Morgunblaðið - 24.11.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1946, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. nóv. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar. Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðs-ia, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eiiítakið, 60 aura með Lesbók. Húsnæðismálin HÚSNÆÐISMÁLIN hafa um langt skeið vérið ein mestu vandamál okkar íslendinga. íbúðarhús lands- manna hafa lengstum verið bygð úr efni, sem ekki er varanlegt. Fram undir síðustu aldamót voru nær öll okk- ar hús bygð úr torfi og grjóti. Ennþá býr fjöldi fólks til sjávar og sveita í slíkum húsum. En nútíminn gerir meiri kröfur í þessum efnum en for- tíðin. Þjóðinni hefir vaxið sá fiskur um hrygg, að hún, sem betur fer, sættir sig ekki við annað en ný og betri húsakynni. Með batnandi húsakynnum hefir heilbrigðis- ástandið breyst til stórbatnaðar. En ennþá er þó mikið verk óunnið í þessum efnum. Mikill fjöldi manna býr í vistarverum, sem hættulegar eru heilsu þeirra. Á síðasta Alþingi voru sett lög um mjög aukinn stuðn- ing við þau fjelagssamtök landsmanna, sem vinna að úr- bótum í byggingarmálunum. Síðan hafa ýmsar starf- stjettir myndað ný fjelög til þess að geta notið fríðinda þessara laga. Þó er hjer ekki nægilega að verið. En í þessu sambandi ber að athuga eitt atriði, sem áreiðanlega hefur ekki verið tekið nægilega með í reikninginn í umræðum cg ráðagerðum um þessi mál. Það er hagnýting þéss bygg- ingarefnis sem til landsins flytst. Til þess ber brýna nauð- syn að menn geri sjer það ljóst, hvaða byggingar eigi að ganga fyrir því. Ennfremur hvernig því fjármagni, sem fyrir hendi er til byggingarframkvæmda, verði skyn- samlegast varið. Það er áreiðanlega skynsamlegt, að íbúðarhúsabygg- ingar sitji fyrir um bæði þessi atriði. Þar er þörfin brýnust. Framleiðslan má að vísu ekki verða á hakanum, hún verð- ur að fá byggingarefni til nauðsynlegustu framkvæmda sinna. En margskon^r aðrar byggingar, þótt nauðsynleg- ar kunni að vera í framtíðinni, verða að bíða betri tíma. ísland er ekki eina landið, sem um þessar mundir þarf að glíma við þessi mál, þrátt fyrir þá sjerstöðu íslend- inga, að hafa nær allan aldur sinn búið í torfbæjum. Hvar- vetna í heiminum eru húsnæðisvandræði, mest þar sem styrjaldareyðileggingin er víðtækust. En flestar þær þjóðir, sem standa í miklum byggingar- framkvæmdum, hafa orðið að skipleggja hagnýtingu bæði byggingarefnis, vinnu og fjármagns.Þetta verðum við íslendingar einnig að gera. Við höfum dregið allt of lengi að gera það. Þessvegna hefur margskonar brask getað átt sjer stað í byggingarmálum okkar. Það hefur svo leitt til stórhækkaðrar húsaleigu og dýrtíðar. Að lokum þetta: Raunhæfar aðgerðir í þessum efnum eru óumflýjanlegar og þær þola ekki mikla bið. Skemtanaskatturinn FYRIR NOKKRU hefur verið flutt á Alþingi frumvarp um að % hlutar þess skemmtanaskatts, sem til fellur ár- lega, skuli renna í nýjan sjóð, er varið verði til þess að styrkja sveitir, kaupstaði og þörf til þess að eignast sam- komu- og íþróttahús. ^4 hluti skattsins á áfram að renna til Þjóðleikhússins, sem rekstrarstyrkur. Eiga þessi lög að taka giidi 1. júní 1948. Flutningsmenn þessa frumvarps eru þeir Sigurður Bjarnason og Ingólfur Jónsson. Hjer er áreiðanlega um þarft mál að ræða. Þegar Þjóð- leikhúsið er komið upp, er ekki nema eðlilegt, að fólkið utan Reykjavíkur fái skemmtanaskattinn til uppbygg- ingar fjelagslífi sínu, sem mjög er víða í molum. En heilbirgt fjelagslíf er æskunni nauðsynlegt. Hún helst ekki við á þeim stöðum, þar sem hún á þess ekki kost. Það er staðreynd, sem við íslendingar þekkjum vel og verðum að átta okkur á. Það verður þess vegna að vænta þess að þessum málum verði nánari gaumur gefinn. Leið þeirra Sigurðar frá Vigur og Ingólfs Jónssonar, er áreiðanlega skynsamleg. Þar