Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 7
Mjðvikudpgur 9, npjiíl 1947 ^OpGU.^BLAÍ)^ 7 INN-FLJÓTSHLÍÐIN ER ILLA FARIN Effir ívar GuSmundssen r:aB«c3CTac325 r jsl r: ÞEGAR GRASIÐ OG GRÓÐ TJRIN'N hverfur á túnum og engjum íslenska sveitabóndans þá hefur hann tapað öllu og það þarf mikið þrek til að gefast ekki upp, missa kjark- jnn og leggja árar í bát, þegar Blíkt óián dynur yfir blóm- Jega sveit. En það var einmitt þetta, sem Innhlíðingar í Fljóts hlíð máttu reyna fyrra laugar- dag er Hekla gaus og sendi kol- svartan byl af ösku og vikri yfir hiíðina fögru, sem frægust hefur orðið allra hlíða í íslenzkri sagnaritun af orðum Gunnars á Illíðarenda. „Fögur er Hlíðin“, sagði Gunn ar og sömu oi'ð hafa verið end- urtekin kvnslóð eftir kynslóð, en þeir sem fara um hina fyrr svo íblómleg'U HijótsMíð segja nú „fögur var Hlíðin“. Alauð á tveimur klukkustund- um. A tveimur klukkustundum eyðilagði vikur- og öskubylur- inn það, sem kynslóðirnar frá íslandsbyggð hafa verið að byggja upp. Túnin voru þakin 10 sentimetra vikur og öskulagi. Svo langt, sem augað eygði frá Illíðarenda og innúr var ekk- ert að sjá nema sandeyðimörk. Bæirnir stóðu eins og hólmar í sandauðninni og aleyðunni. Rykið fylti vit manna og inni Var alt þakið öskusandi, sem smaug í gegn, hvar, sem smuga var. Hinir tæru bergvatnslækir, sem fyr skoppuðu niður hlíðarn- ar til yndis og augnagamans fyr ir vegfarendur og nytja fyrir bú andlið velta nú fram kolmó- rauðir og ferlegir. Þeir bera með sjer vikursandinn og öskuna og sumir fyltu brátt farvegi sína og flæddu yfir engjar og tún. Sumstaðar var hætta á, að þeir flæddu inn í bæinn og bænd- ur og búalið gripu rekur til að reyna að bjarga því, sem bjarg- að varð, ræsa fram farvegi vatnsins og byggja flóðgarða. Vonin vaknor á ný. Það er ömurleg sjón að koma í Fljótshlíðina þessa dag- ana og sjá þá eyðileggingu, sem þar hefur orðið. Henni verður ekki með orðum lýst og hana skilur enginn, nema sem sjer með eigin augum. Jafnvel bænd urnir í Úthlíðinni, scm að mestu losnuðu við vikurbylinn trúðu ekki fyr en þeir sáu það, hvern- .ig umhorfs var í Innhlíðinni. Það er hjer, sem Hekla hefir valdið tjóni. Hjer sjást hinar alvarlegu afleiðingar eldgossins fyrst. Það er ekkert undarlegt þótt örvænting hafi í fyrstu gripið bændur á þessum slóðum og að þeir hafa talað um niðurskurð á búfje sínu og að flýja býli sín. En nú dettur þeim ekki lengur neitt slíkt í hug. Von- in hefir vaknað á ný um að Inn-Hlíðin verði einhverntíma byggileg aftur því á 'augardag- En hændur eru vongóðir eftir að þeir fóru aftur að sjá á grasið Bæjarlækjargilið við Eyvindar-Múla í Fljótshlíð og hluti af túninu hulið vikri og ösku. Að sjá í j)vottasnúrurnar sjest flóðgarðurinn, sem vcrið var að hlaða í fyrradag lil að varna því að lækurinn flæddi yfir túnið og jafnvcl inn í bæínn. Milli þvottasnúrustauranna sjest hvar læk- urinn hafði brotið sjer farveg áður en flóðgarðurinn var hlaðinn. in.il var gerði hvassviðri og vik- urinn og askan fauk af á stöku stað, svo hjer og þar má nú grilla í grasbala. „Það er öðruvísi um að lítast nú, eftir að við erum aftur farn- ir að sjá blessað grasið“, sagði bóndi við mig í fyrradag. En fyrir ókunnuga er Inn-Hlíðin