Morgunblaðið - 02.10.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1946, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. okt. 1946 Skólusetning og 100 órn níiiæli Menntnskólnns MENTASKÓLTNN var settur þeim gáfum gæddurr, að sjá fram í tímann. En hann kvaðst álíta að kenslan hneigðist í framtíðinni meira og meira í þá átt, að glæða athyglisgáfu og gestir, svo og kennarar og1 sjálfstæða hugsun nemendanna í gær, með hátíðlegri athöfn í skólasalnum. Forseti íslands var viðstadd- ur, ráðherrar og ýmsir aðrir nenvendur skóians. Athöfnin hófst með því, að nemendur sungu skólasetning- arsálrn. Því næst tók Pálmi Hannes- son til máls. Hann lýsti m. a í fám orðum upphafi Reykja- víkurskóla, mintist á, að með kgl. tilskipun var ákveðið þ. 6 júní 1841, að flytja skólanr. frá Bessastöðum, en 31. apríl 1843 var ákveðið að reisa honum nýtt hús og færasti húsameistari Dana, er þá var uppi, Kock et- atsráð, var fenginn til þess að gera uppdrætti að hinum nýja húsi. Húsaviðirnir voru síðan höggnir til í Christianssand Noregi. Ágreiningur var nokkur um það, hvar skólinn skyldi standa. En síðan ákveðið að reisa hann „í brekkunni austan við bæinn“. Snemma á árinu 1844 var byrjað að gera grunninn, smíð- inni síðan haldið áfram. Var tilætlunin að húsið skyldi verða fullgert haustið 1945. En það tókst ekki. Aftur á móti tókst að Ijúka því svo fyrir sumarið 1945, að hægt var að setja hið endurreista Alþing hjer á til- settum tíma, 1. júlí. Um leið og skólinn var flutt- ur frá Bessastöðum, fekk hann nýja reglugerð. Með henni var kenslan aukin að miklum mun og kennurum fjölgað. Þá var íslenska gerð að námsgrein við skólann og aukin kensla í ensku, þýsku og frönsku o. fl. námsgreinum. Kennarar voru þrír á Bessa- stöðum, en urðu nú fimm. Nem- endur komu 33 frá Bessastöð- um, en við bættust fyrsta árið 27 nýsveinar. Rektor lýsti skólasetningar- athöfninni fyrir 100 árum, en þá flutti Helgi Thordarsen bisk up vígsluræðuna, lýsti því m. a. hve mikils þjóðin mætti vænta sjer af aukinn mentun. Þá talaði P. H. um ræðu Svein bjarnar Egilssonar, vitnaði til orða hans, er áður hafa verið tilfærð hjer í blaðinu, þar sem hann talaði um nauðsyn rósemi og friðar við bókiðnirnar. Margt hefir breyst á undanfarinni öld, sagði ræðumaður, nú er hjer meiri ókyrð en fyrir 100 árum. En margir nemendur er komið hafa frá skóla þessum, hafa orðið honum til gleði og sæmd- ar. Skólinn hjer fekk í vöggu- gjöf veglegasta hús, sem reist hafði verið á landinu fram að þeim tíma. Hann var líka lengi vel óskabarn Islendinga. Nú hefir skólinn um skeið ekki notið þeirrar aðhlynning- ar, sem skyldi. Húsakynni hans eru orðip altof þröng og sam- svara ekki þeim kröfum, sem nú éru gerðar til skóla. í v.etur vcjrða í skólanum á 5. hundrað némenda. Heill og hagur skól- aiis veltur á þvi að hjer verði um bætt. | Að kenslustofurnar verði meira og meira að vinnustofum. Við verðum, sagði hann, að semja okkur sem mest að sið- um þeirra þjóða, sem við skift- um mest við. En þó verður alt skólastarfið að vera