Morgunblaðið - 09.01.1947, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 9. jan. 1947
•J»n—nn
GRÍPTU ÚLFINN
Cftir jCellie Ck arterió
«n$»
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAR RICE BURROGHS.
59. '
sína, en thiptarar drottningarinnar hófu sig á loft, flugu
einn hring í musterinu og steyptu sjer svo, hvæsandi og
blásandi eins og eimlestir, yfir þá, sem eftir lifðu.
Þarna var um enga dáleiðslu að ræða — þarna kom
aðeins fram hin viðbjóðslega grimmd villidýrsins, sem
rífur í sig bráð sína; en þegar öllu var á botninn hvolft,
var þetta ekki eins hryllilegt og hin einkennilega dráps-
aðferð Maharanna. Þegar thiptararnir höfðu drepið hinn
síðasta þrælanna, voru Mahararnir allir sofnaðir á stein-
um sínum, og andartaki síðar tóku drekarnir sjer stöðu
við hlið drottningarinnar og fjellu einnig í fasta sve'fn.
— Jeg hjelt að Maharar svæfu sjaldan eða aldrei, sagði
jeg við Ja.
— Þeir gera margt það í þessu musteri, sem þeir gera
hvergi annarsstaðar, svaraði hann. Það er ekki til þess
ætlast, að Mahararnir á Phutra jeti mannakjöt, og þó eru
þrælar fluttir hingað svo þúsundum skiftir og næstum
altaf er hægt að finna nóg af Mahörum viðstadda til að
jeta þá. Jeg geri ráð fyrir, að þeir komi ekki með Sagota
sína hingað, af því að þeir skammist sín fyrir þetta hátt-
erni sitt, sem alment er álitið, að sje aðeins að finna meðal
frumstæðustu meðlima kynflokks þeirra; en jeg er viss um
það, að allir Maharar jeta mannakjöt-, þegar þeir geta
komið því við.
— Hvers vegna skyldu þeir hafa eitthvað á móti manna-
kjötsáti, spurði jeg, ef það er rjett, að þeir líti á okkur
ems og lægri skepnur?
— Það er ekki af því, að þeir álíti okkur jafningja sína,
að haldið er, að þeir fyrirlíti þá, sem borða qjkkur, svaraði
Ja, ástæðan er einfaldlega sú, að við höfum heitt blóð.
Þeim mundi ekki frekar koma til hugar, að borða nauta-
kjöt, sem okkur þykir þó svo gómsætt, en mjer mundi
detta í hug að jeta nöðru. En satt að segja er erfitt að
skýra það, hvers vegna þeir líta svona á málin.
— Ætli nokkur hafi komist af? sagði jeg og hallaði
mjer út um opið í veggnum til að skygnast betur um í
musterinu. Beint fyrir neðan mig sleikti vatnið sjálfan
vegginn, því að á þessum stað og nokkrum öðrum voru
engir steinar við musterisvegginn.
Jeg studdi annari hendinni á smástein í veggnum og
þungi minn reyndist of mikill. Steinninn losnaði og jeg
steyptist fram yfir mig og á höfuðið beint niður í vatn-
ið.
4. dagur
— Mjer er ánægja að kynn-
ast yður, muldraði Helgi. En
það er leiðinlegt að hlutabrjef
T. T. Deeps seljast svo illa
núna, einmitt þegar þjer attuð
að slá yður upp.
Bloem hrökk svo hastarlega
við, að gleraugun duttu af nef-
inu á horninu og dingluðu í
svörtu bandi, sem fest var í
kragahnepslu.
— Þjer hljótið að vera meira
en lítið kunnugur í City, varð
Bloem svo að orði.
—■ Já, furðanlega vel, svar-
_ aði Helgi og brosti.
En nú kom nýr gestur, Sir
Michel Lapping, og þeir voru
kyntir. Dómarinn fyrverandi
tók hjartanlega í hönd Helga
og horfði á hann nærsýnum
augum.
— Þjer minnið mig á mann,
sem jeg sá eitt sinn: Old Bailey
•— en svei mjer þá ef jeg man
hver það var.
— Ætli það hafi ekki verið
Harry, hertoginn, sem þjer
dæmduð í sjö ára fangelsi,
sagði Helgi. Hann strauk fyrir
6 árum og nú heyri jeg sagt,
að hann sje kominn til Eng-
lands aftur fyrir nokkrum
mánuðum. Þjer ættuð því ekki
að vera á ferli eftir að íarið er
að dimma.
Það hafði fallið í hlutskifti
Helga að sitja hjá Miss Girton
við borðið, en hún sneri því
við og Ijet hann sitja hjá,Pat-
riciu. Ungu stúlkunni gafst því
kostur á að tala við hann.
—■ Þjer hafið nú tvívegis
brotið loforð yðar, sagði hún.
Ætlið þjer að halda þessu
áfram?
— Jeg gerði það bara til að
vekja athygli á mjer, sagði
hann, og nú er það gert og
þetta get jeg látið mjer nægja
í bili.
