Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 8
8
n n tr w -R L A Ð T Ð
Laugardagur 4. jan. 1947
Fimm mínútna
krossgátan
SKÝRING: *
Lárjett.: — 1 á einu máli —
6 dropi — 8 hæða — 10 skáld-
að — 12 rjett hjá — 14 á fæti
— 15 fangamark — 16 kveink-
ar sjer — 18 einn aðalþáttur
brotsins.
Lóðrjett: — 2 tók í leyfis-
leysi — 3 tveir eins — 4 dallur
—• 5 helgasta tákn þjóðarinnar
— 7 útróður — 9 konungur —
11 biblíunafn — 13 borðandi
— 16 reið — 17 frumefni.
Lausn síðustu krossgátu.
Lárjett: — 1 áesing — 6 ana
— 8 ofn — 10 guð — 12 rönd-
ina — 13 N. G. — 15 an — 16
óóó — 18 rangala.
Lóðrjett: — 2 safn 3 in —
4 naga — 5 fornar — 7 æðanna
— 9 rög — 11 una — 13 dróg
— 16 ón — 17 óa.
- Síða S. U. S.
Framh. af bls. 5.
land, tungu og menningu. Þess-
ir menn sýndu ást sína í verki.
Þeir trúðu á framtíðina, þeir
börðust fyrir framtíðinni, fyrir
þeim góðu lífskjörum, sem við
nú njótum.
í dag reynir flokkur manna
að eyðileggja verk þeirra. —
Ligðu því ekki á liði þínu frem-
ur en áður, stattu vörð um verk
þeirra. Byrjaðu baráttuna strax
í dag.
Með frelsinu. Með menning-
unni. Móti kommúnismanum.
Ó. H. Ó.
Minnisvarði um sr. Jó-
hann Þorkelsson
FERMINGARBÖRN sjera
Jóhanns Þorkelssonar dóm-
kirkjuprests frá árunum 1905
og 1906 hafa látið gera minnis-
varða um hann, sem reistur verð
ur á leiði sr. Jóhanns hjer í
Sólvallakirkjugarði.
' Afhjúpunin fer fram á sunnu
daginn kemur klukkan 2 e. h.
ef veður leyfir.
Helgafell komið úf
TÍMARITIÐ HELGAFELL
hefir borist blaðinu. Þetta er
síðasta hefti 4. árg. og er því
nokkuð síðbúið. Ritið hefst á
stuttu ávarpi ritstjórans, Tóm-
asar Guðmundssonar í tilefni
af 60 ára afmæli dr. Sigurðar
Nordal, prófessors, en síðan
kemur grein Nordals ,,Hvar eru
íslensku handritin best komin?“
Þá kemur grein eftir Gunnar
Gunnarsson, er hann nefnir
Djúpir eru Islands álar, og þá
tvö kvæði eftir norska skáldið
Arnulf Överland í þýðingu
Snorra Hjartarsonar. Þá er í
heftinu hin merkilega grein
Halldórs Hermannssonar um
fyrstu íslensku tímaritin og
mjög athyglisverð ritgerð eftir
Gils Guðmundsson, sem hann
kallar „Alþingisumræður um
aðbúð listamanna“. Mun marg-
an fýsa að kynna sjer þær um-
ræður fy-r á árum, sem óneit-
anlega hafa verið skemtilegar
þá ekki síður en nú hin síðari
árin. Guðbrandur' Jónsson skrif
ar grein „Um Garðvist íslend-
inga á öldinni sem le'ið“, Krist-
ján Albertsson um Guðmund
Kamban, Þorsteinn Þorsteins-
son, alþingismaður um bækur
sínar, en hann *mun nú vera
mesti bókamaður landsins, Sr.
Jakob Kristinsson skrifar mikla
og góða ritgerð um dr. Sigurð
Nordal. I ritinu er Snaásaga eft-
ir Kristján Albertsson. Ritgerð
um Halldór Kiljan eftir Svein
Bergsveinsson mag., og afmæl-
isgrein um Kjarval, eftir Einar
Ól. Sveinsson og fylgja henni
tvö litprentuð málverk eftir
Kjarval. Þá er þýdd saga eftir
Saroyan og Aldahvörf í þýð-
ingu Theresíu Guðmundsson,
Veðurstofustjóra. Fjöldi rit-
dóma er í ritinu og loks lýkur
með Ljettara hjali Tómasar.
Þetta er mjög glæsilegt rit
og skemtilegt, og eru það mikil
gleðitíðindi að heyra að Tómas
Guðmundsson hefir nú ákveð-
ið ag láta það koma út reglu-
lega á næsta ári.
