Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 4. jan. 1947 I Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, ' Austurstræti 8. — Sími 1600. ~ Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Vertíðin að hefjast SÍÐASTA hálfan mánuðinn hefir verið unnið kapp- samlega að útbúnaði bátaflotans til veiða á aðalvertíð- inni, sem nú er að hefjast. Munu margir bátar tilbúnir til róðra strax og gefur á sjó. Á nokkrum stöðum mun þó enn vera ósamið um kjörin, og gæti það seinkað xóðrum þar, ef samningar skyldu dragast eitthvað, sem vonandi verður ekki eftir að trygð er hækkun fiskverðs- ins. Vissulega er það fagnaðarefni, að bátaflotinn býst til veiða. Um skeið horfði engann veginn vel, að takast myndi að koma bátaflotanum af stað. En eins og kunn- ugt er var það síðasta verk Alþingis fyrir jólaleyfið, að samþykkja lög um ríkisábyrgð vegna bátaútvegsins o. fl. Með þessum lögum tekur ríkið á sig ábyrgð á afla báta- útvegsins á grundvelli 30% verðhækkunar frá því sem var s. 1. ár. Hefir atvinnumálaráðherra nú auglýst nýtt lágmarksverð á fiski, þar sem 30% verðhækkunin er tekin með. Þessi nýju lög trygðu það, að bátaflotinn fer af stað á vertíð þeirri, sem nú er að hefjast. ★ Svo sem kunnugt er stóð mikill styrr um þessi nýju ldg í þinginu, vegna ákvæðisins um verðjöfnun milli síldarafurða og annarra sjávarafurða bátaflotans, sem gripið verður til, ef til ábyrgðarinnar þarf að taka. Það voru Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, sem knúðu málið fram í þessari mynd og trygðu þar með að bátaflotinn fer af stað. Hinir flokkarnir tveir, Framsókn og Sósíalistar vildu láta ríkið taka á sig ábyrgðina á bátafiskinum, en engar ráðstafanir gera til þess að tryggja ríkissjóð, ef illa færi. Sú afgreiðsla hefði lýst svo miklu ábyrgðarleysi, að ásæmandi var Alþingi að senda slíka löggjöf frá sjer. Eins og frá ábyrgðinni var gengið er hún vel for- ■sva?:anleg. Allar horfur eru á, að ríkissjóður verði með öllu skaðlaus af ábyrgðinni. Að vísu hefir ekki enn ver- ið gengið frá samningum um sölu á hraðfrysta fiskinum, en horfur á verulega hækkandi verði írá í fyrra. Fregnin um stórhækkað verð á ísfiski togaranna í Bretlandi ljettir einnig á áhættu ríkissjóðs vegna ábyrgðarinnar, því að afleiðing þessa verður sú, að tog- arar munu ekki stunda saltfiskveiðar, og verður því minna framboð á þeirri vöru á markaðnum. ★ Vonandi tekst svo vel með sölu bátafisksins, að ekki þurfi að grípa til verðjöfnunar frá síldinni, eða a. m. k. ekki svo nemi neinu verulegu. En þessi leið var hins- vegar farin til þess að tryggja áhættu ríkissjóðs. Og hún var sjálfsögð eins og á stóð. Útlit er fyrir geypiverð á síldarafurðum á þessu ári. Ekkert var eðlilegra en að nota þessa aðstöðu til að bæta upp bátafiskinn, ef ekki tækist að selja fyrir það verð, sem útvegurinn þurfti að fá. Menn tala um, að síldarbátum sje með þessu gert rangt til. I hverju er fólgið það ranglæti? Halda menn að síldarútvegurinn gæti hirt og ráðstafað upp á eigin spýtur stórgróða af síldinni? Hafa menn gleymt því, að til eru skattalög á íslandi? Ríkissjóður hefði áreiðanlega hirt sinn bróðurpart af gróðanum. Er þá ekki eins gott að nota ,,kúfinn“ til að verðbæta bátafiskinn og rjetta þar með hlut sjómanna og útvegsmanna alment? Gallinn var sá, í afgreiðslu þingsins á ábyrgðinni, að ekki var staðið fast á að geyma tryggingarsjóðinn, eins og ráðgert var upphaflega í frum- varpinu, og nota hann síðar meir til tryggingar síld- veiðunúm. Það gat orðið góður fengur fyrir síldarútveg- inn, að fá slíkan varasjóð. En úr þessum mistökum má bæta áður en næsta síld- arvertíð hefst. Vonandi verður það gert. MORGUNBL A.