Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 1
RÚSSAR KRAFÐIR REIKNIIMGSSKILA Kínversk lcgregla gegn óróaseggjum Þjóðstjórnin kínverska á marga mótstöðumenn í höfuðborg- inni Nanking, einkum kommúnista, sern reyna að gera henni a!t til óþurfíar, sem þeir geta. Stofna kommúnistar oft til uppþota og móímæla gegn ríkisstjórninni. Fyrir skömmu kom til uppþota á götunum í Nanking. Bílum var velt og reiðhjól notuð sem kaStvopn. Hjer á myndinni sjest er lögreglan er að reyna að stiila til- friðar á einum stað. Leiiii ii efSieMis- mönnum í Pnlestínu 61 Gyðingur. handfekinn Jerusalem í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BRESKIR hermenn hjeldu enn áfram leit sinni í Tel Aviv í dag, eftir skyndiárásir þær, sem loguðu upp í Palestínu fyrir 24 klukkustundum síðan. Leit var gerð á meir en 3000 Gyðingum og þegar síðast frjettist, hafði 61 maður verið handtekinn. Samkvæmt sjerstökum fyrir- mælum bresku herstjórnarinnar, báru allir hermenn vopn í dag. ----------------------------- Skulda Bandaríkjunum 11,000 miljón dollara • - Washington í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BANDARISKA stjórnin hefir gert þriðju tilraunina til að fá Rússa til að taka upp samningaumleitanir um greiðslu þeirra 11,000 miljón dollara (71,500 miljón ísl. krónur), sem Sovjetríkin skulda Bandaríkjamönnum fyrir láns og leiguvörur á styrjaldarárunum. Blaðamönn- um var tjáð þetta á fundi í bandaríska utanríkisráðu- neytinu í dag, og jafnframt, að þriðja tilraunin til að fá skuld þessa greidda hefði verið gerð með millig'öngu sendiráðs Bandaríkjanna í Moskva. Bandarfkjaþing seti Washington í gærkveldi. EANDARISKA þingið var sett í dag, en þetta er í fyrsta skipti í 15 ár, sem repuþlikanar eru í meirihluta í þáðum þing- deildum. Strax eftir að þingfundur hafði verið settur í öldunga- deild, var tekið fyrir mál Bilbos öldungadeildarþingmanns frá Mississippi, sem kærður hefir verið fyi’ir mútuþægni og til- raunir til að efna til æsinga gegn svertingjum í Bandaríkj- unum. - Alment er talið, að lítill vafi leiki á því, að Bilbo missi þing- sæti sitt, enda fjölmargir demo- kratar — flokksbræður hans — því fylgjandi auk Republikana- flokksins. — Reuter. Monlgomery lil Moskva á mánudag London í gærkveldi. OPINBERLEGA hefir nú ver ið tilkynt, að Montgomery marskálkur, muni leggja af stað til Moskva n. k. mánudag. í Moskva verður marskálkurinn gestur yfirmanns rússneska herforingjaráðsins, en dvöl hans í Rússlandi mun standa yfir í sex vikur. Rússneskir og breskir liðs- foringjar unnu að því í dag, að ganga frá undirbúningi heim- sóknarinnar. — Reuter. Auknir farþegafiun- ingar í lofti London í gærkveldi. FARÞEGAFLUTNINGAR í lofti milli Bretlands og Suður- Afríku munu auknir til muna í ár. Það eru flugfjelögin British Overseas Airways og South African Airways, sem 1 samráði hafa tekið þessa ákvörð un. Til þessa hafa aðeins 80 far- þegar verið fluttir vikulega milli Bretlands og Suður Afríku en í ráði er nú að farþegarnir geti orðið að minnstd kosti 250. Kynna sjer f!ugsv$itir Brefa London í gærkveldi. SJERSTÖK sendinefnd úr breska flughernum leggur af stað á mánudag til heimsókna í Suður-Afríku og löjrdunum við Miðjarðarhaf. Meginverkefni nefndarinnar vérður að kynna sjer sprengju- sveitir Breta við' Miðjarðarhaf, auk þess sem hún mun skoða flugsveitir Suður-Afríku. CUNNINGHAM í LONDON Sir Alan Cunningham, land stjóri í Palestínu, kom flug- leiðis til Lpndon í kvöíd, til viðræðna við breska nýlendu málaráðherrann. — Montgo- mery