Morgunblaðið - 30.10.1946, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIB
Miðvikudagur 30. okt. 1946
Hiiiiiiiiiniiiiiiiiiiii!ii!iiiiiim!ii!iiiiiiMiiiniimmiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiimiHim!!M!i!iMmii!iii!iiii!ii!ii!imi!i!imiiiiii]iiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiMii!imiiiiiiiiiiii|
'l
BLÓÐSUGAN
Cftir JoL n Cjoodwin
BiiiiiiiimiimiiiiiiimmiimmiiniiummiiMiimfiiiiiiiiiiiiiii
liimmiimiimimiHiimimiiiimmiiiimmiiiimmmmmiKB
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAR RICE BURROGHS.
25. dagur
Þau stóðu hvort andspænis
öðru, þegjandi. Frú Garth
skalf.
— Jeg kem hingað, sagði
Ducros, — bókstaflega með
lífið í lúkunum. Það er ekki um
að villast. Jeg er að spila hátt
spil. Það er hægara en frá
þurfi að segja fyrir yður að af-
henda mig lögreglunni. Jeg er
einn með yður hjer í húsinu og
enginn fjelagi minn er hjer á
næstu grösum, og mjög ólík-
legt, að mjer tækist að sleppa.
Og sannast að segja dytti mjer
ekki í hug að reyna það, hvorki
nú nje á neinu öðru stigi máls-
ins. Jeg vil hafa það, sem jeg
set upp, eða þá hitt, sem um
>er að gera — þrælkunarvinnu.
Hvort hafið þjer hugsað yður?
— Málið er það einfalt, að
þjer getið verið fljót að á-
kvarða yður. Eftir klukkan eitt
í nótt, get ekki einu sinni jeg
frelsað dóttur yðar. Viljið þjer
þá greiða þessa upphæð, spm er
ekki annað en smámunir fyrir
yður? Eða viljið þjer heldur fá
hefnd yfir mig og láta líf dótt-
ur yðar í staðinn? Vita dóttur
yðar liðið lík um sólaruppkomu
á morgun?
Hendur konunnar sigu mátt-
lausar niður með síðunum.
— Jeg geng að skilmálum
yðar, hvíslaði hún, — en flýt-
ið yður þá að gefa mjer hana
aftur. Jeg hjelt, að jeg þekti
karlmenn, en aldrei hafði mjer
dottið í hug, að jafn svívirðileg
persóna og þjer væri til.
Ducros hneigði sig kurteis-
lega.
— Jeg samgleðst yður, frú.
Frá þessu augnabliki þurfið
þjer ekki að óttast neitt. Jeg
heimta aðeins orð yðar fyrir
því, að þegar þjer hafið fengið
dóttur yðar og jeg peningana,
gerið þjer ekkert frekar í mál-
inu fyr en þjer eruð komin
hingað heim til yðar aftur. Og
jeg tek orð yðar gilt. Að öðru
leyti skal jeg sjálfur sjá um
sjálfan mig. Jæja, við skulum
þá fara.
— Hvað á eg að gera? spurði
hún dauflega.
— Ná í leiguvagn og aka með
mjer til banka yðar í Cornhill.
Þjer einar hafið aðgang að hon-
um um þetta leyti nætur. Þjer
ein af öllum elskandi mæðrum
borgarinnar, hafið við hendina
ótakmarkaðan auð í seljanleg-
um erlendum skuldabrjefum,
sem ekki er hægt að þefa uppi
eftir á. Svona mikið fje í gulli
kemur ekki til mála og banka-
seðlar eru mjer einskis virði.
Jeg verð að hafa ríkisskulda-
brjef frá Argentínu, Brasilíu
eða einhverju slíku landi, og
sannfæra mig um, að þau sjeu
góð og gild. Berið þjer yður að
,koma með þau — á því ríður
alt. En þjer þurfið ekki einu
sinni að fá mjer þau fyr en
dóttir yðar er komin til yðar,
en það getur orðið í bankánum
sjálfum, og jeg skal bíða þar
hjá yður. En okkar allra þriggja
vegna, bið jeg yður að flýta
yður.
