Morgunblaðið - 02.10.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.1946, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 2. okt. 1946 8 MORGUNBLAÐIÐ mtÞtafrtft TJtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Þeirra sjónarmið KOMMÚNISTAR hafa sýnt fyrr en nú, að það eru alt önnur sjónarmið en hin íslensku, sem ráða afstöðu þeirra til málanna. Þetta verður best skýrt með nær- tækum dæmum. Þegar verið var að ræða um hvort ísland fengi að vera meðal stofnenda hinna sameinuðu þjóða, mæltu stjórnir Breta og Bandaríkjanna með því að svo yrði, enda þótt íslendingar vildu ekki gangast undir' skil- vrðið, sem sett hafði verið, að segja tveim stórveldum, Þýskalandi og Japan stríð á hendur. Þessar tvær vina- þjóðir okkar, Bretar og Bandaríkjamenn töldu að hlut- deild íslands í stríðinu hefði verið svo þýðingarmikil, að taka bæri ísland sem stofnanda hinna sameinuðu þjóða, enda þótt það vildi ekki brjóta aldagamla hefð, að heyja aldrei styrjöld gegn nokkurri þjóð. En þetta strandaði á Rússum. Þeir heimtuðu skilyrðislausa stríðsyfirlýsingu af íslands hálfu. Kommúnistar hjer studdu ákaft kröfu Rússa! ★ Þegar Þjóðverjar voru í byrjun stríðsins að mala undir sig Pólland, og Pólverjar gátu lítilli eða engri vörn við komið, rjeðist rauði herinn að baki Pólverjum og lagði undir sig nær helminginn af þeirra landi. Um þenna atburð fórust höfuðskáldi og átrúnaðargoði kom- múnista orð á þessa leið: „Jeg skil ekki almennilega hvernig bolsjevikkar ættu að sjá nokkuð hneyksli í því, að 15 miljónir manna eru þegjandi og hljóðalaust inn- iimaðir undir bolsjevismann“! Við íslendingar munum vel styrjöldina milli Finna og Rússa 1939—’40, þegar hið mikla herveldi rjeðist á smá- þjóðina, sem átti enga ósk heitari en að fá að búa í friði við allar þjóðir. Áki Jakobsson tókst á hendur fyrir skömmu að lýsa þessari einstæðu viðureign. Hann sagði, að Finnar hefðu hafið árásarstyrjöld á Rússa, en Rússar hefðu ekkert annað aðhafst en að verja land sitt! Hjer hefir að undanförnu dvalið mentamaður frá Lit- hauen. Hann skrifaði í sumar greinar í Morgunblaðið og lýsti þar kúgun þeirri og harðstjórn, sem Eystrasaltsþjóð- irnar hafa orðið að þola undir harðstjórn Rússa. Þessum skrifum svaraði Þjóðviljmn þann veg, að krafist var, að hinn erlendi maður yrði handtekinn og honum vísað úr landi! ★ Þeir gaspra mikið um landráð, kommúnistar um þess- ar mundir. Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði. Á árunum fyrir stríð áttu íslendingar mikil og hag- kvæm viðskifti við Þjóðverja. En þá var grunt á því góða milli Þjóðverja og Rússa. Á þeim árum hjetu á máli kom- múnista hjer viðskiftasamningar íslands og Þýskalands, landráðasamningar, og þeir fengu á sig landráðastimpil, sem þá samninga gerðu. Vel erum við íslendingar minnugir þess, að á meðan vináttu samningur Hitlers og Stalins var enn í gildi, ljet Þjóðviljinn svo um mælt, að það væri ,,smekksatriði“, hvort menn væru með eða móti nasismanum. Á þeim ár- um hjet og á máli Þjóðviljans setuiiðsvinna Breta hjer landráðavinna og þeir landráðamenn, sem þar unnu! En eftir að Þjóðverjar rjeðust á Rússland og Rússar gerðust samherjar bandamanna í styrjöldinni, hjet setuliðsvinn- an landvarnavinna. ★ Það voru aðallega ungkommúnistar, sem gerðu heim- sóknina í Sjálfstæðishúsið á dögunum. Þeir þóttust þang- að komnir sem ákafir þjóðræknismenn. Fyrir fáum árum var þjóðrækniskendin svo ofarlega í hugum þessa liðs, að eitt sinn, er íslenski fáninn var á vegi þess, var fáninn •rifinn niður og hann traðkaður niður í skarnið! Þannig var þjóðrækni kommúnista áður en gríman var sett á höfuð þeirra, en þeir máttu koma til dyrnanna eins og þeir voru klæddir. t ÚR DAGLEGA LlFINU Glæsileg æska. ÞEGAR HAUSTAR