Morgunblaðið - 30.10.1946, Page 6

Morgunblaðið - 30.10.1946, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. okt. 1946 FJARLAGARÆÐAN Framhald af 5. síðu. ur verið hækkaður úr 800 þús kr. í 1 millj. kr. en hann var í septemberlok orðinn tæpl. 1 millj. og má telja líklegt að hann verði svipaður á næsta ári. Skattar og tollar eru þannig 1 fjárlagafrumvarpi áætlaði- samtals 105,2 millj. kr. en voru í fyrra áætlaðir 88,5 millj. Hækkun nemur þannig 20 millj. kr. Má vel vera, að sumir telji þessa áætlun óvarlega, en þeg- ar litið er á reynslu yfirstand- andi árs ætla jeg þó að eigi sjeu miklar líkur til, að áætl- unin fái eigi staðist, að sjálf- sögðu þó með því skilyrði, að atvinnurekstur haldi áfram með eðlilegum hætti. Ríkissfoínanir. Næst skal þá vikið að ríkis- stofnununum. Eins og sjá má í sundurliðuninni í 3. gr. fjár- lagafrv. er gert ráð fyrir halla á rekstri póstsjóðs er nemur 800 þús. kr. og halla á rekstri landssímans er nemur 3.300.- 000.00. Auk þess er tekið upp i 20. gr. eignaaukning lands- símans vegna nýrra símakerfa o. fl. 2.500.000.00 og ennfrem- ur 600 þús. kr. vegna skulda- greiðslu o. fl. Mjer virðist með öllu óviðunandi að þessar stofn anir og þó sjerstaklega lands- síminn skuli ár eftir ár þurfa að vera þungur baggi á rikis- sjóði. Jeg vil enn á ný skora á yfirstjórn þessara stofnana að taka málið upp til athugun- ar og reyna að finna úrræði til þess, að stofnanirnar geti borið sig. Hins vegar hefir eigi þótt fært annað en að reikna með þessum halla við samningu f járlagafrumvarpsins, en jeg beini þeim tilmælum t'l háttv. fjárveitinganefndar, að hún taki málið til sjerstakrar yfir- vegunar og þá að sjálfsögðu í samráði við yfirstjórn stofnan- anna. Áfengisversfynin. . Þær ríkisstofnanir, sem ann- ars skipta verulegu máli í sam- bandi við fjárhagsáætlunma eru einkasölurnar, Afengisversl un og Tóbakseinkasala. Nettó- hagnaður Áfengisverslunar í septemberlok var rúml. 26,5 millj. kr. og má því gera ráð fyrir að heildarhagnaðurinn á yfirstandandi ári verði ekki undir 36 millj. kr. og þó lík- lega nokkuru meiri, því reynsla hefir sýnt, að áfengissalan er yfirleitt mest síðustu mánuði ársins. í fjárlagafrumvarpinu er rekslurshagnaður Áfengis- verslunarinnar hins vegar áætl. 24 millj. kr. eða sem næst 1,5 millj. hærri en í fjárlögum þessa árs. Það verður að ját- •ast að mjög er erfitt að áætla tekjustofn slíkan sem þennan. Það verður fremur ágiskun en áætlun. Hin mikla sala á áfengi byggist fyrst og fremst á því, hve mikil peningaráð allur al- menningur hefir. Ef tekjur al- mennings rýrriuðu mundi á- fengissalan vafalnust rnirika. Og þar sem alt er í óvissu um Hver fjárhagsgeta manna verð- ur á næsta ári, þótti eigi var- legt að miða áætlunina við reynslu þessa árs. En ólíklegt þykir að salan minki svo á einu ári, að áætlunin fái eigi stað- ist. I þessu sambandi mætti ef til vill á það minnast að því hefir þráfaldlega verið hreyft á síðari árum, að áfengið sje selt of háu verði og tekjur ríkis- sjóðs af áfengissölu sjeu óeðli- lega miklar. Nú er það út af fyrir sig vafasamt, hvort tekj- ur ríkissjóðs lækkuðu nokkuð við það þótt verð á áfengi væri eitthvað lækkað. Það mundi án efa leiða til aukinnar sölu og mundi verðlækkunin að meira eða minna leyti vinnast upp á þann hátt. Hitt er svo ill sam- rýmanlegt að krefjast lækkun- ar á áfengisverði og kvarta jafnframt