Morgunblaðið - 09.01.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1947, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 9. jan. 1947 VORU HR/EDDIR UM AÐ SAUÐEJEÐ FÆLDI ÞORSKINN % Á mánudaginn var flutti Guðmundur Þorláksson mag. fyrirlestur í Náttúrufræðifjelaginu um Grænland og sýndi f jölda skuggamynda þaðan. Guðmundur hefir sem kunnugt er dvalið í Grænlandi í 6 ár, og kann frá mörgu að segja þaðan. Hann lauk kenn- araprófi við Hafnarháskóla vorið 1939. Daginn eftir að hann hafði lokið prófinu fjekk hann tilboð um að fara með vísindaleiðangri norður til Thule-bygðarinnar sem er á norðausturströnd Grænlands, en það,an átti m. a. að fara i ferðalag vestur til Ellesmere-lands ög Axel-Heibergs- lands. Leiðangur þessi átti að koma aftur til Danmerkur haustið 1940. í febrúar 1940 lögðu þeir fjelagar af stað vestur yfir frá Thule. Meðan þeir voru í þeirri ferð, var innrásin gerð í Dan- mörku. Fyrstu fregnir af henni fengu þeir á þann hátt, að Eski- mói einn, er stal frá þeim nið- ursuðudós með „pemikan“, rissaði á dósina, er hann hafði lokið úr henni, orðsendingu á þcssa leið: „Þjóðverjar hafa stolið öllu kjöti frá Dönum, en kóngurinn heldur enn höfði sínu“. Grænlnadsdvöl Icngist. Foringi leiðangursins var .van Hauen, tengdasonur Knud Rass mussens, hins nafntogaða land- fræðings. En Guðmundur hafði það hlutverk að hafa á hendi grasafræði- og veðurfræðirann sóknir. Er til Grænlands kom, skildi foringi leiðangursins fljótlega við fjelaga sína, og komst til Ameríku. En hinir voru teptir í Grænlandi. Vegna þess, hve margir kenn arar, sem verið höfðu þar í landi frá Danmörku, komu sjer úr landi, en engir komu í stað- inn, var mikil kennaraekla. — Ljet Guðmundur tilleiðast, að vera kyrr í Grænlandi og taka að sjer kennslu við framhalds- skóla fyrir Grænlendinga, sem er í Egedesminde á miðri vest- urströndinni. Þar var hann í 2 ár. En síðan tók hann að sjer kennslu við grænlenskan kenn araskóla í Goc^haab og menta- skóla, sem settur var þar á fót, vegna þess að Danir, sem búsett ir eru í Grænlandi gátu ekki á stríðsárunum, sent börn sín til Danmerkur í skóla, eins og venja er til. Kynnisferðir. En frítíma sína notaði Guð- 'mundur m. a. til þess, að fá sem nánust kynni af Grænlandi. — Ferðaðist hann suður eftir allri vesturströnd landsins, allt suður undir Hvarf. Hann mun vera sá núlifandi íslending- ur, sem fengið hefir nánust kynni af Grænlandi, bæði nátt úru þess, og sögu og lifnaðar- háttum og kjörum Grænlend- inga. Vildi koma heim. Þegar samgöngur hófust að nýju við Danmörku, hvarf Guð mundur þaðan, ásamt konu sinni, en hann giftist fyrsta ár- ið er hann var í Grænlandi. — Kona haps er dönsk, var kensli) kona hjá kaupmanninum í Thule, og ætlaði eins og hann að vera í Grænlandi aðeins eitt á?. Áður en þau hjón fóru frá Godthaab, var Guðmundur orð inn fastur kennari við kennara skólann þar, með eftirlauna- rjetti. En hann kaus að hverfa hingað heim, ekki síst vegna þess, að hann sá fram á, að hann gat ekki fengið mennt un fyrir börn sín þar í landi, þegar þau stálpast. Annað hvort hefðum við orð ið að senda þau frá bkkur, ell- egar þau hefðu orðið hálfgerð- ir Grænlendingar, sagði Guð- mundur, er jeg átti tal um þetta við hann. Lærði grænlensku Guðmundur lærði græn- lensku, lagði á sig mikið erfiði við það, því grænlenskan er erfitt mál að læra, og óþjált fyr ir útlendinga. Hann kveðst þó ekki kunna það til hlítar, enda var það ekki nauðsynlegt fyrir hann, við kennsluna. Segir han'n að t. d. Sigurðu'r Stefáns- son, forstjóri fyrir sauðfjár- ræktinni í Vestribygð, hafi til- einkað sjer grænlenskuna bet- ur, enda þurfi hann daglega á því að halda, að bregða því máli fyrir