nátengt heimatúni þjóðarinnar. Sveinbjörn Egilsson sagði að skólinn væri helgur staður. — Hann hefir helgast af starfi þeirra ágætismanna, sem hafa verið nemendur hans. íslend- ingar gera miklar kröfur til þeirra manna, sem fá tækifæri til að njóta bestu mentunar sem völ er á. Þjóðin er svo fámenn að margir einstaklingar þurfa hjer að vinna margra manna verk. Að endingu bauð hann starfs menn og nemendur skólans vel komna til starfs á hinni nýju skólaöld. Er Pálmi Hannesson hafði lokið máli sínu, tók mentamála- ráðherrann til máls. Rakti hann m. a. sögu skólans í stórum dráttum, aðsóknina að skólan- um, breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi og reglugerð skólans, hve mikla þýðingu skólinn hefir haft fyrir framfarir þjóðarinnar, og skýrði frá fyrirhuguðum breytingum á fyrirkomulagi skólans. Hann taldi óhjákvæmilegt að hið 100 ára gamla skólahús yrði látið hverfa. Því næst tók háskólarektor Olafur Lárusson til máls. — í upphafi skýrði hann með fám orðum hið nána samstarf sem að sjálfsögðu hlyti að vera milli Mentaskólans og Háskól- ans, en las síðan upp ávarp sem Háskólinn sendi Menta- skólanum við þetta tækifæri. — Afhenti háskólarektor síðan Pálma Hannessyni mentaskóla- rektor ávarpið. Þá afhenti frk. Stefanía Pjet- ursdóttir, umsjónarmaður skól- ans, skólanum að gjöf mikinn og veglegan fána, en gamli fáni skólans hvarf er skólinn var hertekinn. Þessi nýi skólafání er gjöf frá núverandi nemendum skoi- ans. Frú Unnur Ólafsdóttir hefir gert fánann eftir upp- drætti Tryggva Magnússonar. Að því búnu tók Sigurður Guðmundsson skólameistari Mentaskóla Akureyrar til máls. Er ræða hans birt á öðrum stað hjer í blaðinu. Er hann hafði loldð máli sínu, þakkaði Pálmi Hannesson for- seta og öðrum gestum komuna. En söngkór Mentaskólans , og gestirnir sungu þjóðsönginn. Blysför á föstudag. Loktþáttur hátíðahalda í sambandi við 100 ára afmæli Mentaskólans verður blysför, sem fyrirhuguð er næstkomandi föstudagskvöld, ef veður leyfir, en annars næsta góðviðriskvÖJd þar á eftir. Verður blysförin í Ræðumaður kvaðst ekki vera tvennu lagi. Annarsvegar verða núverandi nemendur og kenn- arar skólans, sem safnast sam- an við Leifsstyttuna á Skóla- vörðuholti, þar sem Skólavarð- an stóð áður. Mun þessi blys- för fara niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Lækjargötu að skólanum. í hinni fylkingunni verða fyrri nemendur Menta- skólans, stúdentar og stúdent- ar frá öðrum skólum. Sú fylk- ing safnast saman við Háskól- ann og géngur um Bjarkargötu, Tjarnarbrú, Fríkirkjuveg og Lækjargötu að Menfcaskólahús- inu. Við skólann leikur Lúðrasveit Reykjavíkur, er blysfarirnar nálgast skólahúsið. Síðan verða flutt ávörp, en lúðrasveitin leikur undir fjöldasöng á milli ávarpanna. Að þessu loknu verður skólinn opinn fyrir þátt takendur í blysförunum og verður þar einhver gleðskapur. Líkur með þessu hátíðahöldum í tilefni af 100 ára afmæli Mentaskólans í Reykjavík. — Nurnberg Frh. af bls. 1 inn, sem kvað upp dómana. — Fyrstur var Göring kallaður inn. Hann