Morgunblaðið - 09.01.1947, Blaðsíða 7
; Fimtudagur 9. jan. 1947
MORGUNBLAÐIÐ
7
Söngför Karlakórs Reykjavíkur III:
- í HJARTA TEXAS
KLUKKAN var sex að
morgni hins 21. okt., þegar
Karlakór Reykjavíkur hjelt
leiðar sinnar frá New Orleans,
borginni frægu, sem sprottin
er upp, þar sem lengsta fljót
veraldar minnist við himin-
bláan Mexikóflóann. Dagur var
að renna, hafnarverkamennirn-
ir, flestir svartir, voru að fara
til vinnu sinnar. Við fórum yf-
ir fljótið mikla á geysihárri brú,
þaðan var útsýn ágæt yfir um-
hverfið, borgin í austri, hafið í
suðri, skógar og grænar grund-
ir í vestri og norðri, Missisippi
undir, himininn yfir.
„Þingeyjarsýsla
Bandaríkjanna“.
Rósfingruð morgungyðjan fór
mildum og mjúkum höndum um
landið, strauk svefndrungann
af augum hinna 40 íslendinga,
er komið höfðu svo langan veg
til að flytja sólskinsbörnunum
við flóann bláa söngva sína og
ljóð, og ljet þá skynja dýrð
þessa annarlega heims. Og hún
er vissulega mikil og ólík því,
sem við eigum að venjast. Við
hjeldum nú vestur yfir kvísl-
arnar, yfir Louisiana og inn í
Texas. Þar eru geysivíðlendar
sljettur með alls konar ökrum
og olíulindum, en skógar eru
ekki miklir. Texas er af gár-
ungunum nefnt Þingeyjarsýsla
Bandaríkjanna, þar þykja menn
grobbnir og drýldnir.
Við komum til Houston síðla
dags, þar er stærsta borg ríkis-
ins og er í miklum vexti og ör-
um, og fórum beina leið að
Music Hall, þar sem við sung-
um um kvöldið, bárum inn
þangað töskurnar, höfðuin fata
skipti og sungum síðan fyrir
álitlegan hóp vingjarnlegra á-
heyrenda, sem tóku söngnum
mjög vel.
Stefáni líkt við Gigli.
I blaðadómunum morguninn
eftir var kórnum hrósað mjög
og Stefáni líkt við sjálfan Gigli.
Eftir sönginn tókum við erin á
ný saman pjönkurnar og bár-
um þær út, nú orðnir bullsveitt-
ir,#því að nógu erfitt reyndist
að draga andann, þótt hitinn
væri ekki eins kveljandi og
kæfandi og dagana á undan.
Síðan ókum við suður að strönd
inni til Galveston og komum
þangað um lágnættið eftir langa
dagleið og stranga.
Eftir Sverri Pálsson
Hjer fer á eftir þriðja grein Sverris Púlssonar um för Karlakórs Reykjavíkur
um Bandaríkin. Höfundur var einn af söngmönnum og hefir skrifað um ferðina
fyrir Morguhblaðið. Munu birtast eftir hann tvær til þrjár greinar í viðbót hjer
í blaðinu um þessa frægðarför hins íslenska karlakórs.
Af sundi úr Mexikoflóa.
Lagt upp frá Dallas.
Synt í Mexikoflóa.
Eftir góða næturhvíld fóru
margir okkar í sjóinn, því að
hótelið stendur alveg við strönd
ina, og hinum megin við göt-
una er fjölsóttpr baðstaður.
Sjórinn var álíka heitur og
í Sundhöllinni í Reykjavík, en
skolli saltur á bragðið. Syntu
menn aftur og fram um Mexikó j
fióann lengi dags, þótt ekki hafi I
spurst, að það hafi haft nein
áhrif á Golfstrauminn við ís- j
landsstrendur.
Um kvöldið sungum við svo
í aðalsönghúsi borgarinnar fyr-
•ir tæplega 4000 manna við fá-
dæma fagnaðarlæth,
Fjórir negrar sátu einstæð-
ingslegir uppi á svölum, einn
þeirra sendi koss af fingri sjer
á eftir Guðmundi, þegar hann
hafði sungið blökkumannalagið
„My Curly-headed Babv“ utan
söngskrár.
