Morgunblaðið - 02.10.1946, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. okt. 1946
llf skemtileg framhaldssaga hefst í dag
ejiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiy
I BLÓÐSUGAN
cftii- JoL VI CjooJují
VI
Hllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllll
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllirn
1. KAPITULI.
— Er hr. Calverley þarna?
Viljið þjer biðja hann að koma
upp til mín tafarlaust.
Konan, sem talað hafði,
hengdi upp heyrnartólið og
hallaði sjer aftur á bak í sæG
inu. Rósviðarborðið, sem hún
sat við, var þakið brjefum og
reikningum. Gamla herbergið
með háu trjeþiljunum var
smekkleg umgerð um þessa
þroskuðu, fríðu konu. Út úr
fallegum augum hennar skein
vald og einheitni og augun voru
enn skær, þrátt fyrir talsverð-
an aldur.
Á neðri hæðum bankahúss-
ins var dagsverkinu lokið í bili.
Langa herbergið með trjeþilj-
unum á efri hæðinni var hið
allrahelgasta í bankanum
Garth, Garth & Trelawne —
sem var hinn allra helsti einka-
banki í allri Lundúnaborg,
banki, -sem var einn í sinni röð
og sjálfum sjer nógur, banki,
sem átti viðskifti við þjóðhöfð-
ingja. Eins og allir vita, er hann
eini bankinn í London, sem
kona á og. stjórnar. Frú Enid
Garth var hin síðasta af ætt-
inni með því nafni, því allir
hinir mörgu ættmenn voru nú
dánir og ekki til nema á mynd-
um á veggjunum þarna inni.
En hún stjórnaði bankanum
með snild og prýði.
Það var ósveigjanleg regla í
bankanum, að enginn starfs-
maður hans — hátt eða lágt
settur — skyldi undir neinum
kringumstæðum koma inn í
þetta herbergi, nema sam-
kvæmt skipun frú Garth sjálfr-
ar. Ef hún vildi tala við ein-
hvern, símaði hún eftir honum.
í þetta skifti vildi hún tala við
hr. Calverley, aðalfulltrúa sinn.
Hann kom tafarlaust — góð-
legur og gildur, líkastur vel
fóðruðum biskupi á svipinn, en
þá var munnur hans festuleg-
ur og augun grá og greindar-
leg.
— Hr. Calverley, sagði hús-
móðir hans, — mjer þætti vænt
um, að þjer vilduð segja mjer
það, sem þjer vitið um þennan
nýja fjármálamann, sem er alt
í einu kominn hjer á Lundúna-
himininn, rjett eins og hala-
stjarna — þennan mann, sem
alt verslunarhverfið talar um.
Jeg á við Sir Melmoth Craven.
— Jeg hefi gert venjulegar
fyrirspurnir um hann, svaraði
Calverley. — Hann virðist
hafa mikil fyrirtæki í Suður-
Ameríku. Eftir því sem jeg best
get skilið hefir hann gott orð
á sjer.
Frú Garth barði I borðið með
pennaskaftinu sínu.
— Umboðsmenn hans hafa
verið að leita hófanna um fjár-
hagslegan styrk hjer hjá Garth,
sagði hún.
r— Jeg myndi mæla með því,
sapgði hann.
rrú Garth sneri sjer snöggt
í stólnum og leit beint í
augu fulltrúa síns.
|— Hversvegna? spuröi hún
snoggt.
— Það gæti borgað sig vel,
svaraði hann.
Frú Garth þagði og horfði
stundarkorn beint fram fyrir
sig.
— Jeg hefi það á tilfinning-
unni, að það væri í hæsta máta
óráðlegt, sagði hún hægt. —
Þessi maður er eitthvað tor-
tryggilegur. Eitthvað hugboð
ráðleggur mjer að hafa engin
viðskifti við Sir Melmoth
Craven.
Hugh Calverley ypti öxlum
rjett svo það sást og vonbrigða
svipur kom á andlit hans. Hann
var hagsýnn kaupsýslumaður,
en ljet ekki stjórnast af nein-
um hugboðum. Hins vegar
þorði hann ekki að gera at-
hugasemdir við ákvarðanir hus-
móður sinnar. Hún sneri líka
snöggt út í aðra sálma.
— Við skulum þá gera yfir-
litið yfir daginn, sagði hún.
í hálfa klukkustund sat frú
Garth og talaði um kaupsýslu-
atriði við fulltrúa sinn, gerði
ákvarðanir fjármálalegs og
stjórnmálalegs eðlis fljótt og
skarplega, svo sýnilegt var, að
hún var fædd kaupsýslumaður.
Hjer kendi engrar spákaup-
mennsku eða óvissu. Hjer var
hún miljónaeigandi, sem vildi
altaf vita vissu sína, en neitaði
að leggja nokkuð í hættu. Hr.
Calverley var fullur lotningar
og aðdáunar í nærveru hennar.
— Bankastjórinn hjá Garth
hefir aldrei gert glappaskot,
var hann oft vanur að segja.
