Morgunblaðið - 02.10.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1946, Blaðsíða 16
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói: Sunnan eða SV-kaldi og rign- áng eða súld öðru hverju. RÆÐA Sig. Guðmundsson- ar, skóiameistara er á bls. 9 f J dag. Miðvikudagur 2. október 1946 Áíta togarar seldu í Englandi í sept. í SEPTEMBERMÁNUÐI seldu átta íslenskir togarar ísfiskafla sinn í Bretlandi. Skipin seldu samtals 23610 kit, fyrir um kr. 1.314.932.00. Aflahæst skipanna er Venus frá Hafnarfirði, er seldi um 3900 kit, fyrir rúmlega 10 þúsund sterlingspund. Að- eins eítt skipanna seldi tvisvar í mánuðinum og var það Baldur. Dauðaslys í Hafn- í fyrri söluferð seldi Bald ur 2737 kit, fyrir 5048 sterl.p. og í síðari ferð 2408 kit, fyrir 4909 pund. í bæði skiptin var^ selt í Fleetwood. Geir seldi . á sama stað 2180 kit, fyrir 5005 pund og KarJsefni, einn ig á sama stað, seldi 2464 kit fyrir 6219 pund. Skinfaxi daga námskeiði í íþróttafræð- seldi í Hull 2348 kit fyrir um. 5523 pund. Vörður í Grimsbyj Námskeiðið var haldið á veg 2706 kit fyrir 6465 pund. um fræðslumálastjórnarinnar. Belgaum seldi í Fleetwood Forstöðumaður var íþrótta- 2565 kit, fyrir 4633 pund og fulltrúi. sækja nánukeið í íþróftafræðum S. L. ÞRIÐJUDAG lauk 4 Venus í Grimsby 3899 kit, fyrir 10176 sterbpund. Xarlakórinn leggur af slað í dag KARLAKÓR Reykjavíkur leggur af stað í dag í söngför sína til Bandaríkjanna og Kan- ada. Hjeðan úr bænum verður farið kl. 9 fyrir hádegi. Farið verður suður á Keflavíkurflúg- völl. Gert er ráð fyrir, að flug- vjel sú, sem flytur kórinn, leggi af stað um hádegi. Einn söngmanna fór vestur í gær. Verða þeir því 38, sem fara hjeðan í dag. ir Biéðsugan". Ifý framkaldssaga BLÓÐSUGAN nefnist ný fram- haldssaga, sem hefst í blaðinu í dag. Höfundur sögunnar' er breskur, John Goodwin, og hef- ir sagan verið lesin mikið í enskumælandi löndum, enda er frásögnin lipur og atburðaröðin mjög spennandi. Aðalefni sögunnar er um konu; sem lifir tvöföldu lífi. Á yfirborðinu er hún heiðarleg kona, en í rauninni mesti klækjarefur. Þeir lesendur blaðsins, sem fylgjast með sögunni frá byrj- un munu ekki verða fyrir von- brigðum. Innbrof í Sjóklæð Ocj Fc*.ai AÐFARANÓTT sunnudags var brotist inn í vörugeymslu verslunarinnar Sjóklæði og fatn aður S.f.. í Varðarhúsinu. Þar var stolið vörum, sem metnar eru á nokkur þúsund krónur. Stolið var 9 eða 10 kven- vetrarfrökkum, gráum að lit. Milli 5 og 8 skinnjökkum, brún um og svörtum, J2 blússum með skinn á herðum, þrem svefn- pokum, nokkrum silkitreflum, 10 tylftum af vinnuvetlingum og 2 til 4 tylftum af karlmanns nærfötum. Erindi fluttu: Björn Jakobs son skólastjóri um fimleika og músik, Bjarnj Jónsson læknir um eftirlit með líkamslýtum, Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi um skólaíþróttir í banda- rískum skólum og einnig um notkun ísl. fánans. Kennslu önnuðust: Fríða Stefánsdóttir íþróttakennari, fór í tímaseðil fyrir stúlkur, Halldór Erlendsson fór í tíma- seðla fyrir drengi, Jón Pálsson : sundkennar i fór í kennslu í i bringu- og baksundi og ýmis atrjði varðandi sundkennslu, Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi Slysavarnafjel. ísl. kenndi um ferðarreglur. Þá sýndi Viggó Natanelsson íþróttakpnnari íþróttakvikmynd ir og á sunudaginn 22. s. m. var í sambandi við námskeiðið sýnd í Tjarnarbíó umferðarkvik- mynd fyrir kennara í Reykja- vík og nágrenni. Meðal myndanna, sem syndar voru vai' ný mjmd um líigun úr dauðadái. í lok