Ð I Ð ÚR DAGLEGA LÍFINU Hrollur. ÞAÐ setur fljótt hroll að hvað bregður útaf með hita- hitaveitusvæðisbúurn, ef eitt- veituna, blessunina, þó ekki sje nema nokkra klukkutíma. Morgunkaffið kemur seinna en vant er. Krakkarnir verða of seinir í skólann og allir emja undan kuldanum. Húsbóndinn fær ekkert rakvatn og verður af því geðillur. Já, það má nú segja, að menn finna fyrst fyrir hve blessun hitaveitan er, ef hún bregst augnablik. Og nú er það ekki einu sinni hitaveitan sjálf, sem bilaði, heldur rafmagnskerfið, sem notað er til að dæla heita vatninu frá Reykjum. Hitaveit an sjálf hefir gengið alveg prýðilega og raunar var ekki sanngjarnt að ætlast til að hún gengi þetta vel fyrstu árin, þar sem við erum brautryðjendur á þessu sviði og því sáralítil reynsla að styðjast við. En þó þessi orð sjeu skrifuð með sjó- vetlingum, vegna hitaveitu- skorts í bili, þá er þess að vænta, að ilurinn verði kom- inn á ný inn á öll hitaveitu- heimilin, þegar orðin koma fyrir lesendurna. • Fiskleysið. HÚSMÆÐURNAR kvarta yf ir fiskleysi þessa dagana sem von er. Það þykir gott að fá nýjan fisk eftir allan hátíða- matinn og kjötátið. En svarið hefir verið það sama hjá fisk- sölunum um allan bæinn und- anfarna daga: Ekkert nema frosið, eða saltað. Það getur varla heitið að nýr fiskur hafi sjest hjer í bænum það sem af er þessu ári og þó ekki sje það” langur tími, þá þykir flestum það nógu langt. Vetrarvertíðin fer að ganga í garð og fiskæturnar eru farn- ar að láta sig dreyma um hrogn og lifur með spikfeitri ýsunni. Steingrímur í Fiskhöllinni sagði mjer í gær, að það væri fyrst og fremst slæm tíð, sem orsak- aði fiskleysið í bænum. En við það bætist svo, að enn væri ekki búið að semja við sjó- menn hjer í Reykjavík og inn- kaupsverð fiskjar hefði hækk- að um 30%. Það myndi hins- vegar vonandi ekki líða á löngu þar til nýr fiskur kæmi á mark aðinn. Auk Reykjavíkurbát- anna, sem væntanlega fara að íiska þá og þegar eru bátar við verstöðvarnar suður með sjó, að verða tilbúnir til róðra. • Oþarfir kirkjusiðir. ÞAÐ virðist vera alveg ófrá- víkjanleg og föst regla í kirkj- um bæjarins, að kirkjugestir, sem fyrstir koma, velji sjer sæti fremst á bekkjum. Einkum er þetta áberandi við jarðarfarir. Sepnilegt er það komist aldrei upp hvernig á þessu stendur, því ekki er hægt að ætla kirkju gestum, að þeir velji sjer sæti fremst á bekkjunum til þess að komast sem fyrst út aftur að guðsþjónustu eða jarðarför lokinni. En þessi siður, eða ósiður, ef menn vilja kalla það svo, er til mikillra óþægincia, ekki síst fyrir þá, sem hafa valið sjer ystu sætin á bekkjunum. Þegar margt er í kirkju fer ekki hjá því,að þeir verði að standa upp aftur og aftur fyrir fólki, sem þarf að komast inn- ar í bekkina. En við þessi ó- þægindi mætti hæglega losna, ef þeir, sem fyrstir koma til kirkju, settust inst í bekkina. En kirkjugestir verða að taka þetta upp hjá sjer sjálf- um, því ekki er hægt að bú- ast við, að hægt sje að hafa þjóna í kirkjunum til að vísa til sætis, eða ýta kirkjugest- um inn eftir bekkjum í þeim mörgu tilfellum, sem þess ger- ist þörf. Osamræfni. EFTIRFARANDI brjef barst frá lömunarveikissjúklingi: ,,Kæri Víkverji! Rjett fyrir jólin var í Morg- unblaðinu og fleiri dagblöðum bæjarins, skýrt frá stórfeldri ávísanafölsun, sem einhver ó- gæfusöm, umkomulaus og ó- frísk unglingsstúlka framdi. Þá nokkru áður var sagt frá handtöku fjögra inbrotsþjófa, sem uppvísir urðu að milli 10 og 20 innbrotum. En sá munur var gerður á þessu afbrotafólki, að skýrt var frá nafni og ástæðum stúlkunn ar, en vandlega þagað um nöfn piltanna. Eftir hverju er farið þegar ákveðið er hvaða nöfn skuli birta og hvaða ekki? Það var einhverstaðar sagt, að umrædd stúlka væri umkomulaus. Ræð- ur það úrslitum? Má jeg biðja um skýringu? Kær kveðja. J. S.