Morgunblaðið - 24.11.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 24. nóv. 1946 1 Útvarpið ' í DAG. 11.DO Messa í Dómkirkjunni (sjera Bjarni Jónsson vígslu biskup). 13.15 Erindi: Samræming ís- lensks framburðar og und- irbúningur nýrrar stafsetn- ingar (dr. phil. Björn Guð- finnsson). 15.15—16.25 Miðdegistónleikar (plötur). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Barnatími. 19.25 Tónleikar: Danssýning- arlög eftir Walton (plötur). 20.00 Frjettir. 20 20 Einleikur á cello (Þór- hallur Árnason): a) Noc- turno nr. 11 eftir Chopin. b) Preludium eftir sama höf- und. 20.35 Erindi: Frá Tjekkósló- vakíu (Halldór Kiljan Lax- ness). 21.00 Islenskir söngmenn •— (plötur). 21.20 Upplestur: „í tungls- ljósi“, smásaga eftir Mau- passant (Valur Gíslason leikari). 21.35 Ljett klassisk lög (plöt- ur). 22.05 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Á MORGUN. 20.30 Erindi: Hafnargerðir og lendingarbætur (Ólafur B. Björnsson kaupmjiður). 20.55Tiög leikin á Hawaii-gítar (plötur). 21.00 Um daginn og veginn (Gylfi Þ. Gíslason, prófess- or). 21.20 Útvarpshljómsveitin — þjóðlög frá ýmsum löndum. — Einsöngur (ungfrú Erika Guðmundsdóttir): a) Ætti jeg hörpu (Pjetur Sigurðs- son). b) Sigling (Curtis). c) Den farende Svend (Karl O. Runólfsson). d) Jeg lít í anda liðna tíð (Kaldalóns). e) Svörtu augun (Rússneskt þjóðlag). 22.05 Ávarp frá Sambandi bindindisfjelaga í skólum (Stefán Jónsson, nemandi í Kennar askólanum); Emil Telmányi Fyrsfu fiðlufónleikar í Tripoii feikhúsinu FYRSTU tónleikar ungverska fiðlu-meistarans Emil Telm- ányi fóru fram í Tripolileik- húsinu í fyrrakvöld á vegum Tónlistarf jelagsins, og voru fyr- ir styrktarfjelaga þess. Það eru nú liðin rúm 20 ár síðan Telmániy kom fyrstu tónleikaferð sína hingað til lands og sækir hann okkur nú heim hið þriðja sinn. Við, sem munum fyrstu komu hans hing- að hljótum að gleðjast yfir því, að enn er æskuþróttur hans og eldlegur áhugi sá sami, svo að töfrandi tónar hans tendra sál í, salnum. Að þessu sinni ljek hann á óviðjafnanlega Amati- fiðlu, sem gaf stórbrotnu lista- mannsskapi hans öll tækifæri til fullkomnustu túlkunar. í leik Telmányis leymr sjer ekki hinn ungverski uppruni hans, tóngleðin og hárviss hljóð fallskennd, svo að tónarnir fá tungu og tala til áheyrenda og hið óútskýranlega verður ljóst. Undirleik annaðist frú Tel- mányi af dugnaði og góðri tækni, en aðeins fannst mjer hún um of hljedræg í sónötu Mozarts. Kann það að hafa vald ið nokkru um að miðstöðvar- bilun í húsinu olli því, að allt of kalt var í salnum í upphafi tón- leikanna. Vonandi verður úr því bætt á næstu tónleikum. Húsið var fullskipað og mót- tökur hinar innilegustu. Er á- nægjulegt þegar slíkir menn sem Telmányi heimsækja land vort, því vafalaust má telja hann í röð allra bestu fiðlu- leikara heims, sjerstæðan og með mjög sterkum persónuein- kennum. P. í. BEST AÐ AUGLÝSA T JVTORGUNBLAÐINU j Gó§ 3fa herbergfa ibúð m : í nýlegu húsi í Austurbænum er til sölu. íbúð- € in er á hitaveitusvæðinu. m (Uppl. gefur STEINN JÓNSSON lögfr. E Laugaveg 39, sími 4951. IJngur maður : Okkur vantar ungan mann til aðstoðar við : glerskurð og glersiýpun í verslun okkar sem : fyrst. Fyrirspurnum ekki svarað 1 síma. Matreiðslukona og afgreiðslustúlka óskast um næstu mán- aðarmót. MATSTOFAN HVOLL, Einar Eiríksson. Danssýning Sigríðar Ármann JEG HEF alltaf öfundað dansarann sem þarf ekki að taka dautt efni í þjónustu s-ína, á sama hátt og við málar jarnir þurfum að nota litina, heldur er þeirra eigin líkami þeirra efniviður. Fullnæging þeirra hlýtur eiginlega að vera tvöföld — fyrst og jfremst sem túlkandi og því- næst sem partur af