Morgunblaðið - 09.01.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1947, Blaðsíða 1
HUIMGUR' YFIRVOFAIMD H EVROPU Guðmundur vur Hastings í gærkvöldi. .Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. GUÐMUNDTJR S. Guðmundsson, fulltrúi Skáksam- bands íslands, varð þriðji í röðinni á alþjóðaskókmótinu hjer í Hastings, sem lauk í kvöld. Efstur varð Alexander (England) með 7% vinning* en Dr. Tartakower varð ann- ar með öþá vinning. Guðmunclur, vann í síðustu unxferð. I dag var tefld síðasta um- ferð. Fóru leikar þannig: Dr. Tartakower vann Alex- ander. Guðm. S. Guðmundsson vann Golombek. Abraham vann Yanowsky. Olokið er skákum milli Prins og Wood og Ráizman og Aitken. Biðskákir úr áttundu umferð fóru þannig: Dr. Tartakower vann Prins, en jafntefli varð milli Wood og Raizman. Urslit mótsins. Urslit mótsins eru því þessi: 1. Alexander, Engl. 7 Ú2 v. 2. Dr. Tartakower, Póll. 6V2 v. 3. Guðm. S. Guðm., 6 v. 4.-5. Yanowsky, Kanada 5 v. 4.-5. Abrahams, Engl. 5 v. 6. Golombek, Engl. 4 v. 7. Raizman, Frakkl'. 3 v. biðskák. 8. Wood, England 2V2 v. -f- biðskák. Guðnx. S. Guðmundsson 9. Dr. Aitken, Skotl. 2 v. + biðskák. 10. Prins, Holland lVz v. -f- biðskák. ★ Úrslit þessa skáksmóts eru mjög glæsileg fyrir íslenska þátttakendann og munu vekja athygli á íslendingum sem góð um skákmönnum meðal unn- enda þessa leiks um allan heim. Rafmagn frá kaf- bátum sparar kol London í gær. í RÁÐI er að nota sam- tals 25 kafbáta til rafmagns- framleiðslu í Plymouth í Englandi og verður þetta gert fyrst og fremst til að spara kol. Er reiknað út að spara megi 2000 smálestir kola á viku með þessari að- ferð. Kafbátarnir munu hver framleiða um 1000 kw á sólarhring. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kafbátar eru notaðir til að fram leiða rafmagn fyrir hafnarbæi. I stríðinu kom það stundum fyrir að kafbátar komu í góðar þarfir í þessu augnamiði. T. d. var það svo í Napoli, eftir að Þjóðverjar hörfuðu þaðan og skyldu borgina eftir í rústum Monfgomery hiitir gamla vopnabrseð- ur í Moskva "Moskva í gærkveldi. MONTGOMERY marskálk- ur hefir hitt marga af sínum fyrri vopnabræðrum úr styrj öldinni hjer í Moskva í dag. Meðal þeirra er Bedel-Smith, ambassádor Bandaríkjanna í Moskva. Fyrri lúuta dags heimsótti Montgomery Stalin liðsfor- ingjaskólann í Moskva, ,en í þeim skóla læta liðsforingja- efni vjelahernað. Yfirmaður skriðdrekahersins rússneska var í för með honum. Mont- gomery ljet í ljós aðdáun sína á kensluauferðum í skólanum og skýrði sjálfur frá hernaðar aðferðum sínum í orustum. Alexandria í gær. BRESKI FLOTINN afhenti : dag flotastöðina í Alex andriu, sem þeir hafa nú haft í 60 ár. Hermálaráðherra Eg- vpta tók vio stöðinni og fór fram hátíðleg athöfn í því sambandi, þar sem fjöldi hátt settra flotaforingja og herfor- ingja var viðstatt, bæði bresk ir og egypskir. Þessi afhending flotastöðv- innar er einn liður í þeirri ákvörðun Breta, að flytja alt herlið sitt burt fi-á Egypta- landi. — Reuter. M ' ■ irlsí i Aþenu í gærkveldi. ÓALDARFLOKKAR hafa á ný látið til sín taka við lánda mæri Norður Grikklands. í dag átti þriðja gríska herfylk ið í hörðum bardaga við upp reisnarmenn nálægt þorpun- um Korvmvos og Souffli, en þorp þessi eru ekki allangt frá landamærum Tyrklands og Grikklands. UIMIMRA hættir þrem mámiðum ffyrir uppskerutimann London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. ÁRIÐ 1946 komu matvælasendingar UNRRA (hjálpar- og endurreisnarstofnunar sameinuðu þjóðanna) í veg fyr- ir hungursneyð í mörgum Evrópulöndu'm, en á þessu ári, sem nú er að