Eini íslendingurinn.
Daginn eftir var svo farið til
Austin, höfuðborgar Texas. Þar
er mikill háskóli með 17000
stúdentum. Einn þeirra er ís-
lenskur, Njáll Símonarson frá
Reykjavík. Hann kom fljótlega
að máli við okkur og gerðist
leiðsagnarmaður okkur og hin
mesta hjálparhella þar í borg.
Eftir samsönginn, sem há-
skólinn sá um, var okkur boðið
til kaffidrykkju með stúdenta-
kórnum, þar var spjallað sam-
an og tekið lagið fram eftir
kvöldi. Það er haft fyrir satt,
að um nóttina hafi mús ein
lítil komist inn í herbergi þeirra
Weisshappels, en þeir orðið all-
hræddir og felmtsfullir við, en
að lokum hafi þó tekist að hel-
færa ófreskjuna undir rúmi
píanóleikarans.
Næsta dag kvöddum við Njál,
en nú var hann aftur eini
íslendingurinn í Austin, og fór-
um til San Anióníó, sem er
ekki alllangt frá landamærum
Mexíkó, undurfögur borg og
fornfræg úr sjálfstæðisbaráttu
Texas við Mexíkó.
Þar er Alamó-vígið, þar sem
Texanar vörðust lengi og vask-
lega óvígum her, en Mexíkan-
ar fengu aldrei unnið. Með því
burgu Texanar frelsi sínu.
Þetta var árið 1836. En nú er
vígið rústir einar og fagurt um
að litast, lygn og tær á liðast
um borgina, meðfram henni
vaxa pálmar og bananatrje, alt
er hreint og þrifalegt, húsin há
og glæsileg.
Undarlegur hrærigrautur.
Fólkið er undarlegur hræri-
grautur Mexíkana og Amerík-
ana, spænska og enska heyr-
ast talaðar jöfnum höndum.
Margir ganga í kúrekabúning-
um, konur jafnt sem karlar.
Þessir búningar eru margir afar
skrautletir, með margvíslegum
ísaumi og flúri. Höfuðlöstur
þessarar fögru borgar er flugna
mergðin, einkum að kvöidlagi,
bjölíur og engisprettur suða í
hverju trje og ekki er unnt að
stíga svo niður fæti, að ekki
safnist nokkur skordýr til feðra
sinna.
Við sungum nú þarna í borg-
inni að kveldi 24. okt. við geysi
legt lófatak. Daginn eftír hjeld-
um við svo kyrru fyrir í San
Antóníó, lituðumst um og sleikt
um sólskinið, utan hvað stutt
æfing var haldin. En snemma
morguns hinn 26. ókum við af
stað til Dallas. Þar var hópn-
um skipt í tvennt vegna hótel-
vandræða, sumir gistu í borg-
inni sjálfri, en nálega helming-
urinn í smáhýsum 10 mílum
norðan við hana. Þessi smáhús,
sem ætluð eru ferðamönnum,-
Bíllinn og Ueoige oilsijon.
eru mjög algeng vestan hafs,
mörg með nýtísku sniði og mjög
vistleg, standa í þyrpingu, og
er hvert hús ein íbúð, svefn-
herbergi og snyrtiherbergi.
Þessi ferðamannahús hjá
Dallas voru alveg ný af nálinni,
hvítmáluð, fylgdi bifreiðaskýli
hverju þeirra og auk þess var
sýkladræpur lampi í baðher-
berginu og útvarp með jass-
músik og glæpamannasögum í
svefnherberginu, eflaust til þess
gert, að veglúnir ferðalangar
gætu fremur öðlast frið í sál
og fallið í væran blund.
Næsti dagur var sunnudagur,
þá hjeldum við síðdegissam-
söng í Denton, skólabæ skamt
norðan við Dallas. Þar er víð-
frægur blandaður kór, sem
þann sama dag var að leggja
upp í mánaðar söngför um
Texas, en hinkraði við til að
geta hlustað á Karlakór Reykja
víkur. Þarna var okkur prýði-
lega tekið sem endranær. Að
söngnum loknum kvöddum við
Texas með akra síria og olíu,
öll skordýrin og eiturkvikind-
in, allan hitann og allan svit-
ann og hjeldum til Oklahoma
City í Oklahomaríki, komum
bar laust fyrir miðnætti og gist
um um nóttiná. I grennd við
bá borg eru olíulindir og Indí-
ánabyggðir.
