Morgunblaðið - 30.10.1946, Side 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
Suðvcstan átt. — Lygnir með
morgninum.
Utvegsmenn víta
vinnubrögð við
byggingu S. R. á
Sigiufirði
UTVEGSMANNAFJELAG
Eeykjavíkur hjelt fjelagsfund
að Hafnarhvoli 15. okt. síðastl.
Á fundinum voru tekin til um
ræðu ýms nauSsynja- og á-
hugamál útvegsmanna, skal
hjer getið nokkurra þeirra.
Eætt var um erfiðleika þá,
sem útvegsmenn eru komnir
í vegna tveggja síldarleysis
sumra, er nú hafa komið yfir
útveginn. Áleit fundurinn þar
sem útgerðarkostnaðurinn er
orðinn svo gífurlega hár vegna
hárra kauptrygginga og vinnu
Jauna, að nauðsynlegt væri að
útvegurinn fengi þægilegt lán
á svipuðum grundvelli og s.l.
haust, til að standa straum af
skuldbindingum sínum með,
var skorað á LÍÚ að beita sjer
fyrir þessu. Þá var rætt um
verbúðapláss útvegsmanna
hjer í Reykjavík, töldu fund-
armenn að erfitt mundi að
taka upp söltun á fiski í stór-
um stíl vegna húsplássleysis,
þar sem hinar nýju verðbúð-
ir sköpuðu ekki möguleika til
söltunar, væru aðeins aðgerð-
ar og beitingarpláss, var sam-
þykkt áskorun til Hafnar-
stjórnar að láta útvegsmenn
sitja fyrir með þau húspláss
við höfnina, er hún hefur ráð
á.
All-miklar umræður urðu
um viðgerðir á skipum og vjel
um, fannst mönnum eðlilega
sú kostnaðarhlið á útgerðinni
vera komin fram úr öllu hófi,
en þar sem þetta mál hafi
verið til umræðu áður hjá fje
laginu og þá gerðar samþykkt
ir í því var aðeins samþykkt
nú að fela stjórninni að halda
þessu máli vakandi.
Þá urðu miklar umræður
um bygginu síldarverksmiðju
ríkisins á s.l. sumri. Fundar-
menn, sem margir höfðu ver-
ið á Siglufirði á meðan á bygg
ingu þessari stóð, og þess
vegna haft góða aðstöðu til að
íylgjast með þessu verki, að
þar hefði fje verið eytt til sjá
anlegra óþarfa í tugþúsunda-
tali. Kom eftirfarandi tillaga
fram í því máli og var sam-
þykkt með samhljóða atkv.:
Fundur haldinn í útvegs-
m.annafjelagi Reykjavíkur 15.
okt. 1946, vítir harðlega vinnu
aðferð þá er höfð var í sumar
við bygginu síldarverksmiðju
ríkisins á Siglufirði, sem
dæmi má geta þess, að eftir
að fyrirsjáanlegt var að síld-
veiðinni var lokið og fjöldi
veiðiskipa hættur veðum, þá
var unnið í eftirvinnu og næt-
urvinnu svo og helgidaga-
vinnu, og jafnvel þegar öll
skip voru hætt veiðum var
enn unnið í yfirvinnu við
tankasmíði.
Þegar í ágústmánuði var
fyrirsjáaniegt að ekki yrði
þörf fyrir þessa verksmiðju
fyr en á næsta sumri, þess
vegna teljum vjer að þarna
hafi verið sóað óhemju fje til
engra nota, en framkvæma
hefoi mátt þessa vinnu í dag-
vinnu aðeins, í haust og þá
næsta vor.
Fiðlusnillíngurinn
Wandf Tworek
vænSanlegrrr !ii
ísíaaís
í BYRJUN NÆSTA mánaðar
er væntanlegur hingað til
lands fiðlusnillingurinn
Wandy Tworek, ungur maður
sem þegar hefir getið sjer af-
ar gott orð í Danmörku fyrir
fiðluleik sinn. Hann er af
Wandy Tworek
pólskum ættum, en alinn upp
og hefir hlotið mentun sína í
Danmörku hjá Max Schlúter
og Erling Bloch. Tworek kem-
ur hingað á vegum Hljóðfæra
hússins og mun halda nokkra
hfjómleika í Gamla Bíó.
Hjer mun Tworek leika
verkefni eftir Tchaikovski,
Paganini, Mozart, Bach, Kreis
ler. I för með honum er píanó
leikarinn Ester Vagning, sem
annast undirleik á hljómleik-
unum.
Dönsk blöð hæla Tworek
mjög og líkja honum við snill-
inga eins og Fini Henriques
og Peter Möller og telja hann
meðal snillinga heimsins.
Wandy Tworek er ungur
maður, um þrítugt, en hin síð-
ari ár hefir honum verið hrós-
að meir í Danmörku en nokkr
um öðrum fiðlusnilling, sem
þar hefir komið fram.
Miðvikudagur 30. október 1946
Nýfísku „flugfreyja".
FLUGFJELÖG KEPPAST nú um að fá ungar stúlkur í
þjónustu sína til að vera „flugfreyjur". Eru haldin námskeið
fyrir blómarósirnar, því mikið þykir við þurfa, að þær kunni
að haga sjer hið besta. Hjer á myndinni sjest ein, sem ekki
væri dónalegt að ferðast með.
Sfádea? a$ íslenskum æffuRi.-
sem var svelfur ai nasisfum.