er ekki gert ráð fyrir að leggja þungar byrðar á ríkissjóð til eflingar fjelagslífinu. Skemmtanaskatturinn er eðlilegur tekjustofn í þessum til- gangi. Hann greiddur af meginþorra landsmanna. \Jilueiji iírijar: ÚR DAGLEGA LlFINU Frægðarför karlakórsins. STÖÐUGT berast fregnir — gleðifregnir — af Karlakór Reykjavíkur vestur í Ameríku. Nú hefir kórinn nýlega verið á ferðinni í Islendingabygðum vestra, bæði í Kanada og Bandaríkjunum og má geta nærri að þar hafa verið fagn- aðarfundir. Jafnvel verslunarfyrirtæki hjer í bænum fá brjef frá við- skiftasamböndum sínum í Vesturheimi, þar sem þess er getið, að „íslensku söngvar- arnir“ eins og þeir nefna sig, hafi verið á ferö' og vakið á athygli fyrir góða frammi- stöðu. Þannig hefir t. d. firmað Gísli Jónsson & Co. nýlega fengið brjef frá Winconsin frá viðskiftamönnum sínum þar. Byrjar forstjórinn brjef sitt á að segja frá því, að hann hafi hlustað á karlakórinn í Eau Cláire, sem er um 16 km. frá heimili forstjórans. • Mikilsverð kynning. GETA nú jafnvel þeir, sem mest fussuðu, þegar talað var um vesturför karlakórsins, halað aftur i heila stöng og tekið gleði sína. Því sem bet- ur fer hafa allar hrakspár reynst falsspár, eða falsvonir. Ennþá eimir þó eftir af ill- girni hjer heima í garð kórs- ins, en hún hlýtur að hverfa. Sennilegt að aldrei hafi ís- land verið kynt jafnvel fyrir jafn stórum hóp erlendra manna eins og Karlakór Reykjavíkur hefir gert í Ame- ríkuferð sinni, því tugþúsundir Bandaríkjamanna hafa kynst Islendingum í fyrsta sinn á hinn ákjósanlegast.a hátt. Sje það sagt einu sinni enn. Hafi kórinn og forystumenn þessarar ferðar hinar bestu þakkir fyrir. Verðlaun fyrir gæt- inn akstur. ÞESS ER JAFNAN getið þegar ökumenn bifreiða aka ó- gætilega og verða sjer og öðr- um að tjóni. Það er líka sjálf- sagt og rjett og ætti að gera meira að þvi að birta nöfn ökuníðinga og segja ítarlega frá því hvernig á því stóð að þeir fóru sjer og samborgur- um sínum að voða. Það gæti orðið öðrum til varnaðar. Það ættu blöðin að gera sjer að reglu, því eins og sagt er frá öðrum slysum til þess að menn megi forðast slíkt ólán, eins ætti að skýra ítarlega frá bifreiðaslysum, jafnvel þótt ekki sje nema um smávægi- lega árekstra að ræða, En það ætti líka að geta hinna, sem aka ár eftir ár bæði hjer í bænum og úti um landsbygðina svo gætilega, ao aldrei verður að slys. Það ætti meira að segja að verðlauna slíka menn, sem gefa gott for- dæmi með gætnum akstri. • Verðlaunamerki. ÞAÐ MÆTTI útbúa sjer- stakt verðlaunamerki, sem veitt yrðu þeim bifreiðastjór- um, sem ekki valda neinu slysi á ákveðnu tímabili. T. d. í eitt ár. Slíkum merkjum ætti að úthluta einu sinni á ári, ef til vill væri skoðunartími bifreiða hentugugt tækifæri. Þetta merki mætti annað- hvort hafa þannig, að hægt væri að setja það upp í bílun- um sjálfum, eða bifreiðastjór- ar gætu borið það í jakkaboð- ungnum. Einnig mætti hafa merkin mismunandi, þannig að þau gæfu til kynna hve lang an tíma viðkomandi hefði ekið án þess að valda slysi, eða á- rekstri. Það mætti búast við að slík merki yrðu eftirsótt og að öku- menn gættu sín betur og með- borgara sinna í von um að verða sæmdur merkinu, eða fá leyfi til að hafa það í bíl sín- um. Ennfremur er líklegt að mönnum myndi sárt um að missa slík merki, ef þeir hefðu einu sinni fengið þau. Er ekki þetta hugmynd, sem hið nýstofnaða umferðaráð gæti tekið til athugunar, eða stjettarfjelagsskapur bifreiða- stjóra? Onnur hugmynd fyrir umferðarráðið. ÖNNUR hugmynd er það, sem koma ætti á framfæri við umferðarráð, en það er að sannreyna hvort bifreiðastjór- ar vinna verulegan’ tíma við það að aka um bæinn eins og byssubrendir. Hvað vinst t. d. mikill tími við það að aka eins og vitlaus maður og móti öllum reglum innan frá Elliðaám og vestur i Selsvör, — svo einhver vega- lengd sje tekin — á mótf því að aka á löglegum hraða og fara eftir settum umferðaregl- um og öryggi. Jeg gæti trúað, að munurinn væri ekki eins mikill og menn gætu haldið. Ætli bifreiða- stjórar myndu ekki halda sig við hægari ferð og meira ör- yggi, ef þeir sæju svart á hvitu, að það er ekki svo ýkja mikill tími sem vinst? Væri þetta ekki athugandi verkefni fyrir umferðarráðið? • Nátttröll Kristmanns á dönsku. NÝJASTA saga Kristmanns Guðmundssonar „Nátttröllið glottir“ er komið út á dönsku, og hefir fengið hina prýðileg- ustu dóma 1 dönskum blöðum. Á dönsku heitir sagan „Under Trollfjeldet11 og Hafnarblaðið Börsen telur hana með allra bestu, ef ekki bestu verkum Kristmanns. „Það er skáld, sem hefir skrifað þessa bók“, segir blaðið enn fremur. „Hver einasta mynd er heilsteypt og skýr. Það er kraftur og flug í frásögninni ,sem gerir „Nátt- tröllið glottir", að skáldsögu í ,meistaraflokknum“. Okkur Iselndingum hlýnar altaf um hjartaræturnar þegar við heyrum eða sjáum löndum okkar hrósað að verðleikum á erlendum vettvangi. Og það er gaman að sjá þessa dönsku við- urkenningu á snilld skáldsins í Hveragerði. MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. WatllllllllfMllllllfffM ÞYKIR þjer ekki Molotov vera heldur illa að sjer í ut-, anríkismálunum, sagði Þórar- inn við vin sinn, Hallgrím, í gær, er þeir sátu hver með sitt Morgunblað. Finst þjer það? segir þá Hall- grímur. Hann var einu sinni á þeirri skoðun, að þeir allra hæstu þarna austur frá, væru sama sem óskeikulir. Eða finnst þjer Þjóðviljinn ekki vera nógu kjaftfor, til þess að Móli geti haldið því fram að um deilu sje að ræða? Finst þjer að hægt sje að tala um deilu milli Islendinga og Bandaríkjanna um dvöl hersins hjer, þegar samningur hefir verið gerður um það milli þjóðanna að allur herinn verði farinn burt í vor? En það er ekki þar með sagt að Molotov sje ánægður með þann samning, sagði þá Hall- \ grímur. Og það getur þú skilið,! að ef Molotov er ekki ánægður,! þá getur Þjóðviljinn ekki ver- j ið ánægður heldur. Þjóðviljinn, segir þá Þórar- inn. Sjer er nú hver þjóðvilj inn í þess orðs rjettu merk- ingu. Eða finst þjer ekki dá- lítið óviðkunnanlegt, að kalla það blað Þjóðvilja, sem er al- gerlega á valdi erlenúra manna, að því er snertir skoðanir og stefnu í öllum málum? Mjer finst það ekki skifta mildu máli hvað blaðið heit- ir, segir þá Hallgrímur. Aðal- atriðið er hvað í því stendur. Seildust ekki útgefendur blaðsins eftir því að láta blaðið heita þessu nafni til þess að breiða yfir það, að stefna þeirra sem í blaðið skrifa er sú að taka ráðin af þjóðinni, láta fótum troða vilja þjóðar- innar þegar þeim býður svo við að horfa eða öllu heldur þegar erlendum húsbændum þeirra býður svo við að horfa. Hvernig heldur þú, að hægt sje að þjóna tveim herrum á þann hátt, að fylgja í einu og öllu vísbendingum og fyrirskipun- um frá erlendu einræðisríki en samtímis fylgja vilja íslensku þjóðarinnar? Eins og vilji íslendinga og rússneskra manna geti ekki farið saman, sagði þá Hall- grímur. Jú, það hefir sýnt sig að fá- einir íslenskir menn geta vel lagst svo lágt, að ráða sig í þjónustu hins austræna kom- múnisma, verða hluti af þeirri miklu hópsál, sem vill útþurka þjóðerni og þjóðrækni og gera t. d. íslendinga að hverfandi smáögn í þjóðahafi, sem ein- valdur af austrænum uppruna að öllu leyti ræður yfir. Heldur þú að það sje nokk- ur leið til þess að svæfa svo dómgreind, þjóðerniskend og frelsisþrá íslensku þjóðarinnar að hún beygi sig fríviljug und- ir það allsherjarok? Heldurðu að þetta geti orðið þjóðarvilji? Forfeður okkár leituðu út hingað, til þess að geta notið hjer þess frelsis er þeir leit- uðu árangurslaust að á meg- inlandinu. Það er mikið ótrú- legra að hægt verði nokkurn- tíma að fá íslendinga til þess Framhald af bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.