AÐ verð ur altaf mikil breyting á götu- lífinu í Reykjavík. Frá því í miðjum september fer að bera meira á ungu fólki á götunum. Það er skólaæskan, sem kemur í bæinn og setur sinn svip á hann. Reykjavík er mikill skólabær. Skólafólkið skiftir þúsundum og það kemur hvað- anæfa að af landinu. Þetta er glæsilegur æskulýð- ur. Fallegt fólk og vel klætt. Það ber vott um hina almennu velmegun, sem nú er með þjóð- inni. Það eru engir beinkram- ar-aumingjar, sem ganga hjer um strætin með skólahúfur, eða bækur undir hönd. Þessi æska er framtíð og von ís- lands. Hún er að búa sig undir lífið. Engin kynslóð, sem lífað heí- ir hjer á landi hefir átt eins mikla möguleika og jafn mörg tækifæri og unga kynslóðin, sem nú er að alast upp. Allir eru settir til menta á einhverju sviði. Lífið er þeim leikur og dans á rósum. Það þarf sterk bein til að bera þessa velmeg- un. Ef til vill enn sterkari en þurfti til að þola harðrjetti, fá- tækt og klæðleysi. e Gagnrýni. EINS OG Á ÖLLUM ÖLDUM eru hinir eldri og reyndari kvíðnir fyrir framtíð æskunnar. Þeir svartsýnustu segja, að það kunni ekki góðri lukku að stýra hve unglingarnir hafi mikið fje undir höndum. Æsk- an kunni ekki að meta gildi peninganna, en eyði þeim og sói í óþarfa. Það vantar ekki gagnrýnina á æsku landsins. Og mönnum er stundum vorkun, ef þeir eru kvíðnir. Þegar komið er inn á veitingahús hjer í Reykjavík að kvöldi dags og litið er yfir hóp- inn, sem þar situr, þá er mönn- um ekki láandi þó þeir hristi höfuðin, og spurt sje: Hvert er takmark þessara unglinga, sem eyða frístundum sínum á þenn- an hátt? • Vantar hollar frístundaskemtanir. AÐRIR AFSAKA æskulýð- inn og benda rjettilega á, að það sje ekki um aðrar skemt- anir að ræða hjer í bænum en kaffihús og kvikmyndasýning- ar. Og vissulega hafa þeir mikið til síns máls. Það vantar tilfinnanlega holl ar skemtanir fyrir æskuna. Og það er mjög aðkallandi mál. Jeg er ekki þeirrar skoðunar, að hið opinbera eigi að koma upp einhverjum skemtistöðum fyrir of fjár. Það er æskan sjálf sem á að hafa forgönguna, all- an vandan og virðinguna. Það er svo ótal margt, sem hægt væri að gera. En það eru unglingarnir sjálfir, sem verða að finna verkefnin. í mörgum skólum eru málfundafjelög, sem ræða alt milli himins og jarðar. Það er ábyggilegt, að ef þessi mál væru tekin fyrir á skólafundum, þá myndu koma fram nýtilegar tillögur. Hinir þroskaðri meðal æskunnar eiga að hafa forystuna í þessum málum. Ef vilji og áhugi er fyrir hendi til úrbóta, þá munu hinir eldri hjálpa til, að svo miklu leyti, sem þörf er. • Vanræksla. OFT ERU ÞAÐ smáatriðin í daglega lífinu, sem valda mestu leiðindunum. Það fer til dæmis illa „í taugarnar“ á mörgum bæjarbúum, að húseigendur skuli ekki geta haldið þakrenn- um sínum í því ástandi, sem ætlast er til af slíkum útbún- aði. Þakrennur eru víða í því ástandi hjer í bænum, að veg- farendur geta ekki gengið á gangstjettinni, en verða að flýja út í hættur umferðarinn- ar, ef skúr kemur úr lofti. Almennur þrifnaður og um- gengni hefir tekið miklum framförum í bænum, en þó er það svo enn, að fjöldi manns hefir ekki komist upp á lagið með að þrífa gluggarúður hjá sjer. Jafnvel hjá stórum og rík- um fyrirtækjum er rykskánin svo þykk á gluggarúðunum, að það verður að kveikja ljós í skrifstofum um miðjan dag, ef dimt er í lofti. Og ekkert er þetta nema hið almenna kæruleysi og van- ræksla. Oánægja með Islandsför. ÍSLENDINGUR í SVÍÞJÓÐ sendir mjer úrklippu úr blað- inu „Aftonbladet" í Stokk- hólmi, þar sem birt er viðtal við skipstjóra á sænskum síld- veiðibát er stundaði veiðar við ísland í sumar. Skipstjórinn er mjög óánægður með ferðina og telur að ilt hafi verið að koma til íslands. Segir hann að ís- lendingar hafi litið