Morgunblaðið - 24.11.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. nóv. 1946 BLÓÐSUGAN Cftir JoL VI CjOOcllAJÍ VI ■uniniiniimiiiiiiiiinnnni;tnimiii!iinnTnnnimi!iiiiiiini!i tiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiura 47. dagur — Þjer segið, að hann hafi verið lifandi • þegar þjer kom- uð inn, sagði hann við lög- regluf or ing j ann. • — Það var hann. — Það getur ekki hafa ver- ið annað en einhverjar dauða- teygjur, svaraði læknirinn. — Það hjelt jeg líka, svar- aði hinn. — Jeg býst við, að hann hafi dáið meðan jeg leit á hann. Jeg var að vona, að hann gæti kannske sagt eitt- hvað — hann rjett hafði með- vitund og virtist vilja segja eitthvað en gat ekki. — Nei, til þess hefir hann verið oflangt leiddur. Og hjeð an af getur hann það að minsta kosti ekki. Veslings maðurinn. Þrátt fyrir það, þótt læknirinn hefði sjeð sitt af hverju á langri æfi, gat hann ekki annað en orðið hrærður af þessu, sem hann hafði nú sjeð. — Jeg þekkti hann vel. Þjer voruð að vona, að hann gæti sagt eitt- hvað, var ekki svo? Er þá nokkuð dularfullt við þetta. Maðurinn, sem sótti mig, sagði mjer, að .... — Nei, það er víst eins lítið dularfult og hugsanlegt er, svaraði foringinn beisklega — Ef Massingham hefði get- að sagt nokkuð áður en hann dó, hefði það ekki verið ann- að en staðfesting þess, sem við vitum þegar. En annars á jeg ekki að vera að tala um þetta. Vilduð þjer gera svo vel og bíða hjer þangað til yfirmenn mínir koma af stöðinni. Þeir hljóta að koma á hverju augna bliki. — Jeg verð víst að gera það, svaraði læknirinn, en sneri sjer undan, til þess að þurfa ekki að horfa á líkið. — Jeg hefi þekt Massingham árum saman, en hinsvegar var jeg stuðningsmaður Ormes og var hjá honum hjerna í herberg- inu seinast í gær. Jeg trúði á Orme. Og jeg vona enn, að honum takist að hreinsa sig af þessu. I þessu vetfangi komu tveir menn inn í herbergið, það var yfirforingi og maður sem ekki var einkennisbúinn, úr rann- sóknarlögreglunni. Þeir voru báðir ’alvarlegir, er þeir gengu að verki sínu. — Sagði fanginn nokkuð, Bruce? spurði yfirforinginn þegar hann hafði litast um. Foringinn las óbreytt orð Ormes upp úr vasabók sinni. Yfirforinginn virtist lítið leggja upp úr þeim, en spæjarinn hlustaði með athygli. — Það er eftir að vita, hvort nokkur annar hefir getað kom- ist hjer inn, sagði hann. — Jeg þarf fyrst að heyra sögu gest- gjafans. Hann fór síðan að tala við Marlow, r var eins og utan við sig d var að hressa sig á konjaki. Á meðan rannsakaði vfi 'nn vasa líksins. Þar var eivxert að finna, sem neinar upplýsingar gæti gefið. I vösunum var leð- urveski og í því 25 einspunds- seðlar, og tveir tíunundaseðiar. Annars ekki neitt nema nokkr ir ’ smápeningar og nokkrir prentaðir kosninga-fregnmið- ar. Spæjarinn kom inn aftur. — Þetta virðist vera nokk- uð greinilegt altsaman, sagði hann. — Mjer skilst, læknir, að þjer hafið verið kímnugur hinum látna? — Já, jeg þekkti hann'mæta- vel, en hinsvegar get jeg ekk- ert sagt um neitt, sem hjer hefir skeð áður en jeg var til- kallaður. •— Þjer getið samt sennilega svarað einni spurningu, sem getur verið mikilvæg: Það virðist, sem Orme hafi ekki verið í neinni vináttu við mann inn, sem myrtur var. Getið þjer hugsað yður nokkurn annan mann, sem hefði getað viljað Massingham feigan? Læknirinn hikaði. — Jeg get engan látið mjer detta í hug, sem hefði getað haft hag af þessu, svaraði hann. En þar fyrir geta nógir verið til. Spurningum eins og | þessari vil jeg annars heldur svara fyrir rjettinum. — Jeg er aðeins að reyna að finna eitthvað, sem geti bent á það, að við höfum ekki náð í rjettan mann. En það er best að taka þetta eins og það ligg- ur fyrir. Er nokkur möguleiki til þess, að hann hafi sjálfur veitt sjer sárið? — Tæplega. Spæjarinn tók upp hnífinn. — Morðið