ennþá eyðimörk og það er ljóst, að það mun taka langan tíma að græða upp á ný, það land, sem horfið er undir hina svörtu ösku og vikursand sem hylur ennþá sljettur og bala og fjall- ið upp að efstu brún. Það sjer lítinn mun á hinu ræktaða landi og hinum kolsvörtu Þver- áraurum fyrir framan. Jafnvel Eyjafjallajökull er aftur orðinn hvítur af nýfölln- um snjó. Hann var fyrst eftir gosið kolsyartur, eins og landið í kring. Einnig }>að hefir glætt von Fljótshlíðinga og gefið þeim trú á. að enn geti alt orð- ið líkt og það var. HræSileg eyðilegging. Þegar við ókum austur Rang- ársanda á mánudaginn var und- ir skafheiðríkum himni og glampandi vorsól var tignarlegt að líta norður til liálendisins. Ilekla var hrein og tær og ó- sköp sakleysisleg að sjá. Það rauk gufa úr henni á nokkrum stöðum og hvít gufuský huldu blá toppinn. Við Breiðabólsstað var alt með feldu og ckkert ó- venjulegt að sjá er beygt var inn á Fljótshlíðárveginn. Það var eins og á öðrum góðviðrisdög- um að vorlagi. Það var fyrst þcgar komið var innundir Hlíð- arenda, að það fór að bera á einhverju óvenjulegu. Svartar sandskellur sáust hjer og þar á túnum og í stað malarinnar á vesinum fór að bera á fíngerð- um sandi. Og þetta fór versn- andi eftir því, sem innar dró. Bifrciðin fór að verða þyngri í akstri vegna vikursins á vegin- um. En það var ekki fyr en kom ið var innundir Hliðarendakot, að ástæða þótti til að nema stað ar og litast um. „Þetta er hræðileg eyðilegg- ing“, voru fyrstu orðin, sem heyrðust sögð upphátt. Það var cins og bærinn að Illíðarenda- koti væri hálfgrafinn í sandinn. ug innar var haldið, að Múla- koti. Þegar þangað kom var það fyrst, scm gáð var að, hvernig hinn frægi trjágarður Guðbjarg ar Þorleifsdóttur í Múlakoti væri útleikin. Trjen stóðu blað laus og bein og virtust ekki hat’a orðið fyrir neinu, en sjálfur jarð \ egurin í garðinum var á kafi í þjettum vikursandi. Það var þó von um hann‘ og okkur ljetti. A hlaðinu í Múlakoti stóð Ólafur Túbals bóndi og ræddi við aðkomumann. Er stigið var út úr bílnum sökk maður ökla- djúpt í lausan vikursandinn. Nokkur hæns voru að reyna að kroppa æti upp úr sandinum. Annars var hljótt og eyðilegt yfir og við bæinn. „Nú sjest þó gras". „Hjer er ljótt um að litast“, sagði jeg við Túbals, er við höfð um heilsast „Verra var það, 'blessaður vertu. Nú sjcr maður þó í gras, en það var þó ekki því láni að fagna fyrstu dagana eftir gosið“ Jeg ætlaði lengra innúr, því fregnir sögðu að ösku og vikurfalls gætti meira er innar kæmi. En Ólafur benti mjer á, að tilgangslaust væri að reyna að komast það á litlum fólksbíl og bauðst til að aka mjer í jeppanum sínum inn að Háamúla, en lengra væri erfitt að komast á bíl sökum foks og vikurfalls. En fyrst skoðuðum við nágrennið í Alúlakoti. Jarð ýta hafði verið þar að verki á iitlum bletti og hreinsað nokkuð til. En ef þar grær gras á kom- andi sumri þarf ekki að öfunda þá, sem eiga að slá það, því vikur er enn í rótinni og hætt við að oft þurfi að brýna, ef vcl á að bíta. Lækurinn stefndi á bæinn. Að Eyvindar-Múla voru karl- menn allir að vinnu við að hlaða flóðgarð fyrir ofan bæinn. Ðæj- arlækurinn ,valt niður fjallið kolmórauður og í miklum vexti. í farveginn hafði