Flugkapparnir gripu í tómt.
í býtið morguninn eftir var
síðan haldið áfram til Win-
field í Kansas, en þar hittum
við ellefu íslenska flugnema,
sem höfðu gert sjer ferð frá
Tulsa, Okl., til þess að geta
fundið landa sína að máli,
Höfðu reyndar leitað langt fyr-
ir skammt til Amarillo í Texas,
'fm er óraleið.
Ráðgert hafði verið, að kór-
'nn syn^i þar, en af því gat
ekki orðið vegna naums tíma
langra vegalengda, svb að
heir gripu í tómt. En þarna í
'Vinfield varð fagnaðarfundur
->g margt bar á góma, aðallega
"rjettir að heiman, sem alla
■’vrsti í.
í fæðingarborg Jesse James.
Um kvöldið sungum við fyr-
ir svo íullu húsi, að flugkapp-
arnir okkar urðu að standa
ásamt mörgum öðrum. Næsta
dag kvöddum við þá og nú lá
leiðin yfir Missouri-fljót, sem
var hálfu ljótara en Jökulsá
á Fjöllum, til St. Joseph. Sú
borg er frægust fyrir það, að
nafnkunnasti stigamaður Banda
ríkjanna, Jesse James, sá þar
í fyrsta sinn dagsins ljós, en
lífshistoría þeirra bræðra hefir
nýlega verið kvikmynduð.
í St. Joe fengum við fullt
hús og fagnaðarlæti. Nú er hit-
inn orðinn skaplegri og fer
kólnandi eftir því, sem norðar
dregur í landið. Klæðnaður kór-
manna vex í öfugu hlutfalli
við hitastigið, því að enginn
má kvefast.
Davenport í Iowa var næsti
áfangastaður, sú borg stendur
á bökkum Missisippifljóts. Þar
var ekki langt að fara frá gisti-
húsinu til sönghússins, aðeins
um einar dyr, því að húsin voru
sambyggð. Þar var hvert sæti
skipað og fögnuðurinn hams-
laus, fólkið æpti og Öskraði,
klappaði og stappaði. Guð-
mundur varð að syngja þrjú
aukalög á eftir Londonderry
Air, sem er næstsíðasta lagið á
söngskránni, eitt þeirra var Old
Man River, negralagið alkunna
um það fljót, á hvers bökkum
nú stóðum vjer.
Dregið í Happdrætt-
inu 15. jan.
í FYRRA var tekin upp sú
nýbreytni að hafa drátt í jan-
úar og febrúar, eins og öðrum
mánuðum ársins. Yegna þess
að sjerstakan undirbúning
þurfti til breytingarinnar, var
dregið 1 1. flokki 30 janúar, en
síðan var dráttardagurinn
færður til smám saman, þang
að til komið var að hinum
venjulega degi, 10. hvers mán
aðar. Þar sem æskilegast er,
að alltaf sje dregið sama dag
hvers mánaðar, var ákveðið,
að dráttur í 1. flokki 1947
skyldi fara fram 10. janúar.
Það hefur nú komið í ljós,
vegna margra helgidaga síðan
sala hófst og óvenjulegs ann-
ríkis allra um áramótin, að
umboðin komast ekki yfir að
afgreiða alla viðskiftamenn
sína á þeim tíma sem til þess
var ætlaður. Hefur stjórn
hanpdrættisins því samkvæmt
reglugerðinni og með sam-
þykki happdrættisráðs, ákveð
ið að fresta drætti í 1. flokki
til 15. janúar. í ölium öðrum
flokkum mun dráttur fara
fram samkvæmt reglugerð-
inni 10. hvers mánaðar.
IIOTAÐ AÐ SPRENG.TA UPP
IvVIKMYNDAHÚS.
LONDON — Fyrir skömmu
var hringt á lögreglustöðina í
Chichester, Sussex, og tilkynt,
að sprengjum hefði verið kom-
ið fyrir í einu af kvikmynda-
húsum borgarinnar. Leitað var
í húsinu, en engar sprengjur
fundust.