Morgunblaðið - 18.02.1947, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.02.1947, Qupperneq 7
Þriðjudagur 17. febr. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 Snotur tehetta Aldargamlir leyndar- dómai afhiúpaðir HINAR leyndardómsfullu og fagurlega gerSu alabasturs- klukkur, sem fundust í graf- hýsi Tutankhamen konungs í Egyptalandi — en hann var uppi um það bil 1350 árum fyr- ir Krist —- reyndust innihalda fegrunarlyf. Þegar þær voru opnaðar, kom í ljós, að ilmefni höfðu haldið ilmi sínum allar þessar aldir, sem liðið höfðu opnaðar, kom í ljós, að ilmefnin sali innsiglaði þær með stök- ustu vandvirkni, en síðan eru liðin nálægt 3 þúsund ár. . Forn-Egyptar voru þeir fyrstu, sem gerðu ilmefna og fegrunarlyfja-iðnað að list. í Egyptalandi voru ilmefni not- uð við öll möguleg tækifæri, bæði í einkalífi manna og op- ínberlega. Til dæmis í veislum festu gestirnir á höfuð sjer (myndir af slíku sjást á papír- usströnglum frá því um það bil 1500 f. Kr.). allstórt stykki af svínafeiti blandaðri með ilm- éfnum. Þegar svo hlýnaði í veislusölunum, tók feitin að bráðna og streyma niður höfuð, herðar og klæði gestanna, en gaf um leið frá sjer inndælan ilm. En Egyptar voru ekki þeir einu hinna siðmenntuðu forn- þjóða, sem mætur höfðu á ilm- efnum og fegrunarlyfjum, þó e. t. v. engir hafi notað þær óhóf legar. Gyðingar, Grikkir, Ar- abar og Rómverjar notuðu þau einnig á ýmsum tímum. í Englandi ríkti einnig áhugi á þessum hlutum, allt frá þeim tíma, er Krossfararnir færðu konum sínum heim til Englands þessa fegrunarleyndardóma hinna austurlensku kvenna- búra. Notkun ýmiskonar ilm- smyrsla og andlitsmálningar óx gífurlega og á 18. öld voru ilm- vötn og ilmsmyrsl orðin svo út- breidd, að menn voru blátt áfram neyddir til þess að verja sig gegn þeim með einhverjum ráðum. Árið 1770 gerði enska þingið að lögum svohljóðandi samþykt: „Allar konur, ungar og gamlar, tignar og ótignar, meyjar eða ekkjur, skulu eftir að lög þessi (sett gegn göldr- um og tálbrögðum), hafa öðl- ast gildi, sæta refsingu ef þær svíkja, draga eða tæla ein- hvern af þegnum hans hátignar í hjónaband með því með að nota ilmvötn, andlitsmálningu, fegrunarvötn, falskar tennur, falskt hár, spánska ull (nokk- urskonar kinnalitur), lífstykki, gjarðir!, háhælaða skó og mjaðmapúða. Ef þær reynast sannar að sök í þessum efnum, þ áskal giftingin með öllu ógild“. — Þatta bar engan veg- inn tilætlaðan árangur, því í stað þess að hverfa úr sögunni, jókst noktun umræddra, hluta, en lög þessi hafa aldrei verið úr gildi numin, eftir því er jeg best veit. Hráefna samsetningur snyrti- vara nú, undir ströngu eftir- liti. Fyr á tímum voru fegrunar- lyfin oft og iðulega skaðleg. T. d. voru á dögum hinna fornu Rómverja, seldar snyrtivörur, búnar til úr ánamöðkum!, já, svo sannarlega úr ánamöðkum, en allur slíkur óþverri hefi'r fyrir löngu orðið að víkja fyrir vörum búnum tíl úr völdum hráefnum, og strang eftirlit er haft með því, að þær sjeu á engan hátt sviknar. Nú á dög- um eru flest fegrunarlyf ekki aðeins . skaðlaus, heldur geta þau og komið að góðum not- um, ef þau eru notuð skynsem- lega. T. d. hjálpar cold-crem til þeás að hreinsa húðina og gera hana mjúka og sljetta. — Fegrunarlyf hafa auk þess mik ið sálfræðilegt gildi, því þau stuðla að vellíðunar