Morgunblaðið - 25.10.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.1946, Blaðsíða 1
16 síður S3. árgangur. 241. tbl. — Föstudagur 25. október 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLURINN AFHENTUR ÍSLENDINGUM í DAG Verkfræðingafirma í Eskilstuna í Svíþjóð hefir undanfarið unnið að framleiðslu bifreiða, sem hægt er að aka í lest líkt og járn- brautarvögnum. Hefir nú tekist að yfirvinna alla erfiðleika við stýra slíkri bílalest á bugðóttum vegum og er hægt að aka lest bíla, eins og hjer sjest á myndinni, vjelarvagn með þremur aftanívögnum og einum farangursvagni, örugglega á vegum úti. Talið er að slíkar bílalestir eigi framtíð fyrir sjer m. a. vegna þess að orkueyðsla vjelarvagnsins eykst ekki nema um 10% við að hafa vagnana aftan í sjer. fjölskyldur fluttar frá Berlíu til Bússlands Berlínarbúar óttaslegoir Berlín í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. RANNSÓKN, sem látin hefur verið fara fram í Berlín í sambandi við brottflutning þýskra iðnaðarmanna og fjöl- skyldna þeirra til Rússlands, hefur leitt í ljós, að að minnsta kosti 120 fjölskyldur hafa verið fluttar frá Berlín einnri. Talið er víst, að Rússar hafa neytt verkamenn í ýmsum öðrum borgum til að fara sömu leið og starfsbræður þeirra 1 Berlín. Fá þesrmeS yíirs-áð yiir einum siærsia ílugvelli heims ÍSLENDINGUM verðui- í dag afhentur Keflavíkurflugvöllurinn til eignar og um- ráða. Þar með eignast íslendingar einn af stærstu flugvöllum heims, sem bygðir voru á stríðsárunum. Eins og kunnugt er voru það Bandaríkjamenn, sem flugvöll- inn bygðu og er áætiað að hann hafi kostað um 20 miljónir dollara, eða um 130 miljónir króna. Tveir flugvellir eru við Keflavík. Völlur fyrir stórar millilandaflugvjelar, sem Bandaríkjamenn nefndu „Meeks“ og minni völlur, sem notaður var eingöngu fyrir 3rustuflugvjelár Bandaríkjamanna. Þann vöil nefndu Bandaríkjamenn „Patterson“. Báðir vellirnir voru nefndir eftir Bandar íkjaflugmönnum, sem fórust hjer við land. Voru það fyrstu flugmenn Bandaríkjanna, sem fórust hjer við land í styrjöldinni. Jerúsaíem Jerúsalem í gærkvöldi. ÞRJÁR sprengingar urðu í Jerusalem í kvöld, sem taldar eru eiga rót sína að rekja til tímasprengja, sem skemdar- verkamenn af Gyðingaættum hafi komið fyrir. Vitað er, að að minsta kosti 11 breskir her- menn hafa særst í sprengingum þessum, þar af þrír hættulega. Tveir hermanna þeirra, sem særðust, hlutu sár sín, er sprengju var varpað að þeim af húsþaki. Hermenn eru nú á verði al- staðar í Jerúsalem, og lögregl- an hefir varað fólk við fleiri, tímasprengjum, sem óttast er að komið hafi verið fyrir víðs- vegar í borginni. — Reuter. ’ Athöfn á vellinum í dag Utanríkisráðuneytið sendi út eftirfarandi tilkynningu til blaðanna í gær um afhendingu vallarins: „Eins og kunnugt er var nýlega gerður samningur við ríkisstjórn Bandaríkjanna um niðurfelling herverndarsamn- ingsins og afhendingu Keflavíkurflugvallarins til ríkisstjórn- ar íslands. Samkvæmt þessum samningi verður Keflavíkur- flugvöllurinn afhentur ríkisstjórninni með athöfn á flugvell- inum föstudaginn 25. október, kl. 3,30 e. h. Brig. General Mckee mun afhenda flugvöllinn fyrir hönd herstjórnar Banda- ríkjanna, og forsætisráðherra, Ólafur Thors, mun veita honum viðtöku fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samtímis