Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. jan. 1947
MORGUNBLAÐIÐ
5
Stjómarskifti
Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. .. Ritstjórn: Satnbandsstjórnin.
_____--------*--------------------------
Pílatusarþvottur Kommúnista
í ÁRAMÓTARÆÐU forsæt-
isráðherra, sem hann flutti í rík
isútvarpið á gamlárskvöld, vjek
hann meðal annárs að þeim
langa drætti, sem nú hefir orð-
ið á því, að mynduð væri ný
ríkisstjórn, eftir að hann baðst
lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt fyrst í október.
Taldi forsætisráðherra með
öllu óþolandi, að það yrði venja
hjer, að stjórnarmyndanir tefð- I
ust svo mánuðum skifti. — Að
sjálfsögðu cr hinn mikli seina-
gangur, sem í þessum efnum
hefir orðið bæði nú og áður,
stórhættulegur stjórnarfarinu í
landinu.. Alþingi legst undir
ámæli fyrir getuleysi við að
sinna frumskyldu sinni að sjá
landinu fyrir ábyrgri þingræð-
' isstjóm. Þingræðinu er stefnt
í voða.
En hvað má verða hjer til úr-
bóta? Sá háttur virðist vera að \
ná yfirtökum, að ekki sje hægt
að mynda ríkisstjórn nema með
slíkri allsherjartorsjón á öllúm
sviðum þjóðlífsins, að jafnvel
þurfi að ákveða í málefnasamn-
ingi stjdt'narinnar hvaða eða
hvort eigi að Icggja einhvern
vegarspotta eða ekki .o. s. frv.
Með þessu er stefnt í óefni, en
sósíalistiskar skipulagningar og
áætlanadraugur er orsökin.
Forsætisráðherra vjek að því
í ræðu sinni, að athuga bæri
„hvort ekki sje rjett að setja
ný ákvæði í stjórnarskrá lands-
ins, er líkleg megi reynast til
að losa Alþingi úr slíkri sjálf-
heldu“, sem hinar löngu fæð-
ingarhríðar ríkisstjórnanna eru
farnar að skapa. Hjer er vissu-
lega bent á rjetta leið, að setja
í sjálfri stjómarskránni ákveðn
ar reglur, hvernig fara skuli við
stjórnarskifti, ef þingræðis-
stjórn er ekki mynduð innan
hæfilegs frests. Með stjómar-
skrárákvæðum hjer að lútandi
má skapa það aðhald, sem nú
vantar, en er full nauðsyn að
fá.
Endurskoðun stjórnarskrár-
innar hefir þvi miður legið
niðri nú um hríð, en að því
verki verður að ganga án tafar.
Kemur þar að sjálfsögðu margt
til álita, en stjórnarskrárákvæði
varðandi stjórnarskifti er eitt
af því, sem ekki þolir bið að
sett verði.
Gæfa fyigir
trúlofunar-
hringunum
frá
Sigurþór
Hafnarstr. 4
R.evk'iavík
Margar gerðir.
Sendir geqn póstkröfu hvert
á land sem er
— Sendiö nákvæmt mál —
í GÖMLUM ævintýrum er oft
getið um fólk, sem losnaði und
an valdi alls konar illþýðis með
því að geta rjetts nafns þess.
Hið síðasta af þessu fyrirbrigði
knýr á dyr íslensku þjóðarinn-
ar- í dag. Það kemur í líki „Só-
síalistaflokksins“, lofar gulli og
grænum skógum, ef menn falli
fram og tilbiðji það og ber á
herðum sjer stórkostlegar skýjá
borgir íslensku þjóðinni til
handa. Engin lýsingarorð eru
nógu sterk til þess að lýsa þeim
unaði og'þeirri sælu, er ríki í
þessum skýjaborgum. —, Öll
gæði þessa heims munu bíða
þeirra, sem aðeins láta svo lítið
að skiljast við samviskuna og
aðra slíka ,,smáborgaralega“
eiginleika og ganga í flokk
hinna útvöldu, ,sem flytja
hrjáðu mannkyninu þetta nýja
fagnaðarerindi. Og þessari nýu
Gilitrutt hefir vegnaff vel, á
meðan hún þekktist aðeins und
ir nöfnunum Asa og Signý. En
sem betur fer hefir hið rjetta
eðli oft gægst fram, þrátt fyrir
dulbúning og góðar grímur.. Á
bak viðð skrautklæði lýðræðis,
frelsis, menningar, hefir ís-
Miklar verklegar fram-
kvæmdir í Ólafsfirði
Nýlega var stofnað Sam-
band ungra Sjálfstæðis-
manna í Eyjafirði. Á stofn
fundinum voru meðal ann-
ara mættir f-imm fulltrúar
fyrir unga Sjálfstæðismenn
í Ólafsfirði. Gáfu þcir „ís-
lending“ á Akureyri upp-
lýsingar um helstu verk-
legar framkvæmdir í Ól-
afsfirði og fara þær upp-
lýsingar hjer á eftir.
Birtar í „íslending“ 19. f.
mán.
