Morgunblaðið - 19.12.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 19. des 1948 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSann.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. I lausasðlu 50 aura eiiitakið, 60 aura með Lesbók. Furðuíregnin SÍÐASTLIÐINN mánudag birtir Ríkisútvarpið þá fregn frá frjettaritara Reutersfrjettastofunnar í New- York, að meðal manna, „sem nærri standa ísiensku sendinefndinni á þingi Sameinuðu þjóðanna“, sje látinn í ljós ótti um „að áhrif Ráðstjórnarríkjanna á ísiandi haldi áfram að vaxa, aðallega vegna þess, að svo virðist sem Bretar og Bandaríkjamenn láti sig engu varða fjár- hag íslands“. Er þvínæst sagt að íslenskir fjármálasjer- íræðingar bendi á, að á stríðsárunum hafi meginið af fiskframléiðslu íslands verið seld Bandaríkjamönnum, en framleiðslan gengið til Breta. Hinsvegar hafi hvorki Bretar nje Bandaríkjamenn tiljað kaupa fiskinn af ís- lendingum s.l. ár, en þá hafi Ráðstjórnarríkin gert gott boð í fiskinn. Sama endurtaki sig aftur nú. Því næst seg- ir í fregn þessari, að aðstaða íslendinga á fjármálasvið- inu sje flóknari fyrir þá sök, að öflugur kommúnista- flokkur sje í landinu, er haldi uppi miklum áróðri fyr- ir því, að hagkvæmara sje fyrir ísland að beina viðskift- um sínum til Sovjetríkjanna, í stað þess að tengja þau við lýðræðislöndin í vestri. Þetta var aðalefni í Reutersfrjettaskeytinu, sem út- varpið birti. ★ Hver heilvita íslendingur hlaut strax við fyrstu kynni þessa dularfulla frjettaskeytis, að vera þess full- viss, að fregn þessi var ekki komin frá neinum ábyrgum íslendingi. Svo fjarstæðukend var fregnin, og svo fjarri raunveruleikanum í verslunar- og utanríkispólitík ís- lands. Því að Islendingar hafa margsinnis lýst því yfir, að þeir vilji hafa vinsamleg viðskiftasambönd við sem flestar þjóðir. Þetta h^fir verið keppikefli íslendinga. Rjett er það að vísu, að kommúnistar hafa ekki farið dult með þá skoðun sína, að íslandi bæri að beina aðal- viðskiftum sínum til Sovjetríkjanna, og þjóða í Mið- Evrópu, en hætta að mestu viðskiftum við Breta og Bandaríkin. En þessi boðskapur hefir áreiðanlega ekki byr hjá íslensku þjóðinni, enda fjarstæða að halda slíku fram í alvöru, eins og legu og staðháttum er háttað. íslendingar vilja ekki vera háðir neinni einni þjóð með viðskifti sín. Þjóðin vill hafa vinsamleg viðskifti við allar þær þjóðir, sem vilja kaupa framleiðsluvörur hennar og geta selt þær vörur, sem þjóðin þarfnast. Þetta er í fáum orðum verslunarpólitík Islands. ★ # Furðufregn Reuters virðist hafa verið kærkomin Þjóð- viljamönnum, því að þeir hafa síðan fregnin birtist aus- ið svívirðingum yfir fulltrúa okkar á þingi S.þ. og stimpl- að þá landráðamenn! Annars er einkennilegt hve Þjóðviljanum er ant um að koma landráðastimpil á andstæðinga sína. Birtist varla svo nokkur pólitísk grein í Þjóðviljanum, að ekki sjeu þar fleiri eða færri stimplaðir landráðamenn. Hver er tilgangurinn? Er með þessu verið að rugla dómgreind þjóðarinnar á því, hvað landráð raunverulega sjeu? Hugsanlegt er, að það gæti síðar meir komið sjer vel fyr- ir einhverja, að þjóðin gerði sjer ekki grein fyrir hvað felst í glæpnum landráð. ★ En furðulegast af öllu er, sem fram kemur í skrifurh Þjóðvilj&ns og óbeinlínis einnig í Tímanum, að það standi að einhverju leyti í sambandi við Reutersfregn- ina, að Bretar hafa fyrir skömmu sóst eftir kaupum á afurðum okkar fyrir gott verð. Þessi málaleitan Breta var komin áður en Reutersfregnin, og er í eðlilegu sam- hengi við verslunarástandið í heiminum. Við erum svo hepnir íslendingar, að framleiða mikið af dýrmætri vöru, síldarolíu og þorskalýsi, en það