Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
-
Laugardagur 4. jan. 1947
i
BLÓÐSUGAN
£ftir JoL n (joodivi
lAJLYl
ðtiiiiuiiiiiiimsmiiiiiiiniHiuHmimmtimiBB.'mnnnnmiia
’ ^SKK^m»5lfol®Í»
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAR RICE BURROGHS.
56.
ar dyr eða gluggar voru sjáanlegir á hliðum byggingar-
innar, enda var þess engin þörf, að undanskildum einum
dyrum, sem voru ætlaðar þrælunum, því Ja skýrði mjer
frá því, að Mahararnin kæmu flúgandi og færu inn í
musterið gegnum opin á þakinu.
— En, bætti Ja við, það er önnur leið inn í musterið,
sem jafnvel Mahararnir vita ekki um. Komdu. Hann gekk
yfir rjóðrið og að hrúgu af steinum, sem lágu við vegg
musterisins. Þarna flutti hann til ívo stóra hnullunga, en
þá kom í ljós lítið op, sem virtist liggja beint inn í bygg-
inguna, enda þótt jeg kæmist að því, þegar jeg kom inn
íyrir, að jeg var í þröngu herbergi eða gangi.
— Við erum inni í ytri veggnum, sagði Ja. Hann er hol-
ur. Fylgdu vel á eftir mjer.
Hinn eirrauði maður þreifaði sig nokkur skref fram á
við og byrjaði síðan að klifra upp hrörlegan stiga, áþekk-
an þeim, sem notaðir eru í holu trjábolunum í þorpi hans.
Við höfðum farið um 40 fet upp þennan stiga, þegar fór
að verða bjartara í kringum mig, og loks komum við að
opi í innri veggnum, en þaðán var auðvelt að sjá allan
musterissalinn.
Á gólfi salarins var geysilega stór vatnsgeymir, en í
honum syntu hinir ógeðslegu Maharar letilega fram og
aftur. Gerfieyjar úr granít voru hjer og þar í vatninu, og
á ýmsum þeirra sá jeg menn og konur, sem voru eins í
útliti og jeg sjálfur.
— Hvað er þetta fólk að gera hjerna? spurði jeg.
— Bíddu o^ þú muht brátt komast að raun um það,
svaraði Ja. Það á að leika aðálhlutverkið í athöfninni,
sem mun hefjast, strax og drottningin kemur. Þú mátt
þakka þínum sæla, að þú skulir ekki vera þeim megin
veggjarins, sem þetta aumingja fólk er.
Hann hafði varla fyrr sleppt orðinu en við heyrðum
miki'nn vængjaþyt fyrir ofan okkur, og andartaki síðar
kom löng fylking af hinum ógeðslegu skriðdýrs-ófreskjum
Fellúcidar fljúgandi gegnum opið í miðju þakinu og hring-
sólaði fyrir ofan vatnsgeyminn.
Á undan fóru allmargir Máharar og að minnsta kosíi
20 thiptarar. Á eftir þeim kom svo drottningin, og við hlið
hennar flugu aðrir thiptarar, eins og þeir höfðu gert í
hringleikahúsinu í Phutra.
77. dagur
Menn munu minnast þess, að
fyrir næstum fjórum vikum —
einmitt tveim dögum eftir
sjálfsmorð Sir Melmoth Crav-
ens, ljest frú Gordon frá Gord-
ans Ltd. Nú hefir erfðaskrá
hennar verið auglýst.
Margir, sem að staðaldri eiga
leið um City munu muna eftir
þöglu, svartklæddu konunni,
sem altaf var með blæju og
gekk álút, tvisvar daglega milli
skrifstofu Gordons Ltd. í Gres-
ham Lane og litla hússins, úti
við Borgarmúrinn. Það er
kannske gott, að þeir höfðu
ekki nánari kynni af konunni.
Að kvöldi þess 23. þ. m. gekk
hún þessa leið í síðasta sinn.
Það var komið að hádegi dag-
inn eftir þegar konan, sem hirð
ir húsið, sá hvernig ástatt var.
Frú Gordon lá dauð í rúmi
sínu. Hún hafði sýnilega dáið í
svefni.
