Morgunblaðið - 24.11.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.11.1946, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. nóv. 1946 MORGUNBLAPIÐ REYKJAVÍKURBRJEF LaugarcSagur 23. nóvember. A þingi Sameinuðu þjéðanna. MERKISATBURÐUR verður það talinn í sögu Islendmga, er fulltrúar þjóðarinnar tóku í fyrsta sinn sæti á þingi Sam- einuðu þjóðanna þ. 19. þ. m. Á þeirri stundu settist íslenska þjóðin, þó fámenn sje, á bekk með heimsþjóðunum, sem jafn rjett há öðrum í þeim samtök- um, er mikilsverðust eru nú starfandi í heiminum. Má ef- laust fullyrða, að framtíð mann kynsins velti mjög á því hvern- ig takast megi um það friðar- starf, sem þar er unnið. í ræðu þeirri, er Thor Thors sendiherra flutti við þetta tæki færi, komst hann m. a. að orði á þá leið, að Islendingar hefðu jafnan talið sig meðal hinna Sameinuðu þjóða, enda þótt við hefðum ekki viljað vinna það til, að segja hernaðarþjóðum etríð á hendur, til þess að verða þátttakendur í þessu bandalagi þegar er það koma til orða, er ráðstefnan var í San-Fransisko. Hringíanda-hátlur. AFSTAÐA kommúnista til þessa máls, sem ýmsra annara utanríkismála vorra, er og verð ur eftirminnileg. Þeir vildu óð- ir og uppvægir að við vopn- lausir segðum Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur, um það leyti, sem þjóðir þessar voru sigraðar, og með því gera okk- ur hlægilega í augum heims- ins, í sömu andránni sem við komum fram sem sjálfstæð þjóð meðal heimsþjóða. Svo ólmir voru þeir þá í það, að við yrð- um þátttakendur í bandalaginu. Nú, þegar leiðin var opin, og senda átti fulltrúa á þingið í New York gátu kommúnistar ekki fengið sig til þess að til- nefna neinn mann úr sínum hóp til fararinnar, vegna þess, eft- ir því, sem þeir sjálfir sögðu, að þeir fengju ekki að ráða því einir, hvaða afstöðu Islend- ingar eða fulltrúar þeirra tækju á þinginu í hinum ýmsu málum, sem þar kæmu til at- kvæða. i Með þessu móti sanna og und irstrika kommúnistar að það er eindreginn vilji þeirra, að sú tvískifting, og sá klofningur, sem nú gerir mjög vart við sig í samskiftum þjóðanna, nái til þess að kljúfa íslensku þjóðina í tvær fylkingar, þegar um ut- anríkismál okkar er að ræða. Það er fjarstæða, að frjáls- bornir Islendingar, er unna sjálfstæði þjóðar og einstak- linga, geti nokkurn tíma sæt.t sig við þiónkun kommúnista í utanríkismálum, gagnvart er- lendu einræðisríki. Það eru kommúnistar, sem bera alla ábyrgðina á afleiðingum þess, ef íslendingar geta ekki á fyrstu missirum hins endur- reista lýðveldis, staðið samhuga í utanríkismálum sínum. í Rúmeniu. í SÍÐASTLIÐINNI viku fóru fram kosningar í Rúmeníu. Að öllum jafnaði hefðu menn hjer á landi látið sig fremur litlu skifta, hvernig úrslit þeirra ]yrðu. íslehdingar hafa ekki gef ið því mikinn gaum, hvernig átökin væru milli stjórnmála- flokkanna suður við Svartahaf. En eins og mönnum er ljóst, hefir sú breyting orðið á heim- inum eftir síðustu styrjöld, að fjarlægðirnar eru orðnar minni en þær áður voru. Ekki að- eins þannig að skilja, að nú sje orðið fljótfarnara milli fjar- lægra landa. Heldur hafa og við fangsefnin og viðhorfin orðið svipaðri eða mikið til þau sömu með fjarskyldum og framandi þjóðum. Um allan heim hafa og upp- hafsmenn hins austræna lýð- ræðis hjálparmenn sína og und irdánugu dáta, sem meta meira velferð og óskir einvaidanna í austri, en velferð þjóða sinna og framtíð. Meðal allra þjóða, er meira og minna af þess konar fólki, er metur það mest í heimi, að geta sýnt her- veldinu í austri hina fullkomn- ustu þjónkun. Kosningar og morð. ÞAÐ ER sameiginlegt áhuga mál allra kommúnista, hvar sem þeir eru í heiminum, að koma því kosningafyrirkomu- lagi á, sem víðast, er einvalds- stjórn Rússlands hefir komið á hjá sjer, að hið almenna frjáls- ræði manna til að greiða fram- bjóðendum atkvæði eftir sann- færingu