Morgunblaðið - 13.06.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 13. júní 1946 59. dagur ,,Þ>ú veist, að jeg er aldrei þreyttur. Jeg skal viðurkenna, að jeg hefði gjarnan viljað þvo mjer um hendurnar og snyrta mig dálítið til, áður en jeg geng inn í Ijónabúrið — en ekki þýðir að fást um það“. Hann reis á fætur. „Aðeins enn eitt, Theo. Segðu mjer ná- kvæmlega, hverjir gestirnir eru. Það er alltaf gott að vita, hvar óvinurinn er veikastur fyrir“. Á leiðinni heim að húsinu sagði hún honum í stórum dráttum frá því, sem mestu máli skifti um hvern og einn af gestunum. Þegar þau voru komin upp veggsvalirnar kinkaði hann kolli ánægjulegur á svip. „Nú skaltu fara inn, og láta þjóninn tilkynna komu mína. Jeg bíð hjer úti, þangað til hann kemur“. — Ksjrlmennirnir voru nú komnir inn í dagstofuna til kvennanna. Annars var alt eins og Theo hafði skilið við þaö. Negrarnir hjeldu enn áfram að leika — þó að sár vcnbrigðissvipur væri á and- litum þeirra. Theo sá sjer til mikillar furðu, að hún hafði ekki verið í burtu nema tæpan hálftíma. Hún muldraði nokk- ur afsökunarorð og settist hjá frú Young og William Alger- non. Að andartaki liðnu birtist Cato í dyragættinni, og sagði háum rómi. „Jeg hefi þann heiður að tilkynna komu vara- forsetans“. Aaron gekk inn í stofuna, hressilegur í fasi og brosandi, og ljet sem hann tæki ekki eftir undrunarópunum, sem kváðu við. Jósep ljet sjer ekki nægja að reka upp undrunaróp. Hann stökk á fætur. og leit reiðilega á Theo um leið. Aaron gekk beina leið til hans og tók um hönd hans. ..Kæri Jósep minn!“ sagði hann innnilega. „Það gleður mig að sjá þig. Jeg vona, að hin óvænta koma mín setji ykkur ekki í neinn vanda“. Hann brosti, og bros hans var svo glettnislegt, að svipur Jóseps mildaðist ósjálfrátt — þrátt fyrir reiðina, sem hafði gripið hann. „Nærvera þín á heimili mínu getur aldrei sett okkur í neinn vanda , ansaði hann. „Jeg skal samt viðurkenna, að það vekur undrun mína að sjá þig. Jeg hjelt að þú værir mörg hundr- uð mxlur í burtu“. — jeg hafði heldur ekki hugmynd um það sjálfur, fyr en í gær. að jeg myndi verða kominh hingað í kvöld. Kom- ið. þjer sælir, Alston ofursti — og komið þjer biessaðar og sælar, frú Alston“. Hann gekk til foreldra Jóseps, sem horfðu hikandi á hann. Frú Alston leit spyrjandi á Maríu — en Aaron beið ekki eftir því, að María svaraði henni. Hann horfði aðdáunar- augum á frúna og brosti, svo að glampaði á hvítar tennurn- ar. Vesalings írú Alston eld- roðnaði og varð niðurlút. „En hvað þjer lítið vel út, frú! Jeg leyfi mjer að segja, að þjer sjeuð næstum eins ung- leg og Karlotta, dóttir yðar“. Hann leit á Karlottu — og var hæfileg dirfska í augnaráðinu. ,.Og ungfrú Karlotta hefir fríkkað ótrúlega mikið, síðan jeg sá hana síðast. Þá var hún líka aðeins barn að aldri. Jeg hefi aldrei sjeð önnur eins augnahár“, bætti hann við, og sneri sjer að William ofursta. Karlotta horfði á hann und- an hálfluktum augnalokunum. Það gat vel verið, að faðir Theo væri ógurlega vondur, eins og sagt var — en það var eitthvað skemtilegt í fari hans, og svo var hann líka ókvæntur. Við þessa ósiðlegu hugsun roðn aði hún upp í hársrætur. „Jeg hefi heyrt svo mikið talað um gæðing yðar, Galla- tin, ofursti. Það hefir frétst um sigra hans á skeiðvellinum alla leið til Norðurríkjanna“. William ofursti bráðnaði þegar, er hann heyrði minnst á uppáhaldsgæðing sinn. Og Theo ,sem vissi, að faðir henn- ar hafði aldrei heyrt minst á þennan hest fyr en hún gat um hann á leiðinni heim að húsinu áðan, reyndi að bæla niður í sjer hláturinn. Faðir hennar var ekki lambið að leika við, og Alston-fjölskyldan hafði ekki roð við honum. Hann vissi upp á hár, hvernig hann átti að fara