Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 12
VEÐUK ÚTLITIÐ: Faxaflói: Suð-austan og austan stinn- ingskaldi með allhvössum krapahryðjum. Laugardagur 4. janúar 1947 „ÞEGAR VIÐ HITTU3I BANDARÍSKA IIERINX", heit ir grein á bls. 7. hjálparinnar VETRARHJÁLPIN úthlut- aði nú fyrir jólin meiri gjöf-1 um til fleiri manna en nokkru sinni áður. Als var úthlutað nokkuð á annað hundruð þús. krónum til meira en 520 ein- staklinga og fjölskyldna. Var úthlutað til meira en hundrað fleiri aðila nú en í fyrra. Nokkru nam söfnunin minna'hjer í bænum s.l. ár,; og má áreiðanlega kenna hin-; um erfiðu veðurskilyrðum, sem voru er söfnunin fór fram mikið um það. Safnað- ist nú um 70 þu-. Eingöngu var úthlutað mjólkur- og matí argjöfum fyrir jólin, en fatn- j aðargjöfum verður úthlutað í janúar. skiptast á skeMíi- ferðaióiki Til hægri á myndinni sjest hinn frægi listmálari Piccasso. Var mynd þessi tekin í París fyrir skömmu. Með listmálaranum eru Barria, spánskur stjórnmálamaður í útlegð og einn af hörðustu andstæðingum Franco’s. Á miðri myndinni er Reyer, sem var fulltrúi Mexiko á ráðstefnu UNESCO í París í haust. K.höfn í gærkveldi. Einkaskeyti tii Mbl. 200 DANIR, undir forystu ©estrup skólaeftirlitsmanns, munu hafa í hyggju að ferðast til íslands n. k. sumar. I ráði er að 200 Islendingar fari í staðinn til Danmerkur, en þessu mun verða komið þannig fyrir, að íslendingarnir fái Dönunum peninga til afnota á Islandi og Danirnir sjái svo hinu íslenska ferðafólki fyrir eyðslufje í Dan- mörku. Ferðalagið mun als taka þrjár vikur. Norska söngkonan Eílen Gulbrandsen láiin NORSKA söngkonan Ellen Gulbrandsen er látin. Sem ung söng hún fyrir Edwíyrd Grieg og voru þau góðir vinir síðan. Kunnust var hún fyrir söng sinn í Wagnerhlutverkum. Hún söng í Bayreuth frá 1896 til 1914 og söng þar í síðasta sinn í júlí það ár, skömmu áður en fyrri heimsstyrjöldin braust út. Hún var einasta söngkonan í Bayreuth þá, sem söng í hlut- verki Brynhildar. Ellen Gul- brandson söng við allar helstu óperur í Evrópu. Hún var góð- vinur dönsku konungshjónanna og heimsótti þau árlega. — G.A. Aukaskammtur af smjöri VIÐSKIPTAMÁLARÁÐU- NEYTIÐ hefir ákveðið að stofn auki nr. 1 af hinum nýju skömmtunarseðli, skuli vera innkaupaheimild fyrir 1 kg. af smjöri. Stofnauki þessi hefir þegar öðlast gildi. Skemdir á skipum og iuísi í ofsavelri á Akureyri í FYRRINÓTT á miðnætti skall á eitt hið mesta sunn- anveður, sem komið hefir á Akureyri. — Nokkrar skemdir urðu á bátum og éitt hús skemdist. Siglutrje á póstbátnum Drangur brotnaði og fjell nið ur á þilfar. Þá urðu skemdir á vjelbát frá Dalvík og lv. Bjarki varð einnig fyrir litl- ‘um skemdum. Tvö skip, sem lágu. við bryggju slitu land- festar, en sjálfboðaliðum og| skipverjum tókst að komaj festunum á skipin og forða þeim frá skemdum. Sjógangurinn var svo mik- ill að öldubr.jóturinn, sem er út af hafnarbryggjunni eyði- lagðist með öllu. Öldubrjótur þessi var 20 metra langur trjerani. Inni í bæ tók þak af litlu húsi. íbúana sakaði ekki og þeir ljetu fyrirberast i hús- inu yfir nóttina. — Þá hafa nokkrir símastaurar brotnað. Ekki er vitað um frekari skemdir og engin slys munu hafa orðið á mönnum. Veðurofsinn stóð yfir í tvo tíma, eða frá miðnætti til kl. 2 um nóttina. Miklar símabilanir í GÆRKVELDI var nær því talsímalaust út um land. Við Austurland var símasambands- laust. Við ísafjörð var sam- band afar slæmt. Aðeins ein lína var nothæf fyrir alt Norð- urland. Sambandið við Akur- eyri var mjög slæmt og stund- Um var ekki hægt að ná sam- bandi þangað. «>• VIÐGERÐ á háspennulínunni að Reykjum fór fram í gær og var lokið um kl. eitt e. h. Hitaveitan komst því í lag. Ekki mun í gær hafa hitnað í þeim húsum í bænum sem á hæðum. standa. í nótt var ráðgert að loka fyrir nokkur hverfi bæjarins eða öll, eftir því sem þurfa þótti til þess að