' Frú Garth gaf sjer ekki nema
tíu sekúndna umhugsunartíma,
og kallaði þá aítur á þjón smn.
Vagn hafði hún engan, eins og
áður er sagt, en hún tók það
ráð að senda brytann með hrað-
boð til vinkonu sinnar, sem bjó
skamt þaðan, um að fá lánað-
an hennar vagn.
A meðan sat Ducros þögull
við borðið, eins og ekkert væri
um að vera og hlustaði á boðin,
sem hún bað brytann fyrir.
Meðan þau voru að bíða eftir
vagninum, fór frú Garth inn
í annað herbergi og Ducros ó-
boðinn á eftir henni, og þegar
hún hafði tekið þar stóra lykla-
kippu út úr járnskáp, kom hann
enn með aðvörun.
— Það er rjett að taka það
fram, sagði hann, — að ef þjer
með nokkurri bendingu eða
merki reynið til að kalla á
hjálp meðan við erum saman,
tek jeg eftir því og geri það
sem við á. Jeg fjölyrði ekki um
það frekar. Þarna heyrist mjer
vagninn koma.
Vagninn, sem var lokaður,
kom nú að dyrunum. Frú Garth
steig upp í hann, án þess að
líta á samferðamann sinn. Hann
snöggvast á gangstjettinni og
leit á girðinguna kring um hús-
ið, eins og hann væri að gá að
einhverju.
— Nú? sagði hann. — Vjel-
hjólið mitt. Farið? Stolið?
Eða ....
Hann sagði ekki meira, en
ypti aðeins öxlum og sagði öku-
manninum að aka til bankans.
Síðan steig hann upp í vagn-
inn.
—- Jeg vona, fyrir hönd
þeirra þriggja aðila, sem í þessu
máli eru, sagði hann, — að eng-
inn hafi farið að skifta sjer
neitt af því. Jeg vil ennþá taka
það fram, að mistakist mjer. er
líf dóttur yðar í veði. Hins veg-
ar ef einhver er að reyna að
leita að henni, getur það orðið
löng leit. Við erum fullkomlega
örugg hvað það snertir, frú. En
svo skal jeg ekki ónáða yður
frekar með samtali. Þjer vilj-
ið sjálfsagt heldur þögnina,
skilst mjer.
Frú Garth hafði hvorki löng-
un nje mátt til að tala. Hún var
að reyna að koma sjer niður á
því, hvort Orme væri eitthvað
að hafast að í málinu, og hvort
hann myndi geta gert nokkuð
í því, sem dygði. Hún gat ekki
annað en óskað þess af öllu
hjarta, að svo væri ekki. Hún
skildi vel hótanirnar hjá þess-
um vingjarnlega djöfli, sem sat
við hlið hennar og fann, að af-
drif málsins voru eingöngu á
valdi þeirra tveggja. Hann einn
gat gefið henni Margaret aftur.
— Það þýðir víst ekkert að
spyrja yður fyrir hvern þjer
hafið tekist þennan glæp á
hendur? sagði hún og horfði
beint fram fyrir sig.
— Jeg skil yður ekki vel,
svaraði Ducros blátt áfram. —
Jeg er ekki sá heimskingi, að
jeg leggi höfuð og háls í hættu
til að auðga neinn annan en
sjálfan mig. Að vísu hefi jeg
aðstoðarmenn, sem fá sinn
hluta, en það er líka alt og
sumt. Og jeg er ekki hjer til
að svara spurningum, frú.
Hún sagði ekki meira. Vagn-
inn staðnæmdist við Garths-
banka og Ducros skipaði öku-
manninum áð bíða. Frú Garth
hringdi bjöllu til næturdyra-
varðarins. Hann kom fram að
járngrindahurðinni, tók við
fyrirskipunum húsmóður sinn-
ar og eftir mikið glamur í lykl-
um og járni, komst hún inn í
bankann. Dyravörðurinn sýndi
ekki af sjer neina undrun yfir
því að verða að opna fyrir hús-
móður sinni á þessum tíma sól-
arhringsins. Þetta hafði skeð
svo oft fyr, að hann var hætt-
ur að undrast.
