Morgunblaðið - 02.10.1946, Page 9

Morgunblaðið - 02.10.1946, Page 9
Miðvikudagur 2. okt. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 9 IUennfaskólinn annist vörn og gróanda Herra forseti íslands, herra rektor, virðulegir kennendur, liemendur og gestir! Jeg kveð mjer hjer ekki hljóðs sem gamall nemandi þessa skóla, heldur sem fulltrúi bróð- urstofnunar eða Litla bróður, eins og vjer kennarar Mennta- skólans á Akureyri köllum hann stundum i gamni, þá er hans er minnst í sambandi við Mennta- skólann í Reykjavík. Við allt, sem af manni er get- dð, stofnað eða stundað, loðir mannlegur ófullkomleiki. Þessi al'kunnu sannindi gleymast ein- att á hátíða- og hrifnistundum, þá er hollt getur verið að minn- ast þeirra. Þá er fimmtugs-af- mælis þessarar stofnunar var aninnst í þessum sal fyrir ná- kvæmlega hálfri öld, 1. október 1896, og vjer sumir hjer við- staddir munum, fluttu þeir ræð- ur, Hallgrímur Sveinsson, bisk- up, og þávérandi rektor, Björn Magnússon Ólsen. Biskupinn kvað nokkrar „misfellur“ hafa verið á starfi skólans á liðnum aldarhelmingi. Hinn stórlærði og skýri rektor komst svo að orði, að saga skólans sýndi, að „stundum hafi mikið skort á, að skólinn næði hinu háa marki sínu“. Báðum þessum ræðu- mönnum hafði hjer í skólanum gengið námið hið besta. Biskup- inn .var hinn fyrsti nemandi, er hlaut hjer ágætiseinkunn við stúdentspróf. Ólíklegt er því, að hjer hafi verið af kala mælt. í blöðum nálægt 1860 má þegar finna, að skólanum er sitthvað fundið til foráttu, t. d. að brögð sjeu þar að ofdrykkju. Þar átti skólinn við skæðan varg að berjast, er var aldarandinn eða viðhorf hans við áfengisnautn. Þá er jeg renni huganum yfir skólavist mína eins rólega og mjer er framast auðið, virðist mjer skólinn á sálræna vísu hafa verið helsti kaldur, stjórn hans „humor“-lítil um of, læri- sveinar og kennendur hans voru skaðsamlega á öndverðum meiði. Eigi var lögð nógu mikil virðing á nemendur nje nóg- samlega kappkostað að snúa lötum og linum til að draga af sjer slenið, stæla þá til átaka og harðvítugleiks í námsókn og fræðastundun. Þar skorti áreið- anlega alúð og ástúðroðnar við- ræður og alvöru-þrungna mælsku á einmæli eða á tveggja málþingi. Þessi síðasta athuga- semd eða högl hennar hæfa víst, að einhverju, enn alla skóla lands vors, og því er þörf á, að hún sje sögð í heyranda hljóði. Af þeim, sem þjóðfjelagið kost- ar mestu til að mennta og fræða, verður að krefjast mikils, bæði á siðræna og fjelagslega vísu, neikvæða og jákvæða. Því hvíl- ir sú skylda á menntaskólum, að hafa vinsamlegt eftirlit með nemöndum sínum og leiðbeina þeim í því stríði, sem erfiðast er, í baráttu ástríðu-ríkra æsku- manna við sjálfa sig. Þar hygg jeg, að menntaskólum vorurn sje að nokkru raunalega áfátt, enda brestur þá enn að nokkru skil- íslenskrar menningar Ræða Sigurðar Guðmundssonar skólameistara, við Menntaskóla- hátíðina í gær yrði til slíks uppeldisstarfs. En allt fyrir þetta, sem nú var talið, veit jeg, að í stofum og herbergjum þessarar stofnun- ar hefir verið unnið margt drengskaparvrek, verið líknað og hjálpað, er í margskonar nauðir rak. En slíkt hefir á stundum aldrei orðið kunnugt, nema fáum einum, eða það hefir sökkið í gleymskunnar lygna hyl, en hins vegar hafa verið varðveitt mörg mistök og mis- fellur í manna minnum, skjöl- um og skilrikjum. Og einn sig- ur hefir þessi mikla örlaga- smiðja, lærði skólinn eða menntaskólinn, unnið. Hversu illa sem sumum brautskráðum nemöndum kann að hafa liðið í skóla hjér, og hversu sáran ó- sigur sem þeir þykjast hafa beð- ið hjer, kvsi, að líkindum, mjög fáir stúdentar, að þeir hefði aldrei vitjað hans. Og hvað sem líður öllum á- göllum óg „misfellum", sem Hallgrímur biskup drap á, var það þjóðar- og menningarham- ingja, að lærði skólinn eða hinn almenni menntaskóli var til í landinu. Mjer var sagt frá því í sumar norður.