námskeiðs- ins hjelt Iþróttakennarafjelag íslands fund. Námskejðið sóttu 40 íþrótta- kennarar og almennir kennar- ar, sem annast iþróttakennslu, en um 30 barnakennarar sem annast kennslu 7 og 8 ára barna í Reykjavík sóttu nám- skeið í skólastofuleikfimi. í sambandi við fimleika- kennsluna og skólastofuleikfim ina aðstoðuðu börn úr Austur- bæjarbarnaskólanum, en Jón Ingi Guðmundsson sundkenn- ari ásamt 8 bestu sundmönn- um Reykjavíkur aðstoðuðu við sendkennsluna. Námskeiðið fór fram í Austur bæjarskólanum og var ýmist dvalið í bíósal skólans, sund laug eða fimleikasal. Þetta er fyrsta námskeiðið; sem haldið er með þessu sniði hjer á landi. En svipuð námskeið eru tíð á hinum Norðurlöndunum. í GÆRDAG vildi það sorg- lega slys til í Hafnarfirði, að þriggja ára gamall drengur varð undir bifreið og beið bana af. Litli drengurinn var í fylgd með föður sínum, er slysið vildi til. Drengurinn hjet Einar Sigurðsson, til heimilis á Suð- urgötu 21 í Haínarfirði. Þetta sorglega slys bar þann- ig að, að í gær um kl. 2 e. h. kom bifreiðin G 234, akandi nið ur svonefnda Illubrekku í Hafnarfirði. Er bifreiðin var í miðri brekkunni, segist bif- reiðarstjórinn hafa veitt athygli manni ásamt þrem börnum, er þá vorru stödd ofan Strandgötu, rjett sunnan við Prentsmiðju- húsið, og voru þau á leið út á Strandgötuna. Bifreiðarstjórinn er ók á vinstra vegarhelmingi, segist þá þegar hafa dregið úr ferð bifreiðarinnar, en er bif- reiðin var komin á móts við þau, tók bifreiðarstjórinn eftir því, að eitt barnið dró sig frá manninum, og stefndi yfir göt- una að bílnum. Hemlaði hann þá bifreiðina, en um leið mun drengurinn hafa orðið undir hægra afturhjóli hennar, og beið hann þar bana. ísland tekur þátt í stofnun alþjóðaskrifstofu saltfisk- framleiðenda ÍSLAND hefir gerst aðili að stofnun alþjóðaskrifstofu salt- fiskframleiðenda, sem mun hafa aðsetur í London. Var þetta akveðið á fundi, sem nýlega var haldinn í Bergen. í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir svo um fund þenna: Glæsilegir hljóm- leikar Busch og Serkin Drengjamef í 490 m. grindahlaupi Á INNANFJELAGSMÓTI KR s. 1. föstudag keppti Haukur Clausen, ÍR, sem gestur í 400 m. grindahlaupi og setti þar nýtt drengjamet. Plljóp hann vegalengdina á 59,9 sek., og er tími hans aðeins 2/10 úr sek. lakari en íslenska metið. — Fyrra drengjametið, sem var 63,4 sek-, setti Svéjnn Björns- son, KR, á Reykjavíkurmeistara mótinu. Á sama mnanfjelagsmóti kastaði Vilhjálmur Vilmund- arson, KR, kúlunni 13,86 m., sem er persónulegt met hans, og Sigurður Sigurðsson; ÍR, sem keppti á mótinu sem gestur, kastaði 13,75 m. Það er einnig persónulegt met hjá honum. SHAW HEIÐURSBORGARI í DUBLIN LONDON: í tilefni níræðis- afmælis skáldsins George Bernard Shaw var hann gerð- ur -heiðursborgari í Dublin, höfuðborg Eire. Gyðinga BRETAR hafa varað forystu- menn Gyðinga í Palestínu við því, að halda til streitu þeirri ákvörðun, að hætta allri sam- vinnu við yfirvöldin í Palest- ínu, eða stuðla að því, að Gyð- ingar verði fluttir inn í landið í trássi við fyrirskipanir bresku stjórnarinnar. Er talið fullvíst, að bresku yfirvöldin mundu taka hart á öllum tilraunum til að skipuleggja óleyfilegan innflutning Gyðinga. Sendiherra íslands í Póllandi HINN 27. sept. afhenti Pét ur Benediktsson sendiherra forseta Póllands embættisskil ríki sín sem sendiherra ís- lands í Póllandi. Frá frjetaritara vorum, Akureyri, þriðjudag. ADOLF BUSCH og RDOLF SERKIN, hjeldu hljómleika á vegum Tónlistarfjelags