úr dökkum gróður- lausum sandi mintu á, að þarna hefðu einhverntíma verið veggj ahleðslur mannabústaða, en skinin mannabein, sem rót- uðust um í sandinum, segðu til um það, að á Keldum hefði verið kirkjustaður. Mannshöndin sigraði á Keld- um, í viðureigninni við hin ægi legu landspjöll uppblástursins. En í búskapartíð Skúla og föður hans var haft vak- andi auga á hverri hættu, hverj um sandgára, sem nálgaðist og ekki látið hugfallast þó hundr- uð dagsverka þyrftu til þess árlega að ryðja burt sandsköfl- um eftir hin miklu sandveður. Er viðureign Keldnafeðga við sandinn merkileg saga fyrir sig er eigi verður rakin nema í löngu máli. En þjöðm veit, að það björg- unarstarf, sem þarna var unn- ið, varð ekki einasta til þess, að sandurinn á Rangárvöllum fekk í sig svelgda einni jörð- inni færra. Á Keldum eru mik- ilsverðar minjar liðinna alda, þar sem er skálinn gamli, er haldist hefir að mestu óhagg- aður alt frá Sturlungaöld. Skúli á Keldum var alla sína starfsæfi þjóðminjavörður Keldna. Það leyndi sjer ekki fyrir neinum, sem hitti hann heima. Ást hans á staðnum var undinn af tveim þáttum. Þarna var hann borinn og barnfædd- ur. Af þessari jörð hafði hann fengið sitt lífsuppeldi. •— En þarna voru líka sýnilegar minj ar um líf og hagi forfeðranna meiri en annarsstaðar. Það fjell í hans hlut að varðveita stað- inn. Hann vann það verk með þeirri alúð, að honum þótti vænt um hvern stein í skála- veggjum sínum, hvern bita og fjöl og þá um leið hverja gras- tó og gróðurblett, sem grædd- ist fyrir verk hans á svörtum sandi. Að koma upp á dyraloft til Skúla, var sem að koma á minjasafn, sem varð ennþá eft- irtektarverðara vegna þess, að húsbóndinn lýsti þar hverjum hlut, og kunni skil á öllu sem þar var. En ánægðastan sá jeg Skúla, er hann leiddi gesti út á „vígstöðvarnar“, þar sem hann og bræður hans og synir höfðu átt í snörpustum viður- eignum við sandinn, með garða hleðslum og uppgræðslu, en sú landvörn hófst fyrir nálega 100 árum, þó mestu átökin væru gerð í búskapartíð Skúla. Skúli Guðmundsson var gild ur bóndi í sveit sinni, öruggur búmaður, forsjáll mjög og hafði þau hyggingi sem í hag koma. Hann var þrekmikill verkmað- ur og áhugamaður svo af bar. Þegar hann hafði tóm til frá bústörfum lagði hann stund á ritstörf, rakti t. d. með ná- kvæmni sögu Keldna, og skráði hugleiðingar sinar um sögustaði hjeraðsins. Að sjálfsögðu hafði hann á hendi mörg störf fyrir sveitunga sína. Á búskaparárum Skúla Guð- mundssonar hafa aðstæður bænda miklum breytingum tekið. Nú býðst bændum margs konar tækni, sem áður var ó- kunn, en er og verður nauð- synleg og nýbreytingar, sem steypa nýjar kyrstöður 1 öðru móti en áður yar. En hættan af „uppblæstrin- um“ og allskonar sandstorm- um og moldviðri er síður en svo liðin hjá, þó betur takist nú en áður að hefta Heklusanda. Þegar jeg lít til fortíðarinnar, verða menn eins og Skúli á Keldum fyrir augum mjer. Það voru menn með skapfestu hans og elju, nægjusemi og hagsýni, ríkri þjóðerniskend og ást á sögu og ættjörð, sem leiddu þjóðina lifandi útúr hörmung- um fyrri alda. Hvað sem breytingum þeim líður, er orðið hafa í sveit- um lands og þeim, sem enn er þar þörf, þá er eitt víst, að ís- lensk bændastjett þarf um ó- komin ár ekki síður en áður á þeirri staðfestu og þrautseigju að halda, sem einkendi Skúla á Keldum og þeirri átthagaást, sem gerði hann heilsteyptan og öfundsverðan í ríki sínu. Hann barðist sem hetja gegn heljarafli sandstormanna, 'er sóttu hann heim. — Hann græddi blásna jörð og vernd- aði þjóðlegar minjar. Ást hans á fortíðinni jók styrk hans í uppgræðslustarfinu. Mætti æfi hans verða táknræn fyrir ís- lenska bændastjett. V. St. -- Meðal annara orða... Framhald a£ bls, 8 stofnun hins Islenska lýðveld- is 1944. Hafi æskulýður Alþýðuflokks ins heillast af „hugsjón“ und- haldsmannanna frá árinu 1944, þá hefir sú æska undanhalds- ins ekki enn látið á sjer bera. Ólíklegt er, að svo verði við kosningarnar 30. júní, þegar Alþýðuflokkurinn býður efstan á lista sínum undirskriftafröm- uð undanhaldspostulanna frá stofnári lýðveldisins og aðra Hannibala frá vordögum lýð- veldisstofnunarinnar. Niðurjöfnun útsvara r \ Frá frjettaritara vorum. ísafirði, mánudag. NIÐURJÖFNUN útsvara í Bolungavík er nýlokið. Alls var jafnað niður kr. 248.875.00 á 250 gjaldendur. — Hæst út- svör hafa þeir Einar Guðfinns- son útgerðarmaður 28.000 kr., — íshúsfjelag Bolungavíkur 25.000, Bjarni Eiríksson kaupm. 12.000, Kaupfjel. ísfirðinga úti- bú 10.800, Sigurmundur Sig- urðsson, læknir 6000, Hálfdán Einarsson skipstjóri 4.800, síra Páll Sigurðsson 3500, Guðm. Jakobsson kaupmaður 3165, Axel V. Tulinius 3000, Guð- finnur Einarsson framkv.stj. 3000, og Jón Guðfinnsson skip- stjóri 3000.00. •—MBJ. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU listi er listi Sjálfstæðismanna ........................ i iiii ■■ iiii iiiiiiiii ltl■llllllllllll■■l■ll ii imiii iif iii iii iiii iiii |||•lll iiim |||||l■lllll•■ll■llf it iíiiiiiiiiiiiiii i ■lllllll■ll■■llllll■lllllll■ll■llllllllll^ X-9 Eftir Robert Storm «MII IIIIIIIII.......IIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIII .....1111.MMMMMM.....MMIIMMIIIIIMIIMIMMMI.MMIIIMMMMMMI.IMMIIIIIIMMIIIIa IT l£ PIJTILE TO Y 0Uf? 0NÓ/ CM/4NCE J LOOK F/4W POCUH EV'A" ) !£ TO BEACH THE ^ W£ A1UC-T £AVE J BO.AT ON THAT $vHALL OWUHE-ELVE$ í M I&LAND... ÓET INTO X-9 stefnir nú á litla eyju í hamförum óveðurs- lagi. X-9: Sko til, öldurnar hafa gert sund gegnum okkur hvolfi ekki áður en við komumst inn í sund- ins. X-9: Hafið þið blásið upp gúmmíbátinn. Við þvera eyna. Ef við komumst inn í það, erum við ið. gætum þurft'hans með. — Vilda: Já, það er allt í kannske hólpin. Jæja, þá komum við. Bara að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.