Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÖIO Miðvikudagur 9. apríl 1947 .nttbliiUti Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utan-lands. f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Góð tíðindi FULLYRÐA má, að fátt hafi snert almenning eins illa og fregnin sem barst út rjett fyrir páskahátíðina, að í ráði væri að slátra öllu sauðfje (nær 2000 fjár) í Inn-Fljóts- hlíð, þar sem vikur- og öskufallið frá Heklu hafði leikið jarðirnar verst fyrsta gosdaginn. Svo furðuleg þótti þessi fregn, að almenningur trúði henni ekki — fjekkst ekki til að trúa. En eftir að landbún- aðarráðherra hafði setið fund með bændum á öskusvæð- inu og blöð höfðu eftir honum þau ummæli, að bændur hafi verið „á eitt sáttir um það, að þeir ættu alls ekki annars úrkosta en að skera niður fje sitt“, gat almenning- ur ekki lengur verið í vafa um, hvað til stóð. Hjer í blaðinu hefir nokkrum sinnum verið vikið að þessu máli og jafnan á einn veg, að blaðið tryði því ekki, að ekki fyndust önnur úrræði til bjargar nauðstöddum búendum á öskusvæðinu en niðurskurður á sauðfje. Slíkt væri ekkert bjargráð, heldur uppgjöf. Því öllum mætti Ijóst vera, að með því að skera niður ær sem ættu skamt eftir til burðar, væri beinlínis verið að gera sjer leik að því að gera að engu mikið verðmæti. Nær væri að flytja fjeð brott af öskusvæðinu og fóðra það fram á sumar og sjá hvað þá tæki við. Nóg fóður væri til í landinu og ekk- ert til fyrirstöðu, að gefa fjenu inni þar til gróður kæmi. Ein ástæðan, sem borin var fram fyrir niðurskurði var sú, að garnaveiki hafi orðið vart í fje í Fljótshlíð, og þessvegna væri bannað að flytja fjeð brott. Þessi ástæða var vitanlega einskisverð, því að ekkert var auðveldara en að breyta löggjöfinni, þar sem svona stóð sjerstaklega á. Því er heldur ekki til að dreifa, að Fljótshlíðin sje eina sveitin austan fj:alls, sem garnaveiki hefir orðið vart. Skýrslur sýna, að veikin er í þrem hreppum öðrum í Rangárþingi, vestan Markarfljóts og Þverá. Auk þess var ekkert auðveldara en að hafa fjeð á gjöf innan girðingar, svo að ekki þyrfti að óttast nýja smitun- Það er haft eftir Klemensi bónda á Sámstöðum, að hann teldi „hundrað ráð“ fyrir hendi betri en niðurskurð, og er það hverju orði sannara- Mint var einnig á það hjer í blaðinu, að í fyrri eldgos- um hjer á landi hafi náttúran sjálf oft ótrúlega fljótt grætt sárin eftir eyðilegginguna. Svo myndi enn verða. Þetta rættist fyrr en varði. Á laugardaginn fyrir páska gerði rok af austri, með þeim afleiðingum, að vikrinum og öskunni skóf burtu af stórum svæðum, en hlóðst ann- arsstaðar í skafla og dyngjur. Telja kunnugir að þessi eini stormdagur hafi minkað öskuna svo stórkostlega, að Inn- Hlíðin væri óþekkjanleg frá því er hún var eftir fyrsta gosdaginn. Þannig getur batinn haldið áfram. Vindar halda áfram að blása brott vikri og ösku. Og einhverntíma kemur regnið og hjálpar til að eyða öskunni og græða. Er því ekki að vita hvað gróandi náttúrunnar fær áorkað. ★ Og nú berast þau góðu tíðindi, að horfið sje frá niður- skurði. í þess stað verði hafist handa um víðtækt björg- unarstarf. Sauðfjenaður verður fluttur brott, ekki til slátrunar eins og til stóð, heldur til fóðrunar og lífs. Þessi tíðindi munu áreiðanlega vekja fögnuð almennings. Á öðrum stað í blaðinu er skýrt nánar frá þeim ráð- stöfunum, sem ráðgerðar eru til bjargar sauðfjenaðinum í Fljótshlíð. Þar segir m. a., að Fljótshlíðingar fái skóg- r æktargirðinguna á Þórsmörk til afnota sem afrjettarland r.