sig. Fyrirlestur Guðmundar og myndasýning á mánudagskv., tók hálfa þriðju klukkustund. Skemtu áheyrendur og áhorf- endur sjer hið besta, bæði yfir myndunum og eins yfir þeim fróðleik, um Grænland og Grænlendipga, sem Guðmund- ur ljet þar í tje. Danir skilja ekki . Grænland. Alloft mintist hann á stjórn Dana á Grænlandi, og þau mis- tök sem af henni hafa orðið, og eru enn. Heldur hann því fram, að Danir sjeu allir af vilja gerðir, til þess að verða Grænlendingum að liði. En að- stæður allar eru svo ákaflega ólíkar þeim, sem Danir eiga að venjast, að af því stafa mörg mistökin. Danir skilja ekki Grænlendinga, eða þau lífskjör sem landið býður, og það jafn- vel ekki þó þeir dvelji í land- inu 1—2 ár. Firðir fullir af fiski. Jeg hefi snöggvast hitt Guð- mund að máli eftir að jeg hlust aði á hann á mánudagskvöld, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. M. a. spurt hann að því, hvað hann telji sannast og rjettast í sögusögnum þeim, er borist hafa um fiskisældina miklu við Grænland. Hann ^egir: — Jeg get ekkert fullyrt um fiskisældina í Davissundi. En svo mikið er víst, að þegar við komum til landsins sumarið 1939 og sigldum norður með ströndinni, þá var fjöldi fiski- skipa af öllum stærðum og gerð um að heita mátti þar við veið- ar, frá mörgum þjóðum. Og Danir skiija hvorki landio Guðmundur Þorláksson segir írá Grænlandi Guðmundur Þorláksson. ekki hefir fiskurinn minnkað þar á stríðsárunum. En eitt er víst, að inni í græn lensku fjörðunum er ákaflega mikið af þorski, og fer sú fiski sæld vaxandi. Hrygnir hann þar í stórum stíl. En hvar hann elst upp, er mjer ekki kunnugt. Aldagamlar vciðiaðferðir. Svo fiskiveiðar eru orðnar álitlegur atvinnuvegur fyrir Grænlendinga? — Þannig gæti það verið. Og til eru þeir Grænlendingar, sem eru álíka vel efnum búnir eins og Islendingar voru, sem tald- ir voru bjargálna um síðustu aldamót. Enda þótt veiðiaðferð ir og útgerð Grænlendinga sje líkust því, sem annars staðar tíðkaðist fyrir nokkrum öld- um. Bátar Grænlendinga er að- allega smákænur, flatbotnaðar fyrir einn mann, sem ekki er hægt að nota, nema í blíðskapar veðri. Smíða þeir kænur þessar sjálfir. Þær kosta 70—80 krón- ur. Þegar Grænlendingar stunda línuveiðar, ef kalla má það því nafni, þá hafa þeir þetta 50—100 króka, og festa stund- um öðrum enda línunnar á land, en róa með hinn endann út fyrir flæðarmálið. Með þess- um útbúnaði geta Grænlend- íngar fengið talsverðan afla og oft mikið meiri, en verslanirn- ar geta þá tekið á móti. Grænlendingar höfðu nokkra vjelbáta fyrir stríð, en hættu að mestu leyti við þá á stríðs- árunum. Þetta stafar þó ekki af þvi, að þeir eigi erfitt með að fara með vjelarnar, því þeir eru allra manna lægnastir á að koma mótorum af stað, sem bila. En það sem vantar er samkepnin, eða skilningurinn á því, að menn þurfi að herða sig. Selurinn horfinn. Bæði í hinni fornu Eystri- og Vestribygð eru selyeiðar að heita má úr sögunni, síðan sjór og loftslaé hlýnaði svo mjög, frá því sem áður var. Meðan jeg var í Godthaab, kom það kannske fyrir einu sinni á mán uði, að Grænlendingur þar skaut sel. En selákjöt og spik og annað, sem af selnum fæst, þótti svo mikið nýnæmi, áð Eskimóarnir átu upp selinn á svipstundu. Norður í Thule hjeraði er aftur á móti alt enn með gamla laginu. Þar lifa menn enn á sela- og rostungaveiuðm. Hjeldu að selur- inn fældist. Og hvernig gengur sauðfjár- ræktin? — I samanburði við það, hvernig henni reiddi af fyrstu árin, er ekki annað hægt að segja, en að hún gangi nú vel. Þegar íslenska fjeð kom til Grænlands fyrir rúml. 30 ár- um, tóku Eskimóarnir þeirri nýbreytni illa. Einkum eldri kynslóðin. — Veiðimennirnir gömlu sögðu, að af fjenu væri svo