er einmitt þessi vara, sem skapar samkepni um okkar framleiðslu. ÚR DAGLEGA LÍFINU Koma sigri lirós- andi. - KARLAKÓR REYKJAVÍK- UR er kominn heim eftir hina mestu frægðarför til Bandaríkj anna. —Það má nú segja að þeir fjelagar komi heim sigri hrósandi. Það vildi svo til að þeir komu heim flugleiðis og bæjarbúar fengu því ekki tæki færi til að taka á móti þeim, eins og þeir hefðu viljað. Það er sem jeg sjáí karlakórinn, ef þeir hefðu komið með skipi. Þá hefðu þeir orðið að taka lagið fyrir allan mannfjöldann, sem héfði komið til að taka á móti þeim á hafnarbakkanum. Það hefði nú heldur enn ekki verið fagnaðarlæti. Við Reykvíkingar megum vera sjerstaklega hrifnir af för karlakórsins vestur um haf, en vitanlega höfum við ekki neitt einkaleyfi til þess, því þeir fjelagar hafa komð fram sem íslendingar fyrst og fremst og gert garðinn frægan sem slík- ir. — Veri þeir velkomnir heim. Hafi þeir þökk fyrir góða frammistöðu. Það, sem við gætum. ÞANNICí á okkar landkynn- ing einmitt áð vera, eins og Karlakórinn hefir nú nýlega sýnt. Tugir þúsunda manna í Ameríku þekkja nú meira til íslands en áður eftir að þeir sungu í 60 borgum. '•— Það eru margir, sem halda því fram, að það skifti ekki miklu má-li hvað útlendingar einhversstað- ar úti í heimi haldi um okkur. — En það er hrapalegur mis- skilningur. Það skiftir einmitt miklu máli. Það skiftir máli fyrir ' utanríkisverslun okkar og þar með afkomu. — Það skiftir miklu máli fyrir sam- neyti okkar við aðrar þjóðir. Þess vegna verðum við að gera það, sem við getum til að vekja á okkur eftirtekt, sýna hvað við getum til góðs. í- þróttamenn okkar eru á góð- um vegi með að ná jafnöldrum sínum á Norðurlöndum og víð- ar. Við höfum eignast fyrsta Evrópumeistarann í íþróttum. — Við getum alið upp fleiri og eigum að gera það. - o Lögreglan leikur sjer. ÞAÐ ER EKKI nokkur vafi á að lögreglan okkar vill vel. — Vill gera meira heldur en hún getur og gerir. — Það sjer maður á tillögum lögreglustjóra í umferðamálunum og það sjer maður líka fyrst og fremst á „vikunum“, sem haldnar eru við og við í þessu bæjarfjelagi. Þvi miður vill það og fara svo þegar frá líður, að blessaðir lögreglupiltarnir okkar verða eins og sódavatnsflaska, sem hefir staðið opin íengi, að það fer úr þeim mesta brúsið. Og nú eru þeir byrjaðir á nýjum leik, hve lengi sem hann kann að standa. Leikreglur eru þessar: Tveir lögregluþjónar fara um bæinn á bifhjóli. — Að vopni hafa þeir vasaljós eitt skært og mikið og sennilega handjárn í bakvasanum, þó þau sjáist ekki. - Þeir eru einkum á ferli á næturlagi, en geta líka verið á daginn. • „Þef-veiðar“. ÞESSUM nýja leik hefir ekki verið gefið nafn, svo vit- að sje, en það mætti t. d. kalla hann þef-veiðar. — Nafnið Þefaraveiðar dugar hinsvegar ekki, vegna þess, að lögreglú- þjónarnir sjá sjálfir um að þefa. Nú, en áfram með leikinn. — Þegar hinir knáu riddarar sjá bifreið fara eftir götunni, aka þeir fram fyrir hana og gefa henni merki um að nema staðar. — Annar lögregluþjónn inn lýsir með vasaljósi á bíl- stjórann, gengur upp að hurð- inni og 'andar djúpt að sjer. ■— Ef ökumaður hefir brotið lög- in — ja, hamingjan hjálpi honum þá, en sje hann bara andfúll af eðlilegum ástæðum, þá brosir lögregluþjónninn og segist .