Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. jan. 1947 Kúsbyggingar I Eng- vegna Frá iisisýningu Sigfúsar Halldúrssonar London í gærkveldi. KOLASKORTUR er nú svo mikill í Bretlandi, að til stór- vandræða horfir á ýmsum svið um. I dag var lögð niður vinna í stærstu múrsteinsverksmiðj- um heimsins, sem eru í Stew- artby í Bedfortshire, en þat og í öðrum verksmiðjum London Brick Company eru framleidd- ir múrsteinar til bygginga að einum þriðja á við allar aðrar múrsteinsverksmiðjur í Bret- landi. Verði öllum verksmiðj-/ um fjelagsins lokað þýðir það, að 1500 húsum minna verður bygt í Englandi vikulega. Við þetta bætist að ef slokknar unfl ir bræðsluofnum verksmiðj - anna getur tekið upp undir ár að kveikja upp í þeim á ný. Múrsteinabirgðir eru ekki til nema til nokkra daga. Verka- menn í þessum verksmiðjum eru flestir fátækir og fram- fleyta sjer og sínum á launum, sem þeir fá frá degi til dags. Það þarf um 10,000 smálesíir af kolum til að kveikja upp í stærstu ofnum verksmiðjanna. Talsmaður eldiviðarráðuneytis- ins hefir látið svo um mælt, að gerðar verði ráðstafanir þegar í stað til þess að koma verk- smiðjunum í gang hið fyrsta. LMS-járnbrautirnar hafa til- kynnt að þær verði að leggja niður nokkrar járnbrautaferðir sökum kolaskorts. Sementsverksmiðju í Austur Anglia var í dag lokað í fyrsta skifti í 33 ár vegna kolaskorts. Óttast er að hætta verði í bili byggingu rafmagnsstöðvar, fyr- ir Ipswich, sem á að kosta 4 miljónir sterlingspunda að byggja. Tugir kolavagna, sem sendir voru í skyndi forðuðu því að stærstu kexverksmiðju Suður-Englands yrði lokað í dag. — Reuter. Sigfús Halldórsson opnaði í gær listsýningu í Listamannaskál- anum. A sýningunni eru málverk og leiktjaldamálverk, sem Sigfús hefir gert. Sigfús er löngu kunnur bæjarbúum, þótt ungur sje að árum, fyrir leiktjöld sín í ýmsum leikritum í Iðnó, fyrir söng sinn í útvarpi og á skemmtunum og fyrir smálög, sem hann hefir samið. — Myndin hjer að ofan er af málvcrki frá Vestmannacyjum eftir Sigfús. markaður í Berfín Berlin í gærkvöldi. SVARTI markaðurinn hef- ur minkað mjög mikið hjer í borginni undanfarið og það svo ,að þeir, sem hafa haft framfæri sitt af þeirri iðju, að sel ja og kaupa vörur á svört- um markaði eru farnir að kvarta yfir því að það borgi sig ekki lengur að fást við slíkt. Ástæðurnar eru aðallega tvær. í fyrsta iagi minkandi kaupgeta fólks, vegna þverr- andi peningaveltu og í öðru lagi vegna þess, að ekki fást lengur vörur á svartan mark- að vegna þess hve eftirlit með vegum er til borgarinnar liggja hefur verið hert mikið upp á síðkastið. — Reuter. f ímnritið „Time“ heiðmi Byrnes Washington í gærkveldi. BANÐARÍSKA tímaritið ,,Time“ hefir kjörið Byrnes utanríkisráðherra „Mann ársins 1946“. í ritstjórnar grein, sem blaðið birtir í þessu sambandi, segir það Byrnes hafa orðið fy^ir valinu, sökum þess, að hann hafi verið ,,hin ákveðna og þolinmóða rödd Bandaríkj anna á alþjóðaráðstefnum“. KUNNI AÐ FÁST VIÐ RÚSSA „Time“ fer jafnan mikið eftir brjefum lesenda sinna, þegar það ákveður, hvaða einstakling beri að velja sem „mann ársins“. Telur tímarit- ið að utanríkisráðherrann hafi fundið leið til samstarfs við Rússa á alþjóðaráðstefn- um, með því