stóð teinrjettur með- an dómurinn var lesinn og sást ekki bregða og engum af þeim dauðadæmdu. Julius Streicher glotti framan í rjettarforsetann og kinkaði kolli, er hann heyrði dauðadóminn. Andlit Keitels og Jodels voru sem höggvin í stein. Af hinum virtist Hess mjög ut- an við sig og ekki vita almenni- lega hvað fram fór. Þurfti að styðja hann út úr rjettarsaln- um. Hengdir 16. október. I fregnum; sem bárust síðar í kvöld var sagt, að þeir, sem hafa verið dæmdir til dauða, verði teknir af lífi þann 16. október í Núrnberg. Var þetta ákveðið af hernámsráði banda- manna í Þýskalandi, síðdegis í dag. Þetta ráð hefir rjett til þess að breyta dómunum, skyldu hinir dæmdu áfrýja og hernámsstjórninni sýnast svo. Viðtöl við þá sýknuðu. Blaðamenn hafa átt viðtöl við hina sýknuðu. Var Fritsche spurður, hvort hann myndi ekki snúa sjer að stjórnmálum aft- ur í þágu endurreisnar Þýska- lands. Hann svaraði því, að hann væri orðinn frelsi svo ó- vanur, að hann hjeldi að það hefði litla þýðingu. Meðan dóm arnir voru kveðnir upp yfir þeim, sem sakbornir voru, sat Fritsche í blaðamannastúkunni, en hinir tveir á áheyrendabekkj unum. Þeir vildu ekki láta neitt upp* um fyrirætlanir sínar, en virtust hræddir um að mála- ferli gegn þeim væru enn ekki á enda. Gerður ágreiningur. Við nokkra af dómunum gerðu fulltrúar Sovjetríkjanna í dómnum ágreining. Vildu þeir að Hess yrði dæmdur til dauða og eins að enginn af hinum ákærðu yrði sýknaður. Nokkur frekari mótmæli munu og hafa komið fram, t. d. í París. Ekki hefir frjettst frekar um það. Þjóðvörn - Landvörn eii ifdsisler „ÞJÓÐVARNARFJELAGI“, svokölluðu hefir verið hleypt af stokkunum hjer í Reykja- vík, samkvæmt frásögn Þjóð- viljans og reyndar útvarpsins líka. Sagt er, að síðdegis í gær hafi eiginlegur stofnfundur verið haldinn af um 50 manns, er saman kom í einni kennslustofu háskólans. Fundarstjóri var Finnbogi Rútur Þorvaldsson, verkfræð- ingur, en fundarstjóri Matthías - Tvær stefnur Frh. af bls. 1 anir i málum hjer á íslandi? í samningnum við Bandarík- in er ráðgert, að 5—600 banda- rískir þegnar, sjerfræðingar og starfslið verði á Keflavíkur- flugvellinum. Alt þetta starfslið verður óbreyttir borgarar, ekki hermenn, og lýtur því íslenskri lögsögu, dómgæslu og lögreglu- stjórn. Þetta erlenda starfslið þarf að fá landvistar -og dval- arleyfi íslenskra stjórnarvalda. Þetta heitir á máli Komm- únista skerðing á fullveldi ís- lands og afsal landsrjettinda! Lítum svo á málið frá sjón- armiði Rússa. Þeir hafa ná- kvæmlega sömu skyldum að gegna í Þýskalandi og Banda- ríkin. Þeir telja sjer einnig nauð syn að hafa öruggar samgöngu- leiðir yfir þau lönd. sem liggja á milli setuliðsins í Þýskalandi og heimalandsins. Og hvernig tryggja Rússar þetta? Þannig, að í Póllandi hafa þeir 450 þúsund mann her lið, í Rúmeníu 300 þúsund og í Ungverjalandi 60 þúsund manna her. Þessa hersetu telja þeir sjer nauðsynlega til þess að tryggja öruggar og greiðar samgöngur við hernámslið sitt í Þýskalandi. Hvað segja kommúnistar hjer um þetta? Og