Morgunblaðið - 19.12.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1946, Blaðsíða 2
a MORGUNBLAFIÐ Fimtudagur 19. des 1946 1 ÞÁTTTAKA ÍSLANDS Á ÞINGIS.Þ. Reisubók Frh. af bls. 1 málunum. Eitt af þeim, sem við leiddum hjá okkur var um stjórn nýlendumála. Var það mikið deilumál á þing- inu. , MÖRG TUNGUMÁL Það seinkar og afgreiðslu mála að allar ræður eru þar fluttar bæði á ensku og frönsku. Ef Rússi talar eða spönskumælandi maður eða Kínverji, þá eru ræður þeirra þýddar bæði á ensku og frönsku. Nokkuð flýtti það fyrir, að í sumum nefndar- herbergjunum var útbúnaður til þess að hægt var að þýða ræðurnar jafnóðum, svo að hlusta mátti á þær hvort heldur sem var á ensku, frönsku, spönsku, rússnesku eða kínversku. Var þar sama tilhögunuin, eins og höfð var við rjettarhöldin í Núrnberg. ÓGREINILEG FUNDAR- SKÖP Eitt er það enn, sem gerir málameðferð á þinginu þunga í vöfum, að fundarsköp eru ekki nægilega glögg, en þjóð- ir þær, er þarna ræðast við, eru vanar nokkuð mismun- andi fundarsköpum. — Þær fundarreglur sem tíðkast hjá sumum þessara þjóða, komu okkur vægast sagt nokkuð kynlega fyrir sjónir. Að það tókst að Ijúka störfum þings- ins á þeim tíma, sem ætlast var til, var að miklu leyti for- seta þingsins að þakka, Spaak, utanríkisráðherra Belgíu. Hann er röggsamur maður, með afbrigðum. Hann rak málin áfram sem mest hann mátti. HELSTÚ.MÁL ÞINGSINS Helstu mál þau, sem af- greidd voru á þessu þingi, tel jeg vera þessi, sagði borgar- stjóri: Alyktun um afvopnunina, er að vísu hafði lítið annað í sjer fólgið en það, að byrja á samningum milli einstakra ríkja og Öryggisráðsins. ■— Veltur þá að sjálfsögðu mest á samstarfsvilja stórveldanna. Er þess vissulega að vænta, að góður árangur náist í þessu mikilsverða máli. í sambarrdi við þetta mál var svo rædd skýrslugjöf þjóðanna, hve mikla heri þær hafi í öðrum löndum. Var þetta upphafiega fiutt®sem sjálfstætt mál, en að lokum afgreitt í sambandi við hina almennu afvopnunar-tillögu. Þá var deilan um -rjettar- stöðu Indverja í Suður-Afr- íku. Var það eitt mesta hita- mál þingsins, ert afgreiðsla þess gekk Suður-Afríkumönn- um í óhag. Og Spánarmálið. Gerðar voru ályktanir um alþjóðahjálp til flóttamanna. Verða íslendingar að taka af- Stöðu til þess, hvort þeir ýilja eiga þátt í henni eða eigi. Þá voru miklar umræður um UNRRA, hvort halda ætti þeirri starfsemi áfram eða ekki. Var ggmþykt að gera svQ.eigis en-samtæma fram- iög einstakra þjóða, er veitt verða í þessu skyni. AÐSETURSSTAÐURINN Ákvörðun var tekin um það á þinginu, að aðsetursstaður stofnunarinnar skuli fram- vegis vera í New York. Varð nokkurt karp um þetta. Til- högunin, sú sem nú er, er mjög erfið, þar eð fulltrúarn- ir þuiftu að fara langa leið frá gististöðunum til.fundar- staðar á hverjum degi. — Á- kveðið var að taka land það innan borgarinnar er Rocke- feller bauð, til þess að reisa þar stórhýsi fyrir bandalag Sameinuðu þjóðanna. Rætt var um fjármál