Morgunblaðið - 30.10.1946, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.10.1946, Qupperneq 1
16 síður & IW S3. árgangur. 245 tbl. — Miðvikudagur 30. október 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. CHURCHILL SVARAR ÁSÖKUIMU STALIIMS . I Liðhiaupa leitað í Marseiiles London í gærkveldi FRANSKA lögreglan leit aði í dag í hafnarborginni | Marseiles að frönskum, bresk- um og amerískum hermönn- um, sem strokið höfðu úr herj unum, til þess að stunda laun- verslun í borginni. Tóku mörg hundruð lögreglumanna þátt i leitinni. Var leitað í mörg- um borgarhlutum. Voru marg ir menn handteknir og mikið af smygluðum vörum gert upptækt. Einnig var fjöldi fólks yfirheyrður. Telur lög- reglan að hjer sje um að ræða alþjóðasmyglarasamtök, sem hhafi fengið hermennina tii þess að smygla vörum fyrir sig og selja þær á laun. — Reuter. i Fjárlagaræðan PJETUR Magnússon fjár- málaráðherra flutti fjár- lagaræðu sína á Alþingi í gær. Sýndi hún, að hagur ríkissjóðs stendur með blóma. A síðastl. ári nam rekstrarafgangur ríkis- sjóðs 22,fi milj. kr. Af- koman á þessu ári virðist vera sæmileg. Heildarskuldir ríkissjóðs nema nú aðeins 33.7 milj. kr. Erlendar skuldir eru að mestu leyti horfnar. Ræða fjármálaráðherra er birt á öðrum stað í blaðinu. Að lokinni ræðu fjár- málaráðherra töluðu Stein grímur Aðalsteinsson, Ey- síeinn Jónsson og Finnur Jónsson. Moiotov ræðir al- þjóðamá! New York í gærkveldi. MOLOTOV utanríkisráð- herra Sovjetríkjanna var aðal ræðumaðurinn á þingi sam- einuðu þjóðanna hjer í New York í kvöld. Kom ræðumað- ur mjög víða við og ræddi meðal annars um Öryggisráð- ið og neitunarvald stórþjóð- anna. Fanst honum Öryggis- táðið hefði ekki staðið sem best í stöðu sinni, varðandi hersetu sumra þjóða í öðrum löndum, og um neitunarvald- ið sagði hann, að það mætti ekki afnema það, því þá gæti i!la farið. — Reuter. Finnst enn að SSússar hafi of mikinn her <3 Sýnið þegnskap í verki með því að kaupa vaxtabrjef Stofn- | lánadeildarinnar. til almennings vegna Stoínlánadeildar sjá varú tvegsins ÞAÐ ER ÓSK og von allra íslendinga, hvar ; flokki sem þeir standa, að allir landsmenn hafi atvinnu, og að framleiðslan sje rekin með stórvirkum atvinnutækjum, þannig, að mikil afköst hafi í för með sjer almenna velmegun og öryggi um lífsafkomu. SJÁVARÚTVEGURINN er höfuðstoð atvinnulífsins. Án hins er- lenda gjaldeyris, sem sjávarafurðirnar færa þjóðarbúinu, eru allar tilraunir til að ná þessu marki dauðadæmdar. Undan- farin ár hefir því verið unnið að því af kappi að endurnýja og auka fiskiskipaflota landsmanna. Um það bil tvö hundruð nýir bátar og skip af ýmsum stærðum hafa þegar bætst flot- anum eða bætast við hann á næsta ári. Fje til þessarar aukn- ingar hefir að mestu verið tekið af hinum erlendu únnstæð- um vorum. En þessi stórfelda aukning flotans er aðeins annað sporið, sem stíga þarf, til þess að sjávarútvegurinn færist í nýtísku- horf. Hitt sporið er að auka og endurbæta stórlega aðbúnað útgerðarinnar í landi. HJER £R ÞÖRF stórfeldra hafnargerða, bæta þarf við hrað- frystihúsum, er geta veitt móttöku afla hinna nýju báta, reisa þarf stórar niðursuðuverksmiðjur, bæta þarf aðstöðu sjó- manna með því að byggja nýjar mannsæmandi verbúðir, byggja þarf skipasmíðastöðvar og dráttarbrautir, til þess að tryggja flotanum skjótar og góðar viðgerðir. Verkenfin eru óteljandi. Til þessara framkvæmda þarf annarsvegar erlendan gjald- eyri, og hefir þegar að miklu leyti verið sjeð fyrir honum með.sjerstökum aðgerðum. Hinsvegar þarf innlendan gjald- eyri, iánsfje til mannvirkjanna, sem smíðuð eru innanlands. Ríkið mun taka mikið af þessum framkvæmdum, t. d. hafn- argerðirnar, á sínar herðar. Peningastofnanir landsins hafa lagt fram sitt og munu framvegis styðja að framgangi þessa málefnis. En þetta er ekki nóg. Þjóðin öll verður að taka virkan þátt í þessu viðreisnarstarfi. VJER SKORUM Á ALLA ÞÁ, sem styðja vilja að tæknilegri framþróun sjávarútvegsins, betri aðbúð sjómanna í landi, auknu öryggi þeirra á sjó, og