Hann stóð við þetta, en Pat-
riciu gramdist það, að honum
skyldi hafa orðið kápa úr
klæðinu. Hinum gestunum var
sýnilega órótt og þeir gutu
hornaugum til Helga og voru
mjög grunsamlegir á svip. Einu
sinni varð Helga litið framan
í hana og gat hann þá ekki að
sjer gert að brosa. En hún
hnykti höfðinu og sneri sjer að
Lapping. Svo gaf hún honum
hornauga til þess að sjá hvern-
ig honum hefði orðið við þetta,
en þá sá hún að hann skalf af
niðurbyrgðum hlátri. Þá varð
hún fokreið.
Helgi hafði ferðast víða og
hann kunni vel að segja frá.
Hann talaði um fjarlægustu
staði, svo sem Vladivostock,
Armeníu, Moskva, Lappland,
Chung-king, Pernambuco og
Sierra Leone. Og hvar sem
hann hafði komiS hafði hann
lent í einhverjum ævintýrum.
Hánn hafði unnið stórfje í
gullæðinu í Suður-Afríku og
tapað því öllu aftur í poker
innan sólarhrings. Hann hafði
smyglað skotvopnum til Kína,
áfengi til Bandaríkjanna og
ilmvötnum til Egyptalands.
Hann hafði strokið úr spönsku
frísveitinni eftir eitt ár. Hann
hafði komist vestur yfir haf
sem kokkur á skipi, farið þvert
yfir Bandaríkin, brotist yfir
Mexico meðan borgarastyrj-
öldin þar var í algleymingi,
grætt 2000 pund í Argentínu,
komið heim. sem höfðingi á
besta farrými, en tapað öllu í
veðhlaupum.
— Það er hætt við að yður
finnist dauflegt hjer í Bay-
combe, eftir slík ævintýri,
sagði Miss Girton.
— Ekki er jeg nú viss um
það, sagði hann. Það liggur
eitthvað hjer í loftinu.
Bloem hagræddi gleraugun-
um á sjer og spurði:
— Og hvað hafið þjer svo
fyrir stafni hjer?
— Jeg er að leita að miljón
dollurum, sagði Helgi.' Mig
langar til að lifa í allsnægtum
og jeg kemst elfki af með
minna en fimtán þúsundir á
ári.
Algy veltist um af hlátri.
— Hæ, hæ! Dásamlegt!
Makalaust! Ha?
— Alveg satt, sagði Helgi.
— Jeg er hræddur um að
þjer finnið ekki miljón dollara
hjer í Baycombe, sagði Lapp-
ing.
Helgi lagði hendurnar á
borðið og horfði á þær, eins og
hann væri að skoða á sjer negl
urnar.
— Þjer valdið mjer vonbrigð
um, Sir Michael, sagði hann.
Jeg var alveg viss um þetta.
Mjer var sagt að hjer væri
hægt að krækja í miljón doll-
ara, og það er ekki hægt að
rengja orð deyjandi manns,
sjerstaklega þegar maður hefir
reynt að bjarga lífi hans. Mjer
var sagt frá þessu í Ayer Pahit
í Malajaríkinu. Sá, sem sagði
mjer frá var strokumaður.
Hann hafði sest að í Singapore,
til að njóta ávaxtanna af sín-
um skerf af illa fengnu fje. En
þeir komust eftir því hvar
hann var og þá flýði hann til
skógar. En þeir náðu í hann og
ráku hann í gegn. Jeg kom að
honum rjett áður en hann dó
og hann sagði mjer alla sög-
una — — En yður leiðist nú
þetta rugl í mjer“.
— Alls ekki, kæri vinur,
sagði Algy og þau öll hin tóku
undir.
Helgi hristi höfuðið.
— Jeg er viss um að yður
leiðist ef jeg held áfram með
Söguna. Við skulum heldur tala
um Brazilíu. Þar er þorp nokk-
urt bak við fjöll og frumskóga.
Þar eru afkomendur Cortez og
fjelaga hans, en þeir eru orðnir
mjög blandaðir Indíánum.
Samt tala þeir spönsku enn.
Jeg man hvað þeir voru hissa
á marghleypunni minni ....
Þannig hjelt hann áfram og
var ófáanlegur til þess að
minnast frekar á miljón doll-
arana. Hann afsakaði sig eins
fljótt og velsæmi leyfði eftir
borðhaldið, og kvaddi alla.
Seinast sagði hann við Pat-
ricíu.
— Þegar þjer kýnnist mjer
betur, þá munuð þjer virða
mjer til vorkunnar hvernig
jeg er.
— Jeg held að þjer sjeuð
bara að leika yður að því að
vekja á yður athygli, sagði
hún.
— Já, það er ekkert annað,
mælti hann brosandi og
kvaddi. Hann var í góðu skapi
á heimleiðinni, því að hann
þóttist hafa komið ár sinni vel
fyrir borð.