tilfinningu, tilfinningu, sem sprettur af því, að finna sig vel útlítandi og vel snyrtan. En engum má gleymast að hægt er að fara út í öfgar, hvað notkun þessara lyfja snertir, og þá getur farið svo, að þau hafi gagnstæð áhrif og geri notendan hlægilegan og skrípislegan vegna ofsmurðs og litaðs andlits og mættu marg- ar konur athuga þetta sjerstak- lega. Við skulum nú athuga ofur. lítið úr hvaða efnum hin ýmsu fegrunarlyf eru búin til, þótt nokkuð sje það mismunandi. Tökum t. d. cold-crem. Venju- lega er það blanda af olíu eða fitu, blandaðri með vatni og ofurlitlu af ilmefni. ,,Typisk“ blanda af þessari tegund myndi vera möndluolía, hvítt, vax, borax, vatn og ilmefni. Hin kæl andi áhrif cold-crem (þess- vegna kallað „kalt krem“), stafa af hægri uppgufu vatns- ins, sem þau innihalda, en upp- gufun vökva orsakar alltaf kæl ingu. Varalitir eru gerðir úr vaxi og litarefni, en mikill vandi er að blanda þetta rjetti- lega, svo ekki braðni hann, þeg ar hann kemur á varirnar. — Vaxið og litarefnið er hitað í sama íláti og svolitlu af ilmefni bætt út í. Síðan er blöndunni helt í mót og látin storkna. — Andlitspúður og kinnalitur er venjuleg blanda af ríssterkju, zinksýru, franskri krít, fituefni, ilmefni og rauðum lit. Auðvitað er það ekki altaf svo einfald- lega samsett, og það þarf geysi mikla nákvæmni til þess að fá rjetta blöndu. Ilmefni eru í flestum snyrti- vörum. Þú munt hafa tekið eftir því, að ilmefni eru í flestum snyrti- vörum, án þeirra væru þær lítt eftirsóknarverðar. Hvað eru þá þessi ilmefni og hvernig eru þau búin til? Ilmvötn eru t. d. venju lega margbrotin blanda af efnis hlutum, svokölluðum ,,essence“, uppleyst í alcohol. Ekta ,,ess- ence“ fást úti í náttúrunni t. d. úr blómum, eða þau fást með efnasamsetningu. Til eru nokk- ur ráð til þess að vinna essence úr blómum. Eitt hið auðveld- asta er (stundum notað enn í dag) að strá krónublóðum hinna ilmandi jurta t. d. rósa- fjólu og jasmínublöðum á gler- PÍptu, sem áður hefir verið þykt smurð með hreinsaðri svína- eða nautgripafeiti. Þegar feitin hefir dregið í sig allan ilminn, eru blöðin tekin í burtu og ess- ence unnið úr feitinni með eym ingu. Ilmvatnið, sem við kaup- um í búðunum, er ekki eintómt ekta „essence". Það er blanda af ýmsum ilmandi efnum, en eitthvað þeirra kann að vera ekta. Það magn, sem unnið er af ekta essence, er" mjög lítið, en efnafræðingar eru ótrúlega slyngir að líkja eftir ilmi þess- ara ósviknu efna, og ilmefna- framleiðsla nútímans byggist aðallega á efnafræði. Úr dýra-' ríkinu eru einnig unnin ilm- efni. Má þar nefna kirtlavökva moskusdýrsins. Ilmefni, sem notuð eru úr dýraríkinu eru blönduð öðrum efnum t. d. þeim sem unnin eru úr blómum, og höfð til þess að gefa ilmvatn- inu „líf“ eins og kallað er, þ. e. gera ilm þeirra djúpan og unaðs legan. Þótt ilmvötn sjeu dýr nú á dögum, þá voru þau samt miklu dýrari áður fyr, þegar þau ein- göngu voru unnin úr ekta hrá- efnum. T. d. þurfti um það bil 20 tonn af fjólublómum, til þess að fá eina unsu, þ. e. 29. gr. af ekta fjólu essence, en eins og áður er sagt, byggist ilmefna iðnaður nútímans aðeins að mjög litlu leyti á þessum lifandi náttúru hráefnum, enda fram- leiðsluvörurnar ekki jafn fram úrskarandi góðar og áður var, þótt tækni sje orðin geysimikil í þesum iðnaði og árangur prýði