Loks tók hann blöð sín og stóð
upp.
— Hjer hefir verið borgaður
inn víxill frá Credit Marseillais
upp á 60000 pund, sagði hann.
— Það er alveg rjett, svar-
aði hún stuttaralega, — hann
var fallinn í gjalddaga.
Calverley setti upp ofurlítinn
gremjusvip. Hann hikaði and-
artak.
— Frú Garth, sagði hann, —
þjer hafið stundum kallað mig
hægri hönd yðar hjer í bank-
anum, og jeg hefi reynt eftir
megni að verðskulda það. Jeg
kann næstum að segja allar
bækur hans utanað. En hvað er
um þessar merkilega háu upp-
hæðir frá þessum franska
banka? Jeg veit ekkert um þær
eða uppruna þeirra, og eru þær
þó mjög mikilvægar .... Hann
gerði ofurlitla þögn. — Væri
yður ekki betra að gera mig að
trúnaðarmanni yðar viðvíkj-
andi þeim?
Frú Garth sneri sjer að full-
trúanum og svipurinn var harð
ur eins og steinn.
— Hr. Calverley, spurði hún
napurt, — þjer hafið unnið híer
í bankanum í fjörutíu ár hjá
m r og faðir yðar vann hjá
fööt'i mínum. Hafið þjer ennþá
ekki lært að stilla yður um að
ist í það, sem mig eina
valJar um?
Hr. Calverley drap höfði, en
þorði ekki að segja meira. Síð-
an kvaddi hapn. og' ljet þess
lauslega.getið um leið, að bank-
inn hefði aldrei gengið betur
er- nú.
Frú Garth brosti beisklega
við sjálfa sig, er hann lokaði
dyrunum.
— Nú ekki það? tautaði húiv
- Jeg gæti kanske gert þjer
, bilt við, minn altsjáandi full-
trúi!
Hún stóð upp úr stólnum.
— Og svo þessi Craven — -
hvað er um hann? Hvað er bað
sem segir mjer, að mjer sje alt
í einu orðin einhver hætta bú-
in? Og í kvöld á hann að vera
gestur minn. Jeg verð að fræð-
ast betur um manninn. Nú,
jæja, Garths-banki hefir góð
auraráð .... en jeg sjálf hefi
þó enn meiri auraráð!
Hún gekk að dyrunum, sem
Calverley hafði farið út um og
setti slána fyrir hurðina. Síðan
gekk hún að bogadyrum í hin-
um veggnum, sem var allur
með þiljum úr sljettum rauða-
við, eins og hinir. Hún snerti
við einni þilrúðunni, svo hún
opnaðist og þá gaf að líta inn
í ofurlítið skot þar sem símatól
stóð. Hún tók heyrnartólið af
og tifaði síðan króknum nokkr-
um sinnum, rjett eins og hún
væri að gefa Morse-merki. Þá
var svarað og hún svaraði á
móti, en nú var röddin ein-
kennilega mjó, en hvöss og
greinileg.
— Er það hr. Drave? Viljið
þjer gefa merkið . . endurtaka
það? Gott. Jeg bað yður um
daginn að útvega mjer svo lítið
bæri á, allar upplýsingar um
Sir Melmoth Craven. Jeg þarf
að fá þær fullar og nákvæmcr.
Það átti að verða búið að því
í morgun.
Karlmannsrödd svaraði, sem
var stuttaraleg og skörp eins
og hennar rödd. — Það er hjer
alt, sem fáanlegt er. Og margt
furðulegt í því. Jeg trúi ekki
öðru en þjer hafið gaman af
að lesa það.
— Ágætt, svaraði frú Garth.
— Jeg ætla að koma til yðar
tafarlaust. Viljið þjer bíða eft-
ir mjer? Jeg skal vera komin
eftir tuttugu mínútur.
Hún lokaði hleranum, gekk
að símanum, sem var á borðinu
og hringdi heim til sín í Berke-
ley Terrace, þar sem hún átti
eitthvert ríkmannlegasta heim-
ili, sem til var í borginni. Þjónn
svaraði og hún bað um að fá
að tala við dóttur sína.
— Margaret, sagði hún lágt,
ert þú þarna? Hlustaðu á: Það
getur verið. að jeg komi svo
sem klukkutíma of seint . .
mjög áríðandi mál, skilurðu.
Nú verður þú, elskan mín, að
gegna húsmóðurstörfunum á
meðan og afsaka mig við gest-
ina.
— Það skal jeg gera, mamma.
En er nokkuð að? svaraði blíð-
leg rödd, sem minti mest á
flaututóna. — Hvar eru?
Eggert Claessen
Gústaf A. Sveinssön
hæstarjettarlögmenn
Oddfellowhúsið. — Sími 1171
Allskonar lögfræðistörf
Strákurinn og einbúinn
Eftir E. V. LUCAS
10.