í Skagafirði, að á döfinni væri að reisa turn við hlið hinnar fornu dómkirkju á Hólum og láta efst í honum loga Ijós, er lýsti um Hjaltadal. Aðrir kveða ljósið eiga að falla á stöpulinn. Mjer virðist Bessa- staðaskóli og hinn lærði skóli hafa verið stöpull, er birtu lagði frá —þó að dauf væri á stundum — um menning vora og þjóðlíf. Frá flutningi hans til Reykja- víkur hau.stið 1846 og fram að 1911, er Háskóli íslands var settur á stofn. var hann kon- ungur íslenskra skóla, þó að stöku þeirra hafi, ef til vill, ver- ið honum fremri í sinni grein. sem ekkert verður fullyrt um. Prestaskólinn og læknaskólinn voru að vísu nokkrum fetum hærri. En þessara skóla gætti meira í höfuðstað vorum og þjóðlífi. Hann var gildari dráng- ur, stórum aðsópsmeiri, fjöl- Og þessi skóli hefir um all- langt skeið verið, á beina vísu eða óbeina, vagga og fóstra ís- lenskrar alþýðumenntunar. Ekki þarf langt að rekja ti! að finna þar upptök hennar eða foreldri. Þeir eru áreiðanlega ekki margir, hinir óskólagengnu vor á meðal, er gnæfðu vfir fjöklann á 19. öld, sem hafa ekki í fyrstu notið styrktar og leiðsagnar stúdenta frá Rey.kja- víkurskóla eða Bessastöðum. í hinum merku heimavistarskól- um íslenskra presta, sem einskis styrks nutu af almannafje, hafa fleiri nuinið en þeir, er urðu svo- kallaðir lærðir menn. Af því skólastarfi er óskráð mikil saga og merkileg. Sá alþýðumaður, er hæst ber að makleikum í bók- menntum vorum (Stephan G. Stephansson), hafði mikið álit á heimakennslu íslenskra klerka og kvaðst hafa haft mikið gagn af kennslu íslensks dalaprests, er hann daldist hjá um skeið, áður en hann fluttist til Vest- urheims. Það voru stúdentar úr þessum skóla, er voru frum- kvöðlar eða stofnendur hinna merku gagnfræðaskóla í Flens- borg og á Möðruvöllum, þeir Þórarinn prófastur Böðvarsson og Arnljótur prestur Ólafsson. Og fyrstu forstöðumenn þcirra og höfuðkennarar voru nemend- ur hans. Og aldrei má gleyma, hvern þátt Bessastaðaskóli og þessi skóli eiga í viðreisn og varð- veislu íslenskrar tungu. Hjer hefir íslensk tunga verið varin. Þessi skóli hefir verið virki og vígi móðurmáls vors. Hjer hef- ir þess verið griðalaust krafist, að nemendur rituðu íslenska is- lensku, að þeir að þessu leyti stunduðu hreinleik móðurmáls vors. Og sú viðleitni hefir orðið sigursæl, haft mikinn árangur, enda veittu íslendingasögur, þjóðsögur og ljóðmenntir þar sterkan stuðning, „enn sem forð- um“. Stúdentum héðan hefir auðvitað misjafnlega tekist um hreint málfar. og þá hefir greint mennari, og yfir honum hvildi i á um, hvað telja skyldi gilda í-- virðuleikur margra alda, að svo miklu leyti scm nokkrum eða nokkru fær á annað borð virðing hlotnast, virðing í lensku. En þeir eru ekki margir. stúdentarnir úr þessum skóla á 19. öld og frá fyrstu tugum þess- arar aldar. er hafji, eigi viljað voru fámenna þjóðfjelagi. Þess rita móðurmál vort hreint og gerist eigi þörf að skýra, hvílík-1 íslenskt. Með þennan áhuga ur miðgarður slik stofnun hefir verið í menningarsókn þjóðar sinn hafa þeir farið um land allt, út um strendur og fram í djúpa vorrar. Ilm 80 ára skeið. frá dali, blásið honum í ung brjóst. 1847 til 1927, að þeim áruiri með töldúiri, voru, að kallii, altir íslenskir, stúdentar brautskráðir í þessum sal. þar er þeir ræddu og fræddu, leiðbeindu og leiðrjettu. Jeg man enn, hve mjer þptti það merkijegt, er einn nemandi þessa skóla Ieiðrjetti einn hinn fyrsta íslensku-stíl minn og fræddi mig á, að orð, er jeg not- aði þar. væri eigi íslenskt og því eigi hæft í ritmáli. Aljer finnst vel fara á að minnast þess hjer, að um 70 ár voru hjer tveir kennarar á verði um hreinleik móðurmáls vors, Halldór Kr. Friðriksson, og nemandi hans, Pálmi Pálsson, sem báðir voru þjettir menn og drjúgir í góðri merkingu, en áunnu sjer stund- um „spott og óþökk“ fyrir áhuga stundað starf í Þegjandadal mannlegs erfiðis. Vera má, að vandlætingu þeirra á hreinleik málfars hafi fylgt sá annmarki, að eigi hafi verið, sem skvldi, glætt skyn á list og lífi i stíl- fari og hve nauðsynlegt sje, að hverjum ritandi