Morgunblaðið - 19.12.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 19. des 1946 ! iiuumutmimuimimiUD B BLÓÐSUGAN Qt ir J}°L nCjoodwi SwBiríirmmimnnmiínmmumfBfluaKssfUiiíiminmiii miimMiimmmmmuuiimiiiiiiiMmimiimiiiiiiiiiiiiimma 68. dagur — Jeg hef ekki nema eitt svar við því, svaraði Blóðsug- an hörkulega. — Þjer munið kannske hvað bindur yður hjer. Jeg hef aldrei minnt yður á það fyrr og bið yður að neyða mig ekki til þess nú. Allra síst nú get jeg þolað, að þjer bregð ist mjer. Þjer verðið kyr og þjónið mjer eins og hingað til og framkvæmið skipanir mín- ar. Jeg ætla því ekki að hlusta á þessa uppsögn yðar og skojða hana sem ósagða. — Því miður, sagði konan með trega, — hafið þjer ekki vald yfir því. Hvorki þjer nje jeg getið ráðið við það. — Hvað meinið þjer? rtokkrar fyrirskipanir? bætti — Ekki annað en það, svar- aði konan, — að jeg á skamt eftir ólifað. Blóðsugan hrökk við og gréip andann á lofti, en kon- an hjelt áfram rólega: — Mun- ið þjer eftir því, að.í gær eða fyrradag sagði jeg yður, að jeg yrði að fara til læknis, en gerði hinsvegar ekki mikið úr veikindum mínum. Jeg segi yður altaf til þegar svo stend- ur á, ef ske kynni, að það gæti komið til óþæginda. Nú, jeg viesi annars sjálf, að sjúkdóm- urinn var ekkert óverulegur. Jeg fór til mannsins, sem þjer vísuðuð mjer á, þessa mikla sjerfræðings. Og hann kvað upp yfir mjer dauðadóminn. Ef maður telur frá öll fræði- or^in, sem þessir menn nola, þá hljóðar hann þannig, að i þetta er hjartveiki á háu stigi og ólæknandi. Mig hafði lengi grunað þetta og það fer svo fjarri því, að það hryggi mig, að það er mjer þvert á móti gleðiefni. í stuttu máli sagt: Jeg get aldrei lifað ár enn, ef til vill mánuð, kannske aðeins nokkra daga. Það er rjett, að þjer fáið að vita þetta, því í j rauninni snertir það yður j miklu meira en mig. Þess- vegna vara jeg yður við, svo þjer getið verið viðbúin. Harkan hvarf af andliti Blóðsugunnar. Hún greip gulu höndina á konunni og með- aumkunin skein út úr svip hennar. — Veslings Sofia, sagði hún, — aldrei hefði mjer dottið þetta í hug. — Það er hræði- legt. Hefði jeg vitað það .... — Þjer skuluð ekki ásaka sjálfa yður, svaraði konan. — Það er ekki yður að kenna, heldur fyrirhugað af forlögun- um. Hjelduð þjer kannske nokkurntíma, að jeg myndi j bregðast yður . til þess að! ganga í annara þjónustu?. Þjer, sem jeg skulda svo mik- ! ið! — Það er ekki mikið, svar- £ði Blóðsugan með hrolli. — Nóg fyrir mig. Þjer þekk- ið sögu mína vel. Jeg hef syndg að mikið og líka fengið mikla refsingu. Heimurinn hafði ekk I ert við mig að gera. Jeg var úrhrak, sem enginn vildi líta við. En mjer stóð það á sama: Þfeð var mín refsing. — Þjer eruð ekki ein um það, sagði Blóðsugan. I — Yður er það að þakka, að jeg fjekk nokkurntíma frið, sagði konan. —' Oll þessi ár hef jeg þjónað yður án þess að spyrja nokkurntíma nokkurs. Þjer heimtuðuð lítið af mjer. Hvað þjer gerið og hvers- vegna þjer gerið það, varðar mig ekki um. Litla húsið út við borgarmúrinn var mitt athvarf og þar hef jeg fundið frið og hvíld. Að fara þaðan og hing- að daglega og gera það, sem þjer skipuðuð mjer, fjell mjer vel. Blóðsugan kinkaði kolli. — Jeg hefði heldur aldrei þorað annað en hlýða yður, hjelt konan áfram, — en þjer hafið aldrei ógnað mjer. Þess þurfti heldur ekki við. Jeg held, að þjer sjeuð eina mann- eskjan, sem nokkurntírrja hefir verið mjer góð. Því það hafið þjer verið — á yðar hátt. Og peninga hef jeg haft. og bað meiri en jeg þurfti. Og frí á hverju ári, svo jeg hef getað faíið í litla kofann í Devon, þar sem jeg gat verið ein míns liðs. Hún hallaði sier aftur á bak og leit á húsmóíur sína. — Jeg þekki yður sem frú Gordon frá Gordon Ltd. Þjer gætuð verið morðingi án þess, að jeg vissi nokkuð um það. En svo langt sem minn verka- hringur nær, getið þjer reitt yður á mig og trúmennsku