Nú tók frú Garth sína eigin
lykla og fór upp í trjeþiljaða
herbergið á fyrstu hæð. Hún
kveikti á lömpunum, opnaði
dyrnar, sem voru í hinum
veggnum og lágu út í gangana
þar sem járnskáparnir voru og
benti Ducros að bíða þar sem
hann var kominn.
Ducros gerði það. I þetta
skifti gerði hann enga tilraun
til að elta hana. Nú var hann
viss um frú Garth.
Og það var honum líka ó-
hætt. Jafnvel þó hún hefði í
hendi sjer öll auðæfi Garths
og Gordons samanlögð, þegar
hún gekk gegn um þessar dyr,
þá voru þau auðæfi nú ekki
öflugri en brotinn reyr. Ducros
hafði undirtökin meðan Mar-
garet var á valdi hans.
Eftir stutta stund læsti frú
Garth aftur dyrunum og gekk
að þeim enda langa borðsins,
sem Ducros sat ekki við, og
lagði þar hrúgu af slgölum og
verðbrjefum. Við hliðina á
skjölunum lagði hún litla
skammbyssu með perluhand-
fangi, hlaðna, svo nærri, að
hægt var að ná til hennar. And-
litssvipur hennar var rólegur
og hreyfingarlaus og röddin al-
gjörlega skjálftalaus.
— Jeg hefi átt heima í fleiri
löndum en Englandi, sagði hún,
— og jeg ætla að tryggja mjer
það, að þjer haldið yðar hluta
af kaupunum. Verðbrjefin
verða í mínum vörslum þangað
til. Og ef þjer ekki skilið mjer
dóttur minni drep jeg bæði
sjálfa mig og yður.
Ducros leit af skammbyss-
unni og á andlit konunnar.
— Jeg vona, að þjer farið
ekki að gera af yður neinar vit-
leysur með þessu hlægilega
leikfangi. Þetta er bláköld
verslun. Það er að vísu satt, að
jeg er sjálfur vopnaður, en ef
jeg færi að drepa yður, væri
það að koma mjer í gálgann
og svifta mig öllum ágóðanum,
svo þann möguleika þurfum /ið
ekki að tala um. Og ef þjer
færuð að drepa mig, er það
sama og að drepa dóttur yðar.
Teljið þjer fyrir augum mínum
þessi verðbrjef, sem þjer hafið
þarna, en svo skuluð þjer fyrir
alla muni geyma þau sjálf.
Frú Garth flýtti sjer að
leggja mislitu verðbrjefin í sex
hrúgur, fleygði efsta brjefinu
í hverri hrúgu til Ducros til at-
hugunar og taldi svo hin fyrir
augunum á honum með ótrú-
legum hraða. Hann fylgdi
hverri hreyfingu hennar með
augunum. Brjefin varu erlend
skuldabrjef; ao vísu ekki reiðu-
peningar en seljanleg hvar sem
var, og ekki þurfti að fram-
selja þau, og því ekki hægt að
rekja feril þeirra. Upphæðin
stóð heima.
5.
reynt að snúa jörðinni sjálfri. Jeg stakk upp á því við
Perry að stöðva vjelina og reyndi svo enn við stýrið. En
það hreyfðist ekki hið minnsta. Það batnaði ekki þótt
við værum kyrrir.
Jeg nristi höfuðið og gaf Perry bendingu um að setja
vjelxna aftur af stað, og enn hjeldum við áfram ógnarför
okkar niður í iður jarðar með miklum hraða. Jeg leit ekki
af hitamælinum. Hann steig, en mjög hægt. En þó hitinn
væri ekki nema rúm 40 stig, var hann samt því nær óþol-
andi í þrönga klefanum okkar.
Tólf timum efíir að við lögum af stað, eða um hádegi
•næsta dag, vorum við komnir 135 km. niður í jörðina, og
var hitinn þar ekki nema tæpar 50 gráður.