að skýra fyrir þeim stefnu Bandaríkjanna og víkja svo ekki frá henni. —- Rússar, segir tímaritið, kunna að virða þetta. RJETTUR SMÁÞJÓÐANNA Á friðarfundmum í París, krafðist Byrnes þess jafnan, að stórveldin hlustuðu á kröfur smáþjóðanna. „Time“ telur að það hafi sýnt sig, að hann hafi haft rjett fyrir sjer í þessum efnum. I Sogamýri Byggingðrkosfnaður hækkar MONTREAL: — Byggingar- kostnaður í Kanada hefir hækk að um 75%. Svo mikill skortur er á nöglum, að þeir eru iðu- j ast þess, að fjárhagshlið samn lega seldir á svörtum markaði, I ingaumleitananna fari fram fyrir margfalt verð. 'London. Danir viija semja á danskri grund London í gærkveldi. DANSKA stjórnin hefir far- ið fram á það, að frámhald við- ræðnanna milli Dana og Breta um viðskiptasamning verði lát- ið fara fram í Kaupmannahöfn, en ekki London, eins og breska stjórnin hefir óskað eftir. Við- ræður eiga að byrja á ný í miðjum janúar. Breska stjórnin hefir mála- leitan Dana nú til athugunar, en samkvæmt góðum heimild- um, er gert ráð fyrir, að Bret- ar muni að minnsta kosti krefj- A GAMLARSDAG voru tveir silfurrefir skotnir inni í Sogamýri. Annan þeirra skaut Einar Erlendsson, bíl- stjóri hjá Reykjavíkurbæ. — Plann var á ferð þarna er hann sá refina. Er hann hafði fengið leyfi lögreglunnar til þess að bana refunum, sótti hann byssu sína. Er hann ók niður Múlaveg sá hann ref- ina, en þá vildi svo óheppi- lega til, að hann komst ekki í skotfæri við þá. Hann ók þá niður Holtaveg-og sá þá hvar annar refurinn kom gangandi eftir túni, sem er við veginn. Honum tókst þá að hæfa refinn. Um þetta leyti var lögregl- an kominn þangað inn eftir og tókst henni. að skjóta hinn refinn upp við Hálogaland. Ekkeri þýsk! fyrir- iæki meira en 10 þús. verkamenn BRESKU hernámsyfirvöldin í Þýskalandi hafa lýst yfir því, að þau styðji í öllu ákvörðun bandarískra hernámsyfirvalda, að banna þýskum fyrirtækjum að hafa meira en 10,000 manns Er þetta gert til að fyrir- byggja, að þýsk fyrirtæki geti bundist samtökum, um að koma upp stórfyrirtækjum, eða stofna „hringa“. — Reuter. SIS og fleíii saiiki stofna nýtt olíuf jelag SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFJELAGA, olíu- samlögm í Keflavík, Vestmannaeyjurn og Norðfirði, ásamt fleiri aðilum hafa stofnað nýtt olíufjelag hjer á landi, sem nefnist Olíufjelagið h.f. Hefir fjelagið 975,000 króna hluta- fje og hefir keypt hlutabrjef þau í Hinu íslenska stein- olíuhlutafjelagi, sem áður var í eign danskra manna. í frjettatilkynningu frá fjelagsstjórninni segir á þessa leiS um stofnun hins nýja olíuhlutafjelags: „Hinn 14. júní s. 1. var Olíu- fjelagið h.f. stofnað. Aðalstofn- endur þess eru Samband ísl. samvinnufjelaga, sambands- kaupfjelög, olíusamlögin í Keflavík og Vestmannaeyjum og SUN, Norðfirði. Hlutafje fjelagsins er 975,000 krónur. Af þessari upphæð er eign S.