Morgunblaðið - 09.04.1947, Page 14

Morgunblaðið - 09.04.1947, Page 14
u MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. apríl 1947, Á HEIMILI ANNARAR a erLar t Æfintýrið um IVÍóða Manga Eftir BEAU BLACKHAM. 5. *!! 30. dagur „Ekki veit jeg það heldur“, sagði Richard. „Nú er framorð ið. Það væri rjettast fyrir okk ur að ganga til náða“. Þá sagði Tim alt í einu: „Það er rjett sem Webb sagði um Alice. Það er að segja um hug minn til hennar. En það er alt heiðarlegt, þú veist það. Jeg á við að------------“. „Já, jeg veit það Tim“. En Tim fanst hann þurfa að segja meira. honum fanst hann þurfa að ljetta á hjarta sínu: „Jeg hefi altaf verið bálskotinn í henni. En hún veit ekkert um það. Hún mundi hafa orðið reið ef hún hefði vitað það“. Richard sagði: „Já, við skul- um sleppa þessu, Tim“. Tim sagði: „En hún hefði aldrei getað unnið Jack mein. Hún er svo góð — og jeg hefi verið vitlaus eftir henni, en það býðir ekki — jeg á við — mjer þykir alveg eins vænt um þig. En--------- Richard greip fram í: „Þetta er alt í lagi, Tim. Reyndu að gleyma þessu. Það verður alt í lagi þegar morgundaginn líð- ur“. Hann sneri sjer að Sam: „Þú . verður hjer auðvitað í nótt. . Jeg sagði Barton að búa um þig í næsta herbergi við Tim og leggja þar inn náttföt handa þjer og rakáhöld'*. Svo gekk hann frá glóðinni á arninum eins og vant var á hverju kvöJdi og fíðan gengu þau Ji 11 fram í anddyrið. Sam tók annari hendi á hand riðshúninn og hjelt um hann á moðan hann sagði eitthvað við Richard. Myra horfði á þeíra og var sem á nálum: Skyldi húnninn nú láta undan? En svo slepti Sam og gekk upp í stigann. Sem betur fór vissi hann ekki hvað í húninum var geymt. Frá stigaskörinni lá Iangur víður gangur. Angan af blómum lagði á móti þeim og minti á að Alice var komin heim og sat nú í hlýju og nota- legu herbergi umvafin blóm- um. Og ósjálfrátt fan=t beim öllum að þau yrði að lækka málróminn. En Myru gafst ekk ert tækifæri til þess að +ala eir.slega við Tim og ekki við Richard heldur. Hann gekk fram hjá herbergi sínu með þeim Sam og Tim. „Jeg ætla að vísa þjer á her bergið“, sagði hann við Sam þótt Sam vissi ósköp vel hvar það var. Tim kysti systur sina á kinn ina áður en hún fór inn í her- bergi sitt. Sam rjetti henni höndina og kreisti hönd henn- ar óþarflega fast. Richard sagði: „Góða nótt, Myra. Vertu alveg óhrædd'*. Hann var þreytulegur og leit varla á hana. Hún lokaði hurðinni á eftir sjer. Ljós var inni og rúmið hennar upp búið. Henni va;ð litið á höndina á sjer. Það var enn mold undir nöglunum og moldardrefjar við naglaræturn ar. Sam hafði auðvitað tekið eftir þessu. En það gerði ekk- ert til. Þetta voru aðeins smá- munir. Hún heyrði ekki fótatak Ric- harrk? er hann gekk fram hjá aftur. Hún stóð við opinn glugg ann og horfði út. Hvað átti hún að gera við- víkjandi byssunni? Mundi ekki sá, sem faldi hana þarna halda að hún væri í öruggum stað? Hún hafði nú verið geymd þarna í nær tvö ár, þrátt fyrir nákvæma lög- regluleit. Var því nokkur á— stæða fyrir þann sem falið hafði, að flytja hana þaðan" F.yrir skömmu hafði hún haldið að felustaðurinn mundi koma upp um ódæðismanninn. Nú sýndist henni þao harla ólíklegt. Hvað mundi Sam hafa gert í hennar sporum? Hann mundi hafa útbásúnerað það, að nauðsynlegt væri að finna byssuna. Og það hafði hann nú raunar