mína, hvað, sem fyrir kann að koma. Jeg bið þess eins að jeg bregðist yður aldreL — Þjer getið ekkí haldið á- fram svona .... núna, sagoi Blóðsugan dræmt. — Það er ómögulegt! — Víst get jeg það, flýtti konan sjer að segja. — Jeg þjáist ekkert .... eða mjög lítið. Mjer líður eins vel hjer við verk mitt, eins og nokk- ursstaðar annarsstaðar. Jeg fer ekki nema þjer skipið mjer það. Þegar dauðinn kemur, verð jeg fljót að fara; það sagði læknirinn mjer. Og jeg býst ekki við, að það verði alveg strax. En það var skylda mín að vara yður við og láta yður svo athuga málið. Blóðsugan sat nokkur augna- blik þegjandi. — Fyrst þjer eruð fús til að halda áfram, sagði hún, — er best að leggja það á hættu. Jeg hef aldrei talað við yður um málefni mín, en nú skuluð ( þjer samt hlusta á mig. Jeg myndi venjulega ekki þora að ( segja það, en fyrst þjer eigið! skamt eftir ólifað, kann það að verða yður nokkur huggun. Jeg er að vinna fyrir lífi og! hamingju fólks, sem þjer hafið( sennilega ekki meira en svo. heyrt nefnt á nafn. Jeg er að | berjast fyrir því, að rjettlætið j nái fram að ganga og móti ó- | segjanlegu grimdaratferli. En, ef þjer hlýðið skipunum mín- um og það svona að dauða kom in, eigið þjer yðar þátt í þessu mannúðarverki. — Þetta gleður mig að heyra, sagði konan. — Lofið mjer þá að hjálpa að gera góðverk áð- ur en jeg dey. Blóðsugan lagði höndina á öxl aðstoðarkonu sinnar. — Þjer eruð hugrökk kona, sagði hún. — Jeg ætla þá að taka boði yðar. Það er ekki eins hættulegt fyrir mig að eiga það á hættu að missa yð- ur þá og þegar en fara að gera breytingar á þessu stigi máls- ins. Það er að vísu hættulegt áform, en jeg hef samúð og meðaumkun með yður, sem jeg get ekki lýst með orðum. — Þá skuluð þjer ekki eyða þeim orðum á mig, svaraði kon an og brosti ofurlítið. — Ef til vill er jeg hamingjusamari en þjer. — Það kann vel að vera, svaraði Blóðsugan lágt. — En lofið þjer mjer nú að vera einni í nokkrar mínútur. Það j er aálítið, sem jeg þarf að, gera. . 1 Konan fór út. Blóðsugan sat I o-íurlitla stund hugsandi, en loks tók hún upp úr skúffu | skjal eitt, skrifað með greini-1 legri rithönd. Fyrirsögnin var með feitu letri. „Síðasti vilji og erfðaskrá Sofiu Gordon“. Blóðsugan las skjalið vand- lega og með eftirtekt. Hún horfði á undirskriftir vitund- arvottanna neðst á skjalinu. — Þetta gildir enn, sagði hún við sjálfa sig. En það var ekki nema rjett að gera hana nógu snemma, hvað sem fyrir kynni að koma. Jeg breyti henni ekki neitt. Þegar þessi erfðaskrá hefir verið fram- kvæmd, verður ekkert til með nafninu Gordons Ltd. En þang- að til er hættan mikil, og verst er, að jeg hef engin ráð til að verjast henni. Jeg verð að fela forsjóninni alt. Hún setti erfðaskrána í stórt umslag, setti það í svörtu tösk- una, sem hún bar í beltinu, og kallaði á fulltrúa sinn. Hann kom tafarlaust og svipur hans bar þess, vott, að hann væri ánægður með sjálfan sig. En þegar hann leit framan í hús- móður sína, hvarf ánægiusvip- urinn fljótt. — Hjer eru skýrslurnar frá Westington, sagði hr. Drave og lagði bunka af vjelrituðum örkum fyrir framan húsmóður sína. — Jeg vona, frú, að við veiðum refinn innan skamms. — Hún tók við blöðunum og las þau með rnikilli eftirtekt. — Vincent ,hefir orðið vel ágengt, sagði hún við Drave, -— en aðalatriðin sem við þurf um á að halda, sleppa altaf framhjá honum. Hvar eru sann anirnar, sem jeg heimtaði? — Erviðleikarnir eru geisi- lega mklir, frú, svaraði Drave, — en mennirnir eru komnir á sporið, þó óglöggt sje, og jeg er sannfærður um, að þessar sannanir fást áður en lýkur. Blóðsugan stóð snöggt úr sæti sínu. — Áður en lýkur!? sagði hún harkalega. — En hvenær verður það? Sex vikur eru þeg ar liðnar, en verulegur árang- ur er enn sem komið er, mjög óverulegur. Þetta verður að ganga eitthvað. Sendið ,þjer Vincent boð að flýta