stofn- unarinnar. Eftir þeim ákvörð- unum sem teknar voru, er líklegt að árlegt framlag ís- lendinga verði 10—12 þúsund dollarar á ári. Er ísland þar í lægsta flokki, ásamt nokkr- um hinna smæstu ríkja. Gerðar voru á þinginu ályktanir um ýms löggjafar- málefni. svo sem jafnrjetti kvenna, saminn lagabálkur um alþjóðarjett og um rjett- indi og skyldur ríkja innbyrð- is og rjettindi einstaklinga, sem ríki mega ekki svifta þá o. f 1., sem of langt yrði upp að telja. AFSTAÐA ÍSLENDINGA Æf'inlega er til þess kom að íslendingar tækju afstöðu til einhvers máls, þá var það rætt í íslensku nefndinni, og var nefndin æfinlega sam- mála um það, hvernig fara skyldi með atkvæði íslands, enda var samstarfið innan nefndarinnar eins gott og frekast varð á kosið. Er ástæða til að taka það sjerstaklega fi-am, að öll forysta er Thor Thors, sendiherra, veitti nefndinni, var hin ágætasta. Voru áreiðanlega allir íslend- ingar er viðstaddir voru, er við gengum inn í bandalagið stoltir yfir framkomu hans við það tækifæri. Skylt er og að geta þess hjer að sendi- herrann greiddi fyrir okkur og störfum okkar, sem best mátti verða. MIKILSVERT HVERNIG Á MÁLUM ER HALDIÐ í hvert sinn, sem til þess kom að við íslendingar skyld- um greiða atkvæði í nefnd- um eða á alsherjarfundum, lögðum við hina mestu áherslu á,-að kynna okkur alla mála- vexti, svo að við hefðum það eitt fyrir augum, en Ijetum það okkur engu skifta, með hverjum við greiddum at- kvæði í það og það skiftið. Mjög mikils er um það vert, að þess sje gætt, að fara sem best mcð atkvæði íslendinga á þingi þessu. Því þar hafa íslendingar jafnrjetti við aðr- ar þjóðir. Kom það fyrir, oft- ar en einu sinni, á þessu fyrsta þingi, að atkvæði okkar ís- lendinga rjeði úrslitum í nefndum og eins á alsherjar- þingfundum, svo sem í deilu Indverja og Suður-Afríku- manna. Með þátttöku í þingum Sameinuðu þjóðanna, hafa íslendingar öðlast alveg sjer- stakt tækifæri, til þess að fylgjast með og kyhnast al- þjóðamálum og beita atkvæði sínu til áhrifa á gang og úr- slit mála. En afstaða íslend- inga vérður í hverju tilfelli að vera bygð á þekkingu og ábyrgðartilfinningu. Ef at- vik standa svo til, þá geta ís- lendingar borið fram tillögur á þinginu, eða tekið þátt í umræðum, ef þeir telja, að þeir hafa eitthvað nýtilegt fram að bera, sem aðrir hafa ekk'i. En þrátt fyrir þetta rpega Islendingar ekki halda, að þeir sjeu með þessu orðn- ir neitt stórveldi. Það hefur meiri þýðingu fyrir íslend- inga að vera þátttakendur í þessu bandalagi, en það hefur fyrir nokkra aðra, að við sje- um þar. í þeim fjelagsskap er og verður ísland ekki annað en hið smæðsta af smáríkjun- um. En hafi íslendingar, sem þar koma eitthvað verulegt til málanna að leggja, þá geta þeir látið til sín taka, þó að að sjálfsögðu eigi sje þess að vænta að eins mikið tillit sje tekið til þeirra, sem eru full- trúar þeirra smæstu, eins og hinna, sem tala íyrir munn stórvelda. ATKVÆÐAMENN Síðan barst