Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1947, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. jan. 1947 \\ II Þar sem nú eru fallin úr gildi þau gjaldeyris- og innflutningsleyfi, sem gefin hafa verið út með samþykki Nýbyggingarráðs frá byrjun til ársloka 1946, ber leyfishöfum, sem óska að endurnýja leyfi sín, að senda þau ásamt beiðni um endurnýjun til skrifstofu ráðsins fyrir 25. janúar n.k. Beiðnum skulu fylgja skriflegar sannanir fyrir því að kaup hafi verið ákveðin og afgreiðsla eigi að fara fram innan ákveð- ins tíma. Reykjavík, 3. janúar 1947 Nýbyggingarráð. Brjeí: 12—15 ha. 220 volt slípihringja mótor óskast. — Uppl. Vjelsmiðjan Jötunn, sími 5761. Ráðskonu og matsvein I vantar á landróðrabát frá Reykjavík. Uppl. | | í síma 7122 1. vjelstjóra vantar strax á b.v. Tryggva gamla. í síma 4654 og 2612. Uppl. I Alliance h.f. Dodge eða Chrysler bifreið I model 1947, óskast til kaups strax. — Hátt I I • X % verð í boði. — Tilboð leggist inn á afgr. blaðs- | | ins, merkt: „Reykjavík DC20031“. & Duglegur og ábyggilegur innheimtumaður óskast strax. Landssmiðjan h*xí>«x$^h$xSh$h$x$x^$><$h$h$xS>^hM^híx$h$k$xS><ÍxSx$x®>^x$^h$híh^h$x$^xS!X^x$x$xí> Skrifstofustúlka með verslunarskólaprófi eða öðru hliðstæðu prófi óskast nú þegar eða sem fyrst. ÍJrynjóIj^óóon ^JJu Vuxtobrjef 1 uaran Ht'. ritstjóri! ÞRÁTT fyrir hin miklu áhlaup, sem gerð hafa verið undanfarið, á þegna lansds- ins, til þess að fá þá til að kaupa vaxtabrjef Stofnlána- deildarinnar, má heita að kaupin sjeu nú að fjara út. Þó er aðeins seldur 8. partur af þeirri upphæð, sem selja þarf nauðsynlega strax. Vit- anlega er þó þörf fyrir mikið meira fjármagn til nýsköpun- arinnar, ef tryggja á að hún rái tilgangi sínum, en það er án efa ósk allra landsmanna. Þjóðin veit að hún á iíf sitt og barna sinna undir því, að rtýsköpunin mistakist ekki. Það er heldur enginn vafi á, að þegnarnir vilja rjetta ný- sköpuninni hjálparhönd og allir eru á þeirri skoðun að þeir geti það. Hvað veldur þá þessari tregðu að kaupa ríkistrygð vaxtabrjef með góð- um vaxtakjörum? Þetta mál er sjerstaklega viðkværht og erfitt viðfangs. Þó tala allir um það sín á milli, því hefur verið hreyft í blöðum, og sagðar eru há- værar raddir innan Alþingis um að nauðsýn beri til að ráða fram úr þessu vanda- máli og það sem fyrst. Það, sem talað er um, er b!átt áfram það, að jafnvel hundruð miljóna í peninga- seðlum, verðbrjefum og als- konar verðmætum hafi verið skattsvikin á undánförnum árum. Mikið af þessu fje er talið vera handbært. T.d. er álitið að af ca. 180 miljóna króna seðlaveltu, munu ekki vera meira en ca. 80 miljón krónur í umferð. 100 miljón krónur ættu þá þegnarnir að hafa lokaðar niður í hirslum sín- um. Þar liggja þær vaxta- lausar engum til gagns. Jafn- vel eigendunum eru þær orðn ar til ógagns. Þeir eru orðnir flæktir í skattsvikunum svo að þeir geta ekki einu sinni not- fært sjer sína eigin peninga, af hættu við að skattsvikin komist upp. Asbjðmscna sevtntýrln. — Sígildar bókmentaperlur Ógleymaniegar aögur barnanna. liiiiiiiiitifavaiaiiiniaimtfmit. Skyldi þetta ekki vera höfuðástæðan fyrir því hve illa gengur að selja vaxta- brjef Stofnlánadeilarinnar? Þegar svo er komið, sem nú hefur verið drepið á, skatt þegnarnir orðnir í vandræð- um vegna sinna eigin skatt- svika og yfirvöldin geta ekki framfylgt skattalögunum, hlýtur eitthvað athugavert að vera á seyði. Svo er líka. Sannleikurinn er sá að skattþegarnir hafa . gert uppreisn gegn