Morgunblaðið - 09.01.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.1947, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 9. jan. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. •— Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. _______________________________________________ Hagnýting síldarinnar í Kollafirði LAUST fyrir miðjan desember varð vart mikillar síld- ar inni í Kollafirði og í víkum hjer í nánd við Reykja- vík. Hjeldu menn í fyrstu að þetta myndi aðeins vera stundarfyrirbrigði. Síldin myndi hverfa jafnskjótt og hún kom. En reyndin hefir orðið sú, að síldin hefir haldist á þessum slóðum fram á þenna dag, og er sama síldar- mergðin þar ennþá. Síld þessi er misjöfn að stærð, en óvenju feit, miðað við Faxaflóasíld, eða frá 14—16% fitumagn. Eftir því, sem lengra líður minkar fitumagn síldarinnar, sem eðli- legt er, því að síldin mun hafa takmarkað æti á því þrönga svæði, sem hún heldur sig á. ★ Að sjálfsögðu hafa menn haft hug á að hagnýta þessa innfjarðasíld, en það hefir verið ýmsum erfiðleikum bund- ið. Talsvert af síldinni hefir verið saltað, eða það stærsta. En vegna þess, hve síldin er misstór eru erfiðleikar á að salta hana, vegna þess hve mikið gengur úr, en enginn markaður til fyrir úrganginn. Verksmiðja er hjer engin til að vinna úr síldinni. Að vísu er síldarverksmiðja á Akranesi, en hún er lítil, og getur ekki annað meiru en vinslu úr úrgangi frá bátum á Akranesi, eftir að vertíð er þar hafin. Eitthvað hefir verið fryst af síldinni í beitu, en það er mjög takmarkað, því öll frystihús hafa trygt sjer næga beitu. Loks hefir verið reynt að fá markað fyrir síldina í Póllandi, annað hvort saltaða eða frysta, en óvíst hvort það muni takast. Síðasta úrræðið hefir svo orðið það, að fá Síldarverk- smiðjur ríkisins til að kaupa síldina og vinna úr henni norður á Siglufirði. Hefir stjórn síldarverksmiðjanna að fengnu saihþykki ríkisstjórnarinnar gert það tilboð,, að greiða 30 kr. fyrir málið (150 lítra), miðað við að síldin sje mæld um borð í flutningaskip á veiðistað, og með því skilyrði að flutningur fáist á síldinni fyrir 15 krónur á mál, uppmælt í löndunartæki á Siglufirði. Er Landssam- band íslenskra útvegsmanna nú að reyna að fá flutninga- skip, til þess að taka að sjer þessa flutninga. Telur Lands- sambandið að þurfa muni 5—6 skip, 700—1000 lestir að stærð. ★ Vonandi tekst nú að greiða þannig úr þessu máli, að síldveiði geti hafist af fullum krafti, meðan síldin helst hjer inni í nálægum víkum. Kemur öllum saman um, að hjer sje um að ræða mjög mikla síldarmergð. Það er því ekki lítils um vert, að kleift verði að hagnýta þessa björg. Sú lausn á málinu, sem fyrirhuguð er, að flytja síldina norður á Siglufjörð, til vinnslu þar, er vitaskuld hálf- gert neyðarúrræði. En um annað er ekki að ræða, eins og sakir standa, nema úr rætist með markað fyrir síldina erlendis. En svo verður að hugsa fyrir þessu máli fyrir fram- tíðina. Það hefir komið fyrir áður, að síld hefir verið inn í víkum og vogum hjer við Faxaflóa, langt fram á vetur. Er því sjálfsagt að hafa viðbúnað til þess að geta hag- nýtt þessa síld. En til þess þarf verksmiðju, sem getur unnið úr því af síldinni, sem ekki er hæft til söltunar. Sýnist liggja næst að stækka og endurbæta verksmiðj- una á Akranesi, svo að hún geti bætt við sig vinnslu síld- ar, þegar svo ber undir. Þetta virðist vera hagkvæmasta framtíðarlausn á þessu máli. En til bráðabirgða verður að snúa sjer að þeirri lausn, sem fyrir liggur. Vonandi tekst Landssámbandinu að út- vega hentug skip til flutninga á síldinni til Siglufjarðar. En þetta verður að gerast fljótt, því að síldin getur horfið hvaða dag sem er. 