Morgunblaðið - 09.04.1947, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 09.04.1947, Qupperneq 9
Miðvikudagur 9. apríl 1947 MOKGUNBLAÐIÐ 9 AÐ HORFA A HRAUN RENNA NATTURUFDÆÐINGARN- IR okkar hafa haft annríkt um páskana. Þeir hafa einskis látið ófreistað, til að fylgjast sem best með eldsumbrotunum í Heklu, og öllu því sem gerist í sambandi við þau. Enda ekki nema sjálfsagt, að alt sje gert sem unt er, til þess að rann- sókn á gosinu verði sem full- komnust og nákvæmust. Það er, sem betur fer, sjald- gæfur viðburður, að önnur eins náttúrufyrirbrigði eigi sjer stað sem Heklugos. En mörgum spurningum er enn ósvarað um það; hvernig slík gos haga sjer, hvaða náttúruöfl það eru, sem þar eru á ferðinni o.s.frv. Enginn náttúrufræðingur hef- ur haft tækifæri til þess að virða íyrir sjer Hekluelda, nema Eggert Ólafsson. Hvernig runnu hraunin? Ekki er hægt að fara um úf- ið hraun, án þess að revna að gera sjer einhverja hugmynd um, hvernig hraunin hafa runn ið. Þegar menn fara t.d. eftir Hafnarfjarðarveginum, og koma að hraunröndinni fyrir norðan Hafnarfjarðarbygðina, blasir við manni Garðahraunið, eins og það storknaði i rensli sínu endur fyrir löngu. En sú spurning vaknar í huga vegfar- enda: Hvernig var hraunið út- lits, þegar það rann, og stað- næmdist í þeim skorðum, með þeim gjótum og hraunhöfðum, sem það hefur á yfirborði enn í dag? Hekluför Á föstudaginn langa fór jeg, við þriðja mann, austur að Næfurholti, til þess að komast þá leið upp að einhverjum hinna nýju hraunstrauma, sem nú renna niður hlíðar Heklu. Við fórum í jeppa? því að ill- fært er þangað upp eftir í far- artæki, sem er lakar til þess fallið, að komast um vegleysur. Þorkell Sveinsson, lögreglu- LITIL FERÐALÝSING þjónn, ók jeppanum, en við Ivar Guðmundsson vorum far- þegar. Meinleysisleg að morgni Dimmviðri var hjer um morg uninn er við lögðum af stað, svo að við töldum ólíklegt að við myndum þann dag sjá nokk uð af Heklutindi. Er leið að há degi fór að glaðna til, og þegar við vorum komnir austur í Flóa, sást Heklutindur greini- lega, með venjulegum svip, en enginn gosmökkur, rjett eins og Hekla gamla væri nú orðin frá hverf öllum ólátum, og komin á hana kyrð að nýju. Gosmökkurinn Þokuslæðingur var umhverf is fjallið, meðan við ókum upp Rangárvelli. En er við vorum komnir upp að NæfurhoJti, glaðnaði til, og varð brátt full fjallasýn. Sáum við þá geysi- mikinn gufumökk, sem nú lagði upp af fjallstindinum. — Ætlaði jeg ekki að trúa því, að hinn mikli skýjakúfur ætti rót sína að rekja til Heklu, er við skömmu áður höfðum sjeð, með sömu ummerkjum og hún hefur verið síðustu 100 árin. En jeg sannfærðist brátt um hið rjetta, er jeg sá hvernig þoku- kúfurinn yfir fjallinu bólstrað- ist upp. Góður leiðbeinandi Pálmi Hannesson, rektor, var væntanlegur að Næfurholti. — Biðum við komu hans, til þess að verða honum samferða, upp að hinu rennandi hrauni, geng- um síðan sem leið liggur upp með Bjólfelli, upp dalverpið, sem nefnt er Mosar, og upp á móts við Rauðöldur. Eru það j lágir hnjúkar miðja vegu milli ' Heklutinds og Næfurholts, eða nokkru nær bænum en tindin- um. Þar hafði Pálmi rektor hitt einn hraunstrauminn á mánu- daginn var á hreyfingu niður eftir, hægri þó, enda er þarna ekki mikill halli á hinu gamla Næfurholtshrauni. Hekla tekur til máls Er við vorum komnir spöl- korn upp eftir Mosunum tók Hekla að láta til sín heyra. — Fyrst með nokkrum dynkjum, en síðan með þungum nið5 líkt og væri brimgnýr í fjarska. Gufumökkurinn upp af fjall- inu jókst nú, en grilti í dökka gosstróka við og við upp úr gíg- unum. Varð okkur starsýnt á allar þær myndir, sem sáust í bólstrunum. Þar mynduðust m. a. alskonar mannsmyndir, fer- legar ásýndum. Leiddi þetta huga okkar að þeim tímum, er forfeðurnir álitu, að Heklufjall væri einskonar skjágluggi á Víti brennandi, en gnýrinn í fjallinu væri óp hinna for- dæmdu. Þá mun hafa verið ömurlegt líf í Næfui’holti og öðrum bæjum í nágrenni Heklu, er mannfólkið gerði sjer í hugarl. að eldtungurnar, lem upp úr fjallinu komu, og hraun in sem teygðu sig niður eftir hlíðunum, væri heitar kveðjur frá sjálfum myrkrahöfðingjan- um. Rannsóknir og þjóðtrú Þegar talið barst að þeim rannsóknum, sem gerðar eru nú á náttúru eldfjalla, tók Pálmi, rektor, að fræða okkur