að því, að vinna hylli hvers og eins. Hann sagði frú Young, að Theodosia hefði skrifað sjer, að Éliza dóttir hennar væri eitt- hvert fallegasta barn, sem hún hefði sjeð — og þar með hafði hann unnið Polly á sitt band. Hann ræddi við William Al- gernon um síðustu útgáfuna á predikunum Thomas, og það kom upp úr kafinu, að hinum alvörugefna unga manni hafði ekki enn tekist að ná í bókina. „Jeg skal senda yður hana frá Washington“, sagði Aaron. William Algemon kipptist við, þegar það rann upp fyrir honum, að hann stóð og horfði brosandi á sjálfan óbótamann- inn. Loks var aðeins María eftir. Hún stóð úti í horni, ískaldur fyrirlitningarsvipur á mögru andlitinu. Aaron ljet hana eiga sig í bili og sneri sjer að dóttur sinni. „Heyrðu væna mín — mig langar til þess að dansa við frú Young — það er að segja, af hún vill sýna mjer þann heið- ur. Heldurðu að þú getir fengið negrana til þess að spila ræl? Enginn getur spilað hann eins vel oð þeir. Svo segir forsetinn okkar, að minsta kosti“. „Hvað eruð þjer að segja!“ María snerist á hæl. „Það get- ur ekki verið, að forsetinn hlusti á negramúsik!“ „Vissulega gerir hann það, lafði Nisbett. Hann dáist mjög að henni“, sagði Aaron. Það var satt, en þar eð hann vissi hvers sinnis lafði Nisbett var, bætti hann við: „Lafayette greifi og Rochefoucauld hertogi voru einnig mjög hrifnir af henni, þegar þeir heyrðu hana“. (Það var vitanlega uppspuni frá rót- um). María vildi ekki láta sann- færast og muldraði að ekkert — ekkert á öllu jarðríki gæti komið sjer til þess að stíga dans eftir þessum heiðna skarkala. Kvöldið leið við dans og söng, og þegar gestirnir fóru, kvöddu þeir Aaron með virkt- um. William ofursti bauð hon- meira að segja heim að Klifton — svo að hann gæti sjeð dýr- gripinn Gallatin með eigin aug- um. „Dveljið hjá okkur eins lengi og þjer viljið, kæri vara- forseti. Þjer eruð ætíð velkom- inn að Klifton“. Hann hafði steingleymt því, að Aaron hafði verið ákærður fyrir morð — - þangað til María minnti hann á það á heimleiðinni. Loksins voru allir gestirnir farnir, og þau stóðu eftir þrjú í dagstofunni. Theo leit á mann sinn og mælti: „Nú veistu það Jósep, að það var pabbi, sem Ishmael átti að sækja. Jeg þorði ekki að segja þjer fi'á því. Viltu fyrirgefa mjer?“ Aaron hló. „Það er nú ekki fallegt, að fara svona á bak við manninn sinn — en jeg held þú megir til með að fyrirgefa henni, að þessu sinni. Sjáðu bara, hvað hún er falleg í kvöld!“ Jósep leit á konu sína, og svipur hans mildaðist. „Já“, svaraði hann. „Þú hef- ir í-jett fyrir þjer. Jeg verð að fyrirgefa henni“. Theodosia hló, og bauð því næst góða nótt. TUTTUGASTI OG FYRSTI KAFLI. Aaron gat ekki dvalið hjá þeim nema nokkra daga. Hann ætlaði að heimsækja Natalíu í Statesburgh, áður en hann hjeldi aftur til Washington. Þar var hann öruggur. Það gilti einu, þó að hann hefði verið ákærður fyrir morð. Hann var enn varaforseti, og því embætti gengdi hann þang- að til í marz. „Hvað ætlarðu þá að gera?“ spurði Theo kvíðin. Hún hafði ekki þorað að bera þessa spurningu fram fyr en nú. Hvað ætlaði hann að gera, og hvert ætlaði hann að fara, þeg- ar embættistími hans væri á enda? Þá fengi hann ekki lengur tíu þúsund króna árs- launin. Hann gat hvorki farið til New York nje New Jersey. „Það er margt, sem jeg gæti gert“, svaraði Aaron. „Jeg er ekki slæmur lögfræðingur“. Hann hafði í sannleika sagt aldrei tapað neinu máli. — „Jeg gæti ef til vill starf- að sem lögfræðingur í Fíla- delfíu eða Richmond. En jeg mun ekki gera það. Jeg hefi annað og mikilvægara í hyggju“. Theo leit undrandi upp, þeg- ar hún heyrði, hve rödd hans var alvarleg. Þau sátu úti á veggsvölun- um. Gampy ljek sjer á gras- balanum fyrir neðan. Það