Leynisalar handfeknir
1 HAMBORG: — Tuttugu og
fimm menn voru nýlega hand-
teknir í Stuttgart, er leitað var
í sex járnbrautalestum, sem
þar voru staddar. Allir eru
menn þessir grunaðir um versl
un á svötum markaði. 2,500
manns voru yfirheyrðir í sam-
bandi við handtökur þessar.
Samskot
Fje til Mið-Evrópu og Finn-
landssöfnunarinnar, afhent
fræðslumálaskrifstofunni: Pá-
lína og Elfes Bjarnason 400.00,
Halld. Halldórss. 300.00, Guðm.
Einarsson 100.00, Jón Skagan
50.00, Jón Sveinsson 50.00,
Fræðslumálaskr.st. 262.00, Frá
barnaskól. Rvík 120.950.43,
Barnask. í Hafnarf. 11.453.10,
St. Jósephssk. í Hafnarf.
4373.18, Barnask. á Sigluf.
9061.00, Barnask. í Ólafsfirði
2856.00, Barnask. á Akureyri
13.616.40, Barnask. í Sandgerði
3026.00, Barnask. í Keflavík
8251.27, Barnask. í Álftanesi
405.00, Barnask. í Kópavogi
2105.00, Barnask. í Kjósarsk.-
hverfi 1180.00, Barnask. í Borg
arnesi 1346.00, Farsk. í Eyrar-
sveit 438.00, Barnask. í Stykk-
ishólmi 4122.00, Barnask. á
Dalvík 2900.00, Barnask. í
Árskógi, Eyjaf. 2150.00, Barna-
sk. að Litlu-Laugum í Reykja-'
dal 1311.10, Barnask. í Vopnaf.
1550.00, Barnask. í Fáskrúðsfj.
skólahv. 120.00, Barnask. í
Stöðvarf. 600.00, Barnaskólinn
á Djúpavogi 1587.00, Barnask.
í Vestur-Landeyjum 400.00,
Barnask. á Stokkseyri 2020.00,
Barnask. á Eyrarbakka 2024.00,
Barnask. á Selfossi 4639.00,
Barnask. í Villingaholtssk.hv.
210.00, Barnask. í Laugardals-
sk.hverfi 2562.00, J3arnaskóli
Fljótshlíðarsk.hverfis. 2041.00,
Barnask. í Höfn í Hornaf.
2851.65, Barnask. Hvamms-
tanga 950.00. — Samtals
212.261.13 kr.
Reykjavík 31. des. 1946
Skrifst. Fræðslumálastj. Rvík.
— Meðal asinara orða
Framh. af bls. 8.
— Að fá einhvern miljónera
til þess að arfleiða safnið að
mátulega miklum hluta af eig-
um sínum, svo hægt verði að
kaupa slík meistaraverk fyrir
peningana, þegar þau eru ein-
hversstaðar á boðstólum.
— Og hvernig ætlar þú að
fara að því að fá þenna miljón-
era þinn til þess, segir hann.
— Jeg ætla að gera það með
því að auglýsa eftir honum.
— í Morgunblaðinu?
— Já, t. d. í Morgunblaðinu.
Þetta er auglýsingin.
En jeg verð að biðja afsök-
unar á því, ef jeg hefi ekki
útlistað það nægilega vel í
þetta sinn, hve mikla þýðingu
það hefði fyrir íslenska mál-
aralist, og þá um leið fyrir ís-
lenska menningu yfirleitt, að
hugmynd Sigurðar um kaup á
erlendum meistaraverkum
komist í framkvæmd.
Sigurður Olahson
kosinn formaður
Vals
Á aðalfundi Knattspyrnufje-
lagsins Valur, er haldinn var
fyrir nokkru, voru eftirtaldir
menn kjörnir í stjórn fjelagsins
fyrir næsta starfsár.:
Form. Sig. Ólafsson varaform.
Jóhannes Bergsteinsson ritari,
Hrólfur Benediktsson gjaldkeri.
Baldur Steingrímsson fjehirðir.
Sveinn Helgason brjefritari.
Guðbrandur Jakobsson og ung-
lingaleiðtogi Grímar Jónsson.
í fulltrúaráð fjelagsins voru
kjörnir til næstu tveggja ára:
Frímann Helgason, Einar
Björnsson, Andrjes Bergmann,
og Þorkell Ingvarsson, en fyrir
voru Sveinn Zoega, Ólafur Sig-
urðsson, Jón Sigurðsson og Jón
Eiríksson.