sinni, sje afnumið. Svo mikils mega kommúnistar sín í Rúmeníu með tilstyrk hins rússneska herliðs, sem þar er í landinu, að menn gátu átt von á að kúgunaraðferðum yrði beitt þar við kosningarnar Rússum í vil. Málgagn kommúnista hjer á landi hefir þveroeitað að svo hafi verið, eins og málgögn kommúnista um gervallan heim, því öll kommúnistablöð heims æpa alla daga árs á sömu nótum. En það fylgdi með fregn inni um hinar „frjálsu kosning- ar“ í Rúmeníu, að nokkrir and- stæðingar kommúnistanna hafi þar verið drepnir í óeirðum, er risu í sambandi við kosning- arnar. Um sama leyti, sem fregnir bárust um kosningamorð þessi, birti ,,Þjóðviljinn“ nákvæmar úrslitatölur frá kosningunum, ¥ áður en frjettastofur vestrænu þjóðanna höfðu fengið nokkuð um það, að vita hvernig at- kvæði hefðu fallið. Hvaðan koma frjeífir Þjéðviiians! ÞAÐ hefir lengi vakið eftir- tekt þeirra, sem Þjóðviljann lesa, að mjög sjaldan kemur fyrir að þar sje tilgreint hvaðan blaðið fær fregnir þær, er það flytur. Þetta gæti þó skift nokk uð miklu máli fyrir þá, sem leita vilja frjettafróðleiks í dálk um blaðsins. En haldið er, sem mestri leynd yfir frjettalind- um blaðs þessa, er kommúnist- ar gefa hjer út. Fyrir rúmlega sex árum hjeldu Rússar ofbeldiskosning- ar í Eystrasaltslöndunum. Þá var austræna aðferðin tekin þar upp. Enginn mátti vera í kjöri, nema hann fengi skuldbundið sig til þess að fylgja komm- únistum að málum og vera auð mjúkur þjenari hins volduga nágranna í austri. Forustumönn um andstæðingaflokkanna vörp uðu kommúnistar í fangelsi áð- ur en kosningar færu fram, til þess að trygt væri að þeir yrðu áhrifalausir. En rússneskir her menn voru hafðir inni í kjör- deildunum meðan á kosningum stóð, til þess að vaka yfir því, að þeir, sem á annað borð komu á kjörstað greiddu atkvæði eins og Rússar vildu. Þeir urðu að skila gildum atkvæðaseðlum. En öllum, sem heima sátu var hótað með fangelsun eða Síber- íuflutningi. Ekki var um að ræða að velja á milli frambjóð- enda, því ekki var nema einn í hverju kjördæmi, kommúnisti er Rússar höfðu viðurkennt sem gildan. Þessi skrípakosning vakti hneyksli um allan heim, vegna þess, ekki síst, að hinir aust- rænu hjeldu því hiklaust fram, iað hjer hefði verið fylgt hinum fylstu lýðræðisreglum (!) Eitt óhapp kom þó fyrir hina ofstar.i isfullu yfirdrotnara Eystrasaltslandanna í sambandi við ofbeldiskosningar þessar. — Frjettastofa hinna austrænu, er hafði útibú í London, birti úr- slitatölur kosninga þessara sól- arhring áður en kosningaathöfn inni var lokið. Það hafði sem sje verið á- kveðið fyrirfram, hverjar nið- urstölutölur skyldi birta, án tillits til þess, hver úrslitin raunverulega yrðu. Þær voru birtar 24 klukkustundum of snemma. Manni verður á að spyrja: Eru frjettalindir Þjóð- viljans, sem lesendurnir mega ekki vita hverjar sjeu, eitthvað í ætt við frjettastofuna, sem birti hinar uppdiktuðu kosn- ingatölur úr Eystrasaltslöndum sumarið 1940? Þeir faSa digur- barkaiega. ÞEIR, SEM í Tímann skrifa þessa daga, tala nokkuð digur- barkalega. Það er ekkert nýtt í heim herbúðum. Þegar Her- mann Jónasson og flokksmenn hans espuðu menn til „skæru- hernaðar“ og skyndiverkfalla sumarið 1942, til þess að fá öra hækkun á dýrtíðinni, var hann líka nokkuð rogginn. — Síðan hefir Tíminn haldið því fram, að Framsóknarflokkurinn vildi fyrir hvern mun að dýrtíðin yrði lækkuð. En ekkert gert til þess að svo gæti orðið. Frekar en þegar blásið var í verkfalla- og verðhækkunarlúðurinn um sumarið. Nú á dýrtíðin, að því er Tím- inn segir, að stafa af því, af kaupmenn leggi óhæfilega mik- ið á vörur sínar. Verslanir þær, sem Framsóknarmenn hafa haft með höndum, ættu að geta sýnt, að þær gætu selt vörur lægra verði. En einhvernveginn hefir þetta farist fyrir hjá þeim. Allt, sem selt er í landinu er, sem kunnugt er, háð verðlags- eftirliti. Hafa