var áliðið dags en þó hlýtt í veðri. JV ' mnvalc Lóa /angsokkur Eftir Astrid Lindgreo 68. að var „Skýjakljúfurinn“, vegna þess að það var hærra en öll önnur hús í bænum. Og undir kvöld þenna sunnudag var ofur-friðsælt í litla! bænum. En allt í einu var þögnin rofin af angistarópi. —■ Eldur, eldur! Það var kviknað í Skýjakljúfnum! Fólk kom hlaupandi að úr öllum áttum. Brunabíll kom öskrandi eftir einni götunni, og litlu börnin, sem fannst annars alltaf svo gaman að sjá brunabílinn, grjetu nú af hræðslu, af því þau voru hrædd um að það myndi líka kvikna í húsunum þeirra. Á torginu við Skýjakljúfinn var allt orðið fullt af fólki, sem lögreglan reyndi að halda í skefjum, til þess að brunaliðið gæti komist að. Út úr gluggum Skýjakljúfsins gusu logar og reykur og neistar voru allt umhverfis brunaliðsmennina, sem börðust hetju- lega við eldinn. Eldurinn hafði komið upp á neðstu hæðinni og breidd- ist fljótt upp um húsið. Þá sá fólkið á torginu allt í einu sjón, sem olli því ógurlegrar skelfingar. Allra efst uppi var lítill gluggi og þar komu allt í einu í ljós tveir litlir drengir, sem hrópuðu á hjálp. — Við getum ekki komist út, því það logar í stiganum, hrópaði annar þeirra. Hann var fimm ára gamall og bróð- ir hans ári yngri. Mamma þeirra hafði farið út, og þarna voru þeir nú aleinir. Margt af fólkinu niðri á torginu fór að gráta, og slökkviliðsstjórinn virtist órólegur. Vissu- lega var stigi á brunabílnum, en hann náði ekki nærri nógu langt upp. Að fara inn í húsið og sækja börnin, var ómögulegt. Mikil örvænting greip fólkið á torginu, þegar það skildi að það var nærri ómögulegt að bjarga börnun- um. Lóa sat á hesti sínum á torginu innan um allt fólkið. Hún horfði full af áhuga á brunabílinn og var að velta fyrir sjer, hvort hún ætti að kaupa sjer svona verkfæri. Henni fannst mikið í hann varið, af því hann var rauður og hafði svo hátt, þegar honum var ekið eftir götunum. Síðan horfði hún á bálið, og það fór straks að rigna neist- um yfir hana. Jafnvel það fannst henni skemtilegt. Smámsaman fór hún líka að veita drengjunum í glugg- k Eftirfarandi viðræður áttu sjer stað í skosku þorpi fyi'ir ekki alllöngu síðan, er maður nokkur barði að dyrum kunn- ingja síns og kona hans tók á móti honum: „Kalt í dag“. „Já“. „Lítur út fyrir rigningu“. „Já“. „Er John heima?“ „Já, hann er heima“. „Get jeg fengið að tala við hann?“ „Nei“. „En jeg verð að hafa tal af honum“. „Já, en það er ekki hægt. John er dauður“. „Dauður?“ „Já“. „Skeði skyndilega?" „Já“. „Mjög skyndilega?“ „Já, mjög skyndilega“. „Talaði hann nokkuð um tuttugu og fimm aura, sem hann skuldaði mjer, áður en hann dó?“ ★ Skoti nokkur fór til læknis og sagðist vera með höfuðverk. Eftir að hafa skoðað hann, ljet læknirinn hann fá einhverjar pillur, sagði honum að taka eina á dag og fá sjer staup af viský á eftir. Sjúklingnum var sagt að koma aftur eftir nokkra daga. Fjórum dögum seinna kom Skotinn og sagðist engu betri. Eftir að læknirinn hafði litið á hann um stund, spurði hann hvort hann hefði tekið pillurn- ar daglega, eins og honum hafði verið sagt. „Sannast að segja, læknir“, svaraði Skotinn, ,,er jeg svo- lítið á eftir með pillurnar, —• en jeg er sex vikum á undan tímanum með viskýið11. „Hvers vegna ertu svona seinn I dag?“ spurði forstjór- inn skrifstofumanninn. „Jeg svaf yfir mig“. „Hvað segirðu, maður? Sef- urðu líka, þegar þú ert heima hjá þjer?“ Viðskiftavinurinn: „Jeg verð að segja yður eins og er, að jeg mun ekki geta greitt fyrir föt- in fyr en eftir sex mánuði“. | Klæðskerinn: „Það er allt í lagi“. Viðskiftavinurinn: „Hvenær verða þau tilbúin?“ j Klæðskerinn: „Eftir sex i mánuði“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.