því efni sem túlkað er með. Að fást við listir mun vera einhver sá óarðvænlegasti at- vinnuvegur sem menn geta valið sjer, einkum í landi, sem hefur ekki nema um hundrað’ þúsund íbúa. En við íslendingar höfum iengi sýnt að okkur brestui’ í þeim efnum daglega þjálfun ekki kjarkinn, enda fáum við sem smáþjóð úti á hala ver- aldar. Eitt dæmi upp á þrótt- mikið ungmenni er Sigríður Ái-mann. Danssýning hennar í Sjálfstæðishúsinu sýndi að hjer var á ferð listamaður rneð óvenju samstiltan og vel þjálfaðan Jíkama sem virtist geta fylgt hugmyndaflugi hennar án minstu fyrirstöðu. Á danssýningunni voru sjö dansar sem gefa gott yfirlit yfir þroska og fjölhæfni þess- arar kornungu listakonu. Jeg verð að játa að jeg hafði mest gaman af dansi no. 7 eða síðasta dansinum, sem er expressjonistiskur, og tilheyr- ir þeirri stefnu sem hinn klassiski ballett alstaðar í heiminum færist meira og meira inn á að lýsa tilfinninga lífinu eingöngu með hreifngu en styðjast ekki við neina ytri atburðarás eins og áður hafði tíðkast svo mjög. Dans nr. 4 acrobatic, sýndi greinilega hina ströngu þjálf un sem Sigríður hefur fengið, og í dans no. 2. — vínarvalsin um kemur fram hin mikla mýkt og yndisþokki sem er líka eiginlegur. Efnisskráin var öll hin á- rægjulegasta. Pianóundirleik inn annaðist H. Rasmus, og hefði hann getað gert það betur. Við Reykvíkingar höfum hlakkað mikið til að fá þióð- leikhúsið, og nú þegar við virðumst vera að færast nær markinu með það, verður manni á að spyrja: Er hægt að hafa þjóðlcik- hús án þess að eiga ballett? Við verðum að játa að það er naumast hugsanlegt. Með Sigríði Ármann hefur okkur bæst duglegur lista- maðui-. og er það von mín að við eignumst sem flesta henn ar líka og getum áður en langt líður komiö okkur upp álitlegum hóp til danssýninga Hingað til hefur það nær eingöngu verið kvenfólk sem hefur gefið sig að danslistinni hjer á landi. Hvernig skyldi standa á feimni íslenskra karlmanna við að iðka þessa list? Nína Tryggvadóttir. Litið tii baka (Endurminningar) Eftir Matthías Þórðarson frá Móum. „Fáir hafa í stuttu máli skrifað svo ljóst og skilmerkilega um storma og hrakninga í sjó- ferðum við ísland eins og höfundurinn. Og enginn betur um íslenska sjómenn en Gestur Pálsson, skáld, sem höfundurinn birtir kafla eftir í bók sinni.“ Kaupið bókina og lesið hana. Hún verðskuld- ar það. Gefið vinum ykkar hana í jólagjöf. BEST M? AUGTfSA f MORGTTNPI ahtnit I I I Rafurmagns-heimilistæki f | Útvegum frá þekktustu erl. verksmiðjum, |; beim er hafa gjaldeyris- og innflutningsleyfL eftirfarandi: ELDAVJELAR HRÆRIVJELAR KÆLISKÁPA STRAUVJELAR ÞVOTTAVJJELAR Leyfishafar, góðfúslega talið við oss, áður en þjer festið kaup annarstaðar. S)atnlancl Cói. -Samuinnu <he Ía^a ■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■&■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■!$ Húsgögn frá Oanmörku Mjög vönduð poleruð dagstofuhúsgögn klædd mjög glæsilegu ensku gobelini, ásamt sjer- staklega fallegum svefnherbergis- og borð- stofuhúsgögnum til sölu mjög ódýrt. C. NERDING Til viðtals daglega frá kl. 1—3 á Bræðraborg- arstíg 14,1. hæð, sími 5188. I •> 3 3 Verzíun til sölu Vefnaðarvöruverslun í fullum gangi, og tryggu húsnæði á góðum stað við miðbæinn, til sölu að hálfu eöa öllu leyti, ef viðunandi tilboð fæst. Há útborgun ekki nauðsynleg ef um góðan kaupanda er að ræða. Tilboð merkt: „Góð framtíðu sendist blað- inu fyrir 28. þ.m. 3 9 :: a 3 Frakkaefni sjerlega vönduð, og efni í REIDFÖT fyrirliggj- andi. Get bætt við nokkrum pöntunum til afgreiðslu 1 janúar. jPóríi. ^ri^Lnnóóon Klæðskeri — Veltusundi 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.