Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: AÐ HORFA A HRAUN RENNA Hvass suðaustan. — Rigning með köflum. Miðvikudagur 9. apríl 1947 Vikur og öskufallið í FljótshlíS Hluti af túninu á Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Sje: t greinilega á myndinni hvernig alt er hulið vkri og ösku kringum bæinn og upp eftir hlíð fjallsins. Myndin var tekin í fyrradag. — Grein um ferðalagið í Fljótshlíð á blaðsíðu 7. Allir Bandaríkjahermenn farnir frá Islandi KLUKKAN 21,17 í gærkveldi vorú síðustu Bandaríkjaher- mennirnir, sem dvalist hafa hjer á landi lagðir af stað til föður- lands síns. — Klukkan 15 í gær kom ameríska herflutningaskip- ið Edmund B. Alexander til Keflavíkur. Voru hermennirnir fluttir út í skipið með m.b. Fanney, og klukkan 20 var skipið ferðbúið og lagði af stað áleiðis til Bandaríkjanna — Með nokkrum hermannanna fóru íslenskar konur þeirra, en alls fór hjeðan með skipinu 361 maður. Eftir voru 20 hermenn, en þeir lögðu af stað til Bandaríkjanna með flugvjel kl. 21,17. <S> --------------------------- Áma frá Múla minst á Alþingi ALÞINGI kom saman í gær eftir páskaleyfið. Jón Pálma- son, forseti sameinaðs Alþingis minntist andláts Árna Jónsson- ar frá Múla, fyrrverandi al- þingismanns. Árni sat tvívegis á Alþingi. í fyrra skiptið 1924—27 (2. þm. N.-Mýlinga) og í síðara skiptið 1937—42 (landskjörinn þm.). Alþingismenn vottuðu minn- ingu hins látna virðingu sína með því að rísa úr sætum. Togarafjelag stofnað í Styfckishólmi Stykkishólmi, þriðjudag. Frá frjettaritara vorum. FUNDUR var haldinn til stofnunar togarafjelags í Stykk ishólmi miðvikudaginn 2. april s.l. Samþykt voru lög fyrir íje- lagið, og var því valið nafnið „Búðarnes h.f.“. Bráðabirgða- stjórn var kosin, og hlutu kosn- ingu: Sigurður Ágústsson, Krist ján Bjartmars, Sigurður Stein- þórsson, Jóhann Rafnsson og Haraldur Ágústsson. í vara- stjórn voru kosnir: Kristmann Jóhannesson og Ólafur Einars- son. Stjórninni var falið að ganga frá kaupum á togaranum Viðey, sem fjelaginu hefur boð ist til kaups. Eldur í m.b. Freyfaxa Maður meðvitundar- laus vegna reykjar- svælu. SLÖKKVILIÐIÐ var nokkr- um sinnum kvatt á vettvang um hátíðarnar, en aldrei var þó um neinn verulegan bruna að ræða. Klukkan langt gengin fjögur aðfaranótt annars páskadags var slökkviliðið kvatt að vjei- bátnum Freyfaxa frá Neskaup- stað, en hann lá við Ægisgarð. Hafði eldur komið upp í eld- húsi bátsins og læst sig þaðan niður í káetuna. Slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva eld- inn, en skemdir urðu talsverð- ar. í káetunni svaf maður, sera orðinn var meðvitundariaus vegna reykjarsvælu. Var hann fluttur í Landsspítalann, og varð hann brátt lífgaður. Um eittleytið í gærdag kom upp eldur í bragga við Háloga- land. Var verið að innrjetta hann til íbúðar. Slökkviliðinu tókst brátt að vinna bug á eld- inum, en mest alt var þá brunn ið innan úr bragganum. Rjett fyrir fjögur á föstudag- inn langa var slökkviliðið kvatt til þess að slökkva eld, sem komið hafði upp í bragga á Reykjavíkurflugvelli. Bragginn brann að mestu, en ekkert fjc - mætt var þar geymt. Klukkan hálfníu á föstudags- kvöldið var slökkviliðið kvatt að Veghúsastíg 3, en þar hafði eldur komið upp í einu her- bergi. Búið var að slökkva eld- inn, er slökkviliðið kom. Kvikn að hafði í út frá rafmagns- lampa. Skemdir urðt. litlar. 21,329 smálestir. Skipið, sem flutti hermenn- ina, er 21,329 brúttósmálestir að stærð. Skipið var eitt að bestu farþegaskipum Bandaríkj anna, smíðað í Belfast 1905. Á stríðsárunum var skipið notað til flutninga milli Evrópu og Bándaríkjanna, en var síðan breytt til flutninga á konum og börnum Bandaríkjahermanna. Hefir skipið reynst mjög • vel til þeirra nota, og getur það flutt 700 fullorðna og 200 börn. Flutti fyrstu hermennina hingað. Skipstjórinn á Edmund B. Alexander heitir E. T. Cline. Hann var áður skipstjóri á „American Legion", en það skip kom með fyrstu Bandaríkja hermennina hingað til lands 1941. Og svo einkennilega vill til, að þessi sami maður stjórn- ar skipinu, sepi flytur brott síð- ustu Bandaríkjahermennina hjeðan. Sá Gullfoss í Kiel. Með skipinu var einnig capt. Wilhelm Johnsen, sem fæddur er í Þórshöfn í Færeyjum. Hann kom hingað til lands í septem- ber 1941 og dvaldist hjer í rúm- an mánuð. Skömmu eftir styrj- aldarlok fór hann til Kiel, og eitt af því fyrsta, sem hann sá þar, var bláhvítur reykháfur, og þar í borg reyndist „Gull- foss“ gamli geymdur. Johnsen harmaði það að geta ekki haft hjer lengri viðdvöl, en bað að heilsa öllum kunningum sínum hjer, einkum, starfsmönnum við Reykjavíkurhöfn og þá ekki síst Sigurði Pjeturssyni, starfs- manni hjá Eimskip. 