Við rannsókn kom í ljós, að
banameinið var hjartabilun,
sem hún hafði gengið með
lengí, en enginn hafði haft
neinn grun um, sem þekti
hana.
Frú Gordon var stórauðug.
„Gordons Ltd.“ var illræmd-
asta okurstofnun í Englandi,
og sennilega verður það aldrei
uppvíst hversu mörg útbú það
hefir haft eða hve víða kruml-
ur þess hafa náð. Frú Gordon
var eigandi þess og forstjóri
og rjeði þar ein öllu. Hún var
alment hötuð.
Ef til vill er það einkenni-
legasta við málið, að með dauða
frú Gordon hættir firmað störf
um. I erfðaskrá hennar eru
fyrirskipanir um að gera upp
eignir þess eins fljótt og auð-
ið er, greiða allar skuldir og
koma hinu í peninga.
I erfðaskránni er hr. Samuel
Drave fulltrúi hennar skipað-
ur til að framkvæma erfða-
skrána og sjá um alt búinu við-
víkjandi. Því verður væntan-
lega lokið innan hálfs árs. Þar
er skýrt tekið fram, að firmað
skuli ekki halda áfram að
starfa undir neinu formi eða
nafni.
Sjálfur er hr. Drave arf-
leiddur að 7000 púndum og
nokkrar 15000 punda upphæð-
ir eru ætlaðar nafngreindu
fólki, sennilega starfsfólki
firmans.
Afgangurinn af búinu, og
hann er ætlaður meir en 250
þúsund pund, á að ganga til
góðgerðafyrirtækja. Fjórir
barnaspítalar fá jafnt hver en
afgangurinn gengur í sjóð til
þess að bæta lífskjör barna í
fátækrahverfum Lundúnaborg-
ar og til þéss að byggja algjör-
lega upp nafngreind hverfi,
sjerstaklega Borough og Wool-
wich.
Þó líf frú' Gordon hafi ver-
ið talsvert athugavert, þá hefir
hún að minsta kosti bætt fyrir
það eftir sinn dag.
Þessar höfðinglegu dánar-
gjafir munu ná langt til þess
að ljetta neyðinni í verstu
hverfum borgarinnar, og mörg
fátæklingabörn, sem enn eru
ekki fædd, munu aldrei hafa
hugmynd um, hvaðan það gull,
sem varð til þess að forða þeim
frá örbirgð og gera þau að
hraustum og heiðarlegum borg
urum, er komið.
Sólargeislarnir streymdu inn
um gluggana á Selby Manor,
sem var landssetur frú Garth
í Herefordshire. Þeir glitruðu
í hárinu á Margaret, þegar hún
gekk út að dyrunum.
John Orme kom inn. Á
næsta augnabliki var Marga-
ret í faðmi hans.
— Elskan mín! sagði hann
og titrandi varir hans snertu
hennar varir.
Loks leit hún undan með tár
votum augum.
— Það er illa gert að vera
að draga þig út á þennan ein-
manalega stað, þegar alt landið
bergmálar nafnið þitt. Hvílíkar
viðtökur, sem bíða þín í Lond-
on!
— Hvað hirði jeg um það
alt? sagði hann og hjelt henni
að hjarta sjer. — Einu viðtök-
urnar, sem jeg kæri roig um,
eru hjá þjer. Ó, Margaret, það
var þín ást, sem bjargaði inier'
— Þú veist hverri við eig-
um alt að þakka? sagði hún
lágt.
Dyrnar opnuðust og frú
Garth kom inn og raulaði lágt
með sjálfri sjer. Hún virtist
hafa eldst og silfurhvít hár sá-
ust í höfði hennar. Hún stað-
næmdist þegar hún sá þau og
brosti.
— Hreyfið þið ykkur ekki,
börnin góð, sagði hún. — Þið
eruð svo falleg, eins og þið er-
uð núna.
Hávallagöfu
Miðbær.
Óðinsgafa
Mávahlíð
Margaret fleygði sjer í faðm
móður sinnar. Orme fór á eftir
henni og greip hönd frú Garth.
— Hvað get jeg sagt til að
þakka yður, sagði hann loks
lágt, þegar hann gat komið upp
orði. — Hið óbilandi hugrekki
yðar og trygð við mig og trú
yðar á mig, þegar alt gekk sem
verst. Alt þetta hefir unnið
kraftaverk.