Í.S., sambandsfjelaga og olíusamlaga 700,000 krónur. Stjórn fjelagsins skipa: Ástþór Matthíasson fram- kvæmdarstjóri í Vestmannaeyj- um, Jakob Frímannsson, kaup- fjelagsstjóri, Akureyri, Karvel Ogmundsson, formaður olíu- samlagsins í Keflavík, Skúli Thorarensen, útgerðarmaður, Reykjavík og Vilhjálmur Þór, forstjóri, sem er formaður fjel- agsstjórnar. * Varamenn í stjórn fjelagsins eru þeir: Egill Thorarensen, framkvæmdarstjóri, Selfossi, Elías Þorsteinsson, framkvæmd stjóri, Keflavík og Halldór Jónsson, framkvæmdarstjóri, Reykjavík. Tilgangur hins nýja olíu- fjelags er að koma olíuverslun landsmanna algjörlega á ís- lenskar hendur og um leið kapp kosta að gera hana ódýrari en verið hefir og með því tryggja landsmönnum sem sanngjarnast verð á bensíni, steinolíu, hrá- olíu og smurningsolíum. Olíufjelagið h.f. hefir keypt hlutabrjef þau í Hinu ísl. stein- olíuhlutafjelagi, sem voru dönsk eign og er því þetta elsta olíu- fjelag hjer í landi, H.Í.S., frá 1. jan. 1947 orðið al-íslenskt Tjelag. Fjelagið heldur starfsemi sinni, að formi til óbreyttri, og innir af hendi hluta þess starfs, sem Olíufjelaginu er ætlað. Olíufjelagið h.f. hefir fengið einkaumboð á íslandi fyrir hið mikla bandaríska olíufjelag Standard Oil Company, en framleiðsluvörur þess firma eru auðkenndar með nafninu ESSO, Þá hefir Olíufjelagið enn fremur fengið einkaumboð fyr- ir bandaríska flugbensínfjelag- ið INTAVA og fyrir British Mexicon Oil Company, sem sel- ur aðallega brennsluolíur til skipa (Bunker Fuel Oil). Eru þessi þrjú fjelög, hvert á sínu sviði, einhver hin allra stærstu í heimi. Má því ségja að vel sje sjeð fyrir því, að hið nýja olíu- fjelag geti haft góðar vörur á boðstólum. Enda þótt Olíufjelagið hafi náð mjög hagstæðum samning- um við framangreinda olíufram leiðendur, er það á engan hátt háð hinum ei’lendu fjelögum, hvorki beint eða óbeint. Þegar Olíufjelagið hefir kom- ið í framkvæmd byggingum olíugeyma, útvegað olíuflutn- ingaskip o. fl., sem í undirbún- ingi ér, er gert ráð fyrir að olíu- verð geti lækkað all-verulega, frá þvj sem verið hefir. Hvort þessi tilraun með al- íslenska olíuverslun tekst vel, er mikið komið undir samstarfs hug og samvinnuvilja lands- manna sjálfra. Hyggja stofn- endur og stjórnendur Olíu- fjelagsins gott til samvinnu við olíunotendur um að hrinda þessu þjóðþrifamáli í fram- kvæmd, á sem farsælastan hátt. Árni Friðriksson fær hetðursmerki ÁRNA FRIÐRIKSSÝNI fiski- fræðing var nú um áramótin afhent heiðursmerki í viður- kenningarskyni fyrir starf hans á sviði hafrannsókna. Það er professors Jóhannes Schmidts Legat for Havforskn ing, sem sýndi Árna Friðriks- syni þenna heiður. Próf. Johannes Schmidt vai; einn af forvígismönnum alþjóðá hafrannsóknanna. Fræg er ferðí hans hingað til lands árið 1903, en þá hóf hann samstarf við Bjarna Sæmundsson. En próf. Schmidt kom hingað oft síð- ar, bæði með ,,Thor“ og ,,Dönu‘c Eitt af glæsilegustu störfuns próf. Schmidts voru rannsókn- ir hans á lifnaðarháttum áls- ins, en á mörgum öðrum svið- um liggur eftir hann mikið og gott starf. Próf. Johannes Schmidts Leg at var stofnað í tilefni af því að liðin eru 70 ár frá fæðingu hans. En hann dó árið 1932, þá 54 ára að aldri. Heiðursmerki það er Árni .Friðriksson hlaut er úr silfri, Oðru megin er mynd af próf. Schmidt, en hinu megin sýnd leið sú er hinn danski leiðang- ur sigldi í ferð umhverfis hnött inn árið 1928—1930. LONDON: Dr. Josef Beran, sem nasistar neyddu til að starfa sem götusópara í þrjú ár, hefir nú yerið gerður að erkibiskup í Prag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.