Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 1
16 síður 34. árgangur 79. tbl. — Miðvikudagur 9. apríl 1947. ísafoldarprentsmiðja h.f. UIURÆÐUR HEFJA8T A BANDARIKJAÞINGI UM LAN HANDA GRIKKJUM OG TYRKJUM -«> ekln lieMif áímm að gjósn Jóhannes Áskelsson segir trá YFIR páskana gaus Hekla með litlum hvíldum úr fleiri eða iærri gígum, sagði Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur, við tíð- indámann frá Morgunblaðinu í gær. Jóhannes hefir lengst af verið austur við eldstöðvarnar síðan fyrir páska, ásamt Guðmundi Kjartanssyni, Pálma Hannessyni, Sigurði Þórarinssyni, Steinþóri Sigurðssyni og Trausta Einars- syni. Með þeim hafa og verið dönsku náttúrufræðingarnir Niels Nielsen og Noe Nygaard prófessorar. Norður-hraunið. Jeg ;var. lengstaf fyrir- norð- an fjallið, sagði Jóhannes, og athugaði hraunið, sem. runnið hefir milli Mundafells og Rauðu skálar í stefnu á Krakatind. Jeg kom þangað fyrst pálmasunnu- dág ásamt Steinþóri Sigurðs- syni. Þá var hraun þetta mjög glóandi og talsvert rennsli 1 því: En á laugardag var rennsli þessa hrauns því nær stöðvað. ®--------------------------- Tók þjóðsönginn of háfíðlega LONDON: í Bretlandi hefur kona flotaforingja nokkurs ný- lega fengið skilnað, meðal annars vegna þess, að hann krafðist þess, að hún stæði upp í hvert skipti sem breski bjóð- söngurinn var leikinn í útvarp- ið. — Friðrik krénprsns falin ríkissfjórn Kaupmannahöfn í gærkvöldi. KRISTJÁN Danakonungur hefur falið Friðrik krónprins ríkisstjórn sökum lasleika. — Konungurinn, sem nú er 76 ára að aldrþ hefur þjáðst af slæmu kvefi að undanförnu, og læknir hans hefur nú skipað honum að taka sjer hvíld frá störfum. — Reuter. Er ekki vitskert Trieste í gærkveldi. NEFND lækna, sem skipuð hefði verið til að rannsaka Maríu Passqunelli, hina ítölsku kennslukonu, sem í s. 1. mán- uði myrti breskan hershöfð— ingja í Trieste, hefir nú skilað áliti, þar sem sagt er, að kenslu konan sje óvitskert og hafi al- gerlega heilbrigða hugsun. Mál Maríu er nú fyrir bresk- um herrjetti í Trieste. —Reuter Glóandi hraunelfar. Á annan páskadag; fór jeg, ásamt með f jelögum mínum upp eftir Næfurhóltshrauni. Athug- uðum við nýja hraunið þar, sem komið er fram á móts við Rauð- öldur. Rennsli þess þar var rúm ur meter á klst. En alt öðru máli var að gegna með hraunstraum inn ofar í þeirri hraunálmu. Við gengum upp með hinu hinu nýja hrauni, alt upp undir syðsta aðalgíginn á fjallinu, þar sem eldrauð og glóandi hraun- elfan streym.ir vestur úr gígn- um. Virtist mjer sem hið gló- andi hraun rynni þar með met ers hraða á sekúntu. Er fjær renna með 20—30 metra hraða á mínútu. Úr þessu nýja Næfurholts- hrauni hefir álma runnið yfir hið svonefnda Þrætustígshraun hulið þar gamla hraun- ið að heita má. Þar er skorpan orðin svo köld að ganga má á hrauninu. Safnar gögnum. Verkefni mitt þarna austur frá varr fyrst og fremst að safna sýnishornum af hraunum og öðrum gosefnum sem sjer- fræðingar fá síðan til efna- greiningar. Reynt hefir verið að safna gufum úr hinu nýrunna hrauni, en óvíst hvernig það gufur þessar sem koma upp með hrauninu blandast fljótt loftinu. Olav IVoregsprins kemur til Islands í sumar á Snorrahátíðina ÓLAV ríkisarfi Norðmanna kemur til íslands í sumar og verð- ur fararstjóri þeirra Norðmanna, sem koma á Snorrahátíðina í 1 Reykholti, sem væntanlega verður haldin síðari hluta júlímán- aðar í tilefni af því að afhjúpað verður minnismerki Snorra Sturlusonar eftir Vigeland, sem Norðmenn gefa íslendingum. Formaður norsku Snorra- nefndarinnar, Johan E. Mell- bye, hefir skýrt norskum blöð um frá þessu. Formaðurinn segist vænta þess, að fulltrú- ar frá ríkisstjórn, kirkju og athafnalífi taki þátt í þessari ferð til íslands til að minnast hins mikla