Framsóknarmenn sína menn í því eftirliti. Og er ekki vitað, að þeir hafi fremur öðrum bent á leiðir, til þess að vörur yrðu seldar hjer mec lækkandi verði. Geip Tímans og annara um það, að einstakir menn hafi eftir eigin geðþótta sprengt hjer upp vöruverð, og með því aukið dýrtíðina, og erf- iðleika atvinnuveganna, er því komið í sömu gröf, eins og munnfleipur þeirra á dögunum um það, að gjaldeyrisinnstæður þjóðarinnar hafi farið í „gler- kýr“ og annað skran. Með sund urliðuðum innflutningsskýrsl- um er birtar voru hjer í blað- inu, voru kveðnar niður allar fullyrðingarnar um skran inn- flutninginn, er átti að hafa keyrt úr hófi. Framsóknar-ðftur- haídið. ÞAÐ ER engin furða, þó nú- verandi forustumönnum Fram- sóknarflokksins sje órótt inn- anbrjósts. Þeir hrópa nú hátt um það, að þjóðin þurfi sterka stjórn, er geti hrint áfram mörg um umbótamálum. En þjóðin þekkir frá fyrri tíð umbóta- áhuga Tímamanna og hvern árangur starf þess flokks hefir borið. I hartnær þrjá áratugi hefir- Framsóknarflokkurinn talið sig sjálfkjörirín til þess að hrinda áfram framfaramálum land- búnaðarins. Árangurinn hefir í stuttu máli orðið fyrst og fremst sá, að fólkinu fækkar sífelt, er vill vera við búskap. I sumum sveitum er ástandið svo ískyggi legt í þeim efnum, að þar er sárafátt eftir af ungu fólki, sem getur tekið við jörðunum, þegar þeir bændur hætta búskap, er nú búa sem einyrkjar. En víða er varla um nokkurn annan bú- skap að ræða en einyrkjabú- skap. Eftir aldarfjórðungs um- hyggju Framsóknarflokksins fyrir bændum og búaliði, efndu andstæðingar Framsóknar- flokksins til nýsköpunar at- vinnuveganna, með þeim árangri á tveim árum, að bænd- ur geta nú sjeð, að hægt er með aukinni vjelatækni að rjetta búskapinn úr kútnum. — En þessari nýbreytni tóku núver- andi forkólíar Framsóknar- flokksins með svo ofstækisfullri andúð, að þeir þutu eins og fjaðrafok út um allar sveitir, áður en stjórnin hafði verið mynduð, til þess að rægja þá stjórn, er hafði ákveðið að koma þessari nýbreytni á. í tvö ár hafa bændur lands- ins sjeð hylla undir möguleika til þess að ládeyðunni, sem ver- ið hefir yfir landbúnaðinum yrði breytt í öra framsókn. All- an þann tíma hefir „Framsókn-" ar“-flokkurinn svo kallaði ham ast látlaust við að rægja þá menn, sem með aukinni tækni hafa fært búnaðinum nýjar vonir, nýtt líf. Á síröndinni. ÞAÐ ER VON að stjórnmála- flokkur með fortíð Framsókn- arflokksins sje hræddur um sig og framtíð sína. Oftar en einu sinni hefir flokkur sá reynt að skifta um ham, með því að ýta frá sjer formönnum sínum. — Við það hefir flokkurinn orðið í raun og sannleika höfuðlaus her, rekald á hinni pólitísku fjöru þjóðarinnar. Með stóryrðum og persónu- legum skömmum reyna Fram- sóknarmenn nú að ná eyrum þjóðarinnar. En það tekst lítt. Því öllum landsmönnum er það minnisstætt, hvernig forustu- menn þessa flokks breyta um skoðun á mönnum og málefn- um, eftir því hvernig vindur blæs í vit þeirra í það og það skiftið. Menn, sem ein stundina eru hafnir til skýja í Tíman- um, sem óviðjafnanlegir foringj ar, geta skömmu síðar í dálk- um sama blaðs, verið stimplaðir sem hin mestu hrakmenni. — Mönnum og flokkum, sem þann ig hegða sjer, er ekki trúað til eins nje neins. Þó núverandi formaður Fram sóknarflokksins sje sæmilega góður aflraunamaður, og kunni vel við sig í áflogum, þá verður hann aldrei talinn hermannlega vaxinn á hinum pólitíska vett- vang. Lífbátur Mjög vandaður lífbátur, eirseymdur úr ágætis smíðafuru, gul-lakkaður — með öllum útbún aði — til sölu nú þegar. Upplýsingar gefur <cJCan clóóa m land íói. útuecjómandci Hafnarhvoli — Sími 6651 & 5948. HjóBbörur með gúmmíhjóli fyrirliggjandi. Tvær stærðir. Einnig varahjól. T * | ^adrlnljörn Jjjónóóon Jdeiícluerzíu n | Laugaveg 39 — Sími 6003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.