20 með flugvjel. Er herflutningaskipið var farið voru eftir 20 hermenn, en þeir fóru með C-54 flugvjel frá Keflavíkurflugvelli, og var hún komin á loft kl. 21,17. Samkvæmt samkomulagi. í flugvallarsamningnum var svó tilskilið, að allir Banda- ríkjahermenn skyldu farnir hjeðan af landi 5. apríl. En vegna þess, að herflutninga- skipinu seinkaði gat það ekki orðið. Af hálfu íslensku ríkis- stjórnarinnar var þessi ástæða tekin til greina, en það skil- yrði sett, að hermennirnir færu ekki út fyrir stöðvarnar á Kefla víkurflugvelli. Matvælaásfandið veldur auknum erfiðleikum í Þýskalandi Berlín í gærkveldi. SAMKVÆMT upplýsingum þýskrar frjettastofu, hefir dr. Hans Schlange-Schoeningen, yfirmaður matvælaeftirlits- nefndarinnar á bresk-banda- ríska hernámssvæðinu, tjáð blaðamönnum, að matvæla- ástandið í Þýskalandi sje nú orðið svo slæmt, að svo kunni að fara, að Þjóðverjar missi stjórn á skapsmunum sínum og grípi til einhverra örþrifaráða. Schlange-Schoeningen bætti því við, að megnið af matvæl- um Þjóðverja yrði að flytjast erlendis frá, og að hvorki hann nje starfsbræður sínir gætu að því gert, þótt kornsendingar kæmu ekki, því þeir hefðu eng- in áhrif á ákvarðanir banda- inanna um matvælainnflutning. SS-sveifirnar voru „ríki í ríkinu" Frankfurt í gærkveldi. í RÆÐU, sem James Mc- Haney, ákærandi Bandaríkja- manna í Nurnberg, flutti í dag, er rjettarhöld hófust í máli Oswald Pohl SS-hershöfðingja, sagði hann meðal annars, að nú væri í fyrsta sinn verið að taka fyrir mál manna, sem, sem leiðtogar SS-stofnunarinnar, hefðu tilheyrt hreyfingu, sem alþjóðadómstólar hefðu dæmt glæpsamlegar. Hann sagði, að SS-hreyfingin hefði í raun og veru verið ríki í ríkinu. Pohl var skipaður yfirmaður fjárhagsdeildar SS-sveitanna 20. apríl 1939. — Reuter. — Blaðsíða 9. Margir á skíðum um páskana MIKILL fjöldi Reykvíki inga naut páskasólarinnar á fjöllum. Þjettskipað í .öllum skíðaskálum yfir hátíðina, og! auk þess fóru mjög margii’ á skíði dag og dag, þótt ekkl dveldust þeir næturlangt í skíðaskálanum. Annars munu Heklueldar hafa dregið nokk uð úr skíðaferðum, en til Heklu fór daglega mikill fjöldi manna hjeðan úr bæn-< um. Skíðafærið mátti heita allgott. Tveir menn munu hafa fótbrotnað, annar við Skíðaskálann, en hinn við Kolviðarhól. Voru þeir fluttir til bæjarins í sjúkrabifreið- um. Um önnur veruleg meiðslf er blaðinu ekki kunnugt. —* Á föstudaginn langa flutti sjera Sveinn Víkingur messu að Kolviðarhóli, en sjera Ja- kob Jónsson í Skíðaskálanum, á páskadagsmorgun. Var margt fólk viðstatt þessar, guðsþjónustur. I Afmælisfagnaður Hvafar á laugardag SJÁLFSTÆÐISKVENNA-. FJELAGIÐ Hvöt heldur af- mælisfagnað sinn í Sjálfstæðj ishúsinu laugardaginn 12, apríl og hefst hófið með sam- eiginlegu borðhaldi kl. 7,30, Verða þar fluttar ræður, sung ið og dansað. Að þessu sinnii geta konurnar boðið mönnum; sínum með sjer, en það ei' annars ekki venja á skemt- unum Hvatar, að karlmenn fái þar inngöngu. Ýmg skemtiatriði verða á hófinu. Það þarf ekki að efa a$ þetta verður skemtilegt hóf, því Hvatarkonur munu und- irbúa það vel, eins og annað, sem þær taka sjer fyrir hend ur. Er þess og vænst að Hvati arkonur fjöimenni á hófið til þess að gera afmælishátíðina, sem allra glæsilegasta. Alþingi tók aflur fil starfa í gær ÞRJÚ stjórnarfrumvörp voru tekin til umræðu í gær, á fyrsta þingfundinum eftir páskaleyf- ið. í Nd. var frv. um inngöngu íslands í Bernarsambandið til 1. umr. Eysteinn Jónsson mennta- málaráðherra fylgdi því úr hlaði með nokkrum orðum. Fleiri tóku ekki til máls og var frv. vísað samhljóða til 2. umr. og menntamálanefndar. í Ed. voru frumvörpin urrí breytingar á lögum um flug- velli (stofnun flugráðsins) og um innkaupastofnun ríkisins til 1. umr., og fóru umræðulaust til 2. umr. og nefrrtia. Búnaðarmálasjóðurinn var nú loks afgr. til Nd. með 8:4 at- kvæðum. Fær nú Nd. þetta mikla deilu mál til meðferðar, en hún hefir áður vísað frá frumvarpi svip- aðs efnis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.