betri afkomu þeirra og þar með allrar þjóðarinnar, að leggja sitt fram. Stofnlánadeild sjávarútvegsins er ætlað að styðja þessar framkvæmdir með lánum, og hefir hún í því skyni boðið út ríkistryggð vaxtabrjef með hagstæðum kjörum. VJER VILJUM SJERSTAKLEGA benda á 500 og 1000 króna brjefin, vegna þess hve hentug þau eru fyrir eigendur. Allir vextir og vaxtavextir eru greiddir í einu lagi — fimm árum eftir að brjefin eru keypt. Fyrir kr. 431,30 er hægt að fá brjef, sem endurgreidd eru með 500 krónum að fimm árum liðnum, og fyrir kr. 862,60 brjef, er endurgreiðast með 1000 krónum. Vextirnir eru 50 af hundraði hærri heldur en gild- andi sparisjóðsvextir, og brjefin eru jafn trygg og sparisjóðs- innstæður með ríkisábyrgð. Brjefin fást hjá bönkunum og útibúum þeirra og hjá stærri sparisjóðum. Kauptu brjef þitt sem fyrst. Enginn má skerast úr leik. Reykjavík, 29. október 1946. F. h. Alþýðusambands Islands Hermann Guðmundsson. F. h. Búnaðarfjelags Islands Steingrímur Steinþórsson. F. h. Farmanna- og Fiskimannasambands íslands. Guðbjartur Ólafsson. F. h. Fiskifjelag íslands Davíð Ólafsson. F. h. Landssambands iðnaðarmanna Einar Gíslason. F. h. Landssambands íslenskra útvegsmanna Jakob Hafstein. F. h. Sambands íslenskra samvinnufjelaga Helgi Pjetursson. F. h. Stjórnar Sjómannafjelags Rcykjavíkur Sigurjón Á. Ólafsson. F. h. Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Magnús Z. Sigurðsson. F. h. Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda Magnús Sigurðsson. F. h. Verslunarráðs íslands Hallgrímur Benediktsson. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. CHURCHILL svaraði í kvöld ásökunum þeim, sem Stal- in beindi að honum í blaðaviðtali í gær, þar sem hann bar Churchill á brýn, að styrjaldarhætta stafaði af honum og ,.mönnum í Bretlandi og Bandaríkjunum, sem væru sama sinnis og hann“. Sagði Stalin við þetta tækifæri, að her- styrkur Rússa í hinum hernumdnu löndum næmi 60 her- fylkjum, en Churchill hafði spurt um það á þingi Breta fyrir skömmu, hvort það væri rjett að Rússar hefðu 200 herfylki undir vopnum í hernumdu löndunum. Það er auð- sjeð af svari Churchills við ummælum Stalins, að hann er ekki sannfærður um tölur þær, sem Stalin gaf upp um herstyrk Rússa á áðurnefndum svæðum, sjeu rjettar, og leggur hann til að Öryggisráðið verði látið athuga þetta mál, og eins mál annara herja, sem geti talist ískyggilega mannmargir. Mjög mannmargur her. Churchill sagði, að 60 her- fylki væri miklu fjölmennari her, heldur en Bretar og Banda ríkjamenn hefðu á öllu her- námssvæði sínu. Kom Chur- chill síðan að spurningu sinni á þingi um daginn, og.sagðist ekkert beint svar hafa fengið við þeirri spurningu, hvort rjett væri áætlað hjá sjer, að Rússar hefðu 200 herfylki í hernámslöndunum, Póllandi, Austur-Þýskalandi. Austurríki, Búlgaríu, Ungverjalandi og Rú meníu. Sagði hann að sjer hefði fundist forsætisráðherrann breski og aðstoðar-utanríkisráð herrann áhyggjufullir yfir herj um Rússa á þessu svæði, og ennfremur væri erfitt að gera sjer grein fyrir hversu mann- margt hvert herfylki væri. —■ Sagðist Churchill vilja að banda menn gæfu hverir öðrum upp nákvæman herstyrk sinn á svæðum sem þeim áðurnefndu. „Vegna hins mikla mismunar á 200 og 60 herfylkjum“, sagði Churchill, „hefði stjórn minni átt að vera fært um að segja, hvort jeg hefði fengið rangar fregnir um þessi mál“. Stalin sagði í viðtali sínu að her Rússa á áðurnefndum svæðum myndi á næstu tveim mánuðum mink aður niður í 40 herfylki. Grunsemdir og staðreyndir. „Við heyrum mikið um grun- semdir og tortryggni“ sagði Churchill. Ekkert er eins gott meðal við tortryg'gni, eins og staðreyndirnar sjálfar. — Jeg álít það skyldu mína að halda áfram að krefjast að staðreynd- ir verði birtar. Jeg get bætt því við, að heimildir mínar, sem eru auðvitað ekkert opinberar, telja 10.000 manns í hverju rúss nesku herfylki, en við vissum oft til þess á stríðsárunum, að herfylki gátu komist upp í allt Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.