síldveiðar Svía og Norðmanna illum aug- um og hefir yfirleitt alt á horn- um sjer. íslendingurinn, sem sendir úrklippuna lætur fylgja þau orð, að hann vonist til að jeg biti greinina og skammi Sví- ann fyrir ummæli hans. En það dettur mjer alls ekki í hug. Svíar og aðrir, sem eru geð- vondir geta verið það reiði- laust af minni hálfu. MEÐAL ANNARA ORÐA .... Úr sunnndagsbiaði Þlóðvíiians SUNNUDAGSBLAÐ Þjóð- viljans hið síðasta vakti nokkra eftirtekt. Ekki síst smágrein ein, er var umkvörtun yfir því, að eigi skyldi kommúnistum hafa tekist að ganga lengra í ofbeldisverkum sínum í Thor- valdsensstræti á sunnudaginn þ. 22. sept. Greinina undirskrifar Una Sveinsdóttir á Kambsveg 13. Hún var ekki á kvennasíðu blaðsins, svo ekki er hægt að fullyrða að hugleiðingar þessar hafi verið skrifaðar fyrir hönd þeirra kvenna yfirleitt, sem að- hyllast stefnu kommúnista. En telja má það dálítið athyglis- vert, er kona af íslensku bergi brotin, skuli vera sokk- in svo djúpt í siðspillingarfen kommúnismans, að hún gengur fram fyrir skjöldu, og heimtar af skoðanabræðrum sínum og systrum, að næst þegar kom- únistar efni til uppþots hjer þá megi þeir ekki láta staðar numið við hálfunnið verk, eins og þeir gerðu, þegar þeir efndu til árásar á forsætisráðherrann og borgarstjórann. ★ Una Sveinsdóttir Kambsveg 13, hefir ekki, svo vitað sje, gefið sig að opinberum málum fyrr. En hafi kvennafylking kommúnista fengið þar nýja forýstu, þá má búást við að kommúnistakonur láti allmikið til sín taka í opinberu lífi hjer á landi. Einkum þegar til þeirra kasta kemur, að notað verði handaflið í stað raka, enda virð ist hvorki hógværð nje hugs- un vera það sem einkennir þessa nýju stjörnu á stjórn- málahimni kommúnistanna. 'k í sama blaði er grein eftir einhvern útgerðarmann komm- únistanna, er ber fram alveg nýtt sjónarmið í afstöðu ís- lendinga til annara þjóða. — Hann segir, að við megum ekki veita Bandaríkjamönnum um- ferðarjett um Reykjanesflug- völlinn vegna þess, að við höf- um á þessu ári selt Rússum hraðfrystan fisk. Það kann að vera segir þessi útgerðarmað- ur, eða það er nærri því víst, að ef við verðum ekki fjand- menn Bandaríkjanna hjer á landi, þá vilji Rússar ekki halda áfram að kaupa af okkur hrað- frystan fisk. Þarna kemur fram nokkuð nýstárlegt sjónarmið. Eftir þessu að dæma gefur Þjóðvilj- inn það fyllilega í skyn að hin- ir austrænu vinir blaðsins hugsi sjer að versla við íslendinga í framtíðinni, með þeim skil- yrðum að laodsmenn sjeu þeim auðsyeipir í utanríkismálum sínum. Ög .kommúnistarnir hjerna muni verða tilleiðanleg- ir, að haga sannfæringu sinni og utanríkispólitíkinni eftir þessum línum. ★ Áður hefir það ekki heyrst, að menn hugsuðu sjer að láta sannfæringuna í utanríkismál- um ganga kaupum og sölum, eða leika þann leik, að telja fólki trú um, að af því Rússar eða einhverjir aðrir hafi keypt íslenskar afurðir, þá verði kaupendurnir eða hinir tilvon- andi kaupendur að fá að ráða málefnum okkar, bæði innan- lands og í afstöðunni til ann- ara þjóða. Kommúnistar hugsa sjer kannske að selja einhver fríðindi fyrir að síldaraflinn er keyptur og önnur fyrir að fá markaði fyrir frysta fiskinn og þannig koll af kolli. ★ Ásmundur Sigurðsson upp- lýsir í sama blaði Þjóðviljans, að „smáþjóð verði að vera á stöðugumí verði, um sjálfstæði sitt, ef hún á að sleppa við að ánetjast í neti yfirgangssamrar heimsvaldastef nu“. Það væri vel, ef kommúnist- arnir okkar færu eftir þessum leiðbeiningum flokksbróður síns. Smáþjóðir segir hann, ennfremur verða að vera tor- trygnar. Þa,ð er einmitt vegna þess, að menn hafa verið tor- trygnir gágnvárt komrnúnirt- uni, að menn hafá komist að Framh. á 12. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.