marskálkur, sem mun ieggja af stað í heimsókn til Rússlands á mánudag, tók þátt í umræðunum. í dag' særðust átta menn í Palestínu, einn þeirra alvar- lega, er jarðsprengjur sprungu skamt frá Tel Aviv. í gær ljet hinsvegar breskur liðsforingi lífið, en 16 óbreytt ir hermenn særðust. NÍU ÞÚSUND MANNA HER Yfirvöldin í Palestínu ætla, að í leyniher Gyðinga sjeu að minsta kosti 9,000 manns. — Ekki er þó vitað, hversu margir af þessum mönnum sjeu meðlimir óaldarflokk- anna Irgun Zvai Leumi og Stern-flokksins. Bardagar í Indonesíu London í gærkveldi. TIL harðra átaka hefir kom- ið milli hollenskra hersveita og Indonesa á Norður-Súmatra. Þá hefur einnig slegið í bar- daga milli Indonesa og Hollend inga á Java, og fregnir berast af smábardögum nálægt höf- uðborginni, Batavíu. Mönnum kemur yfirleitt sam an um, að öfgamenn úr flokki Indonesa eigi sök á því, að bar- dagar hafa logað upp á ný. —Reuter. Forsæíisráðherra Yiefnam vonas! effir rjettlátum friSi París í gærkveldi. HO CHI MINH, forsætisráð- herra Vietnam lýðveldisins, sagði í dag í skgyti til Leclerc hershöfðingja, sem nú er stadd- ur í Indo-Kína, að hann tryði því, að enn væri hægt að koma á rjettlátum friði milli Vietnam manna og Frakka. Skeyti for- sætisráðherrans er sent þrem vikum eftir byrjun uppreisnar- innar í Indo-Kína. Bardagar geysa enn á þessum slóðum, og herma fregnir frá París, að frönsk herdeild, sem í eru 500 manns, sje í mikilli hættu stödd. Herdeild þessi er stödd um 80 kílómetrum fyrir sunnan Hanoi. Innan skamms leggur 43,000 tonna franskt herflutningaskip af stað frá Frakklandi til Indo- Kína. — Reuter. Áhöfn björgunar- flugvjelarinnar bjargasl ÁHÖFN björgunarflugvjelar innar frá Keflavíkurflugvelli tókst að bjarga sjer í fallhlíf- um niður á Shetlandseyjar í fyrrinótt. Flugmaðurinn var sá eini sem eitthvað hafði meiðst lítilshátt- ar og verður ekki ferðafær í eina þrjá daga. Er þessar frjettir bárust hafði ekki tekis-t að finna flak flugvjelarinnar. Um ástæðuna fyrir því að áhöfnin yfirgaf flugvjelina er ekki vitað með vissu. En talið er líklegt að bensínbirgðir flug vjelarinnar hafi verið gengnar til þurða. Sendiherra Bandaríkjanna í Moskva, Walter Bedell Smith hershöfðingi, tók mál- ið upp við rússnesku stjórn- arvöldin fyrsta janúar s.l. REYNDU FYRST í SEPTEMBER Fyrsta tilraunin til að fá Rússa til að ræða lángreiðsl- una var gerð í september s.l. ár. Var sendiráði Sovjetríkj- anna í Washington send orð- sending, þar sem þess var æskt, að sendiráðið setti sig í samband við stjórn sína og kynti henni málaieitan Bandaríkjastjórnar. ÖNNUR ORSENDING Er ekkert svar barst við orðsendingu þessai’i, var nýrri orðsendingu komið á fram- færi mánuði seinna. Þeirri orðsendingu hefur heldur ekki verið svarað. Morgan hershöfS- ingja sagl upp sSarfs 'SIR Frederic Morgan hers- höfðingi hefir verið veitt lausn úr breska hernum. Er hann var að því spurður hvort hann hefði beðið um lausn sagði hann: „Það var sannarlega ekki að minni ósk, að mjer var veitt lausn“. Morgan hershöfðingi vakti á sjer ath.ygli í fyrra- sumar er hann ljet svo ummælt, að UNRRA væri ekki annað en dulbúin stofnun til þess að halda uppi njósnum. Síðar ræddi Morgan við La Guardia forstjóra UNRRA og var þá ekki gert meira úr þessu máU að því sinni. Sprenging í Barcelona LONDON: — Fyrir skömmu varð sprenging í æskulýðsmið- stöð í Barcelona og gereyði- lagðist framhlið byggingarinn- ar. Nokkrar minni sprengingar urðu í borginni samdægurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.