um of mikla áfengis- neyslu í landinu. Jeg hygg því, að kvartanirnar yrðu eigi síð- ur háværar, ef horfið væri að því ráði að lækka áfengisverð- ið, enda er sannleikurinn sá, að áfengið er hlutfallslega eigi selt hærra verði en fjölmargar aðr- ar vörur, og beri maður áfengis verðið t. d. saman við kaup- gjaldið eru menn síst ver sett- ir nú en í þá góðu gömlu daga, þegar brennivínsflaskan kost- aði ekki nema 1.50 kr. Tóhakseinkasaian. Hagnaður af tóbakseinkasölu er í fjárlögum yfirstandandi árs áætl. um 9 millj. kr., en í fjárlagafrumvarpinu 8.560.000 kr. í septemberlok var hagnað- ur á einkasölunni orðinn tæp- ar 11 millj. kr. og mun því væntanlega á árinu verða 14— 15 millj. kr. Lækkunin er því all mikil frá reynslu yfirstand- andi árs. En af sömu ástæðum eins og með Áfengisverslunina þótti ekki varlegt að byggja á reynslu þessa árs, enda er al- mennt talið, að all mikið af tóbaki hafi verið flutt út úr landinu á þessu ári, sumpart löglega og sumpart ólöglega. Hins vegar hygg jeg þó, að á- ætlunin megi teljast fremur varleg og er mjög ólíklegt að sá samdráttur verði 1 tóbaks- sölunni á einu ári, að hún fái ekki staðist. Að sjálfsögðu mun fjárveitinganefnd taka til rækilegrar yfirvegunar hvort eigi mundi fæi t að hækka þessa tekjuliði eitthvað. Aðrar ríkis- stofnanir en þær sem jeg nú hefi nefnt skipta eigi verulegu máli fyrir fjárhagsafkomu ríkis sjóðs og mun jeg því eigi gera þær að sjerstöku umræðuefni. Eins og sjá má í rekstrar- yfirlitinu í 21. grein, eru heild- artekjur ársins 1947 áætl. 138.- 284.679.00 kr. eða næstum 30 millj. kr. minni en þær reynd- ust á árinu 1945 og nál. 40 millj. kr. minni en líklegt er, að þær reynist á þessu ári. Vel má vera að einhverjir telji að hjer sje um óþarflega mikla varfærni að ræða og að engar líkur sjeu til að sú rýrnun verði á tekjum ríkissjóðs á næsta ári, að þær fari eigi langt fram úr þessari áætlun. En við samn- ing fjárlagaáætlunarinnar bæði í fyrra og í ár hefi jeg yfirleitt reynt að fylgja þeirri reglu að hafa vaðið heldur fyrir neðari mig og jeg hefi heldur kosið að fjárveitinganefnd hækkaði tekjuáætl. frá því sem jeg hefi gengið frá henni, heldur en að hún yrði lækkuð. Hitt er mjer full ljóst, að víða getur verið mikið álitamál hvernig áætla skuli og má vel vera að mjer hafi eigi alstaðar tekist að þræða rjett meðalveginn. Gjöldin. Kem jeg þá næst að gjalda- áætluninni. Fyrst skal á það bent, eins og raunar er getið um í athugasemdum við frum- varpið að reiknað er með vísi- tölu 290. Þegar byrjað var að vinna að samningi fjl.frv. í sum ar var vísitalan nálægt 290 og þótti ógerlegt að breyta henni aftur, þótt hækkuð væri þegar frv. var lagt fram. Ef vísital- an verður látin haldast í 300 eða þar yfir liggur í hlutarins eðli að ætla verður fje til að standa straum af útgjaldaaukn- ingu, sem af þessari hækkun leiðir. Um 6.—10. gr. frv. hefi jeg ekkert sjerstakt að segja um- fram það er, í athugasemdunum greinir. Um 11. gr. er heldur ekki margt að segja, fram yfir það, sem um getur í athugasemd- um. Rjett er að benda á, að til landhelgisgæslu eru ætlaðar 3 millj. kr. og er það nokkuru lægra en Skipaútgerð ríkisins lagði til. En með því að hún hafði eigi gert ráð fyrir nein- um tekjum af björgunarstarf- semi eða sektum fyrir land- helgisbrot þótti eigi ástæða til að mæla með hærri fjárveit- ingu en áður greinir. Um 12. gr. þarf