talið að því, hvaða fulltrúar á þinginu hafi verið, mestu atkvæðamenn. Það var ekki nema eðlilegt, sagði borgarstjóri, að mestu atkvæðamenn þár væru með- al fulltrúa stórveldanna. Af bresku fulltrúunum kvað mest að Noel Baker, nú- verandi flugmálaráðherra og Hartley Shawcross, að ó- gleymdum Bevin, utanríkis- ráðherra, en hann kom ekki nema tvisvar á þingið, meðan við vorum þar. Byrnes kom. einu sinni og þá var jeg þar ekki svo að jeg sá hann ekki. En atkvæða- mestir Bandaríkjamanna voru þarna Connally, Austin, Vand erberg og frú Roosevelt, sem er mikilhæf kona. Af Rússunum kvað mest að Vishinsky, Manuilsky og svo Molotov. Þessir sem jeg hefi nefnt eru allir frá stórveldun- um. Eftir þeim öllum verður tekið, hvar sem þeir koma fram. Af öðrum fulltrúum, sem telja verður að skari fram úr í framgöngu eru Smuts mar- skálkur, er að ýmsu leyti hef- ur mesta sögufrægð allra er þingið sátu. Þá er að nefna frú Pandit, er þarna var með- al fulltrúa Indverja. Hún er systir Nehru, forsætisráð- herra, er sjálf ráðherra, af- burða snjöll ræðukona ogj málafylgjumaður hinn mesti, sem jeg hefi kynst. Eltu þau grátt silfur á fundum Smuts marskálkur og hún. Meðal fulltrúa frá Argen- tínu var dr. Acre, læknir og sendiherra, glæsilegur maður, og frá Panama var mikilhæf- ur maður að nafni dr. Alfaro. Hann er merkur lögfræðingur. Vitanlega fer það nokkuð eft- ir því með hvaða mönnum maður starfar í nefndum, hverjum menn kynnast þarna. En öllum kemur að sjálfsögðu saman um, að forseti þings- ins, Spaak, sje mikil hæfur dughaðarmaður. Að endingu barst talið að því munnfleipri í einu blað- anna hjer í bæ, er varpaði fram þeirri spurningu fyrir skömmu, til hvers sendimenn- irnir hefðu farið vestur um haf. Sagði borgarstjóri, að vit- anlega hafi erindi þeirra ver- ið að sitja þing Sameinuðu þjóðanna, og hafi það verið ærið starf. Allur söguburður um það, sem haft er eftir er- lendri frjettastofnun, að við Iiöfðum farið vestur til þess að semja um viðskiftamái landsins, er gersamlega úr lousu lofti gripinn. Skátar heimsækja Austurbæinga í kvöld Vegna óveðurs varð ekki af því í gærkveldi, að skátar kæmu í fjáröflunarskyni fyrir Vetrarhjálpina til íbúa í Mið- bæ og Vesturbæ, úthverfi hans og 1 Kleppsholt. Ákveðið hefur verið' að skátar fari um þessi hverfi á föstudagskvöld. k Fara um Austurbæ í kvöld. Milli kl. 7 og 11 í kvöld far skátar um Austurbæ, í fjár- öflunarskyni fyrir Vetrarhjálp ina. í fyrravetur söfnuðust þar milli 20 og 30 þúsund krónur. Vetrarhjálpin treystir Austur bæingum til þess að taka vel á móti skátunum. Skátar, sem ætla að hjálpa Vetrarhjálpinni í kvöld eru beðnir að mæta í Miklagarði við Laufásveg kl. 7 í kvöld og Völsungar í Mjólkurstöðmni á sama tíma. Vetrarhjálpin í Hafnarfirði fekin til starfa VETRARHJÁLPIN í Hafn^ arfirði er nú tekin til starfa, og er þetta áttunda starfsárið, sem hún er nú að hefja. Hún er rekin af söfnuðunum í Hafnarfirði, eins eg áður. í fyrra úthlutaði