Öllum ber saman um að hafn
argerðin sje þýðingarmesta mál
ið, þar sem langflestir byggja
afkomu sína á útgerðinni. Síðan
1942, hefir verið unnið öll sum-
ur við hafnargerðina. Vonast
er til, að framkvæmdum verði
svo langt komið á næsta hausti,
að bátar geti notað höfnina að
vetrinum. Til þess hafa allir
bátar orðið að leita burtu vetr-
armánuðina, og þá ýmist farið
suður eða til Siglufjarðar.
í Ólafsfirði er þegar hafinn
undirbúningur að byggingu
stórrar nýtísku niðursuðuverk-
smiðju. Framkvæmdum hefir
miðið vel áfram, þrátt fyrir
ýmsa örðugleika. Framkvæmda
stjóri er ráðinn Magnús Gamal
íelsson, útgerðarmaður. Hluta-
felag sjer um reksturinn og á
bærinn þar hlut.
Á þessu ári hafa komið til
Ólafsfjarðar 3 nýir bátar, tveir
smíðaðir í Svíþjóð en einn á
Akureyri. Fyrir voru 4 bátar.
Það má því segja, að útgerðin
í Ólafsfirði sje nú í örum vexti.
Hitaveita hefir verið í Ólafs-
firði í um 2 ár og reynst vel. —
Vatn er þó ekki að öllu leyti
nægilegt og var því hafin borun
eftir meira vatrii í vor, og eru
miklar líkur til þess, að heita
vatnið aukist til muna við þær
framkvæmdir. í fyrra sumar
var vígð sundlaug í Ólafsfirði,
ingu hennar. íþróttafjelagið hef
ir nú afhent bæjarfjélaginu
sundlaugina til eignar með því
skilyrði, að það annist og kosti
að öllu leyti rekstur hennar. í
vor var hafin bygging nýs
barnaskóla. Húsið er nú komið
undir þak og verður byggingin
hin fullkomnasta, með áföstum
leikfimisal. í sumar hafa einn-
ig verið bygðir 5 verkamanna-
bústaðir, tveggja hæða hús,
ætluð tveimur fjölskyldum.
Eitt af áhugamálum Ólafs-
firðinga, og þá ekki síst yngra
fólksins, er bygging samkomu-
húss, sem uppfylli nútímakröf-
ur. Til þess að hrinda' málinu
í framkvæmd hefir verið mynd
að hlutafjelagið og standa að
því flest fjelög bæjarins. Lokið
var við að steypa grunninn að
lenska þjóðin sjeð hinn rjetta
flokk, flokk ofbeldis og blóð-
ugra byltinga, kúgunar og þræl
dóms, „Kommúnistaflokk Is-
land — Deild úr Alþjóðasam-
bandi Kommúnista“. Og þegar
öll íslenska þjóðin hefir fengið
að vita hið rjetta nafn þessa
flokks, hina rjettu stefnu hans
og tilgang, þá hlýtur hann að
hverfa, eins og allar hinar ó-
freskjurnar í gömlu ævintýr-
unum.
Kommúnistar hafa nú um s.l.
ára skeið staðið í ströngum Píla
tusarþvotti til að afmá hinar ill
ræmdu aursljettur sínar frá ár-
unum 1932—37, en illa hefir
það gengið. Gömlu slagorðin
um að „afneitun ofbeldisins af
verkalýðsins hálfu sje sáma og
að beygja sig undir ok auð-
valdsins um aldur og ævi“,
„það, sem úrslitum ræður, verð
ur meirihluti handanria, —
handaflið“, „heimsflokkurinn
grípur í taumana“, búa enn
innst í hugum þeirra, þó að tung
an skifti oftar um slagorð en
skrokkurinn um föt. Þetta var
kjarni kenningarinnar þá, og
þetta er hann enn þann dag í
dag. Þeir lofsungu ofbeldi
Rússa gagnvart Finnum, þeir
lofsyngja ofbeldi Rússa í Mið-
Evrópu, Iran, Kína, þeir lof-
syngja hið kommúniska ofbeldi
hvar sem það birtist. Og svo
hafa þeir á stefnuskrá smni að
berjast gegn ofbeldi. Þeir þykj-
ast einnig ætla að berjast gegn
einræði, en hafa svo ekki við
að hrópa hósíanna fyrir komm-
únistaeinræðisherranum. Hjer
er blekking', þar er blekking,
allur þeirra boðskapur er sett-
ur fram í þeim eina tilgangi að
yfiri sitt
sanna eðli.
annari álmunni, en ætlunin er,,
að húsið verði þrjár hæðir, gisti, °S breiða
hús á efstu hæð, en skrifstofur
á miðhæðinni og samkomu- og
kvikmyndasalur á neðstu hæð.
Samgöngur hafa jafnan ver-
ið fremur erfiðar við Ólafsfjörð.
— Miklar líkur eru til þess'að
fjörðurinn komist í akvegasam-
band við Fljótin á næsta sumri.
í sumar var sú leið farin á jepp
um og telja kunugir menn að
þegar vegagerð sje lokið verði
sú leið fær alt sumarið.