hvað myndu þeir hafa sagt, ef Bandaríkin hefðu staðið fast á fyrri ósk sinni, að hafa herstöðvar í landinu? Og þó var sú ósk í fullu samræmi við aðgerðir og framkvæmdir Rússa. SMÁMÁL GERT AÐ STÓRMÁLI. Nei, sannleikurinn er sá, að hinn nýi samningur við Banda- ríkin er smámál, þegar hann er borinn saman við það, sem upp haflega var farið fram á. Öllum óskum og kröfum um hcrstöðvar á íslandi hefir vcrið bægt frá. Allur erlendur hcr fer brott af íslandi og íslendingar fá á ný full umráð yfir öllu landi sínu. En hitt er engu að síður rjett, að ábyrgðarlausir menn • hjer, utan þings og innan, hafa með taumlausum blekkingum og æs- ingum gert málið að stórmáli- Er nú svo komið; að í þessu máli er lagður prófsteinn á ís- lendinga, hvort þcir yfir höfuð geta átt samleið með lýðræðis- þjóðunum um vinsamleg skifti og sambúð. Jónasson, sá er Þjóðviljinn, skrifaði sem vinsamlegast um á dögunum. Meðal fundar- manna var Guðbrandur Jóns- son. Umræðuefnið. Aðalumræður fundarins sner ust um bráðabirgðalög fyrir fjelagið. Var þar ákvæði um tilgang fjelagsins. Var ekki um hann deilt, en aðeins „til- gangur“ breytt í „markmið“, þar eð það væri þjóðlegra. Þá var uppi tillaga um, að í stjórn fjelagsins skyldu vera minnst 2 konur. Breytingar- tillaga var þá flutt, að í stjórn- inni skyldu vera minnst 2 karl- menn. Er ekki vitað hvernig þeirri þrætu lauk. „Þjóðvörn“ og „Landvörn“. Skógræktarstjóri gerði grein fyrir blaðaútgáfu, sem þegar væri undirbúið að stofna til. Skyldi blaðið heita „Þjóðvörn“. Sætti heitið gagnrýni fundar- ritara, sem sagði nafnið of líkt nafninu „Landvörn“, á blaði Jónasar Jónssonar, sem út kom í vor. Urðu menn ekki á eitt sáttir og gengu án úrslita af hólmi í þeirri deilu. Fri$arráðsfe!na ræðir Dóná París í gærkveldi. EIN af nefndum friðarráð- stefnunnar samþykkti í dag franska tillögu um Dóná og sigl ingar um fljótið. Verður sam- kvæmt tillögu þessari kölluð saman ráðstefna Balkanríkj- anna, Breta, Bandaríkjamanna og Rússa, til að fjalla um sigl- ingar um fljótið og eftirlit með skipaferðum. Tillaga þessi var samþykkt með 8 atkv. gegn 5; en áður en hún var borin undir atkvæði hafði fulltrúi Bandaríkjanna í nefndinni bent á það, að þeir mundu ekki láta mál þetta af- skiftalaust, að minnsta kosti ekki svo lengi sem þeir hefðu her í Austurríki og Þýskalandi. — Reuter. Von á ungvsrskum Á NÆSTUNNI er von á hing- að til Reykjavíkur ungversk- um fiðlusnilling, ungfrú Ibolyka Zilzer að nafni. Kemur hún á ! vegum Hljóðfæraverslunarinn- ar Drangey og mun halda hjer 2—3 hljómleika. Ungfrú Zilzer er nemandi og aðstoðarmaður Carl Flesch prófessors og hef- ir hlotið margskonar verðlaun, meðal annars gullpening al- þjóðahljómleikamóti í Vínar- borg. Hún hefir lcikið fyrir marga þjóðhöfðingja, þar 4 meðal Gustav Svíakonung, Vílhelmínu drottningu og fleiri. Blaðaummæli um fiðluleik ungfrú Zizler, sem Morgun- blaðið hefir fengið tækifæri að sjá, eru mjög á einn veg. Hæla Norðurlandablöðin ungfrúnni mikið. :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.