Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. jan. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 ÞEGAR VIÐ HITTUIVI BAIMDARÍ8KA HER8IMEM VIÐ hittum bandaríska her- inn fyrst tveim vikum eftir stríðslok. Samkomulag banda- manna var þá ennþá í besta lagi og áróðurinn hafði enn ekki hælt niður bræðralagstilfinn- ingu hermannanna. Hin rússn- eska flugvjel okkar hafði nauð- lent á bandaríska hernáms- svæðinu í Austurríki, og til að sækja hana var sendur sex manna flokkur. — tveir liðs- foringjar, þrír vjelvirkjar og bílstjóri. Hjá yfirstjórn deildar okkar fengum við leyfi til að fara yfir ,,landamæri“ rússneska hernámssvæðisins, en þó ekki fyr en þeir, sem hafa áttu eftir- lit með njósnurum, höfðu yfir- heyrt okkur. Leyfi okkar var stimplað með tveimur stimpl- um, öðrum ferhymdum en hin- um kringlóttum með skjaldar- merki. Leyfisbrjef okkar var síðan staðifest af liðsforingja þeim, sem er yfir hernum í norð ur hjeruðum Austurríkis, en við það tækifæri var bætt við þriðja stimplinum, stimpli landamæra hersveitanna, sem einnig var með skjaldarmerki. Til að fá leyfi til að fara yfir á bandaríska hernámssvæðið, fórum við með öll skilríki okkar til amerísku herstjórnarinnar. Það var ekki laust við að við værum dálítið smeikir, þegar við nálguðumst herstjórnar- bygginguna. Rjettarhöldin 1936—’38 höfðu það í för með sjer, að Rússar litu yfirleitt svo á, að allar er- lendar stofnanir eða bækistöðv ar væru hreiður njósnara og áróðurs, sem hefðu það megin- verkefni, að tæla rússneska borgara til að gerast föðurlands svikarar. Þessi hræðsla.var þó ekki langlíf. Þegar við komum á herstöð- ina, tók á móti okkur liðsfor- ingi, sem talaði rússnesku. Hann heilsaði okkur hlýlega og kvaðst reiðubúinn að aðstoða okkur í hvívetna, og er hann hafði l(iúð leýfisbrjefið, Ijet hann skrifstofustúlku sína þeg- ar taka saman annað eins á ensku, sem gilti fyrir okkur alla. Er því var lokið, undirrit- aði hann tvö eintök og afhenti okkur. — Allt i lagi, sagði hann, nú getið þið farið. Óskiljanleg framkoma. Að érindinu Ioknu og þegar við vorum komnir út af skrif- stofu liðsforingjans, námum við staðar og litum undrandi hver á annan. Öllum fanst okkur það grunsamlegt, hversu fljótt þetta hafði gengið og án allra spurn- inganna, sem við höfðum búist við um herdeild okkar, bæki- stöðvar, útbúnað o. s. frv. Þetta kom okkur á óvart, og þá sjer- staklega er við mynntumst þess, að í herdeild okkar hafði það tekið eina þrjá daga að skrifa skýrslu u.m ævi og afrek hvers einstaklings. I þetta skipti tóku formsatriðin hins vegan aðeins fimmtán mínútur. Við vorum að ræða þetta, þeg ar bílstjórinn hrökk í.kút. — Hjer vantar stimpil! hróp- aði hann. Hvernig í skollanum gátum við látið þetta fara fram hjá okkur? Þetta eru lagleg skil Eftir A. A. Volodin, fyrverandi liðsforingja í rússneska hernum. Fyrri grein í grein þessari segir höfundurinn á látlausan hátt frá því, er hann hitti Bandaríkjamenn í fyrsta skifti og hvaða skoðanir rússneskur al- menningur og hermenn höfðu á bandarísku þjóðinni á styrjaldarárunum. Greinin birtist í tímaritinu „Za Svobodú“, en það er gefið út í New York, af flokki rússneskra andkommún- ista. Greinin