jeg ekki margt að segja. Styrkur til læknisbústaða. sjúkraskýla o. fl. er óbreyttur frá síðustu fjár- lögum kr. 1,1 millj. Heilbrigðis- stjórnin fór fram á allmiklu hærri fjárveitnigu en ekki þótti fært að taka þær óskir til greina. Á 20. gr. er auk þess veitt 2 millj.' kr. til viðbótar- húsnæciis fyrir ríkisspítalana. Vafalaust væri þörf á hærri fjárveitingu í þessu skyni, en ekki þótti þó fært að mæla með hærri fjárhæð en veitt var í þessa árs fjárlögum. Kem jeg þá að 13. gr. Fram- lag til nýrra bjóðvega er áætl- að 5 millj. kr. en fjárveiting þessa árs til nýbygginga var 7 millj. kr. Ótalið er þá að vísu bæði árin gjöld samkvæmt lög- um um orlof verkamanna, en þau gjöld eru nú áætluð 450.000 kr. Viðhaldskostnaður er áætl- aður 9 millj. kr. en fjárveiting þessa árs var 8 millj. kr. Því miður er þessi aukning síst of mikil, því ár eftir ár hefir þessi útgjaldaliður farið allmikið fram úr áætlun. Á þessu ári voru veittar 800.000 kr. til kaupa á vegavinnuvjelum og í fjárl.frv. er gert ráð fyrir að á næsta ári verði varið 500.000 kr. í sama skvni. Þótt eitthvað gangi úr sjer af gömlum vjel- um hlýtur vjelakostur sá, sem vegamálastjórnin ræður yfir, að vera mjög vaxandi. Og þegar þess nú er gætt, hvernig af- köstin margfaldast við vjela- vinnuna, þá er síður en svo að um nokkura kyrstöðu yrði að ræða í vegagerðinni þótt lítils- háttar væri dregið úr fjárveit- ingunni. Það er iL meðferð á fjármunum að láta menn starfa að vegagerð með handverkfær- um einum saman og það á þeim tíma sem skortur er á vinnu- afli til framleiðslu starfa. Slíkt ráðlag getur engin þjóð leyft sjer og vissulega miðar það eigi að því að koma vegamálum landsins í viðunandi horf. Hitt er svo annað mál, að ef hand- verkfærin eiga að hverfa úr sögunni verður gjörbreyting að komast á tilhögun vegafram- kvæmdanna. Það samrýmist ekki vjelavinnunrri að unnið sje að vegagerð á jafn mörgum stöðum og gert hefir verið á undanförnum árum. Mjer telst til, að á þessu ári hafi verið ráðgert að vinna að 110 þjóð- vegum. Hvort raunverulega hefir verið unnið að þeim öll- um er mjer °igi kunnugt. Nú er það vitað, að ýmsir af þess- um vegaspottum koma að engu gagni fyr en vegurinn all- ur er fullgerður. Jeg skal nefna sem dæmi veginn frá Hnífs- dal að Bolungarvík. Til hans voru veittar 90.000 kr. á þessu ári en jeg hygg óhætt að full- yrða að enginr. geti haft nokk- ur not vegarins fvr en hann er kominn alla leið til Bolunga- víkur. Líkt mun þessu farið um ýmsa aðra vegi. Það fje gefur því litla vexti, sem varið er til slíkra fyrirtækja Mjer kemur þetta mál þannig fyrir sjónir að heppilegasta lausnin væri sú., að vegamálastjórnin semdi nokkurra ára áætlun um vega- gerð í landinu. Setti efst á blað þá vegi, sem mesta þjóðhags- lega þýðingu hafa, og sem brýnust þörf er fyrir. Að þeim yrði svo unnið eftir því sem fjárhagsgetan levfir á hverj- um tíma, þangað til þeir eru fullgerðir. Tækju svo við þeir næstu og svo koll af kolli. Með þessu ynnist það, að.vegafjeð kæmi þegar í stað að fullum notum og auk þess sparaðist flutningur á vegavinnúvjelun- um, svo heildarafköstin færu vaxandi. Óánægju mundi þetta að sjálfsögðu valda hjá þeim, sem lengi þyrftu að bíða, en þ.jóðhagslega væri það engu að síður ávinningur. Og vel mætti svo fara, að jafnvel þeir, sem aftarlega yrðu í röðinni, fengju fyr full not vega sinna en verða mundi, ef