Þess er rjett að geta, að Sjálf
stæðisflokkurinn hefir altaf átt
miklu fylgi að fagna meðal Ól-
afsfirðinga, ekki síst meðal
unga fólksins. Við síðustu kosn
ingar tóku ungir Sjálfstæðis-
menn í Ólafsfirði mjög virkan
þátt í kosningabaráttu flokks-
ins og mikill áhugi er nú ríkj-
andi hjá ungum Sjálfstæðis-
mönnum þar, sem og annars
staðar í Eyjafirði á því að gera
starfsemi Sambands ungra
Sjálfstæðismanna í sýslunni
sem fjölbreyttasta og áhrifa-
en íþróttafjelagið stóð að bygg-ríkasta.
Menn mega ekki halda, að
kommúnisminn sje stjórnmála-
stefna. Hann er það ekki frem-
ur en allt annað. Alla skapaða
hluti láta kommúnistar sig
varða. Enginn er sá fjelagsskap
ur, sem þeim þykir ekki feng-
ur að ná yfirráðum í. Ekkert
geta þeir dæmt um nema út frá
kommúnisku sjónarmiði. Listir,
vísindi, bókmentir o. fh, allt er
dæmt eftir því, hve gagnlegt
það er kommúnistum. Á Öll fyr
irbrigði þessa lífs nota þeir
hinn eina kommúniska mæli-
kvarða. Slík er dómgreind þess
ara manna.
Eitt af því, sem Kommar hafa
flíkað afar mikið með, er hópur
af svonefndum „mennta- og
listamönnum“, þ. e. a. s. „rit-
höfundum", „skáldum", „list-
málurum“, er tekið hafa trú
þeirra. Þessir menn eiga flestir
sammerkt með því, að þeir eru
undarlegir á pörtum. Menn, er
hafa einhverja sjerstaka gáfu
á einu sviði, skortir oft almenna
skynsemi og heilbrigða dóm
greind á öðrum sviðum. Þeir
lifa að miklu leyti í sínum eigin
draumum og hillingum og að-
hyllast oft það, sem fjærst er
veruleikanum. Þessir menn eru
oft auðveld bráð fyrir pólitíska
loddara. Og þegar ofan á þetta
bætist svo elli og kölkun, þá
verða þeir oft æstir kommún-
istar og kalla andkommúnism-
anna brjálæði, eins og aum-
ingja karlinn hann Thomas i
Mann gerði. En þeim er vork-
unn, því að þeir vita ekki hvað
þeir gera. Og þó að leiguþý
komúnista hjer á landi ráðist
með gífumlegum blekslettum ■
og stóryrðum á skáld, sem hafa
alveg gleymt að kasta frá sjer /
hlutum eins og veruleikanum
og sannleikanum, þá vaxá þau
skáld í augum Islendjnga, eins
og allir aðrir menn, sem verða
fyrir aurkasti kommúnista.
Árásir kommúnista á kristna
trú eru algerlega í samræmi við
innræti þeirra. Alls staðar þar,-
sem hið fegursta í manneðlinu
birtist, er von á árásum þeirra.
Kærleikur, hjálpsemi, allt er
þetta „smáborgaraleg“ hugtök
í augum þeirra. Allt það, sem
miðlar að útrýmingu haturs og
-öfundar, er þyrnir í augum
kommúnista, vegna þess, að á
þessu byggja þeir fylgisvon
sína'. „Hatrið og öfundin“, er
kjarninn í kennslu þeirra. Með
því að gefa öllum illum ásti*íð-
um og hvötum lausan tauminn,
verða menn best móttækilegir
fyrir boðskap þeirra.
Ekki verður betra upp á ten-
ingnum ef litið er í austur. Ef
tekið væri mark á lýsingum
kommúnista, skyldu menn trúa
að þar byggi alveg einstakt
heiðursfólk. alið upp við bless-
un kommúnismans. Eftir við-
kynningu Evrópuþjóðanna af
Rússum, liggur næst að ætla,
að þarna ríki þróunarkenningin
öfug, því að þar eru menn að
Verða að öpum. I kjölfar rauða
hersins hefir siglt eymd og vol-
æði, siðspilling og fáfræði, í
stuttu máli upplausn allra
góðra afla í mannssálinni. —
Þetta er gjöf Sovjetríkjanna til
Evrópuþjóðanða. Þetta er ár-
angurinn af 30 ára starfsemi í
hinum kommúnisku útungunar
vjelum og uppeldisáhrifum. —
Það er ekki furða, þó að kom-
múnisminn hafi aldrei náð nein
um völdum í menningarlönd-
um, heldur verið þröngvað upp
á ómentaðar þjóðir. Og þó að
hátt sje hrósað roðanum í austri
þá eru menn farnir að sjá, að
hann stafar hvorki af mann-
kærleik nje göfugum hugsjón-
um Stalins og hans kumpana,
heldur af blóði og brennum.
íslensk æska. Úr þínum hópi
hafa um aldaraðir komið bar-
áttumenn, menn, sem voru
brennandi í ást sinni á þjóð og
JTrainh. á bls. 8.