hefjast hættir UNRRA matvælasendingum þremur mánuðum áður en uppskeran hefst í flestum Ev- rópulöndum. Sir Humphrey Gale, fulltrúi framkvæmda- stjóra UNRRA í London skýrði frá þessu í kvöld og hann bætti við, ,,að ástandið í þeim löndum, sem hefðu notið hjálpar UNRRA, væ'ri mjög alvarlegt“. ------------:-I--- II hjá bresku sljérn DACHAU-VERÐIR DÆMDIR HAMBORG — Útvarpið í Frankfurt hefir tilkynt, að 23 verðir í Dachau fangabúðunum hafi nýlega verið dæmdir fyrir misþyrmingar á föngum. Verð- irnir voru allir dæmdir til fangelsisvistar. London í gærkveldi. BRESKA ríkisstjórnin hef- ir enn setið á fundi í dag til að ræða skýrslu Bevins utan- ríkisráðlierra um utanríkis- mál, sem hann gaf stjórninni fyrir skömmu. Er sú skýring gefin af síjórnmálafrjettarit- urum í London á þessum sí- feldu fundahöldum ríkis- stjórnarinnar um skýrslu Bevins, að hann hafi verið svo lengi að heimnn frá Bretlandi urum að verðmæti að umræðuefnið sje mikið. Breska stjórnin heldur fund aftur á morgun (fimtudag) og mun þá aðallega verða rætt, um innanlandsmál Qlafur Thors hæflir tilraun til stjórnarmyndunar SÚ FREGN barst út í gærkvöldi, að Ólafur Thors for- sætisráðherra heTði tilkynnt forseta íslands, að hann sæi sjer ekki fært að halda áfram tilraun til stjórnarmynd- unar. Fekk blaðið staðfestingu á því, að fregnin er rjett. Það er lífsnauðsyn, sagði hann, að Sameiunðu þjóð- irnar geri nú þegar ráð- stafanir til þess, að þær þjóðir, scm aflögufærar eru, haldi áfram að senda nauð stöddum þjóðum matvæli, án þess gjaldeyris sje krafist í endurgjald. Rúmlega 19 millj. smálestir. Til 1. janúar s. 1. hafði UNRRA sent nauðstöddum þjóðum samtals 19.258.000 smá lestir af matvælum og námu þau að verðmæti 228.1759.000 dollurum, en eftir er að senda um 6 milj. smálestir, sem að verðmæti nema 61.949.000 doll Svo sem kunnugt er, sneri forseti sjer til formanns Sjálf- stæðisflokksins, Ólafs Thors, forsætisráðherra, og bað hann að gera tilraun til stjórnar- myndunar, eftir að tólf manna nefndin hafði verið leyst frá störfum. Forsætisráðherrann fjellst á að gera þessa tilraun. Um ára- mótin sneri hann sjer til fyrri samstarfsflokka, Alþýðuflokks- ins og Sósíalistaflokksins og mæltist til að þeir tilne.fndu • menn til viðræðna um stjórnar- <*>- myndun. Þeir urðu báðir við þeirri ósk. Hafa fulltrúar frá þessum þrem flokkum síðan ræðst við. En þessar viðræður hafa sýnilega ekki borið ár- angur, þar sem försætisráð- herra hefir nú tilkynt foi’seta, að hann sjái sjer ekki fært að halda áfram tilraunum til stj órnarmyndunar. Hvað nú tekur við, veit Morg unblaðið ekki. Vafalaust heyr- ist eitthvað frá forseta íslands í dag. Slæmt ástand víða. Sir Humphrejí gat þess að víða væri ástandið slæmt í löndum Evrópu. í Albaníu eru UNNRA mat- væri svo að segja öll uppjetin og þó uppskeran þar í landi hafi verið betri í fyrra en 1945, þá mistu Albanir mikið af mat vælum í flóðum og innflutn- ingur er nauðsynlegur áður en næsta uppskera kemur. I Austurríki er matvælaá- standið mjög ískyggilegt. Það er ekki einu sinni hægt að- halda núverandi skamti, sem er mjög smár, nema matvæli verði flutt inn í landið. Sömu sögu er að segja um Grikkland, Pólland og Júgó- slafíu. Keimsiýning í London 1950 LONDON í gær: — Á næst- unni kemur saman nefnd, sem á að athuga möguleika á því að haldinn verði alheims sýn ing í London 1950. Hefir ver- ið rætt um að sýningin verði haldin í Hyde Park, en ekk- ert er þó ákveðið ennþá. 1950 verða 100 ár liðin frá því að fyrsta heimsýningin var haldin í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.