þegar gert. Og hvað svo næst? Mundi hann hafa hald- ið vörð um handriðasúluna? Mundi hann hafa legið á gægj- um í einhverju herberginu, dag og nótt, til þess að vita hvað skeði? Gat hún gert það? Það virtist hálf hjákátlegt að liggja þannig í leyni og gá að því hverjir gongi um ganginn eða kæmi mður stigann. Og litlar I’kur sýndust til þess að það mundi bera neinn árangur. En hvað svo — ef einhver skyldi koma og læðast á tán- um að húninum og taka byss- una — hvað átti hún þá að gera? Eitt var víst: Ekki mátti hún fara á hnotskóg fyr en kyrð væri komin á og engin hætta á því að hún rækist á neinn, sem færi að spyrja. Hún afklæddi sig og kastaði yfir sig rauðum morgunslopp. Rautt fer þjer vel, hafði Alice sagt. Hún slökti Ijósið og hallað- ist svo aftur út í gluggann. Nú var himininn orðinn alskýjað- ur og það sást hvorki móta fyr- ir veröndinni nje grasílötinni. Hvergi lagði ljós út um glugga. Það var eins og allir væiu í fasta svefni. Hún var þarna góðu stund og hugsaði um hvað hún ætti að gera. Þá heyrði hún fótatak á ver- öndinni. Það var ekki neír.um blöðum um það að fletta að þar var einhver á ferð. Svo hætti fótatakið og alt var hljótt um stund. Hún var far- in að halda að sjer heiði mis- heyrst og að enginn væri þar á fgrð niðri í myrkrinu. Hvtr gæti líka verið að læðast þarna? Svo heyrði hún að einhver kallaði í lágum en skrækum rómi. Aftur varð þögn. Þá hey^-i hún kallað aftur. Og rjett á eftir heyrði hún hljóð- skraf. Orðin sveimuðu í myrkr inu og hún heyrði ekki nema eitt og eitt: „Komdu niður .... komdu niður .... komdu nið- ur . . . tala við mig“. Síðan varð alt hljótt, hvorki hljóðskraf nje fótatak nje heid ur neitt ýskur í glugga nje hurð. Hún hleraði en heyrði okk- ert nema sinn eigin hjartsiátt. Hver hafði talað? Og úr hvaða glugga var svarað? Richards? Alice? Corneliu? Öll sneru svefnherbergin gluggum í þessa átt. Hún þekt.i ekki röddina, það var aðeins hvísl og ekki hægt að greina raddblæ. Og hún gat ekki heldur gert sjer grein fyr- ir því hvort sá sem hvíslaði, var rjett undir glugga hennar eða lengra burtu. Alt var nú hljótt. Hvergi heyrðist opnuð hurð og ekkert fótatak nje þrusk á ganginum. Gat þetta hafa verið mis- heyrn? Nei, hún var viss um að svo var ekki. Hver hafði nú verið að vekja upp? Hvað vildi hann? Lengi stóð hún þarna og hler aði til þess að vita hvort hún heyrði ekki meira. Hún vissi ekkert hvað tímanum leið. Að lokum gekk hún fram að dyr- um og fálmaði í myrkrinu efc ir hurðarhandfanginu. Hver kom hingað eins og þjófur að nóttu til þessa húss, sem geymdi leyndardóm um morð? Hún tók hægt í handfangið svo að ekki skyldi heyrast neitt í þegar hún opnaði. Hún hler- aði en alt var kyrt í húsinu. Enginn var í anddyrinu og þar loguðu aðeins náttlampar. Sloppurinn hennar straukst við vegginn og henni fanst verða af því mikill hávaði. Svo laumaðist hún niður stigann, og tók upp um sig sloppinn svo að hann skyldi ekki dragast. við stigaþrepin. Hún kom að handriðssúlunni. Gegnt henni var iesstofan opin og myrkt þar inni, nema hvað daufa glætu af aringlóð- inni .lagði á gólfið. Hún lók á súluhúninum og hleraði. Alt var kyrt. Þá tók hún báðum höndum um húninn og kipti hor.um upp úr grópinu. Það marraði ofur- Mtið í um leið. Hún greip neð annari hendi niður í leynihólí- ið. Marghleypan var horfin. Myra