Þetta getur ekki gengið, sagði Kjammi. Líttu bara á
minn hníf, bætti hann við og tók upp úr vasa sínum ægi-
lega, tvíblaða sveðju, sem hafði þar að auki til síns ágætis
ýmis merkileg verkfæri, svo sem tappatogara og fleira.
Einnig var í vasa hans væn snærishönk, úrfjöður, 20—30
högl, buxnatala, blýantur, eldspýtustokkur, blístra, fimm-
eyringur með gati og umslag' með frímerkjum, öllum
klesstum saman af sjávarseltunni.
— Eru allir þessir hlutir bráðnausynlegir, spurði ein-
búinn hikandi.
— Nei, sagði Kjammi, nei, ekki allir. Hnífurinn og snær-
íð eru það auðvitað og svo er fremur gaman að safna frí-
merkjum, en þess þarf maður ekki nema mann langi til
þess. Líka getur maður safnað fiðrildum og eggjaskurn.
Hitt er allt nytsamlegt. Og þeim mun meira sem maður
hefir af svona hlutum, því betra fyrir mann.
— Jeg á snæri, sagði einsetumaðurinn, en engan hníf.
En með þínu leyfi ætla jeg að bera á mjer borðhnífinn
minn í framtíðinni. Það er að vísu ómerkilegt vopn, það
veit jeg, en jeg get ekki sjeð að mikil þörf sje á þessarri
eyju fyrir tappatogara.
— Ætli borðhnífurinn geti ekki dugað, sagði Kjammi
nokkuð efablöndnum rómi. En eitthvað meira verðurðu
að hafa, annars getum við ekki farið í nein kaup. Drengir
eru altaf að skipta á hinu og þessu, eins og þú veist.
— Fara í kaup? hvað er það, sagði öldungurinn.
— Já, ef þig langar í eitthvað sem annar strákur á, þá
læturðu hann hafa eitthvað fyrir það sem þú átt. Til
dæmis, ef þú ættir hvíta rottu (hjer fór hrollur um ein-
setumanninn) og jeg ljeti þig hafa tinnusteins mola fyrir
hana, þá hefðum við farið í kaup.
— Jæja, sagði einbúinn. Þá sting jeg á mig hinu og
þessu dóti, en ef þjer er sama, vil jeg ekki hafa neitt
með rottur að sælda og engar lifandi nje dauðar skepnur
yfirleitt.
Forstjóri stórs fyrirtækis
hafði feiknin öll að gera og
hafði lagt svo fyrir einkaritara
sinn, að segja, að hann væri
ekki við.
Skömmu eftir hádegi kom
einkaritarinn inn til forstjórans,
bar sig illa og sagði að heill
hópur væri frammi og heimt-
aði að fá að tala við hann. Hver
einn og einasti sagði, að hann
þyrfti nauðsynlega að ræða við
hann.
— Segði þjer bara, sagði for-
stjórinn, að það segi allir, en
það stoði ekkert. Jeg verð að
hafa fullkomið næði.
Nokkru seinna kom velklædd
kona, sem óskar eftir að tala
við forstjórann, en einkaritar-
inn sagði, að það væri ómögu-
legt.
— En jeg verð að tala við
hann, sagði konan — jeg er
konan hans.
— Það segja allir, svaraði
hinn húsbóndaholli einkaritari.
★
Móðirin hafði bakað köku,
skreytt hana með ávöxtum og
sett hana inn í skáp. Þar sem
hún var ekki ugglaus um, að
Maríu litlu kynni að þykja
ávextirnir góðir,' sagði húff
henni, að .þeir væru eitfaðir.
Daginn éftir, vár hokifuð af
ávöxtunum'horfið. Mððirin kall
aði á Maríu.
•— Þú veist það, María' mín,
sagði hún, að ávextirnir eru
eitraðir. En ertu nú alveg viss
um, að þú hafir ekki bragðað
á þeim?
— Já, mamma, var svarið, en
jeg gaf litlu systur að smakka,
og ef hún verður ekki veik,
ætla jeg að biðja þig að gefa
mjer bita.
★
Einkaritari lögfræðiskrif-
stofu hringdi til verslunar-
mannsins og eftirfarandi sam-
tal átti sjer stað:
— Góðan dag, er þetta Kári
Haraldsson?
— Já, hvar er þetta?
— Þetta er hjá Jóni, Pjetri,
Sveini, Gunnari og Halldóri.
— O, góðan dag, góðan dag,
góðan dag, góðan dag, góðan
dag.
★
—Dóttir mín er að læra að
syngja og hún öskrar svo mikið
að mjer er ómögulegt að vera
heima, nema um matmálstím-
ann.
—> Þú ert heppinn. Jeg get
það ekki einu sinni. Dóttir mín
er að læra matreiðslu.
DANSKUR-1 BAKARI, '
2,8 ára, velmentaður, óskar eft-
ir atvinnu í Reykjavík. Nánari
ifpplýsingar gefur Freddy Mad-
sén, Vermlandsgade 74, Köben-
havn S.