sjer, hvað sem það kostar. Því hjeir getur töfin orðið hættuleg. BEST AÐ ATiGLVSA f MORGUNBIJVÐINTJ Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS, 47. jeg að gæta hinnar mestu varúðar og þreifaði mig áfram meðfram öðrum veggnum. Að því kom þó brátt, að bjartara varð í kringum mig, og að lokum kom jeg að þrepurn, sem lágu upp á við og í áttina til ops, sem hádegissólin skein inn um. Jeg læddist varlega upp stigaþrepin og í áttina að opinu, og er jeg gægðist út, sá jeg fram undan mjer hið víðlenda sljettlendi Phutru. Hinir fjölmörgu, háu granitturnar, -sem standa við hlið neðanjarðarborgarinnar, stóðu and- spænis mjer, en fyrir aftan þá teygði sljettan sig í áttina til hæðanna í fjarska. Það var því augljóst, að jeg var kominn út fyrir borgina, og mun betur leit þannig út með flóttatilraun mína. Það fyrsta, sem mjer datt í hug, var að bíða myrkurs, áður en jeg legði út á sljettuna; en allt í einu minntist jeg þess, að p Pellucidar skín hádegissólin að staðaldri, og gekk því brosandi fram í dagsljósið. Mittishátt gras grær á sljettum Phutru, en á enda hvérs blaðs er örlítið, fimmhyrnt blóm, — skær, marglit blóm, sem auka enn fegurð þessa einkennilega, en þó stórfeng- lega landslags. En það eina, sem vakti fyrir mjer þessa stundina, var að finna griðland í hæðunum í fjarska, svo jeg hraðaði ferð minni og tróð á allri fegurðinni. Perry segir að að- oráttaraflið sje minna á yfirborði innra heimsins en þess ytra. Hann skýrði þetta allt fyrir mjer einu sinni, en jeg var aldrei sjerlega vel að mjer í þessum efnum, svo flest er þetta nú gleymt. Þó minnir mig að hann segði, að ástæðan fyrir þessu væri aðdráttarafl þess hluta ytri jarð- skorpunnar, sem væri fyrir ofan þann stað á Pellucidar, þar sem maður væri í hvert sinn staddur. En hvernig, sem þessu kann að vera varið, fannst mjer alltaf að jeg' fara hraðar yfir á Pellucidar en í ytri heiminum — það var eins og maður væri svo ljettur á sjer, líkt og stundum kemur fyrir í draumum. Og þar sem jeg nú gekk yfir hið blómumþakta sljett- lendi á Phutra, þótti mjer jeg næstum fljúga. Því meira, sem mjer var hugsað til Perry, því minna gladdist jeg yfir hinu nýfengna frelsi mínu. Mjer fannst Jud konungur á Bikiney-ey, þar sem tilraunin var gerð með atomsprengjuna, vilh nú halda heim aftur, þrátt fyrir hina miklu eyðileggingu, sem var þar. 169 þegnar hans eiu reiðubúnir að fylgja honum. Ben Wyatt, flotaforingi, heíir hinSvegar neitað honum um að verða við þessari ósk. ★ Raunverulegur Skoti. Skotskur kauppiaður lá bana leguna. „Ert þú hjer, María?“ hvísl- aði hann. „Já, elskan mín“, svaraði konan. „Er Hetty hjerna líka?“ ,,Já, Hetty er hjerna einn- ig“. „Og Ben?“ ,,Já, öll börnin eru hjerna“, „Öll“, sagði Skotinn með svaraði móðirin. undrun og gremju í röddinni. „Með leyfi að spyrja, hver gætir búðarinnar?“ ★ „Fræðslumálastjórnin hefir gert skólabörnin að analfabet- um“, skrifar svissneska blaðið „Bændatíðindin“, vegna þess að hætt er að kenna þeim að lesa gotneska letrið. — Nei, jeg gæti aldrei hugs- að mjer að giftast manni, sem skrökvaði að mjer. — Nú, þú hefir þá ráðgert að giftast aldrei. -k Maðurinn: Hvað sagði lækn- irinn? . Konan: Hann leit á tung- una í mjer og gaf mjer síðan styrkjandi meðal. Maðurinn: !!! Nokkrir ungir menn í Banda ríkjunum hafa keypt land- spildu í suð-austur Alaska fyr- ir 150,000 dollara og hafa á- kveðið að stofna þar nýlendu. Hafa þeir þegar fengið 1000 innflytjendur. Borga þeir hver um sig 100 dollara fyrir land- spildu. ★ Tjekkar hafa hafið undir- búning að því að efla mjög kvikmyndaiðnað sinn. Hafa þeir samið fimm ára áætlun um byggingu kvikmyndabæjar skamt fyrir utan Prag. Verður það stærsta kvikmyndastöð í Evrópu. ★ i Við sjáum hlutina ekki eins og þeir eru, heldur eins og við erum. — H. M. Tomlinson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.