þreifaði og þreifaði en þar var engin byssa. Hún setti húninn á sinn stað aftur. Og þá sá hún nokkuð, sem hún hafði ekki tekið eítir fvr. Þvert yfir anddyrið lagði ljósgeisla. Hann kom frá dyr- um setustofunnar, smaug út með hurðinni og þvert yfir gólf ið. — Hún heyrði nú eitt.hvert þrusk þar inni, en síðan varð alt hljótt aftur. Hún hjelt niðri í sjer andanum. Atti hún að laumast að dyrunum? Eða ácti hún að fara rakleitt þangað og opna þær? En svo að segja á sömu stundu var þögnin rofin. Hún heyrði dálítinn smell, eins og þegar málmur slæst við málm, og svo kuldahlátur, tryllings- legan kuldahlátur. Svo heyrði hún mikið þrusk og óm af mannamáli, síðan ofurlítinn dynk, eins og eitthvað hefði dottið, og í sama bili var hurð- inni hrundið upp. Reikningshald & endurskoðun ^JJjartar jPjetur&ion, dand. oecon. Mjóstræti 6 — Sími 3028 ar Aumingja Móði Mangi hjekk eins og ormur á öngli í stáltauginni, en þó hann legði eyrun við, gat hann ekki heyrt hvað þcir högðu. En nokkrum mínútum seinna sagði Loftur hárri röddu: — Við höfum ákveðið að hegna þjer fyrir ókurteisina, óvingjarnlega járnbrautarlest. Veistu, hvað við ætlum að gera við þig? — Nei, sagði Mangi kvíðafullur, hva-hvað? — Við ætlum, sagði Loftur grimmdarlega ... að fleygja þjer beint niður á jörðina. — Fleygja mjer niður! Ó, ekki gera það! þrábað Móði Mangi. Jeg dauðsje eftir öllu saman — svei mjer þá. Það er orðið nokkuð seint að sjá eftir þessu, er það ekki? sagði Loftur, og hinir loftvarnabelgirnir sögðu: — Já, það er allt of seint núna, járnbrautarlest. Þú hefðir átt að muna eftir því, áður en þú varst svona ó- kurteis og harðbrjósta! Eyjan Arango Örande und- an Guineu-ströndum ber með rjettu nafnið „Kvenna-eyjan“. Hún er stærst af hinum 30 eyj um, þar sem Bijo-ættbálkurinn býr. Konurnar biðja sjer þar sjálfar manns, og gera það á þann hátt, að setja hrísgrjóna- rjett fyrir utan dyrnar hjá ó- lofuðum manni. Ef hann borð- ar hrísgrjónin, hefir hann tek- ið bónorði þeirra. Ef konan verður svo leið á manni sínum, hendir hún aðeins öllum eigum hans út úr kofanum. Hann verð ur að flytja og getur aðeins beð ið í voninni um að einhver önn ur beiti fyrir hann hrísgrjóna- agninu. — Hverng litist ykkur á, stúlkur, að hafa það þannig hjer? ★ — Hjerna eru 10 krónur, sem jeg skulda þjer. — Þú skuldar mjer ekki neitt. — Jú, ef þú lánar mjer 20 krónur, skulda jeg þjer 10. ★ — Þegar kona talar við þig brostu þá til hennar, en hlust- aðu ekkert á það sem hún er að segja. Ró fanganna má ekki spilla. Fangahússtjórnin í Sidney í Astralíu hefir skipað svo fyrir að fangaverðirnir verði að ganga í skóm með gúmmíbotn um, er þeir fara í eftirlitsferðir um fangelsið á nóttunni til þess að trufla ekki næturfrið fang- anna. ★ ,,Drauga-hópurinn“. Þrjár stúlkur hafa síðasta ár ið starfað í Scotland Yard und- ir nafninu „drauga-hópurinn“ Þær hafa það hlutv. að leggja lag sitt við þjófa eða ræningja, 'með það fyrir augum að koma upp um þá síðar. iV Eftirfarandi brjef var eitt sinn sent til „Spurningar og svör“ blaðs nokkurs: „Góða Heimilisblað. Þú, sem svarar öllu svo greitt og vel. Geturðu ekki kent mjer ráð til þess að fá spjekoppa. — Með fyrirfram ástarþakklæti. Þín Stína.“ Það stóð ekki á svari blaðs- ins. Það var svona: „Drekkið súrmjólk með strái“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.