var framið með þessum hníf, læknir, eða hvað? — Vafalaust er sárið eftir þennan hníf, svaraði lækirinn og var ekki trútt um, að óþol- inmæði kendi í röddinni. — Þetta er skrítið vopn, sagði yfirforinginn og leit á hnífinn. — Það er hermannarýtingur, svaraði spæjarinn, — eins og notað var á vígstöðvunum 1916. Hefir nokkur snert á honum, Wilson, síðan líkið fannst? — Jeg hefi sjeð um, að ekk- ert væri hreyft hjer inni, svar- aði yfirforinginn. — Þá hlýtur að vera eitthvað á honum af fingraförum, sem ættu að geta gefið glöggar bendingar. Hann skoðaði hnífinn hinu- megin. Á efstu þumlungslengd inni af blaðinu, sem ekki var neitt blóð á, var greinilegt fingrafar, rjett uppi við hjölt- bleyti. Hver gat verið ráðning- in á þessari blóðugu gátu? Hver hafði myrt Massing- ham? Hver var maðurinn og hvaða ástæðu gat hann haft til að fremja svona viðbjóðs- legan glæp? Hversvegna átti þessi djöfull í mannsmynd að koma og drepa meðbróður sinn og hverfa svo, þannig að ekki sást urmull eftir af hon- um? Og svo hagaði forsjónin því svo níðangurslega að grun- urinn fjell beint á Orme, eina þekta andstæðing Massing- hams. En ein hugsun greip hann öðrum fremur. — Margaret, sagði hann í hálfum hljóðum. — Elskan mín. Hvað, eru min vandræði móti því, sem hún verður að þola? Hvernig ætli mjer væri innanbrjósts í hennar sporum? Og ef þetta fer illa, hvílík hug- arkvöl. Ef jeg aðeins gæti hitt hana og huggað hana. Hann fleygði sjer á bekkinn í beiskum hugleiðingum. Þó missti hann ekki kjarkinn eitt augnablik. — Það hefði hann heldur ekki gert þó snara böð- ulsins hefði lagst að hálsi hon- um. Forlögin höfðu leikið hann grátt og hann vissi, að margir saklausir menn höfðu orðið að þola dauðarefsingu á undan honum. En annars var hann ekki mjög hræddur um, að svo illa færi og trúin á rjettlætið var sterkur þáttur í Orme. Lykillinn hringlaði við skrána og fangavörðurinn kom með gest með sjer. Það var málfærslumaður hans, Harold Poynter, duglegur ungur lög- fræðingur, sem hafði unnið með Orme við kosninguna. — Þeir höfðu þegar talast við um morguninn því Orme hafði gert honum boð að koma taf- arlaust. Lögfræðingurinn var alvar- legur og kvíðafullur. — Jeg er búinn að athuga málið, eins og það nú liggur fyrir, Orme, sagði hann, um leið og þeir heilsuðust. — Þú veist auðvitað, að þú hlýtur að koma fyrir rjett, og það eina, I sem við getum þar gert, er að fá frest á vörninni, þangað til dómþingin hefjast. — Sjáðu nú til, Poynter, sagði Orme. — Jeg er þegar Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. 27. hjá stóru saltvatni, þar sem syntu óteljandi hryllilegar skepnur. Þar voru kvikindi, sem líktust selum að öðru leyti en því, að hálsar þeirra voru óralangir, tíu fet eða meira, og höfðu ægilega kjafta með miklum skögultönn- um. Þarna voru líka risaskjaldbökur, sem syntu um. —• Ferry vissi um einhver fortíðardýr, sem hann sagðist þekkja þarna, og jeg efaði ekki að þetta væri rjett hjá honum. Þessi kvikindi hefðu getað verið hvað sem var. Þessar skepnur litu þannig út að skrokkurinn á þeim var eins og á hval, en hausinn eins og á krókódíl. Dían sagði hvað þessar skepnur hjetu á máli landsmanna. Næst þegar áð var, heppnaðist Hoja hinum slæga að komast svo nærri Dían, að hann gat náð til hennar. Þegar hún sá hann svona nálægt sjer, sneri hún við honum bak- inu eins og konur eru vanar að gera, ef þeim geðjast ekki framferði mannaa. En Hoja þreif þá óþyrmilega í hand- legginn á henni og kippti henni að sjer. Jeg var þá ekki orðinn kunnur siðum þeim, sem ríktu ! í Pellucidar, en samt þurfti jeg ekki annað en að sjá augna- íáðið, sem Dían sendi mjer, til þess að gera það, sem jeg' gerði. Jeg vissi ekki hvað Hoja ætlaði sjer, en áður en hann hefði tekið í stúlkuna með hinni hendinni líka, sló jeg hann eitt hægrihandarhögg, svo