er þýdd beint úr rússnesku fyrir blaðið. ríki, eða hitt þó heldur, — alveg vita stimpilslaus! — Já, maður veit svo sem hvers vegna þetta er gert, sagði einn okkar. Auðvitað ætla þeir að koma því þannig fyrir, að okkur sje hleypt inn á her- námssvæðið, en als ekki út aft- ur. Þegar að því kemur, að við ætlum að sleppa út, segja þeir bara, „Hjer er enginn stimp- ill, og þið fáið ekki að fara heim“. Við gengum rakleitt aftur á fund liðsforingjans. Við vorum ævir og uppvægir, en hann var hinn rólegasti. — Jeg á engan stimpil, sem hægt er að setja á þetta leyfis- brjef, sagði hann brosandi. Það er fullgylt, eins og það er. — Þá verðum við að leggja málið fyrir yfirmann yðar, sögð um við stuttlega. — Gerið þið svo vel. Stimpla-fargan. Skrifstofustúlkan fór með okkur inn til yfirmannsins, sem var hershöfðingi að tign. Við vorum hinir ákveðnustu', kröfð- umst þess, að hann segði liðs- foringjanum til syndanna, enda væri hann eflaust að reyna að plata okkur og tæla. Að lokum báðum við svo hershöfðingjann sjálfan að stimpla leyfisbrjefið. Eftir að skrifstofustúlkan hafði þýtt þetta allt á ensku, ypti hershöfðinginn öxlum. — Jeg hefi heldur engan stimpil, sagði hann. ‘ Okkur brá í brún. — A hershöfðinginn engan stimpil? spurðum við stúlkuna undrandi Svo datt okkur í hug að ef til vil væri um einhvern misskilning að ræða og drógum því upp rússnesku pappírana okkar og bentum á kringlóttu stimplana. — Það er þetta, sem við vilj- um fá. Hershöíðinginn brosti. — Jeg á engan .... byrjaði hann, en skrifstofustúlkan tók fram í fyr ir honum. — Jeg hefi aldre^ fyr nje síð- ar, sagði hún, sjeð stimpla á skjölum hersins, hvorki þessum nje öðrum. Það eina, sem við gátum gert, var að biðjast afsökunar og fara. Efasemdir. A aðalbækistöðvum herdeild- ar okkar var einnig litið með vantrausti á leyfisbrjefið. Við vorum ennþá fullir af efasemd- um, og öruggir fanst okkur við ekki vera, fyr en við komum að landamærunum og bandaríski hervörðurinn þar hafði lesið brjefið og sagt okkur brosandi að við gætum haldið áfram ferð okkar. Þessi hermaður var fyrsti bandaríski hermaðurinn, sem við höfðum sjeð, en strax sama kvöld bauð hópur Bandaríkja- manna okkur að gista hjá sjer. A borð fyrir okkur var borinn ágætur kvöldverður, og eftir nokkrar flöskur af velsterku koníaki, hvarf ótti okkar með öllu. Um bílstjórann okkar er það að segja, að hann var hinn kátasti eftir að hann hafði sjeð einn hermannanna drekka hálfa flösku af sterku víni í einum teyg. — Þetta er nú karl í krapinu, sagði bílstjórinn í aðdáunarróm, og til að sýna það, að við vær- um engir eftirbátar þambaði hann líka hálfa flösku. Menn voru nú orðnir töluvert ölvaðir og byrjuðu að fgðmast, dansa og sýna sár sin og mynd- ir af fjölskyldunni. Er líða tók á veisluna, bauð amerískur höfuðsmaður af pólskum.