Perry var nú vonbetri, þó mjer væri ómögulegt að skilja
hvaoa ástæðu hann hefði til þess. Hann var nú farinn að
syngja, og var jeg smeykur um að hann myndi vera að
verða ruglaður. Við höfum ekki talast við, nema þegar jeg
sagði honum frá hita og hraða og hvað við hefðum farið
iangt. Jeg var sokkinn niður í daprar hugsanir. Jeg ljet
hugann reika yfir liðin ár og minntist margra viðburða.
Hitinn var óskaplegur. Mjer fannst jeg myndi missa með-
vitundina, ef hann hækkaði enn um nokkur stig.
— Jæja, hvað segja mælarnir núna?, sagði þá Perry
allt í einu.
— 144 km. og 51 stig, svaraði jeg.
— Þá er nú úti um þá getgátu, að jarðskorpan sje ekki
nema 50 km. á þykkt! hrópaði hann af mikilli kæti
— Mikið held jeg að það gagni okkur, tautaði jeg.
— En hvernig er það með þig, drengur minn, spurði
hann Hvað segirðu um hitann. Hann hefir ekki hækkað
neitt síðustu 10 kílómetrana. Hugsaðu bara um það, sonui*
sæll.
— Jeg er að hugsa um það, svaraði jeg. en hvaða mis-
mun gerir það, þegar við erum kafnaðir, hvort hitinn er
50 stig eða 1500 stig. Við verðum nákvæmlega jafndauðir,
og enginn fær þar að auki nokkru sinni að vita um mis-
muninn. En jeg varð að viðurkenna, að þetta með hitann
gerði mig einhvernveginn vonbetri.
Þjóðverjinn kvartaði undan
óvináttu þeirri, sem hann átti
að mæta í Frakklandi á stríðs-
árunum.
— Þið verðið þó að játa það,
sagði hann við Frakka nokk-
urn, að við höfum um aldaraðir
orðið fyrir árásum og misskiln-
ingi. Við verðum að minsta
kosti að verja okkur.
— Satt er það, svaraði Frakk
inn, en það er einkennilegt, að
þið skulið altaf hafa orðið fyrir
þessum árásum í ókunnum
löndum.
★
Kennarinn var að tala við
börnin um fuglana og sló því
föstu, að sumir fuglar borðuðu
ávexti.
Lítil stúlka rjetti upp hend-
ina.
— En kennari, sagði hún,
hvernig geta fuglarnir opnað
dósirnar?
★
Hann var hálf feiminn, og
eftir að hún hafði lagt hend-
urnar um háls honum og kyst
hann fyrir blómin, sem hann
hafði fært henni, stóð hann
upp og bjó sig til að fara.
— Mjer þykir leitt, að jeg
skyldi móðga þig, sagði hann.
•— Ó, þú móðgaðir mig ekki,
var svarið, jeg ætla að fara að
kaupa fleiri blóm.
★
Hún var að skrifa syni sín-
um, til að óska honum til ham-
ingju með trúlofunina.
— Kæri sonur, skrifaði hún.
Mikið eru þetta dásamlegar
frjettir Þetta hefir glatt okk-
ur foreldra þína alveg óum-
ræðilega mikið. Það hefir ætíð
verið ósk oklrar, að þú gengir
að eiga einhverja góða stúlku.
Góð kona er það besta, sem
einn maður getur átt.
Undir þetta var ritað með
karlmannlegri hendi:
— Móðir þín fór að sækja
frímerkin. Vertu ekki að þessu,
asninn þinn.
★
— Jeg vona þú haldir mig
ekki montinn, sagði hann, eftir
að hafa sagt henni æfisögu
sína.
— Nei, nei, svaraði hún. En
jeg skil ekki, hvernig þú getur
látið vera með að hrópa ferfalt
húrra, í hvert skipti, sem þú
lítur á sjálfan þig í spegli.
V
— Ef þú gefur mjer krónu,
sagði Nonni litli, skal jeg lofa,
að vera góður.
— Því ertu ekki eins og hapn
faðir þinn, andvarpaði móðir-
in, loforð hans eru einskis virði.