hann datt niður eins cg skotinn. Fagnaðaróp glumdi við frá hinum föngunum, og einnig v arðmönnunum, sem sjeð höfðu atburð þenna, ekki vegna þess að jeg hafði verndað stúlkuna, eins og jeg síðar komst að raun um, heldur vegna hinnar frumleg'u að- ferðar sem jeg hafði beitt til þess að fella Hoja, en þessa aðferð þekktu þeir alls ekki. Og stúlkan. Fyrst leit hún á mig með udrun í augum, en svo draup hún höfði og hálfsneri sjer undan og kaf- roðnaði. Andartak stóð hún þannig þögul, en svo lyfti hún höfðinu aftur og sneri stoltaralega baki við mjer, eins og hún hafði gert við Hoja. Sumir fanganna hlógu og mjer sýndist Ghak hinn loðni verða æði svartur á svipinn, þeg- ar hann leit á mig. Og það sem jeg sá af andliti Dían varð allt í einu náfölt. Skömmu fyrir hádegi daginn eftir, var Orme á gangi eirðar- I laus um gólfið í klefa sínum á lögreglustöðinni í Westington., Þetta var ekki óþægilegur klefi, eftir því, sem slíkar, vistarverur gerast, en eftir svipnum á andliti Ormes að, dæma, hefði það vel getað ver- ið pyntingarherbergi. — Hefi jeg verið of viss í minni sök? tautaði hann. — Jeg er alsaklaus eins og ófætt barn og í gær þóttist jeg svo viss um það, með sjálfum mjer, að jeg færi hjeðan frjáls mað- ur í dag. En með hverjum klukkutímanum, sem líður vex efi minn. Forlögin hafa riðið einkennilegt net utan um mig. Hann stikaði fram og aftur, í klefanum og lagði heilann í búinn að fá hjer um bil það, ^ sem jeg þoli. Segðu mjer nú blátt áfram: Get jeg orðið dæmdur sekur um glæp, sem jeg hefi ekki framið? — Jeg skal segja þjer það í1 sem fæstum orðum, svaraði Poynter. — Það geturðu vel, nema því aðeins að við fáum einhverjar nýjar sannanir í hendurnar. Málið getur ekki litið verr út en það gerir. En jeg skal vinna fyrir þig, svo langt sem jeg næ — af því jeg trúi á sakleysi þitt. — Ef þú ekki gerðir það, svaraði Orme, — myndi jeg biðja þig að hypja þig hjeðan burt. iiHMnmMnainiiin iMirilllNllOMMMnMllM WlaymlhA ^Loriaciuð næstan««rr»»-iftjjrniaBu> •«'r-cF>r 5‘mi Oscar Wilde hitti einhverju sinni mann nokkurn, sem hann hafði áður sjeð, en þekti nú ekki í svipinn. En hann áttaði sig brátt, hneigði sig kurteis- lega fyrir manninum og sagði: — Jeg bið yður að afsaka, að jeg skyldi ekki strax hafa þekt yður — jeg hefi breyst töluvert. ★ I lcvikmyndinni Humores- que, segir Oskar Levant við stúlku, „Vín gerir yður fal- lega“. „En jeg hefi ekki bragðað vín“, svarar hún. „Jeg veit það“, andvarpar Levant, en jeg er fullur“. ★ Fyrir um 50 árum síðan til- kynti einkaleyfisskrifstofa Bandaríkjanna, að búast mætti við sárafáum uppfinningum í framtíðinni, þar sem svo að segja allt hefði þegar verið fundið upp. ★ I Hollywood: — Elskan mín, við verðum að fresta giftingu okkar í nokkrar vikur. — Hvers vegna, hjarta mitt? Elskarðu mig ekki? — Auðvitað — en jeg var að giftast öðrum manni. Hljómsveitarstjórinn Jerru Wald segist hafa heyrt eftir- farandi samtal milli nýgiftra hjóna í Hollywood: — Eigum við ekki að reyna að skemta okkur almennilega í kvöld? ! — Allt í lagi, svaraði frúin, skildu eftir ljós, ef þú kemur heim á undan mjer. ★ Eftirfarandi taugahrellandi frjett hefir borist frá London: Listanefnd sú, sem hefir yfirstjórn hringleikahúsa í Sovietríkjunum, hefir harð- lega gagnrýnt ræður trúðanna. Verða haldnir fundir á næst- unni, til að sjóða saman ræður, sem eigi betur við stefnu ein- asta flokks Rússlands.. * Tímaritið „Time“ skýrir frá því, að bifreiðastjóri nokkur í Washington, William H. Burt- on að nafni, hafi brotið 34 um- ferðareglur á tíu mínútum, verið sektaður um 1,375 doll- ara og fengið 495 daga fang- elsi, þegai ha n gat ekki greitt sektina. 'k Það voru þúsund bandarísk- I ir hershöfðingjar, þegar þeir voru flestir í síðari heimsstyrj öldinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.