Akur- eyrar í Nýja Bíó, í gærkvöldi. Á undan hljómleikunum flutti Björgvin Guðmundsson, tónskáld, listamönnunum ávarp í nafni Tónlistarfjelags og Ak- ureyrarbæjar. Ávarpið flutti hann fyrst á íslensku, en síðan endursagði hann það á ensku. Að því loknu hófust hljómleik- arnir. Efnisskráin var á þessa leið. Fyrst var leikin sónasfa í D-moll Op. 108, fyrir fiðlu og píanó, eftir Joh. Brahms. Þá Parlia í D-moll, fyrir fiðlu. Zwei lieder ohne worte í G- dúr og C-dúr og rondo caprici- oso, Op. 14, fyrir píanó. Bæði verkin eru eftir Mendelsohn. Fjórða atriði efnisskrárinnar og jafnnframt hið síðasta var Kreutzersonatan, eftir Beetho- ven, fyrir fiðlu og piano. Húsið var þjettskipað áheyr- endum, er tóku þessum glæsi- legu hljómleikum með gífurleg- um fögnuði. Voru listamenn- irnir kallaðir fram hvað eftir annað, með kröftugu lófataki og bárust þeim fagrir blómvendir. Mun bæjarbúum, er þarna voru samankomnir, hafa fundist ó- venjulegur og dásamlegur blær heimsmenningarinnar í músík- lífi svífa um hljómleikasalinn. Að hljómleikunum loknum, sátu listamennirnir boð hjá Tón listarfjelaginu. Niðurjöfmm úfsvara í Sfykkishólmi Stykkishólmi, mánudag. Frá frjettaritara vorum. NIÐURJÖFNUN útsvara í Stykkishólmi er lokið fyrir nokkru síðan. Alls var jafnað niður rúmum 270 þús. krón- um. Hæstu útsvör fengu: Kaup- fjelag Stykkishólms 49,500 kr., Sigurður Ágústsson, kaupm. 25,000 kr., Ólafur Ólafsson, hjeraðslæknir 6160 kr. og Jón Eyjólfsson, kaupmaður 6000 kr. Dagana 23.—26. sept. var haldin ráðstefna helstu þjóða, er framleiða saltfisk, í Bergen. Af hálfu íslands sátu ráðstefnu þessa þeir Stefán Þorvarðsson, sendiherra og Kristján Einars- son, forstjóri. Að ráðstefnunni lokinni var gefin út eftirfarandi tilkynn- ing: „,Á fundi saltfiskframleið- enda, sem haldinn var í Bergen 23.—26. sept. 1946 í framhaldi af umræðum, sem fram fóru í London 1939, voru mættir full- trúar frá Kanada, Danmörku, Færeyjum, Frakklandi, íslandi, Nýfundnalandi, Noregi og Stóra Bretlandi, bæði fulltrúar fisk- framleiðenda og ríkisstjórna, svo og fulltrúa frá matvæla- og landbúnaðarstofnun samein- uðu þjóðanna. Tillögur þær, sem samþyktar voru á Lundúnafundinum 1939 voru staðfestar og ákveðið að leggja drög að stofnun alþjóða skrifstofu saltfiskframleiðenda svo fljótt sem auðið er. Var samþykt að skrifstofan skyldi éiga aðsetur í I.ondon og hafa með höndum söfnun hagfræði- legra upplýsinga varðandi fram leiðslu, birgðir, innflutning og útflutning saltfisks, og einnig yrði henni falið að dreifa al- mennum og sjerstökum upplýs- ingum varðandi saltfiskfram- léisðlu meðal útflytjenda hinna ýmsu landa. Fundurinn styður áskorun 2. þings matvæla- og landbúnað- arstofnunar sameinuðu þjóð- anna, sem haldinn var nýlega í Kaupmannahöfn, um að fram leiða eins mikið og hægt er a£ fiskafurðum, stuðla að aukinni neyslu þeirra og örari dreif- ingu“. Bcmbay Ifsf í ó- BORGIRNAR Bombay og Kalkutta hafa verið lýstar í ófriðarástand, til þess að her- lið og lögregla eigi auðveldara með að koma á kyrð á þessum stöðum, en óeirðir hafa nú brot- ist þarna út svo að segja dag- lega undanfarnar 6 vikur. Árás ir og morð eru orðnir daglegir, viðburðir í báðum borgunum,- enda hefir stjórnin sjeð sig til- neydda að banna blöðunum að minnast á deilur þessar, að minnsta kosti þær, sem eru trú- arlegs eðlis, milli Múhameðs- trúarmanna og Hindúa. Síðastliðna viku hafa 36 manns látið lífið í Bombaj^ einni saman. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.