æsta sumar- Nú er fullyrt, að garnaveiki sje í fje í Fljótshlíð. Ekki er vitað, að þessarar illkynjuðu fjárpestar hafi orðið vart í fje austan stórvatnanna, Markarfljóts og Þverár. Verði nú horfið að því ráði, að nota Þórsmörk sem afrjett fyrir hið sýkta fje Fljótshlíðinga, er þá ekki fje þeirra Eyfell- inga undirlagt? Þetta þarf vissulega að athuga, því að ekki væri hyggilegt að stuðla beinlínis að útbreiðslu þess- arar fjárpestar. Nóg er samt. ÚR DAGLEGA LÍFINU Við Heklurætur. HUNDRUÐUM saman haía menn lagt leið sína til Heklu, eða nágrennis hennar til að sjá undrin, sem þar eru að ger- ast. — Og það hefir líka verið veðrið til þess. — Flestir munu hafa farið í Þjórsárdalinn, eða austur á Land, enda er það fyr- irhafnarminst og tiUölúlega fljótfarið. en í björtu veðri sjest vel til Heklu. — Aði.'ir hafa lagt á sig erfitt ferðalag til að sjá rer.nandi hraunið koma niður fjallshlíðarnar. — Og hvorn kostinn, sem menn hafa valið má teija víst, að eng inn hafi orðið fyrir vonbrjgð- um, eða talið eftir sjer sporin. • Fantasía. ÞAÐ ERU undarlegar hugs- anir,. sem grípa menn er þeir standa við glóandi hraunjaðar- inn og horfa á það velta fram, skoða hinar furðulegu mynd- anir, sem í því verða, anda að sjer reykjarsvælunni, sem er einna líkust reykjarlykt í jái'n smiðju. horfa á stóreflis björg velta fram af hrauninu og leka niður, eins og brauðdeig. — Eða horfa upp eftir Hekluhlíð- um eftir að skyggja er að kvöldlagi og sjá glóandi htaun elfuna og eldfossinn steypast fram af hamrasyllu. — Þeir, sem hafa sjeð kvik- mynd Disneys, Fantasía, dett- ur hún 1 hug. Sköpun jarðarinnar. OG ÞEIR, sem hafa ríkt í- myndunarafl láta sjer vafa- laust koma í hug, að þeir sjeu horfnir þúsundir alda aftur í tímann og þeir sjeu raunveru- lega að horfa á sköpun jarð- arinnar. ■— Þeir geta búist við að sjá ísaldardýr á næstu grös um, -— ránfugla með stálklær, dinosaurusa. bromtosaurusa eða hvað þau nú hjetu þessar risaskepnur, með langan háls og hala, en pínulítinn haus. En svo vakna menn af slík- um draumum við hlátrasköll blómlegra ungmeyja með lit- aðar varir og permanent í háii, reykjandi Camel á 25 aura stk.. eða sötrandi Cóladrykk, í síð- buxum og úlpu frá Saks á Fifth- Avenue í New York. Þar með er draumurinn bú- inn og ferðalangurinn gerir sjer Ijóst, að hann er staddur við Heklu gömlu á miðri tutt- ugusju öldinni, aðeins 5 tíma ferð í jeppa og hálfs annars tíma gang — frá hinni svoköll- uðu siðmenningu. • Þetta þurfa allir að sjá. HAMFARIRNAR í Heklu þurfa allir að sjá og eiga ahir að sjá, sem með nokkru móti geta komist. — Skólarnir eiga að efna til hópferða með nem- endum sínum, fjelög að gang- ast fyrir Henluferðum og yfir- leitt gefa sem flestum tæki- færi til að komast í samband við Heklugosið. — Vonandi kemur slíkt tækifæri ekki fyr- ir þá kynslóð, sem nú byggir þetta land, að sjá aftur Heklu i hamförum eða nokkuð annað eldfjall. En þeir sem fara til að sjá Keklu verða að gæta sín, sjer- síaklega fyrir því, að koma ekki fram eins og ruddamenni, sem ekki taka tillr; til neins nema sjálfs síns. — En það hef- ir því mjður komið fvrir. — • Áníðsla. HVAÐ ætli reykvísk hús- móðir eða húsbóndi myndi segja. ef í íbúð þeirra væri stöðugur straumur af bráðó - kunnugu fólki, sem berði að dyrum á hvaða tíma sólar- hringsins sem er og bæði um að selja sjer mólkurglas, kaffi eða mat og sumir færu meira að segja fram á, að liggja á stofugólfinu í svefnpok.?.. Ætli menn yrðu lengi að kai.'a á lögregluna og láta hirða frið- arspillana. En það er nú einmitt þetta, sem kemur fyrir á 1j verj um degi á bæjunum umhverfis Heklu. — Það er stöðugur straumur af fólki. sem níðist á gestrisni sveitafólksins. „Ekkert að hafa fyrir því“. ,,ÞAÐ þarf ekkert að hafa fyrir okkur“, segja pessir skemtiferðalangar er þeir korr.a á bæina. — „Bara ef við fáum. kaffisopa, eða mjólkurglas og svo þætti okkur vænt um, að fá að liggja einhversstaðar und ir þaki í nótt“. Það eru fáir bændur upp til afdala þanníg staddir, að þeir geti tekið á móti gestum. Á fá- um bæjum er fleira fólk, en