haldið er sömu íil- högun og verið hefir. Jeg vil nú eindregið mælast til, að bæði vegamálastjórnin og háttv. fjárveitinganefnd taki mál þetta til alvarlegrar athugun- ar og láti hreppapólitíkina okki villa sjer sýn. Þörfin fyrir aukna vegagerð er brýn og að- kallandi á landi voru. Þess síð- ur megum vjer kasta á glæ því fje sem til hennar er var- ið. Önnur sampngymál. Til brúagerða er lagt til að veitt verði 1,5 millj. kr. en fjár- veiting til nvrra brúa var í fjárlögum þessa árs tæpar 2 millj. kr. Aftur á móti e.ru til- lög til akfærra sýsluvega hækk- uð um samtals 150.000 kr. Til samgangna á- sjó er lagt til að veittar verði röskar 3 millj. kr. og er það lítið eitt lægra en á s. 1. ári. Til vita og hafna eru áætl. röskar 7 millj. kr. og er þar lang stærsta framlagið til hafn- armannvirkja og lendingarbóta 4 millj. kr. Auk þess er ætlað til hafnarbótasjóðs 800.000 kr. Þessi fjárframlög hafa farið mjög vaxandi hin síðari árin enda hefir þörf fyrir hafnar- gerðir aldrei verið eins knýj- andi og nú, vegna hinna öru stækkunar á skipastólnum. Til flugmála er ætlað sam- tals 4.250.700.00, auk 400 þús. kr. sem veittar eru í 20. gr. til flugvallar í Vestmannaeyjum og flugskýlis á ísafirði. í fjár- lögum þ. á. eru veittar aðeins rúmar 900 þús. kr. til flugmála. Hækkunin stafar af afhendingu Reykjanessflugvallarins til rík isins. Skéia- og fræðsiumál. Heildarútgjöldin samkv. 14. gr. eru í fjárl.frv. áætluð tæpl. 23,4 millj. kr. en eru í fjár- lögum þessa árs 21,8 millj. kr. Hækkunin stafar af útgjalda- aukningu vegna hinna nýju fræðslulaga. Barnafræðsla hef- ir hækkað um 1,26 millj. kr. og ungmennafræðsl.a um 0,28 millj. kr. — Til íþróttasjóðs er lagt til að veitt verði 700 þús. kr. Er það 100 þús. kr. meira en veitt var í fjárlögum 1945 en 300 þús. kr. lægra en á þessu ári. Framlag til byggingar hús- mæðraskóla er lagt til að verði 800 þús. kr. og er það 500 þús. kr. lækkun frá fjárlögum þ. á. — Til bygginga gagnfræða og hjeraðsskóla er lagt til að veitt verði samtals 1,5 millj. kr. en í fjárlögum þ. á. eru veittar 2,2 millj. í sama skyni. I þessu sambandi mætti ef til vill á það drepa, að vel má vera að ýmsum þyki um of skorið nið- ur framlag til ýmsra opinberra bygginga. Auövelt er að benda á brýna þörf fvrir flestar þeirra. En það er hvorttveggja að vegna fjárhagsafkomu ríkisins er eigi unt að gera allt í einu og hitt, að eins og ástandið er í byggingariðnaðinum hjer á landi nú orkar það meira en lítils tvímælis, hvort rjett s.je að hlaupa í kapp við atvinnu- vegina um vinnuaflið. Það má aldrei gleymast, að skilyrði fyr- ir að unt sje að halda uppi full- komnu fræðslukerfi, að unnt sje að fullnægja sjúkrahús- þörf o. s. frv. er það, að at- vinnulífið standi í blóma. Þær byggingar, sem standa í beinu sambandi við framleiðslustarf- semina eiga því að ganga á und an og þá aukast möguleikar fyrir að koma síðar upp ýms- um menningar og líknar stofn- unum. Þessa hefir stundum eigi verið nægilega gætt og væri betur að vjer ættum eigi eftir að súpa seyði af því. Jeg er þeirrar sko.ðunar, að vjer verð- um nú að keppa að því, að full- gera þær opinberu byggingar, sem þegar er byrjað á, en fara mjög varlega í að hefja nýbygg ingar eins og nú standa sakir. Ýmislegf, 15. gr. fjárlaganna er sann- ast sagt orðin hálfleiðinleg Framhald á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.