Frú Garth tók utan um Marga
ret og lagði hina höndina á
öxl Ormes.
— Haldið þjer kannske, að
nokkuð það sje til í heiminum,
sem jeg vildi ekki gera fyrir
Margaret? Og þá fyrir yður
líka, af því að hún elskar yð-
ur.
Hún leit í karlmannlegt and-
litið á Orme.
— Ástin er yðar heimur nú,
en munið eftir því, að yðar bíð
, ur einnig sæti í heimi karl-
mennsku og dugnaðar.
— Þar rogið þjer líka sæti,
svaraði hann. — Frú Garth er
aðdáuharverðasta konan, sem
til er.
Hún hristi höfuðið. Bros var
í greindarlegu en þreyttu aug-
unum, sem litu í augu hans.
— Jeg er hætt við Garths-
banka, sagði hún rólega. —
Hjeðan af getur hann komist
af án mín. Jeg fer burt frá
Cornhill og Mayfair. Jeg læt
hamingju Margaret vera mína
hamingju, eins og þjer vitið.
Haldið þið áfram, börnin góð
og drekkið óspart af bikar lífs
ins. En jeg ætla að hvíla mig
.... loksins!
E N D I R.
Háfeigsveg
Lindargöfu
Grímssfaöaholf
Sogamýri
— Þjer haldið því sem sagt
fram, að þjer hafið ekki skot-
ið hreindýrið, sem fannst hjá
yður við húsrannsóknina?
— Herra dómari, jeg er reiðu
búinn til þess að sverja, að jeg
held að jeg hafi ekki skotið
hreindýrið.
— Þetta er ekki nóg. Þjer
verðið að hafa það ákveðið.
— Jeg sver það, að jeg held
ákveðið að jeg hafi ekki skotið
hreindýrið, sagði maðurinn.
— Þetta verður altaf verra
og verra, sagði dómarinn. Þjer
verðið að sverja, að annaðhvort
hafið þjer drepið dýrið, eða að
þjer hafið ekki drepið það.
— Já, það skal jeg sverja.
*
í sjúkrahúsi einu í Chicago
fæddist nýlega barn, sem var
þannig vanskapað, að alt, sem
það borðaði, gekk niður í
lungu. Það var alveg lokað fyr
ir vjelindað. — Læknar gerðu
þégar uppskurð á barninu og
benda allar líkur til að það
muni lifa.
★
nokkur, sem stóð
og
Kören í Þýskalandi, var ný-
lega rifinn og fluttur marga
km. frá þeim stað, sem hann
stóð á. Ástæðan var sú, að und-
ir bænum fannst 15 m. þykt
kolalag.
★
Fyrir jólin átti sjer stað
nokkuð sjerstæð vöruskifta-
verslun milli bæjarins Wester-
wald í Westfalen og sveítar-
innar við Neðri Rín. Wester-
wald-búar fengu 200 svín í
skiftum fyrir 10,000 jólatrje.
★
Fyrir nokkru tókst sænska
lækninum dr. Poul Bjerre að
fá mann, sem venjulega reykti
50 sígarettur á degi hverjum,
til þess að hætta reykingum
alveg. Þótti það vel af sjer
vikið.
★
Þegar verið var að leggja
nýja götu í bænum Bohuslan
í Svíþjóð í sumar varð að flytja
hús eitt til um 50 m. Á meðan
flutningurinn fór fram snæddi
fjölskyldan hádegisverð í hús-
inu í besta næði. Logandi var
í eldavjelinni og ekki einu sinni
blómsturpottur færðist úr
stað.
Við flytjum blöðin heim til bamanna.
Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600.
Vantar mann
í verksmiðju vora. — Væntanlegir umsækj-
endur eru beðnir að snúa sjer til skrifstof-
unnar milli 2—3 í dag.
Bóndabær
hjá veginum milli Halle
mm ■ * ■ ■ ■ «■ ■lbjlrh O ■■■■■ ■■■•«,■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■ ■ ■ ■■ ■ ■ ■ ■ aaaiBXu ■■■■■■ ■ ■■■
UNGLINGA
VANTAR TIL AÐ BERA MORGUNBLAÐHl
*
í EFTIRTALIN HVERFI