“ ★ Þetta er nú eánmitt það, sem við höfum altaf verið að segja hjer í dálkunum. Það er ekk- ert vit í því. _M___ n n |n| __m_m_m_m_m_m_n f f |||f m n ,, H_u M „ „„ (| „ nB nn „ „ in n, I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I * ------------------------------------...— 1 ísiensk málaralid og erlend meislaraverfc Það er alveg ófært, og nær engri átt, að hjer skuli ekki vera til nein málverk eft- ir heimsfræga meistara, sagði Sigurður Guðmundsson arki- tekt, við mig á dögunum. Hann sagði þetta með mikilli áherslu og alvöruþunga, eins og honum er títt, þegar honum liggur eitthvað á hjarta, og miðar að því, að verða íslenskri menn- ingu að gagni. Það er gersamlega ófullnægj andi að hafa ekkert nema mynd ir eftir íslenska listamenn þó þær í sjálfu sjer geti verið á- gætar, sagði hann. Fólk þarf samanburð, það þarf að geta kynnst því með eigin augum, hvernig þeir hafa málað sem lengst hafa komist í myndlist- inni. Mjer datt ekki í hug að hafa neitt á móti því sem Sigurður sagði. Aðeins ljet orð falla um það, að við þyrftum fyrst og fremst að eiga þak yfir lista- I safn. En Sigurður lítur svo á, sem eðlilegt er, að það sje sama sem komið, úr því bú.ið er, und ir hans forsjá, og eftir hans fyrirsögn, að steypa upp tvær j hæðir af Þjóðminjasafninu, en j þar á efstu hæðinni á sem kunn I ugt er, að vera listasafn ríkis- ins,.a. m. k. til bráðabirgða. Listasafn framtíð- arinnar. Fjelág myndlistarma.nna hef ir að vísu rætt um, hvar lista- safnið eigi að vera í framtíð- inni. Sjerstök bygging að sjálf sögðu, og helst þannig í sveit sett, að umhverfið geti verið sem fegurst. Um tíma var um það talað, að fá lóð undir þessa framtíð- arbyggingu inni í Laugadal, sunnan í brekkunni austur af Laugunum. Sumum finst að ef ’safn yrði þar reist, þá yrði það helst til langt frá aðalumferð bæjarins. Enda þótt bærinn stækki ört, þá er ekki hægt að hugsa sjer, að þessi staður verði talinn liggja vel við umferð og heimsókijum. Annað mál er svo það, að þó Listasafn ríkisins verði fyrst um sinn geymt í Þjóð- minjasafninu, eftir að það er komið upp, þá er ekki nema gott að hugsað verði fyrir því nú þegar, hvar Listasafnið eigi að fá sitt eigið hús í framtíð- inni. Og þegar þar að kemur, þá verður það vitaskuld fátæklegt ef engin eru þar að heitið geti erlend listaverk, sem nokk'uð kveður að. Afsteypur klass- iskra verka. Sigurjón Olafsson mynd- höggvari hefur sagt mjer, að hægt sje að fá gibs-afsteypur áf ýmsum klassiskum verkum frá íornöldinni, fyrir mjög lítið verð, til þess að gera. Væri það mjög æskilegt, ef hægt yrði að fá handbærar -þó ekki væri nema nokkur þúsund krónur til þess að kaupa slíkar af- steypur. Myndi vera tilvalið,' að koma þeim fyrir í Þjóð- minjasafninu. Hætt er við, að fje til þess- háttar myndakaupa yrði tor- fengið hjá ríkissjóði. En ó- heimilt að nota fje Menningar- sjóðs til slíkra kaupa, því ekki má verja fje listadeildar hans nema til þess að kaupa ís- lensk listaverk eða til þess að greiða fyrir sölu þeirra. Fjárveitingavaldið. En við vorum að tala um Sigurð Guðmundsson og kvört un hans yfir því, að ekki skuli vera hægt að auðga hið íslenska listasafn með erlendum meist- araverkum. Hann taldi, að hægt myndi að fá okkar ágætu þingmenn til þess að veita fje til slíkra kaupa svo um munaði. Sigurð- ur er framúrskarandi bjart- sýnn maður. Eða þannig hefir hann alla tíð komið mjer fyrir sjónir. En jeg var vantrúaður á, að þessi hans leið myndi reynast fær svo nokkru næmi, og sagði það við hann. — Hvernig heldur þú þá, að hægt verði að koma þessum myndakaupum í kring, sagði hann. — Jeg veit eitt ráð til þess, sagði jeg þá. — Og hvað er það, segir Sig- : urður og hleypir í brýrnar. Tamh. á bis. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.