Þrátt fyrir aðvaranir Orace
fór hann í gönguferð um kvöld
ið. Hann langaði til að kynn-
ast rækilega landslaginu þarna
um kring og nú lagði hann leið
sína upp í hæðirnar sunnan við
þorpið. Þar hafði hann ekki
komið fyr, en eftir þriggja
stunda göngu var hann orðinn
gagnkunnugur hverri laut og
hverjum hól á þessu svæði.
A heimleiðinni rakst hann á
ókunnugan mann. Hann hafði
ekki sjeð neitt kvikt á leið
sinni áður, fr^mur en hann
hefði verið að ferðast um
North Devon. En þessi maður
var þarna einn síns liðs, og
Helgi .varð dálítið áhyggju-
fullur á svip, er hann sá hann.
Maðurinn var í heiðbláum
sportfötum. Hann var með
tösku á baki og flúgnaveiðinet
í hendinni. Hann stefndi ekki í
neina átt. Stundum tók hann
stökk til hliðar og stundum
skreið hann á •fjórum fótum í
mosanum. Hann virtist alls
ekki taka eftir því að Helgi
nálgaðist. Og svo gekk þá
Helgi rakleitt að honum, stað-
næmdist þar og horfði á mann-
inn vera að grafa með fingr-
unum í kring um runna. Rjett
á eftir rak maðurinn upp sig-
uróp og stökk á fætur með of-
urlitla bjöllu milli fingranna.
Svo opnaði hann tösku sína,
tók úr henni eldspýtnastokk
og setti bjölluna þar í. Tróð
hann svo stokknum ofan í tösk
una aftur. Þá fyrst tók hann
eftir Helga.
— Gott kvöld, sagði hann og
þerraði svita af enni sjer með
grænum silkiklút.
— Já, þetta er ágætt kvöld,
sagði Helgi.
Hann hafði þennan leiða sið
að taka orð manna eins og þau
voru töluð.
— Þetta er . heilsusamlegt
og gott land, sagði ókunni
maðjarinn. Hjer er ferskt loft,
frjálsræði og fagurt landslag.
Hann var höfðinu lægri en
Helgi, en áreiðanlega 50 pund-
um þyngri. Augu hans voru
stór og barnsleg og hann var
með stór hornspangagleraugu.
Skegg hafði hann mikið og
stíft eins og rostungur. Yfir-
leitt var allur maðurinn hinn
einkennilegasti.
— Þjer eruð auðvitað dr.
Corn, mælti Helgi, en hinn
kiptist við.
— Hvernig vitið þjer það?
— Það er eins og vant er að
það er engu líkara en að jeg
komi flatt upp á hvern mann,
sagði Helgi. En þjer eruð svo
ólíkur lækni, sem nokkur mað
ur getur verið, og af því að
ekki er nema einn læknir í
Baycombe, þá hlutuð þjer að
vera hann. Hvernig gengur?
— Lækningastarfið, eða
hvað? spurði dr. Corn.
— Jeg er ekki að tala um
hið nýja starf yðar, heldur
yðar reglulega starf, sagði
Helgi.
BEST AÐ AUGLYSA
f MORGUNBLAÐINIÍ
Fyrir rjetti í Detroit kvaðst
maður nokkur, sem sótti um
skilnað við konu sína ekkert
kvarta yfir því, þótt hún hefði
stundum kastað í sig jurta-
pottum, bókum og skóm, en
þegar hún hafi krafist þess, að
hann stæði í biðröð til þess að
kaupa handa henni nylon-
sokka, var honum meira en nóg
boðið.
★
Minsta íbúðarhús í London
er í Hyde Park. Það er 1,2 m.
á breidd og 9 m. langt. Húsið
er tvær hæðir og er eitt her-
bergi á hverri. Til þess að kom
ast upp á aðra hæð verður að
klifra upp stiga utanfrá. Húsið
er 300 ára gamalt. Maðurinn,
sem reisti húsið, gat aðeins
fengið arf sinn greiddan með
því móti að hann hefði búsetur
í London.
★
Brunaliðið í bænum Hap-
stead í Englandi hefir smurt
alla brunaboða í borginni með
sjerstöku dufti. Það festist við
fingur þess, sem brýtur bruna-
boða. Þ.að er ósýnilegt við
venjulegt ljós, en verður sýni-
legt við infra-rautt ljós. — Ný-
lega var maður tekinn, sem var
grunaður um að hafa gabbað
brunaliðið. Hann neitaði, en
duftið kom upp um hann.
★
— Hvers vegna fór Stína að
giftast þessum karli?
— Hann sagðist elska hana
svo heitt að hann vildi deyja
fyrir hana — og hún trúði því.
★
Hjá Zúlu-negrunum í Afríku
kostar eggið eins mikið og hæn
an. Segja negrarnir að hænan
komi úr egginu, svo að eggið
hljóti að vera eins dýrt ef ekki
dýrara.
★
— Að hugsa sjer að jeg skuli
vera einasta stúlkan í heimin-
um, sem þú hefir kysst.
— Já, finnst þjer það ekki
dásamlegt.
— Og að hugsa sjer, að þú
heldur að jeg trúi því.