hann borið svo mikið af vikri og ösku ofan af fjallinu, að hætta var á að hann flæddi yfir túnið og jafnvel inn í bæ. Ekki veit jeg hvernig það hefir farið, en allir pokar, sem tiltækilegir voru höfðu ver- ið teknir f garðinn og var hann því æði skjöldóttur, því þar voru hvítir ljereftspokar og brúnir strigapokar. Nágrannam ir frá næstu bæjuin höfðu hjálp að til að hlaða garðinn með heimamönnum. Við dvöldum um stund við Eyvindar-Múla og Háamúla. Þar var alt á kafi í vikri og ösku, aðeins hafði blásið af þeim bölum er hæst stóðu. Vatnsieysið er verst. Vatnsleysið veldur Fljótshlíð- iugum mestum erfiðleikum í daglegu lífi, eins og er. Þeir fengu neysluvatn sitt úr lækj- unum í Iíliðinni, en nú er vatn- ið í þeim með öllu óhæft til drykkjar, eða matargerðar og allar rafstöðvar eru ónothæfar sökum framburðar í lækjunum. „Jeppinn sá arna kom að góðu liði núna“, sagði Túbals við mig á heimleiðinni. Jeg hefi verið á ferðinni síðan til að sækja vatn út í Illíð. Það má segja, að hann hafi bjargað okkur fyrsta dagin, því þá hamaðist jeg eins og mögulegt var við að ná í va'tn, og í rokinu á laugar- dag var fokið svo niikið, að jeg sá varla fram á vjelarhlíf- ina hjer framan á“. ■— Vatns- leysið er einnig erfitt vegna skepnanna. Ilestum hefir vrcr- ið komið fyrir hingað og þang- að í nærsveitunum, cn kýr erii enn heima og fjeð“. Fljóts- hlíðingar hafa reynt að hlevpa fjenu út úr húsum síðan að aftur fór að gr.illa í jörð, þar sem ekki er hægt að halda því inni vants lausu. En það er mikil hætta að hlevpa fjenu út því það jetur vikurinn, sem festist í maga þess og hætta er á að það drepist, eins og nú mun og vera komið á daginn. Á leiðinni út áð Múlakoti mættum við bónda úr sveitinni. Þeir.fóru að tala nni fjeð, hann og Túbals. „Jeg var altaf hrædd um um að fjeð sýktist, ef reynt yrði að beita því. Jeg hefi sjeð að ærnar berja sig mikið á mag- ann og' það bendir til að það sje kominn vikur í þær“, sagði bóndi. Það er sagt, að þegar sjeu ær farnar að drepast. „Ef mínar ær verða væikar drcp jeg þær, heldur en að horfa upp á þær kveljast. Það get jeg ekki sjeð“, sagði bóndi, áður en hann kvaddi. ÞaS vili enginn drepa nje flýja. „Hvað ætlið þið að gera í nið urskurðarmálinu? Ykkur er mik ið legið á hálsi víða um land fyr ir að ætla að skera mður“, sagði jeg við Ólaf. „Já, jeg veit það. En það hef ir engum hjer dottið í hug að drepa að nauðsvnjalausu. Fyrst í stað greip óhugur menn og þeir sáu varla neitt annað ráð. En nú erum við farnir að sjá í gras á nýjan leik og með hjálp guðs og góðra manna mununi við komast úr örðugleikunum. Það dettur víst heldur engum í hugj að við flýjum bæini hjer, bændurnir, fyr en þá í fulla hnefana. Það getur komið til mála, að fólkið neyðist til að flytja af innstu bæjunum tveim- ur, þar sem aðallega er um f jár- rækt að ræða og ekkert annað við að vera. En það þarf enginn að bera okkur hugleysi á brýn, eða von leysi. Okkur þykir ábyggilega eins vænt um fjeð okkar hjer, eins og öðrum íslenskum bænd- um og bæina okkar. En jeg býst varla við, að þeir, sem mest tala um okkur og álasa okkur hafi gert sjer það ljóst hvernig lijcr lítur út í Fljótshlíðinni“. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.