um ýmsar þær kenningar, sem nú er efst á baugi, um eðli jarð elda, getgátur um það, hvaða eðlisöfl það eru sem koma eld- gosum af stað, og hvers vegna eldfjöll taka að gjósa alt í einu, sem lengi hafa ekki látið á sjer bæra. Það þótti mjer sjerstaklega eftirtektarvert, að Pálmi var ekki frá því að nokkur hæfa kynni að vera í því, að þegar eldfjöll Ítalíu eða annarstaðar í heiminum fara að láta til sín heyra þá kunni að vera meiri líkur til að Hekla eða einhver önnur eldfjöll hjer geri slíkt hið sama, einhver fótur kunni að vera fyrir hinni gömlu trú að. samband, óbeint að vísu, sje á milli Etnu á Sikiley og Heklu í Rángárvallasýslu. Alt með öðrum svip Birtu var tekið að bregða, þegar við nálguðumst hraun- jaðarinn, brennandi jarðeldinn. Okkur forvitnum ferðalöngum hafði verið sagt, að þá væri nýja hraunið tilkomumest, þeg ar farið væri að skyggja. Þetta vissi Pálmi, því að hann var sem heimamaður á þessum slóðum. Þegar við komum fyrir Rauð öldur, blasti hraunstraumurinn við. Hann var með alt öðrum ummerkjum, en jeg hafði gert mjer í hugarlund. í einfeldni minni hafði jeg álitið að þegar hraun rynni, þá væri það sam- anhangandi leðja, með sveigj- anlegri skeþ er sigi áfram með mismunandi hraða. Hjelt jeg að þessi nýsmíði náttúrunnar færu hljóðlega fram. Þess vegna varð jeg undrandi yfir hávað- anum í hrauninu, rennandi. Er erfitt að lýsa honum vegna þess, hve margbreytilegur hann er. Hávaðasöm vinnustöð „Það verður að taka þetta á hljómplötu", segir Pálmi, er við nálguðumst hraunröndina. — Vonandi kemst það í kring því að það er á einskis manns færi, að jeg hygg að lýsa hávaðan- Næfurholtshraun hið nýja skríður fram (Ljósm. Mbl.: F C.), um í hrauninu með orðum, svo að J3Ú lýsing gefi rjetta hug- mynd um. hin mismunandi hljóð og hljóma eem heyrast í þessari ,,lands-“smiðju. Er við stóðum fyrir framan hraunstrauminn greip mig há- tíðleg tilfinning. Að lifa það augnablik, að sjá að verki þau öfl, sem hlaðið hafa upp ísland lag á lag ofan, í þúsundir og miljónir ára. Þarna var landið að hækka um 10—15 metra fyr ir augum okkar, nýtt yfirborð að myndast, sem myndi biða í ein 100 ár, eftir nýrri viðbót, ef að líkum lætur. Hraun, sem er að renna, er ekki saman- hangandi glóandi eðja, eins og jeg hafði gert mjer í hugar- lund. Sá jeg nú að slíkt gat ekki átt sjer stað. Rennandi hraun, er á að líta sem hröngl og mulningur, af storku utan- um glóandi innihald. Undir eins og hraunflóðið hægir á sjer á ferð sinni frá gígnum tekur það að storkna á yfir- borðinu. Myndast skel utanum hina glóandi eðju. En hreyf- ingin verður til þess að öll skel in kubbast í sundur. Skriðuföllin Mótstaðan er að sjálfsögðu mest niður við hið fasta undir- lag, sem hraunið rennur yfir. En brúnir straumsins skríða sí- felt fram yfir sig. Mulningur af sundurkubbaðri skorpunni steypist niður hinn meira og minna glóandi byng. Þessi sí- feldu skriðuföll gera hávaðann. Margar smáskriður renna sam- tímis niður eftir hraunhöfðan- um, og gefa frá sjer mismun- andi hljóð, eftir því hve stór- gerður mulningurinn, sem hrvn ur niður er á hverjum stað. — Stundum heyrist sem kolaskrið ur falli niður eftir byng. Stund um koma skellir er hraun- skorpu stykkin eru stór, sem hrapa. En frá sumum skriðun- um- heyrist hvell hljóð, líkt og þegar ótal smábjöllum væri hringt. Meginhluti hraunhöfðans sem fram skríður á þenna hátt, er grásvartur með brúnni slikju, en hið nýskorpnaða hraun hefur á sjer þenna lit. Hvar sem skriða fellur, eða hreyfing er, sundrast meira og minna af molunum svo að sjer í hraunið glóandi, sem inni fyr- ir er. Björg í myndun Uppi á brúninni skrúfast hraunið upp í ótal hraunkarla, sem sífelt breyta um lögun eft ir þrýstingi þeim, sem þeir verða fyrir af hinni rennandi eðju að neðan. Sjer maðuv þar svipaðar myn-dir og eru tíðar í gamalstorknuðum apalhraun- um. En flest þessi björg steyp- ast fram yfir brúnina. Um leið og þau komast á hreyfingu sundrast þau. Kemur þá í ljós að þarna er ekki komin nema þunn storkuskel utan um hina glóandi eðju. Þegar þessi geríi- björg falla niður hraunhöfð- ann, niður á jafnsljettuna, þá kíttast þau saman, bví að þau þola ekki þunga sinn vella sundur, en glóandi sindur I þeytist í allar áttir. 1 Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.