„bara hafa verið að at- huga ljósin“. — Varla bætir þessi n^i lög- regluleikur úr húsnæðisvand- ræðum hins opinbera, því það er fullyrt, að ekki sje pláss fyr- ir 10 daga menn fyr en ein- hverntíma á árinu 1948! o Lögreglan of fá- menn. EINA BÓN á jeg til þeirra, sem þetta lesa, og það er að misskilja mig ekki og halda að jeg sje að amast við þessari bifhjólanæturreið lögreglunn- ar. — En hitt verð jeg að segja, að lögreglan hlýtur að vera alt- of fámenn, éf það er satt, sem fullyrt er, áð stærri verslanir hjer í bænum verði að hafa sjerstaka næturverði í þjón- ustu sinni til þess að forðast innbrot. — Og þetta eiga að vera verslunarhús, sem eru að eins 50—60 metra frá sjálfri lögreglustöðinni. Það veitti víst sannarlega ekki af að fjölga í lögreglulið- inu til þess að þeir geti fundið upp fleiri leiki, en þeir iðka nú. — • Hver er þjófur? FYRIR NOKKRU gátu dag- blöðin þess, að lögreglan hefði handsamað innbrotsþjófa. — Lesendur fengu að vita nöfn lögregluþjónanna, sem hand- sömuðu delinkventin cg var það hugulsamt við lesendur og laganna verði. — En blöðin steinþögðu um nöfn þjófanna. Skömmu síðar var tilkynt, að búið vagri að handsama 4 innbrotsþjófa, sem hefðu’ brot- ist inn á 15 stöðum hjer í bænum undanfarið. Nú var hvorki getið nafna lögreglu- þjónanna, sem handsömuðu þjófanna, nje glæpamannanna. Hveí er þjófur hjer í þess- um bæ. — Er það einhver maður, sem þjer lesari góður, þekkið og sýnið fult traust. — Eða er trygging fyrir því, að þessir hættulegu borgarar sjeu undir manna höndum og geri ekki innbrot hjá þjer eða mjer næstu nótt? [ MEÐAL ANNARA ORÐA .... | - -----—------+ Það sem Norðmenn verða að iáfa sjer nægja. Fyrir nokkru birtist í blað- inu „Information" yfirlit yfir skömtunina 1 NoregL og það sem almenningur þar vprður að gera sjer að góðu í því efni. En Norðmenn eru sagðir vera ánægðastir allra Norðurlanda- þjóða með hlutskifti sitt um þessar mundir. í sambandi við ástandið í Danmörku, er skömtunin í Noregi talin vera knöpp. En norska þjóðin hefir enn fyrir augum hve skorturinn á ófrið- arárunum var mikill, og hve þjóðin varð þá að leggja hart að sjer. í samanburði við það sem þá var, þykir Norðmönn- um að sögn að þeir lifi nú í vel- lystingum praktuglega. Það kann líka að Liafa sín áhríf, að almenningur er sann- færður um, að efnahagur þjóð- arinnar fari baínandi og þjóð- in getur vænst þess að bjart- ir tímar sjeu framundan. í mörgum löndum, þar sem skömtun er á ýmsum lífsnauð- synjum og öðrum Vörutegund- um, getur fólk sem kunnugt er, keypt eitt og annað á svörtum markaði. En mjög lít- ið er um slíka verslun í Nor- egi. Verðlagseftirlit er þar starf- andi. En mest er hugsað um að ákveða verðið á nauðsynjavör- um, minna hirt um, þó vörur þær sjeu seldar háu verði, sem eru miður nauðsynlegar eða hafa lítið að segja fyrir daglegt líf manna. Verðlaginu er haldið niðri á sumum vöru- tegundum með ríkisstyrk, svo sem brauði, smjörlíki og'sykri. Skamturinn. Þessar vörur er ekki hægt að fá nema út á merki: Kjöt, smjörlíki, skófatnað, sokka, mjólk, brauð, sykur, kaffi og fatnað. En hægt er að fá kartöflur, hafragrjón og grænmeti án þess að hafa merki, og eins hefir tóbak, te og kakao'verið gefið frjálst. Fólk fær nægju sína af brauði. Sykurskamturinn er 200 grömm á viku. Af smjör- líki eitt pund á 12 dögum en pund af smjöri hafa menn fengið þrjá síðustu mánuðina. Eitt til tvö kjötmerki hafa undanfarið verið gefin frjáls á viku hverri. En fyrir merki hvert fá menn 450 grömm af kindakjöti, eða 300 grömm af nautakjöti, eða 150 grömm af fleski. Auk þess er hægt að fá ögn af kjötmeti til að hafa of- an á brauð. Sjúklingar og börn innan við 12 ára fá % úr mjólkur- lítra á dag, unglingar frá 12— 18 ára fá Vz lítra en fullorðið fólk fær að jafnaði V\ lítar á dag, nema laugardaga og sunnudaga, þá er engin mjólk handa þeim fullorðnu. í búðunum er mikið af súkku laði, en ekki hefir verið hægt að kaupa þar meira af því sælgæti en sem svarar fyrir (Framh. á bls. 12).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.