nauðsynlegt er til að halda bú- inu við, og varla það. Aðdrætt- ir allir eru erfiðir hvað mat- föng snertir. — Sykur er enn- þá skamtaður hjer í landi. Og svo þarf ekkert að hafa fyrir þessu fólki. að það held- ur. — Það er það minsta, sem hægt er að ætlast til af íerðufólki, að það búi sig þannig út með mat og annað, sem það þarfn- ast, að það leggist ekki upp á bæi. Það ætti að vera vanda- laust. Fólkið á gossvæðinu heíir hefir nógar áhyggjur, þótt því sje ekki gert erfiðara fyrir með þarflausum gestagangi. • SafnaS kröftum. EINKENNILEGT er hvernig við höldum páskahátíðina hátíðlega hjer á landi. — Það má ekki heyrast stuna nje hóst.i og helst ekki vinna handtak frá því á skírdag þar til á þriðju- dag eftir páska. — í útvarp eru ekki leikin nema hallelúja- verk og skemtistaðir allir eru harðlæstir þangað til á annan í páskum. — Þá er öllu slept lausu. — Það er eins og mern hafi verið að safna kröftum til að. geta slegið sjer út á annan í páskum. — Þá byrja böllin og jazzinn í útvarpinu. -— Það er meira að segja gef- in góð uppbót á hallelúja-lög- unum með því að leika dans- lög til kl. 2 e. m. Afleiðingin verður svo sú, að eftir fimm daga frí mæta marg ir alls ekki til vinnu, eða þeir eru ekki hálfir menn til starfa vegna ,,timburmanna“, eða fótabreytu eftir allan dansinn síðasta frídaginn. — Ætli það væri ekki betra minna og jafnara, eins og gamla fólkið sagði. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . j -- — —.—---+ Leiðangur Byrds fil Suður heimskaufsins LEIÐANGUR Byrds flotafor ingja til Suður-heimsskautsins varð að snúa aftur til Banda- ríkjanna nokkru fyr en gert var ráð fyrir, þar sem nokkur hætta var á því, að sk;p leiðangurs • manna frysu inni. Leiðangur- inn, en í honum voru 197 menn, lagði af stað til Bandaivkjanna 23. febrúar, eftir árangursrika og mjög athyglisverða för. Útbúnaður skilinn eftir. Mikið af farangri leiðangurs manna var skilinn eftir. Eftir urðu meðal annars sex flug- vjelar, mikið af matvælabirgð um og snævi þakin tjöld. Á að- albækistöð Byrds sjálfá, sem var stór skúr, sem komið hafði verið fyrir á skíðum, var skil- inn eftir miði, sem á var ritað: „Þetta hefur verið friðsamur staður. Hann á betra skilið en að verða fyrir eyðileggingu. Að öðru leyti er yður velkomið að hagnýta yður það, sem hjer er“. Nokkuð háði það leiðangrin- um, að ísinn var verri viður- eignar en hann hafði nokkru sinni verið í skráðri sögu Suð- ur-pólsins. Flotadeild leiðang- ursins hafði því ekki getað lok- ið nær öllum störfum sínum. Ein fjugvjel leiðangursins haiði hrapað til jarðar og þrír menn látið lífið, tvær aðrar höfðu fall ið í sjóinn. Kafbátur, sem var með ieið- angrinum, reyndist ónothæfur í ísnum og var sendur heim. En þrátt fyrir óhöpp sem þessi, sögðu leiðtogar leiðangurs- manna, að leiðangurinn hefði kent mönnum, hvaða erfiðleika þyrfti að yfirstíga á heims- skautasvæðunum. Góðuv árangur. Leiðangursmenn höfðu meðal annars kortlagt úr lofti 300,000 fermílur, þar á meðal 3,000 mílna strandlengju. Fundist höfðu níu fjallgarðar alt að því 15,000 feta háir, nýir flóar, eyj- ar, jöklar, hásljettur, cldfjöll og stórt, snjólaust landsvæði með heitum stöðuvötnum. — Á þessum stað er búist við að finnist kol í jörðu. Enda þótt lítið hafi enn verið látið uppi um heildarárangur Byrd leiðangursins, bendir þó alt til þess, að Suður heims- skautið, þar sem níu þjóðir hafa gert kröfur til landa, sje vel þess virði, að það sje kannað. Fimm giiHjén kindur kunna al hafa farisf LONDON: Nokkrir sjerfræð- ingar í sauðfjárrækt halda því nú fram, að 5,000,000 kindur kunni að hafa farist í ofviðrum þeim, sem gengu yfir Bretland fyrir skömmu síðan. í Norð- vestur Skotlandi er gert ráð fyrir að 15% af sauðfj hafi farist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.