skattalög- !gjöf landsins og uppreisnin hefur hepnast, að svo miklu leyti sem hægt er. j Skattalöggjöfin, sem þjóðin hefur búið við, um nokkurra ' ára skeið, hefur strítt gegn ljettlætismeðvitund manna og þá er ekki að sökum að spyrja. Það hefur áður skeð hjer á landi, að þegnarnir hafa risið gegn lögum, sem þeim hafa fundist órjettlát. Svo var t.d. um áfengisbann- lögin og gerðardómslögin og mörgum öðrum lögum hefur orðið að breyta í samræmi við' viija þjóðarinnar og ein- stakra stjetta þjóðfjelagsins, svo að þau yrðu framkvæm- anleg. Skattalögin eru því ekki ejnu lögin, sem verða að vera í samræmi við vi.lja þ.ióðar- innar, ef vel á að takast fram- kvæmd þeirra. En þjóðin hefur ekki verið spurð um hennar álit á skattalögunum. Löggjafarnir hafa farið sín- ar götur og samið skattalög, sem þegnarnir hafa svo geng- ið sínar götur eftir, með rj.ettu og röngu. Hver og einn eftir efnum og ástæðum, eins og niðurjöfnun útsvara skal framkvæmd! Rjettlætistilfinning manna hefur verið sæi’ð. Of langt hefur verði seilst ofan í uddur manna. Leynihólf hafa verið' búin til í buddunum og fját-munum leynt og svikinn af þeim skattur. Yfirvöldin hafa ekki fengið rönd við reist og nú er komið í full- komið óefni fyrir báðum að- ilum, skattþegnunum og lög- gæslumönnunum. Öllum er orðið Ijóst, að eitt- hvað verður að aðhat'ast í L4i þessum málum. V o n a n d i e r I í k a ö 11 u m 1 j ó s t, a ð k o m- 1 a s t v e r ð u r h j á v a n d- r æ ð u m v i ð a f- greiðslu þ e i r r a. j E n g i n n h e f n d a r- jhugur má koma til .greina til skatt- þegnanna. Lausnin v e r ð u i' a ð v e r a b y g ð á fullum skilningi á viðhorfi skatt- þegnanna og hags- m u n u m þjóðarinnar. Skoðun mín er, að varanleg lausn þeirra vandræða, sem jeg hef gert að umtalsefni, verði aðeins náð með því, að breyta skattalöggjöfinni, til samræmis við rjettlætistil- finningu skattþegnanna og að skattgreiðslum sje það í hóf stilt, að einstaklingsframtakið notist sem best. Vaxtabrjef Stofnlánadeildar sjávarútvegsins þurfa að selj- ast strax. Til þess að það takist, verða skattþegnarnir að fá trygg- ingu fyrir því, að ekki verði ráðist á þá fyrir skattsvik og gengið í skrokk á þeim, sam- kvæmt gildandi skattalögum. Með öðrum orðum, það verð- ur að gefa upp sakir, ef landsmenn eiga að kaupa Stof nl ána deildarbr j ef in. Geta ekki stjórnmálaflokk- arnir á Alþingi komið sjer saman um að gefa út sam- eiginlega yfirlýsingu til lands- manna, svo að þeir hiki ekki lengur við að kaupa Stofn- lánadeildarbrjefin? Jeg held að svo hljóti að vera, ef vilj- an vantar ekki. Ennfremur ætti að taka skattalögin strax til endur- skoðunar og lagfæringar. Það ófremdarástand verður að kveðast niður, að skattþegn- arnir svíkji skatt. Til þess verða skattalögin að vera heilbrigð. Það eru ábyggilega fáir íslendingar, sem líta svo á nú, að gildandi skattalög- gjöf sje heilbrigð. Löggjafarnir verða að taka tillit til vilja þjóðarinnar, við löggjöf sína. Það er lýðræði, sem allir íslendingar óska eftir. 25. nóvember 1946. Kristján Karlsson. Reykvíkingar - Suðurnesjamenn Áætlunarferðir á leiðinni Reykjavík — Sand- gerði verða framvegis: Frá Reykjavik kl. 10 árd. og kl. 1 s.d. Frá Sandgerði kl. 1 og kl. 5 s.d. — Sunnudaga kl. 1 og kl. 6,30 s.d. Frá Keflavík ki. 2 og kl. 6 s.d. — Sunnudaga kl. 2 og kl. 7,30 s.d. Farþegum skal sjerstaklega bent á hina hent- ugu ferð frá Reykjavík kl. 10 árd. Bifreiðastöð STEINDÓRS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.