því verður fáni íslands dreginn þar að hún. Jafnframt því að afhending flugvallarins fer fram verður fáni Bandaríkjanna dreginn niður í Camp Tripoli í Reykjavík. Fengu engan mat. LONDON. Flutningaverka- menn, sem fluttu matvæli til matarskála breska herráðsins við Fullwell, gerðu nýlega fjögurra daga verkfall til þess að mótmæla verðhækkunum. Fjekk herráðið lítinn mat á meðan. Attlee deilir ó rússnesku stjórnina Hún útilekar Rússa frá umhelminum ^Skipun nefndar. Utar.xíkisráöuneytið hefir í dag skipað Erling Ellingsen flugmálastjóra, Gunnlaug Briem fulltrúa í atvinnumála- ráðuneytinu, Gunnlaug Briem símaverkfræðing og Gunnlaug Pjetursson deildarstjóra í utan- ríkisráðuneytinu til að taka sæti í nefnd til að semja við fulltrúa frá ríkisstjórn Banda- ríkja Ameríku um allar fram- kvæmdir í sambandi við af- hendingu og yfirtöku Kefla- víkurflugvallarins skv. samn- ingi við Bandaríkin dags. 7. okt. þ. á. um niðurfelling her- verndarsamningsins frá 1941 o. fl. Blöð í Berlí.’i, sem út koma á hernámssvæði Rússa 1 borg- inni, birta í dag fregnii um brottflutning þýskra iðnaðar- manna. Fimm ára fjarvera. • Lundúnaútvarpið skýrir frá því, að fleiri iðnaðarmenn hafi verið fluttir úr þýsku höfuð- borginni í dag. Hafa borist fregnir um, að sumir þessara manna sjeu sendir til austustu hjeraða Rússlands, þar sem þeir muni verða látnir vinna um að minnsta kosti fimm ára tíma- bil. Menn þessir fá sjerstakan matarskamt til ferðarinnar og Framh. á bls. 15 Nasisfar fluttir !i! Nurnberg Nurnberg í gærkveldi. MARGIR háttsettir nasistar, sem verið hafa í haldi í Dachau fangabúðunum, hafa nú verið fluttir til Nuvnberg, þar sem mál þeirra verða tekin fyrir. Meðal manna þessara eru ýmsir fyrverandi ráðherrar og aðrir embættismenn, meðal annars Walter Darre, landbún- aðarmálaráðherra, Edward Milch marskálkur, og póst og símamálaráðherra Hitlers. —Reuter. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ATTLEE, forsætisráðherra Bretlands, flutti ræðu á bresku verklýðsráðstefnunni í dag. Forsætisráðherrann ræddi nokkuð sambúð Rússlands og annara ríkja og fann þar ýmislegt ábóta- vant, en auk þess fjallaði ráðstefnan um afstöðu bresku stjórn arinnar til Grikklands. Nokkrar deilur urðu um það mál. Attlee lagði áherslu á rjett®1 þjóðanna til að ákveða sína eigin stjórnarstefnu á alger- lega frjáláum grundvelli. Taldi hann að verklýðsfjelögin ættu að hafa forystuna um, að svo gæti orðið. Forsætisráðnerra harmaði það, að rússneska stjórnin virt ist gera allt sem hún gæti til að aðskilja Rússland og aðrar þjóðir. Kvað hann blöð Ráð- stjórnarríkjanna flytja hinar fáránlegustu frjettir um flest það, sem útlent væri, en þetta hefði svo það í för með sjer, að veggur vanþekkingar og grunsemi væri að rísa milli rússnesku þjóðarinnar og um- heimsins. Hamborg í gærkveldi. HEINRICH HOFFMANN, einkaljósmyndari Hitlers, hefir verið handtekinn í Nurnberg. Hoffmann er sakaður um að hafa veinð nasisti, en eins og kunnugt er, var hann því nær eini maðurinn, sem Hitler leyfði að taka ljósmyndir af sjer. —Reuter. Bjargaði tveim mönnum LONDON. 17 ára gamall pilt ur bjargaði nýlega tveim full- orðnum mönnum, er vjelbáti þeirra hvolfdi skamt undan ströndinni. Synti hann út til mannanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.