ættum okkur liðsfor- ingjunum heim til sín, en þar sagðist hann eiga flösku af kampavíni. Enda þótt áliðið væri orðið, þáðum við boðið. Það var heima hjá honum, sem hann sagði okkur æfintýrið um sjálfan sig og stimpilmerkið. Hann sagðist vera nýkominn úr ferðalagi inn á rússneska her námssvæðið. Hann hafði leyfis- brjef rússnesku hernámsstjórn- arinnar (með stimpli) og banda rísk skilríki, stimpillaus. Rússn eskur hermaður, ' sem hann hitti, fjekkst ekki til að trúa því, að óstimplaða plaggið væri ófalsað. Hann náði í liðs- foringja, yfirmann sinn. Liðs- foringinn var undirmanni sín- um sammála og skipaði Banda- ríkjamanninum að hafa sig sem bráðast á brott. Sá bandaríski gerði eins og honum var skipað, ók stuttan spöl í burtu, tók svo upp úr vasa sínum sinn eigin nafnstimpil, skellti á leyfið og sneri til baka. Varðmennirnir voru hinir kurteisustu og stimpillinn opn- aði honum allar dyr. Pólitísku fulltrúarnir. Það var farið að birta, þegar bílstjórinn okkar kom. Hann var dauðadrukkinn og hinn ánægðasti yfir því, að hann hafði skipt á úrinu sínu og úri Bandaríkjamanns og taldi sig hafa stórgrætt á kaupunum. Hann hafði þó ekki drukkið nema örlítið af kampavíni, þeg- ar hann skipti allt í einu um ham. — Fjelagi, liðsforingi, sagði hann, má jeg tala við yður? — Já, hvað viltu? — Jeg vil fá að fara aftur til herdeildarinnar minnar. — Til hvers? — Mig langar til, sagði bíl- stjórinn og var mikið niðri fyr- ir, mig langar til að gefa póli- tíska fulltrúanum á kjaftinn. Hann var búinn að segja okk- ur, að þessir menn væru kapítal istar og óvinir okkar. En þetta eru menn eins og við — kátir strákar. Enda þótt pólitísku fulltrú- arnir og herfulltrúarnir væru ákaflega óvinsælir, trúðu her- mennirnir samt áróðri þeirra. Af einhverjum miður skiljan- legum ástæðum, hafði þeim aldrei komið til hugar, að lífið erlendis gæti verið eitthvað ann að en endalaust strit rjett- lausra beiningarmanna, sem lifðu við stöðugan ótta um hung ursneyð. En svo leiddi styrjöld- in það af sjer, að Rússar kynnt- ust lífinu í fjölmörgum Evrópu löndum og komust að þeirri nið- urstöðu, að í þeim dveldu frjáls- ir menn, sem væru betur til fara en fólkið í Moskva, menn, sem óttuðust ekki að láta skoð- anir sínar í ljós og töldu stjórn- skipulag Sovjetríkjanna alls ekki það besta í heimi. Tilkynnin g frá versl. Barnafoss, Skólavörðustíg 17 Vegna húsnæðisvandræða hættir verslun okkar að starfa 9. þ. m. Notið því tækifærið og kaupið ódýran barnafatnað, svo sem: káp- ur, kjóla, drengjafrakka og prjónafatnað o.fl. Munið aðeins nokkrir dagar til lokunar. — Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Guðrún Rafnsdóttir, Oddný Pjetursdóttir. ^*®*S><í*í*S>3><S*S>3><S><MxS*®*í><í><Sxe><®><®><S>3*»<e>3*S>®>3><$*®><Sx?x®>«><$*$*8^^ Skrifstofustúlka Eitt af stærri byggingafjelögum bæjarins óskar eftir duglegri skrifstofustúlku. — Góð laun. — Tilboð, merkt: „Skrifstofustúlka“, sendist afgr. Mbl., fyrir 15. jan. ®*^*®<$>®<®*í><^®®'<^<&<®<^<8*£3>®>^<®<$>^"^>^<®-'®>®«$xS>3><$<®^<$®xexSxS>.®^<®><Sx®x®><eH Dönsk húsgögn Gamalt, þekt húsgagnafyrirtæki, sem hefur verslað við ísland um margra ára skeið, hefur til sölu einungis fyrsta flokks húsgögn, t.d.: poleraðar dagstofur og herraherbergi, með sjerstaklega fallegu áklæði, enskt gobelin, ennfremur afar vandaðar borðstofur og svefn- herbergi úr öllum viðartegundum. Gjörið svo vel og lítið á stórt úrval af teikn- ingum og sýnishornum af áklæði. Til viðtals daglega á Hótel Borg, herbergi nr. 207. — C. Nerding AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.