sagnaritara, Snorra Sturlusonar. Verður nú sent út á næstunni brjef til margra aðila og þeim boð- ið að senda fulltrúa með í ís- landsferðina. Lyra verið valin til ferðar- innar. Um líkt leyti verða vænt- anlega hjer staddir norskir blaðamenn í boði Blaðamanna fjelags íslands. Lyra kemur. í ráði er að senda norskt herskip með Olav krónprins og föruneyti hans, en auk þess hefir Bergenska gufu- skipafjelagið og Snorranefnd in tilkynt, að efnt verði til skemtiferðar til íslands i sambandi við afhjúpun Snorralíkneskisins og hefir Dvöl Breta í Grikklandi lengist WASHINGTON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. UMRÆÐUR hófust í dag í öldungadeild Bandaríkjaþings um lánsbeiðni Trumans forseta, til handa Grikkjum og Tyrkjum. Vandenberg öldungadeildarþingmaður og leiðtogi republikana á þingi, hóf umræðurnar með alllangri ræðu, en um líkt leyti var tilkynt í Washington, að ákveðið hefði verið, að breska herliðið í Grikklandi mundi dveljast þar áfram, að minnsta kosti þar til hinum fyrirhuguðu aðgerðum grísku stjórnarinnar á hendur skæruliðum væri lokið. Mun samkomulag hafa náðst um þetta í gær. ■®Ekki beint gegn S.Þ. Vandenberg lagði áherslu á það í ræðu sinni, að Bandarík- in væru ekki að vinna gegn hagsmunum sameinuðu þjóð- anna með því að veita Grikkj- um og Tyrkjum lán. Þá neitaði hann og, að slík lánveiting ætti nokkuð skylt við Monroe-kenn- inguna svonefndu, þar sem sagt er, að Bandaríkin muni ekki araverkfallinu mundi brátt^áta það afskiptalaust, ef ein- ljúka, virðast nú vera farnarjhveriar þjóðir skipti sjer af málefnum ríkja Norður og Suð- ur Ameríku. Prenfa raverkf a I lið í Kaupmannahöfn heldur áfram Kaupmannahöfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. VONIR manna um að prent út um þúfur. Hinum nýju samkomulagsumleitunum prentara og vinnuveitenda er lokið, án nokkurs árangurs. Vinnutími er meginágrein- ingsefnið. f upphafi kröfðust prentarar sjö stunda vinnu Þræta Austurs og Vesturs. Vandenberg lagði fast að þing mönnum að samþykkja lánveit- inguna. Sagði hann að hjer dags, en drógu svo af kröfurn'kæmi enn 1 bós Þræta. hins sínum og tjáðu sig fúsa til! austræna kommúnisma og vest- að vinna 45 klukkustundir á rænu lýðræðisstefnunnar, en af viku. Vinnuveitendur vísuðulhenni stöfuðu erfiðleikar þeir, hinsvegar algerlega á bug öll sem stöðugt væru á sambúð um kröfum um styttan vinnu Rússlands og leppríkja þess tíma_ annarsvegar og Bandaríkjanna og annara andkommúnistiskra ríka hinsvegar. Eignir Fords mefnar á 200 til 500 miljónir Detroit í gærkveldi. EIGNIR Henry Ford, bíla- framleiðandans heimsfræga, sem ljest í gærkvöldi, eru mis- jafnlega áætlaðar frá 200 til 500 miljón dollarar. Ford ljest úr heilablóðfalli á óðali sínu í Dearborn, Michigan, en vatna- vextir höfðu rofið rafmagns og símasamband að húsi hans? svo erfitt var að nálgast lækni. Var Ford látinn, þegar læknirinn kom á vettvang. Hann varð 83 ára gamall. Fyrir átján mánuðum síðan ljet Ford af stjórn Fordverk- smiðjanna, en við tók sonar- sonur hans, sem skírður er í höfuðið á honum. Bretar dveljast lengur. Eins og þegar hefir verið sagt, flutti Vandenberg ræðu sína um líkt leyti og tilkynt var, ad Bretar mundu ekki hverfa brott úr Grikklandi fyr en herferð stjórnarinnar á hend ur skæruliðum sje lokið. Frjetta menn giska þó á, að dvöl bresku herjanna í landinu geti orðið jafnvel lengri, en ástæðan fyrir framlengingunni er meðal ann- ars sú, að þeir eiga að aðstoða þær bandarískar nefndir, sem sendar verða til að koma fram sem ráðgjafar í sambandi við Bandaríkjalánið. Urðu undir byggingum BERLÍN: Fjórir Þjóðverjar ljetu fyrir skömmu síðan lífið, er ofveður feykti húsarústum um koll. Margir aðrir sluppu nauðulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.