manni sje mik- ið og mikilvægt niðri fyrir, svo að úr ritsmíð hans verði ritgerð merk. Tíminn var krappur, er þeim var ætlaður. Því varð sumt mikilvægt að sitja á hak- anum. Sennilega hafa báðir þessir kennimenn orðsins borið ineira skyn á góðan stíl en sum- ir nemcndur þeirra hugðu. Um annan þeirra, Pálina Pálsson, er mjer það kunnúgt af margra ára samvinnu í prófum og prófdóm- um, að hann bar glöggt skyn á stíl, meira en jeg ætlaði. áður en jeg varð samkennari og sam- verkamaður hans. Að lokum flyt jeg Mennta- skólanum í Reykjavík árnaðar- óskir og þökk frá Menntaskól- anum á Akureyri. Forstöðu- menn og höfuðkennarar Gagn- fræðaskóhyis á Möðruvöllum og Akureyri voru nemendur hans. IJinir fyrstu bókfræðakennavar Menntaskólans á Akurevri voru allir lærisveinar þessa skóla. Mjeðan kom hinum endurreista Hólaskóla það lið. er hann fjekk eigi starfað nje dafnað án. A- huga lærða skólans á málvörn og þjóðvörn fluttu þeir með sjer til Eyjafjarðar, ..Flóra ts- larids“ hins listfenga skóla- manns og skólameistara, Slef- áns Stefánssonar. með hagleik hennar og smekkvísi í orðavali og orðasmíð er óbrothætt merki slíks. Svo undarlegt sem það kann að virðast, Jiakka jeg þá mótspyrnu, sem þessi skóli veitti stofnun menntaskóla norð anlands. Eftir því >em mann- legu skapi er farið, var slíkt eðlilegt, auðskilið. Um 80 ára .skeið hafði þessi skóli verið ein- ráður mn. hverir urðu stúdent- ar í landinu, Sigur verður og því aðeins sigur, að mótstöðu sje við að fást. Slíkt sjest yfir i móði sóknar og sennu, en skilst á stundum, er með rósemdi er litið er yfir lokið stríð. Andstaða og viðnám veittu verðmæti, hvöttu til vöndunar á umsjá með nýgræðingnum, hinum norðlenska menntaskóla, til að krefjast vinnu og námraunar af hálfu nemenda. Banvænt eitur var og eigi í þeim sverðseggjum, erbeitt var í bardaganum. Voru og sumir kennarar þessa skóla þegar í stað hlynntir stofmin menntaskóla nyrðra. Og and- stæðingar vorir í þessari stofnun reyndust oss drenglyndir and- stæðingar. Með báðum mennta- skólunum er nú ha’fin vinsamleg samvinna, skemmtileg sam- vinna, jafningjaleg samvinna. Jeg óska þess, að lokum, að slík samvinna megi ávallt ríkja með- al menntaskólanna beggja, í Reykjavík og á Akurevri, vinni skólunum báðum og þjóð vorri gróða og gagn. Jeg óska þessum aldargamla skóla. að hann verði af nem- öndum sæll, og honum sækist giftusamlega róðurinn á hinum forna miði: að annast vörn og' gróandi íslenskrar tungu og ís- lenskrar menningar. Jeg óska kennurum hans, að þeir — líkt og kveðið var um íslenskan lista mann — finni laun og lán í fögru starfi. Jeg óska nemönd- um hans, að námsmaðurinn í þeirn lengi lifi, að þeir gerist aldrei æsingamenn nje hópsálir, en fasttækir á hverju máli, er þeir láta sig nokkru skipta, og vilji jafnan nema það og ,.hafa það, er sannara reynist“, og hlíta því. Heistaramé! tioregs í frjálsum íþrótfum MEISTARAMÓT Noregs í frjálsum íþróttum fór fram í Bergen dagana 7. og 8. sept. Noregsmeistarar 1946 urðu þessir: 100 m: Haakon Trang- berg 10,7. 200 m: H. Tranberg 22.5. — 400 m: Björn Vade 48,9. — 800 m: Björn Vade 1:56,0. — 1500 m: Asbjörn Han sen 3:56,2. — 5000 m: Thv. Wil helmsen 15:17,0. — 110 m grind.: Godtfred Holmvang 16,0 (15,9 í undanrás). — 400 m. grind.: G. Holmvang 57,3. — Hástökk: Birger Leirud 1,90. — Langstökk: H. Tranberg 7,05. Þrístökk: Rune Nilsson 14,12. — Stangarstökk: Erling Kaas 4;21. — Kringlukast: Stein Johnsen 47,66. — Kúluvarp: Yngvar Thoresen 14,70. •— Spjótkast: Odd Mæhlum 67,87 (nýtt norskt met). — Sleggju- kast: Jack Lilloe 41,99. — 4x 100 m: Ready 43,4. — 1000 pi boðhlaup: Tjalve 1:59,8. — 10000 m: Thv. Wilhelmsen. — Tugþraut: G. Holmvang. Það er dálítið eftirtektarvert, að Erling Kaas stökk nú 11 cm. hærra í stangarstökki en hann gerði á Em. Ef hann hefði náð þessari hæð þá, hefði hann orðið Evrópumeistari, því að Svíinn, sem vann, stökk 4 cm. lægra, eða 4,17 m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.