Aðalfundur Vals mintist
Kristjáns heit. Helgasonar, sem
andaðist af slysförum á s.l. ári.
Kristján heit. hafði verið vel-
unnari Vals um fjöldamörg ár.
Magnús Víglundsson stórkpm.,
Börn og tengdabörn Kristjáns
hafa fært Val rausnarlega fjár-
hæð að gjöf í því skyni að
stofnaður verði minningarsjóð-
um Kristján héit. Hefir verið
gengið frá stofnun sjóðsins, og
á hann að vera til styrktar þeim
fjelagsmönnum Vals, sem verða
fyrir slysum við 'æfingar eða í
kappleikjum.
Á s.l. ári var hafist handa
um byggingu fjelagsheimilis að
iHlíðarenda við Öskjuhlíð, en á
landi sínu þar, er í ráði að
hefja vallargerð á vor'i kom-
anda.'
flinnnumiimimuiimumF'timmuiiimumDmimB
9
Auglýsendur
alhugið!
a6 ísafold og Vðrður er
vinsælasta og fjðlbreytt-
asta blaðið i sveitum lands
ins, — Kemur út einu <innl
| viku — lð BÍður.
iiwm— i iiinmii nniiiniiii—iin
BEST AÐ AUGLÝSA
t MORGUNBLAÐINl)
Hjónaefni. Á gamlársdag
birtu trúlofun sína ungfrú
Ingibjörg Árnadóttir (frí-
kirkjuprests Sigurðssonar) og
Þórarinn Sveinsson (ritstjóra
Sigurðssonar).
Hjónaefni. Á gamlársdag
opinberuðu trúlofun sína Sig- ;
rún Laxdal stud. phil. og Krist
ján Eiríksson stud. jur.
Hjónaefni. Á gamlárskvöld
opinberuðu trúlofun sína ung-
frú Ingunn Erla Stefánsdóttir,
verslunarmær og Guðmundur
Jónsson, járnsmíðanemi, frá
Seyðisfirði.
Hjónaefni. Á gamlárskvöld
opinberuðu trúlofun sína ung-
frú Svava JúlTusdóttir, Brunn-
s’tíg 8 Hafnarfirði og Ingólfur
Egilsson, rakari, Hafnarfirði.
Hjónaefni. Á gamlárskvöld
opinberuðu trúlofun sína frk.
Sigríður Thors (Kjartans Thors
framkv.stj.) og stud. jur. Stef-
án Hilmarsson (bankastjóra
Stefánssonar).
Hjónaefni. Á annan jóladag
opinberuðu trúlofun sína ung-
frú Lilja Ingimundardóttir,
Patreksfirði ng ívar Helgason,
Grettisgötu 69, Reykjavík.
Hjónacfni. Á jóladag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú
Ingibjörg Þórarinsdóttir, Njáls
götu 53 og Albert Guðbrands-
son, Nönnugötu 1.
Iljónaefni. Á nýársdag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú
Guðlaug- Karvelsdóttir, Ytri-
Njarðvík og Áki Gránz, Karls-
skála, Selfossi.
Hjónaefni. Nýlega opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Her-
djs S. Jónsdóttir, Sunnuhvoli,
Grindavík og Sigurður Guð-
leifsson, Langstöðum, Hraun-
gerðishreppi.
Hjónaefni. Nýlega opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Krist
rún Bjarnadóttir, Barðaströnd,
og Sigvaldi Andrjesson, Ing-
ólfsfirði.
Hjónaefni. Nýlega opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Sig-
ríður Kristinsdóttir, Njálsgötu
50 og Guðmundur Bergsson
frá Krossnesi, Grundarfirði.
Misti Siandsprengju
LONDON: — Geysimikil
sprenging varð í s. 1. mánuði x
Sjanghai, þegar verkamaður
misti handsprengju. Hand-
sprengjan kom af stað stærri
sprengingu í skotfærageymslu
og mikill fjöldi kínverskra
hermanna og ’ verkamanna
Ijetu lífið.
X-9 & a & & &, Eftir Roberf Slorm
WHíir^PEClAL AGENTS CONVERGE 0N 5HERRV KRATER'$
APARTa EI4T PRO/Vl EITHER END OP THE BUILDING.
■'r.
tÚr'&WWkW''-'
Leynilögreglumc
hjá Sherry, en vita
eru komnir að dyrunum og hefir dulbúið sig sem húsvörðinn. — Sherry augnablik
ki, að hún er fyrir utan hugsar: Þeir hljóta að rekast á húsvörðinn eftir fötum.
. Jeg má 1«4 með að komast úr þessum