'Uílwerjl óbnpar: UR DAGLEGA LIFINU Kvörtun barns- hafandi konu. KONA, SEM hefir þurft á aðstoð Líknar fyrir barnshaf- andi konur að halda skrifar og kvartar yfir þeim aðbúnaði, sem sje á biðstofu Líknar í ( Templarásundi. Telur hún bið- ( stofuna litla og ekki sjeu sæti fyrir nærri allar konur, sem þangað þurfa að leita, en auk þess komi það fyrir, að er konur hafi beðið frá kl. 1—5 eftir afgreiðslu verði þær samt að fara óafgreiddar. Þarna vanti snaga fyrir för og sumar konur neyðist til að setjast á borð, eða í gluggakistu sökum þrengsla. Telur brjefritari þetta ástand algjörlega óvið- unandi, því það sje einhver hin versta píslarganga, sem barnshafandi konur verða fyr- ir, að þurfa að sækja þessa stofnun, eins og aðbúnaði á biðstofunni sje háttað. • Til bráðabirgða. FRÚ SIGRÍÐUR EIRÍKS- DÓTTIR yfirhjúkrunarkona skýrði mjer svo frá er jeg sagði henni frá brjefinu, að það væri rjett, að þröngt væri í húsa- kynnum Líknar og að þau væru gamaldags, en hinsvegar hefði engum dottið í hug að bera fram kvörtun á hjúkrun- arkonuna, læknirinn, eða ann- að starfsfólk, sem stofnunar, enda væri þar valinn maður í hverju rúmi. Hjúkrunarfjelagið Líkn hefði tekið þetta eftirlit að sjer með hálfum hug, því altaf væri verið að bæta á fjelagið og langtum fleiri sæktu um að- stoð þess en hægt væri með góðu móti að sinna. Þetta myndi ekki breytast fyr en heilsuverndarstöðin kæmi, en slíkrar stofnunar væri mikil þörf í bænum. Líkn hefði tekið að sjer eft- irlit með barnshafandi konum til bráðabirgða og eftir að að- búnaður á Landsspítalanum hefði verið talinn algjörlega ó- viðunandi. En ef og þegar fæðingar- deildin tekur loks til starfa. segir frú Sigríður, þá er ætl- ast til -að hún annist eftirlit með barnshafandi konum, og sem þa ætti að komast í við- unandi horf. • Stíflurnar á strætunum. LESANDI MBL. skrifar um vandamál sem oft hefir verið minst á, en vandfundin er lausn á: ,,Á hinum þröngu gömlu mið bæjargötum ríkir sjerstakt á- stand sem er illþolandi og á þó eftir að versna. Samfara vaxandi bílaumferð eru fjölfarnar götur í sívax- anda mæli notaðar sem bíla- stæði. — Þetta getur ekki stað- ist lengi — það er augljóst mál. — En ef svo skal vera um eitt- hvert árabil, að miðbærinn skuli verða notaður sem ein allsherjar bílageymsla, þá er auðsjeð, að ekki verður hjá því komist að taka sneiðar utan af Austurvelli til slíkra hluta. • Austurvöllur í hættu. „ÞAREÐ heilmikið af vell- inum er nú þegar komið undir steinlagningu, mætti það sýn- ast stutt spor stigið að stein- leggja völlinn allan og gera hann að torgi, þar sem bílar mættu þá standa einhvern tíma dagsins. Ef eitthvert gras á að skilja eftir, þá ætti það að vera á lítið eitt upphækkuðum bletti í kringum líkan Jóns Sigurðs- sonar — en það ber að flytja vestar, svo að það standi beint á móti þinghúsdyrunum og ákveða fjarlægð þess eftir rjettum stærðárhlutföllum. Eitt er víst, að þessir stein- stígar, sem nú eru þarna komn ir á milli dreifðra grasbletta, eru ekkert góð lausn á skipu- lagi Austurvallar, og líka ef- laust gerð til bráðabirgða. • Trjevirkin ævilöngui „AÐRAR umferðarstíflur eru aPr tilfinnanlegar og leiðar í hinum þröngu umferðargötum. Það eru trjevirkin, sem sett eru fýrri utan hús sem verið er að reisa. — I öðrum borg- um sjást slík virki, en þau ganga sjaldan út á akbrautina og þau fá ekki að standa nema fáar vikur. Hjer fá þau að standa mánuðum og árum saman, eða að því er virðist al- veg eftir geðþótta byggingar- smiðanna. Þeir þurfa ekkert að flýta sjer og gera það heldur ekki, því að þeir vilja hafa mörg hús í takinu á sama tíma hingað og þangað um bæinn. — Það er ljóst, að með þessu lagi verða aðalgötur bæjarins hálf stíflaðar