tryggja að heitavatnsgeymarnir á Öskju- hlíð væru fullir þegar opnað væri fyrir renslið til bæjarins í dag. Skipað í íþróffa- nefnd Mentamálaráðherra hefur skipað eftirtalda þrjá menn í íþróttanefnd til næstu þriggja ára: Hermann Guðmundsson, alþm., formann; Kristján L. Gestsson, verslunarstjóra og Daniel Ágústínusson, erind- reka. Varamenn eru: Jens Guð- björnsson, bókbindari; Bene- dikt G. Vaage, kaupmaður og Rannveig Þorsteinsdóttir. Guðmundur gerði jafntefii við Tartakowe? og Yanofsky Hastings í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. í FIMTU UMFERÐ í alþjóðaskákmótinu í Hastings, sem fór fram í dag varð jafntefli milli þeirra Guðmundar S.; Guðmundssonar og dr. S. Tartakower frá Póllandi. En Tartakower er einn albesti skákmaður mótsins og líkleg- astur til að sigra á því, eins og á síðasta Hastingsmóti. Verið að semja um kaup og kjör ii á landi í NOKKRUM bæjum úti á iandi og hjer í Reykjavík, er nú verið að semja um kaup og kjör verkafólks, sem samningsbundið var til ára- móta. Á einu stað hefur kom- ið til vcrkfalls. Það er á Bíldudal. Skrifstofa Alþýðusambands íslands hefur skýrt Morgup- blaðinu frá gangi þessara mála. Á ísafirði er búið að semja um kauptryggingu sjómanna á -smábátum. Samkv. hinum nýju samningum hækkar kaup sjómanna um 8% og ísafjarðarbær ábyrgist nokk- urn hluta tryggingarinnar. í Stykkishólmi standa nú yfir samningar um kaup og kjör sjómanna. Samningar standa yfir milli Verkalýðs- fjelags Borgarness og Skalla- gríms h.f., um kjör sjómanna á skipum fjelagsins. í Grindavík hafa atvinnu- rekendur sagt upp samning- um við verkalýðsfjelagið þar. Ekki var Alþýðusambandinu kunnugt um að samningaum- leitanir væru hafnar. Starfsstúlknafjelagið Sókn, hjer í Reykjavík, er að semja um kjör og kaup meðlima sinna. Verkalýðsfjelagið Aft- urelding á Sandi er að semja. Og í Vestmannaeyj- um hafa vjelstjórafjelagið og sjómannafjelagið Jötunn sagt upp samningum. Undir- búningur að nýjum samning- um er hafinn. Ef veður leyfir yerður gerf við loffnetið VEGNA veðurs gat viðgerð ekki farið fram á loftneti Út- varpsstöðvarinnar í gær. í dag fer viðgerðin fram ef veður skyldi verða eitthvað betra. Gert er ráð fyrir að við- gerðin muni taka eina fimm klukkutíma. I gær var útvarpað gegnum loftnet, sem sendir yfir mjög takmarkað svæði. Leikar standa þannig nú, að Tartakower er efstur með 4 vinninga, *en Guðmundur hefur 3. Önnur úrslit eru ekkl kunn úr fimtu umferð þegar þetta skeyti er sent, því að ekki er vitað nm úrslit bið- skáka úr þessari umferð. í fjórðu umferð varð einnig jafntefli milli þeirra Guðmundar og Kanada- mannsins Yanofsky. ÚRSLIT í FYRRI UMFERÐUM Úrslit, sem ekki hafa verið b.irt áður í Morgunblaðinu eru þessi: Biðskák milli Gol- ombecks og Raismans úr annarri umferð varð jafn- tefli. Þriðja iimferð: Alexander vann Guðm. S. Guðmundss. Tartakower vann Wood. Yan- ofsky vann Aitken. Prins vann Golombeck. Ábrahams vann Raizman. Fjórða umferð: Guðm. S. Guðmundsson Yanofsky jafn tefli. Raizman vann Prins. Wood vann Abrahams, Tarta- kower vann Sitken, Alexand- er Golombeck jafntefli. Ðiplomalisk vega- brjef þurfa ekki áritun Utanríkismálaráðunevtið hefur tilkynt, að samkæmt samkomulagi milli íslands og Frakklands, falli niður vega- brjefsáritun á „diplomatisk‘c vegabrjef. Það er að segja vegabrjef, sem gefin eru út af utanríkisráðuneytum hvors ríkis. — Samningur þessi gildir frá 1. jan. 1947. „Kærleiksheimili" eftir Gesf Pálsson „Kærleiksheimilið“, efti r Gest Pálsson, hefur verið gef- ið út af Steindórsprenti. Er það prentað sem handrit.í 275 eintökum, en þar af eru 100 tölusett. Nokkrar teikningar eru í bókinni eftir Ásgeir Bjarnþórsson, en prentmynd- irnar eru gerðar í Leiftri. — Fjelagsbókbandið hefur anni ast bandið. Bókin er prentuð á góðan bókapappír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.