framúrskarandi vond lykt, að viðbúið væri, að það fældi selinn frá landinu. Þeir gripu hvert tækifæri, sem þeim gafst, til að skjóta kind og kind, til þess að fækka þessum óhappa- skepnum. Þriðja kynslóðin. Það voru ungir menn, sem fengust til að koma á fjárbúin og læra sauðfjárræktina. Að námi loknu fengu þeir nokkrar ær, til að setja saman lítil bú, gegn því skilyrði, að þeir skil- uðu einhverntíma jafnmörgum dilkum, eins og ærnar voru. Ekkert tiltekið hvenær sú skuld átti að greiðast. Flestum þessara manna gekk stirðlega með sauðfjárbúskap- inn. Þeir lentu í fóðurskorti, og mistu lömbin á vorin. En síð- an synir þeirra fóru að kom- ast upp, hafa þau eða nokkur þeirra gerst dugandi fjárrækt- armenn. Vorið 1939 voru 4000 ær á Grænlandi en 5 árum seinna voru þær orðnar 14 þúsund. Svo ört hefir fjárstofninn auk- ist. — Er haglendi svo mikið þar áð hægt verði að hafa þar margt fje, án þess að ofsetið verði í hagana? — Jeg er alveg viss um, að óhætt er að hafa þar a. m. k. 100.000 fjár. Heyskapur verð- ur altaf erfiður. En þetta er svo lítið fóður, sem fjeð þarf. Það gengur að mestu leyti sjálfala, og dilkar eru þar svo vænir, að þeir ná 30 kg. skrokk þunga. En þess ber að geta, að sauðburður er þar mánuði fyrr en hjer tíðkast. í Garðahverfi. Mest er sauðfjárræktin í ný- býlahverfinu, sem risið hefir þar sem í gamla daga var bisk- upssetrið Garðar, á tanganum milli Eiríksfjarðar og Einars- fjarðar. í þessu sauðfjárrækt- arþorpi er nú um 3000 fjár. Þar hafa hin fornu tún verið nje þjóðina ræktuð að nýju, að nokkru leyti. Þó hefir nýræktin ekki enn náð alla leið út að hinum fornu vallargörðum. Þeir eru úti í kjarrinu fyrir utan túnin. — Er mikið af kjarri í hin- um fornu bygðum? — Já, svo má heita, að þær sjeu að miklu leyti vaxnar birki og víði. Þar sem skóg- urinn hefir ekki lagt undir sig hin gömlu tún, þar sjást þau enn tilsýndar, sem dökkgræn- ir blettir. — Stendur kirkjurústin af hinni fornu dómkirkju í Görð- um ekki enn? — Undirstöðurnar standa þar svo hægt er að sjá hve stór kirkjan hefir verið. Þar hafa farið fram rannsóknir á öllum rústunum. Þá kom m. a. fram, ’ að í Görðum hefir verið um 100 kúa fjós.„ — Hvað er orðið af kirkju- veggjunum? — Sandsteinninn úr þeim hefir verið notaður til að byggja upp nýbýlin 1 hinu nýja Garðahveríi. Hefir verið hlýrra. — Að lokum: Hváða orsök teljið þjer líklegasta til þess að hinn íslenski kynstofn eydd- ist? — Jeg get engum getum leitt að því, enda þótt jeg hafi komið á þessar slóðir. En eitt er jeg viss um, af kynnum mín um þar vestra, að þótt veðrátt- an hafi hlýnað þar til muna, frá því sem hún áður var^ þá er ekki enn orðið eins hlýtt, eins og var þegar búskapur stóð þar með mestum blóma. T. d. sjást þess enn greinileg merki, að bæir hafa staðið inni í fjörðum, alveg upp við núverandi skriðjökla, þar sem nú er óbyggilegt sakir gróðurleysis. Ýmsar minjar eru þar vestra frá dögum hinna fornu Islend- inga, þó dómkirkján í Görð- um sje svo illa farin. Hvals- eyjarkirkjan stendur að mestu; óhögguð, eða veggir hennar. Og suður undir Julianehaab sú jeg laug, sem að vísu er ekki nema 20 gráðu heit. Húra er hlaðin upp, svo hún er hent- ug til að synda þar og baða sig. Fullyrt er að fornmenn hafi hlaðið hana upp. Hún er ein af þrem laugum á Græn- landi. V. St. Tveir menn frjósa í hel í Hamborg Hamborg í gærkvöldi. MIKLAR frosthörkur eru hjer enn. í dag frusu tveir menn í hel, en 20 Þjóðverjar voru flutt ir í sjúkrahús vegna alvarlegs kals. Ástandið er vægast sagt; ógurlegt hjer í borginni, og Víða í Þýskalandi vegna kuld- anna. Frost eru enn hörð á megin- landinu, en eldiviðarskortur mikill. •—Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.