samfelt næstu áratugina eða allan tímann þangað til búið er að endur- reisa öll húsin í þeim — já, og svo byrja auðvitað viðgerðir á þeim elstu! — Hvað þýðir nú að vera að amast við því þótt bílar standi sama megin í götu, sem slík virki fá að standa uppi endalaust? .... Menn munu yfirleitt vera brjefritara sammála um að þrengslin í miðbænum sjeu að verða illþolandi, en ekki trúi jeg að gripið verði til þe3s ó- heillaráðs að eyðileggja Aust- urvöll. Samband íra og íslendinga. DÁLÍTIÐ er farið að bera á því, að áhugi sje að vakna fyr- ir auknu sambandi milli íra og íslendinga. Enn sem komið er hafa írar haft þar forgönguna. Má í því sambandi minna á, að Þjóðsagnafjelag írlands sendi hingað fulltrúa s. 1. sumar og stúdentaskifti eru komin á milli írlands og íslands, að minsta kosti í orði. í gær fjekk jeg brjef frá 18 ára íra, sem segist hafa lesið grein um Morgunblaðið og Víkverja í blaðinu „Irish In- dependent", sem er eitt stærsta blaðið í Dublin. Biður hann mig að koma sjer í samband við jafnaldra sína á Islandi, sem hefðu hug á brjefaskiftum. Ef einhver hefði áhuga fyrir þessu boði þá heitir pilturinn James P. Newman og býr í 20 Marisse Rd. Glasnevine. Dub- lin. +— ——-—■—-------——— —■— ——■— ■■ -■ • MEÐAL ANNARA ORÐA .... ------------—.—..—- ■+ Barisf á fimm vígstöðvum ÞEGAR Þjóðverjar gáfust upp fyrir bandamönnum í maí 1945, og atomsprengjan flýtti fyrir uppgjöf Japana þremur mánuðum seinna, lýstu heims- blöðin því yfir, að nú ríkti frið- ur í heiminum — að í öllum löndum veraldar hefðu vopnin verið lögð til hliðar og mann- kynið biði þess eins, að friðar- skilmálarnir yrðu undirrit- aðir. Fimtudaginn 10. jan. 1946, var svo fyrsta allsherjarþing sameinuðu þjóðanna sett í Central Hall í London. Bráða- birgðaforseti bandalagsins, dr. Suleto frá Columbiu, sagði meðal annars í setningarræðu sinni: „Sameinuðu þjóðrrnar eru staðráðnar í því, að skapa tryggan frið í heiminum og vinna einhuga að sáttmálan- um, sem gerður var í San Fransisco, svo að takast megi vinsamleg sambúð þjóða í njilli“. Barist í fimm löndum. Ári eftir þessa yfirlýsingu dr. Suletos, er svo komið, að segja má að barist sje í fimm löndum, og Öryggisráði sam- einuðu þjóðanna hafa borist tvær kærur, þar sem kvartað er undan yfirgangi og ofbeldi, ráni og rupli. Bretar bera Albani þeim sökum, að hafa lagt tundurdufl um á siglingaleið, án þess að tilkynna það öðrum þjóðum. Vegna þessara aðgerða, fórust um 60 breskir sjómenn, en tvö af herskipum Breta löskuðust töluvert. Albanir hafa neitað að bæta tjón þetta, með þeim afleiðingum, að rtiálið hefir nú verið kært fyrir Öryggisráð- inu. Önnur kæra, sem ráðinu hef ir borist, kemur frá Grikkjum. Þessi marghrjáða þjóð telur sig þurfa að leita verndar sam- einuðu þjóðanna, vegna yfir- gangs þriggja nágrannaríkja: Júgóslavíu, Albaníu og Búlg- aríu. í kærunni. eru þessar þjóðir sagðir hafa veitt vopn- uðum uppreisnarmönnum í Norður-Grikklandi lið. Upp- reisnarmenn eru svo fyrir sitt leyti sakaðir um margskonar hryðjuverk, morð og brennur og eyðingu heilla þorpa. I Kína og Indó-Kína má segja að styrjaldir geisi. í Kína berjast stjórnarhersveitir gegn geysisterkum kommúnistaherj- um. Líkur til samkomulags eru litlar og fregnir berast um að kommúnistar hafi sett ,,stjórn“ á laggirnar — nokkurskonar einkastjórn, sem lætur sig engu skifta ákvarðanir og fyrirmæli hinnar lögboðnu stjórnar lands ins. 100.000 manna her. Indó-Kína logar í bardögum. Þar eigast við Frakkar og her- sveitir Vietnam lýðveldisins, og beggja lið eru vel vopnuð og ófús til sátía. Vietnam, sem mun hafa um 100.000 manna her, sakar Frakka um margs- ■amh á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.