HJER Á LANDI er nú stödd frú Guðrún Brunborg, íslensk
kona, sem dvalið hefir 28 ár í Noregi. Sonur hennar, Olav, ung-
ur stúdent, fjell fyrir frelsishugsjónum Norðmanna 1944, þá að
eins 22 ára. Nasistar sveltu hann í hel. Móðir hans hefir stofnað
sjóð við Oslóarháskóla til minningar um son sinn og vinnur nú
að eflingu þess sjóðs, með því að halda fyrirlestra og sýna kvik-
myndir frá Noregi.
Fyrirlestur á fimtudag.
Frú Guðrún Brunborg, hef-
ir haldið nokkra fyrirlestra og
sýnt kvikmyndir á Austur- og
Norðurlandi í sumar. Segir hún
að erindum sínum hafi verið
einstaklega vel tekið á Húsavík
og Siglufirði. Upphaflega var
ætlun hennar að hefja þessa
fyrirlestraferð hjer í Reykjavík,
en þá varð hún sjúk og varð
að liggja alllengi í sjúkrahúsi
fárveik.
Nú er hún komin hingað aft-
ur til bæjarins og ætlar að
halda fyrirlestur og sýna kvik-
myndir frá Noregi í Tjarnar-
bíó á fimtudagskvöld kl. 9. —
Kvikmyndirnar voru teknar í
Noregi eftir friðinn og er önn-
ur þeirra af fyrsta Holmcnkoll
enmótinu, sem haldið er eftir
stríð. En íí fyrirlestri sínum
ætlar frúin að segja frá Nor-
egi á hernámsárunum, en hún
avaldi þar í landi allan þann
tíma og kann frá mörgu að
segja úr daglega lífinu þau
raunaríku ár, sem Noregur var
undir oki nasismans.
London í gærkveldi.
FREGNIR frá Kína herma
í kvölld, að stjórnarherir sæki
nú af hörku að borginni Che-
foo, sem er aðal-aðflutnings-
borg kommúnista til herja
sinna á Shantungskaganum.
Hafa þarna verið háðar ein-
hverjar grimmilegustu orust-
ur, er háðar hafa verið síðustu
mánuðina, og segja fregnirn-
ar að kommúnistar sjeu nú að
reyna að auka varðlið borg-
arinnar með því að flytja lið
yfir Chi-li flóann. Er herlið
þetta flutt á allskonar skipum.
Sagt. er að kommúnistar hafi
meðal annars flutt liðið á
tveim japönskum tundurspill-
um og hafi komið til sjóbar-
daga milli skipa þessara og
herskipa kínversku stjórnar-
innar. — Reuter.
FJÁRLAGARÆÐA fjármála-
ráðherra er birt á 4, 5, 6, 7
10 síðu blaðsins.
„Svalf og bjarí",
rifsafn Jakobs fj
Tborarensen ketnur
ú á morgun
Á MORGUN kemur út rit-
safn þjóðskáldsins Jakobs
Thorarensen og verður í
tveim bindum, en hefir hlotið.
nafnið Svalt og Bjart. Það er
Helgafell, sem gefur ritsafnið
út í tilefni af 60 ára afmælij
skáldsins, og er útgáfan fork-
unarfögur og prýðilega úr.
garði gerð í alla staði.
í fyrra bindinu eru kvæðil
skáldsins í fimm flokkum. Er
þar uppistaðan í hinar sex
kvæðabækur skáldsins, sem.
svo miklum vinsældum hafa
átt að fagna með þjóðinni ogj
munu menn gleðjast yfir því
að fá þær nú allar í einu.
Þetta bindi er 454 bls. í hent-
ugu broti með greinilegu efn-
isyfirliti og formála eftir,
skáldið.
í síðara bindinu eru smá-
sagnasöfn höfundar, sem ekkil
hafa síður aukið á hróður
hans, en kvæðin. Það bindii
er 450 síður og eru þar yfir
20 smásögur, en sem bókar-
auki er lausavísnasafnið
Hraðkviðlingar og hugdettur.
— Mun unnendum skáld-
skapar Jakobs Thorarensen
þykja mikið til þessarar út-
gáfu koma, og það með rj ettu.:
Vopnahlje samið
á Java
London í gærkveldi.
VERIÐ er að reyna að semja
vopnahlje á Java, milli evjar-
skeggja annarsvegar og Hol-
lendinga og breska hersins
hinsvegar og eru taldar góðar
horfur á því að þetta muni nú
takast. Hafa verið skipaðar
nefndir til þess að gera tillög-
ur um það, hvernig best sje
að koma vopnahljeinu á, og
er talið að störf nefnda þess-
ara gangi með ágætum. Lítið
hefir verið um átök á eynni
undanfarna viku, og er t.alið
að þetta sýni vilja aðila til
þess að leggja nú loksins nið-
ur vopnin, en eins og kunnugt
er, hafa viðureignir verið stöð
ugar á eynni í meira en ár.
Verið er nú að flytja breska
herinn á brott frá eynni. —
Reuter.
Æfls ckkf að hæra
vegna Palesfínu
London í gærkveldi.
FULLTRÚI Sýrlands á
þingi hinna sameinuðu þjóða
lýsti því yfir í dag, að Araba-
ríkin myndu ekki krefjast
þess að Gyðingalandsmálin
yrðu tekin fyrir á þessu þingt
sameinuðu þjóðanna. Hann
var á þeirri skoðun, að friður-
inn í heiminum væri mest
undir stórveldunum kominn.
— Reuter.