nefndin þar kr. 30,100 til 131 heimilis og einstaklinga. í nefndinni eiga sæti: sr. Garðar ÞorsteinSSon, sr: Kristinn Stefánsson, Ólafur H. Jónsson ,kaupmaður, Guðjón Magnússon, skósmíða- meistari og Guðjón Gunnars- son, framærslufulltrúi. Allir þessir menn veita gjöfum til vetrarhjálparinn- ar í Hafnarfirði móttöku og einnig taka þeir á móti um- sóknum um styrki. Hafnfirðingar, styðjið og styrkið vetrarhjálpina * ykkar. REISUBÓK JÓNS ÓLAFS- SONAR INDIAFARA er kom in út hjá Bókfellsútgáfunni í tveimur stórum bindum með myndum,. athugasemdum ogj skýringum. Fylgt er handriti höfundar sjálfs, en Guðbrand ur Jónsson prófessor hefir, samið skýringarnar og athuga semdirnar. Er þetta hið mesta verk.' Hafa áður komið út glefsur úr reisubók Jóns Ólafsscnar í blöðum og tímaritum og jafn an þótt hin besta skemtun að þeim. I ferðasögum Jóns Indíafara felgst hinar merk- ustu upplýsingar um nýlend- ur Dana, siglingar og svaðilfar ir á 17. öld, lifnaðarháttum og hugsanagangi manna á þeim tíma. Þessi reisubók hef ir verið gefin út á ,ensku þýsku og dönsku, ýmist í heilu lagi eða köflum og ávalt þótt hið skemtilegasta rit. íslendingar hafa löngum haft gaman af ferðasögum og ekki síst af ferðum landa landa sinna út um heim. Guð brandur Jónsson segir rjetti- lega í formála fyrra bindis, að ekki hafi reisubókin mikla þýðingu fyrir íslendinga, aðra en að vera skemtilestur, en fyrir Dani sje hún hreinasta gullnáma. Bókfellsútgáfan hefir vand að til útgáfunnar og er það vel að þessi bók eftir hinn víð förla íslending skuli nú vera komin í fallegri og aðgengi- legri útgáfu. Flóð valda fjoni LONDON: Borgin Rahuri í Bombay fylki hefir gereyði- lagst af völdum flóða. Meir en 6000 manns hafa orðið hús- næðislausir. Evrópusöfnunin. Safnað si skrifstofu Rauða Kross íslands: 12,—17. des. 1946: M.A.L. 100 kr., Frá þrem systkinum I Rauðanesi 70, Safnað af Magn- dísi Aradóttur, Drangsnesi 3065, Evrópusöfnun Patreks- firði 5930, Herborg Þórarins- dóttir, Lindarg. 51 100, Ó.J„ 50, H.H. 50, Safnað af R. K. Akraness, sr. Jón Guðjónssonj og Friðrik Hjartar 3415, Þ.Þ, 100, Konur í Hrunamanna- hreppi 150, Frá Kvennaskóla- nemendum og nokkrum kenn- urum 1500, Ungmennafjelag Jökuldæla (ágóði af skemtun) 750, N.N. 50. — Samtals kr. 15.330,00. — Kærar þakkir. —♦ Rauði Kross íslands. Peningagjafir til Vetrar- hjálparinnar: Stefán Jóseps- son 150 kr., Starfsfólk hjá Sverrir Bernhöft h.f. 195, Sverrir Bernhöft h.f. 500, Starfsfólk hjá Veiðarfæra- versl. Geysir h.f. 260, T. Á„ 1000, Starfsfólk í Gutenberg 135, Sigurbjörg Jónsd. 100, H. Toft 200, A. Joensen 50, Ó- nefndur 500, Guðm. Stefáns- son 30, H.f. „Hreinn“ 250, H.f. ,,Nói“ 250, H.f. „Síríus“ 250, H.f. H. Ólafsson & Bernhöft 500, Heildversl. Edda h.f. 500, Starfsmenn hjá Litir & Lökki h.f. 175, Starfsfólk hjá Olíu- verslun íslands h.f. 145. —< Kærar þakkir. F. h. Vetr'ar- hjálparinnar. Stefán A. Páls- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.