legur. En þótt fegrunarvörur sjeu nú framleiddar samkvæmt vel skýrgreindum meginregl- um, þá halda áhrif og yndis- ,leiki ilmefnanna áfram að byggjast á leikni og hugvits- semi þeirra, sem blanda þau, engu síður en á dögum Tutank- hamens konungs, og þau eiga víst enn, um lai%an aldur, eft- ir að gleðja skynjanir vor- ar og — opna pyngjuna. ÞÓTT TE sje ekki drukkið eins mikið hjer eins og víða i öðrum löndum, þá eru það samt flestar húsmteður, sem eiga a. m. k. tepott og drekka te endr- um og eins og e. t. v. oft og iðu- lega. Þá er gott áð eiga te- hettu, sem heldur teinu heitu, meira að segja þótt þeim, sem til borðs sitja, verði ákaflega skrafdrjúgt yfir bollunum. Það er mjög auðvelt og fljótlegt að sauma þessa tehettu. Efnið, sem notð er í hana, verður að vera þannig, að gott sje að telja þræðina. Útsaumurinn er saum aður með þrem litum, og má velja þá liti, sem best fara við bollana, sem nota á við te- drykkjuna. Hjer er gert ráð fyrir, pð notaðir' sjeu litirnir blátt, kremgult og appelsínu- gult. Eftir að búið er að sníða hett una og falda hana að neðan, er saumaður ,,kontorstingur“, með gulu garni, í sauminn. Næst fyrir ofan hann er saumaður fljettusaumur með kremgula garninu, þar fyrir ofan kemur svo krosssaupaurinn, sem er saumaður með bláu, og síðan „tröppu“ bekkirnir tveir saum- aðir með „beinum sporum“, /W eins og sýnt er ámppdrættinum. Neðri bekkurinn er kremgulur, en sá efri appelsínugulur. Upp af fjórðu hverri „tröppu“ er saumuð lóðrjett lína með aftur- sting og endar línan með krók, eins og sýnt er á myndinni. — Lóðrjettu línurnar eiga að vera mishátar, og eru þær saumaðar með kremgulu. Milli þeirra eru saumuð smá krosssaumsmunst- ur með öllum þrem litunum, eins og uppdrátturinn sýnir. — Báðar hliðar hettunnar eru saumaðar á sama hátt. Þegar búið er að því, eru þær saum- aðar saman. Ágætt er að fóðra hettuna með þjettu efni. Svo- litlum útsaumuðum hanka er smeygt niður í miðjan toppinn og saumur þar fastur um leið og hettan er saumuð saman. Appelsínukossar , Deigið: 150 gr. hveiti. 100 gr. smjörlíki. 60 gr. sykur. 1 egg. Kremið: 1 egg. 2 matsk. sykur. 14 1. rjómi. 1 brjef matarlím. Safi úr einni appelsínu. (Deigið): Hveitinu sáldrað á borð, smjörlíkið mulið saman við og sykrinum blandað í, vætt með egginu. Hnoðað vel. Flatt út, fremur þykt og tekið út undan litlu glasi. Látið á smurða plötu og bakað ljós- brúnt við góðan hita. (Kremið): Eggið og sykurinn þeyt vel saman. Appelsínusaf- inn settur saman við ásamt matarlíminu, sem búið er að leysa upp og orðið er hæfilega kalt. Þegar þetta byrjar að l þykkna, er vel þeyttum rjóm- anum blandað í. Síðan er ca. 1 matsk. af kreminu sett ofan á hverja köku. Appelsína af- hýdd og skorin í hæfilega þykkar sneiðar. Ein appelsínu- sneið er sett á hverja köku, of- an á kremið, og á hana miðja er settur ofurlítill rjómi eða rifsberjahlaup. „Kossunum“ er síðan raðað á fat með fallegri serviettu, og borið á borð með kaffi eða súkkulaði. Lítið hús 1 í Digraneshálsi, sem er 2 | stórar stofur og eldhús 1 auk kjallara og bílskúrs | er til sölu. Einn hektari | af girtu og ræktuðu landi | fylgir. | Fasteignasölumiðstöðin 1 Lækjarg. 10B. Sími 6530. § •lllll•llllltl•llll(mNlllllll(l•l•llkllllllllllll•llll••llllnl•l•M

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.