Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. apríl 1947 Ai horfa á hraun renna - Ferð í Fljótshlíð Framh. af bls. 9 Þegar við komum að hraun- endanum í þetta sinn, var sýling eða geil í hann miðjann. Hafði þar verið einhver mis- hæð, sem veitti viðnám, en straumurinn, hraunlagið, hafði bólstrast nokkuð upp við geil- arendann, svo að hraunið var nokkru hærra við botn geiíar- innar en annarsstaðar. Við gengum inn í þessa geil, því að hún var það við ennþá, að engin hætta var á, að við yrðum fyrir skriðunum; sem runnu niður hraunjaðarinn beggja vegna. Mjer var litið á sporin okkar í sandinum, en gamla hraunið, sem við geng- um á, var allmikið sandorpið, og hugsaði til þess, að þetta væri í síðasta sinn sem manns- fótur snerti þenna sand, þetta gamla jarðaryfirborð. því að innan stundar yrði landið þarna 10 metrum hærra en það var í þessu augnableki Lítil ljós Meðan við vorum inni í þess ari hraungeil, varð mjer star- sýnt á lítið áberandi kyrlátt náttúrufyrirbrigði, sem sást altaf hjer og þar í hraunskrið- unum. Út úr hinni gráu hraun- skorpu komu lítil ljós, engu líkari en kertaljós. Þau loguðu skært stutta stund á hverjum stað, rjett eins og þar væri eld- fimur eldsmatur,, er eyddist skjótt. En ekkert var þar sjáan legt sem brunnið gæti, svo manni virtist, sjálf hraunskorp an brenna sem vax. Náttúru- fræðingarnir munu geta skýrt frá því, hvað það er, sem þarna fer fram. En aftur varð mjer að hugsa til horfinna alda^ þegar hraunflóðin og eldsumbrotin voru sett í samband við Víti sjálft, og með sálum framlið- inna. Vera má að þessi litiu kyr látu „kertaljós“, sem brunnu í hraunjaðrinum, hafi verið tal- in vottur um fyrirbænir frómra manna, fyrir þeim, sem höfðu öðlast bústað í neðanjarðar eld inum mikla. Hinn innri eldur Eins og gefur að skilja staf- aði miklum hita af hrauninu. Þó ekki meiri en svo, að vel mátti ganga að hraunskriðun- um. Yrjaði sífelt úr þeim hraun ryki, sem settist í andlit manna. Lagði af hrauninu sterk an eim, líkan þeim, sem legg- ur úr smiðju, þegar síökt er vatni á glóandi járn eða heita ösku. Við settumst niður svo ná- lægt hrauninu, að við höfðum ylinn áf því. Kvöldgustur var kominn á, svo að okkur þótti gott að hafa hlýjuna þó að ekki bakaði hún nema öðru megin. Meðan við snæddum þarna dá- lítið nesti, sem ívar hafði tekið með í bakpokann sinn, gátum við ekki haft augun af hraun- inu? og öllum þeim öru mynd- breytingum, sem það tók á meðan. Stundum var sem glóðin í hrauninu ofanverðu þrýstist fram undir skorpunni, svo að hún varð gegn-glóandi á köfl- um, eða bráðnaði að nokkru leyti að innan verðu frá. Komu þá í skorpuna alskonar glóðar- rákir eða myndir, sem mintu á ljósaauglýsingar, er rákirnar líktust stöfum. Var þess þá ekki langt að bíða, að þrýstingur- inn eða glóðin að innan hrinti þar fram skriðu úr hrauninu. Nýtt vatn? Ekki gátum við gert okkur grein fyrir því, þessa stund sem við vorum þarna við hraun ið, hve hratt því miðaði áfram. En áður en við lögðum af stað aftur, áleiðis til Næfurholts, hafði Pálmi sett merki í melás skamt frá jaðrinum, til þess að hann gæti að morgni næsta dags, gert sjer grein fyrir hve hrauninu hefði miðað áfram yf- ir nóttina. Meðan við sátum þarna hafði gosmökkinn lagt meira í vestur átt en áður. Bar hann nú yfir þetta nýja hraun. Ýrðist úr honum hagl. „Sennilegt er“, sagði Pálmi, að þetta vatn, sem fellur hjer á okkur, hafi nú í fyrsta sinn fallið á jörðina. Því að menn gera sjer í hugarlund, að vatnið sem kemur upp við eldsum- brot, sje úr iðrum jarðar, og því svonefnt nýtt vatn. — En þessi gáta er ekki ráðin enn, frekar en ýmsar aðrar í sam- bandi við eldgosin. V. St. — Gróðurinn í Húlakoti Framh. af bls. 10 Sandgarðarnir komu að all- góðu haldi. Þeir, sem næst voru gróðrarstöðinni hjeldu alveg, svo að líkur eru til að skemmd- ir hafi orðið hverfandi á móts við það, sem annars hefði orðið. Vikurinn barst nú svo ört í læk inn að honum lá við að stífl- ast og fóru menn þá á stað til þess að reyna að halda honum opnum og veita vatninu fram og tókst það. En samt mun það hafa staðið nokkuð glöggt, því að um það bil, er sandkófið lægði var neðsti hluti garðsins blásinn ofan í lækinn. Enginn vafi er á að þessir garðar, þótt lágir væru og lausir fyrir, hafa firrt Múlakot við miklum vik- urburði og áfoki. Samkvæmt samtali við Árna í Múlakoti er nú jörð víða kom in upp og hefir hann von um að nægilegir hagar muni koma með vorinu handa sauðfje. Skafla af túnum og slægjulönd- um þarf að moka burt með ýt- um, en það verður tiltölulega auðvelt verk nú eftir rokið. H. Bj. IFuÍíur kassil I að kvöldi I I hjá þeim, sem auglýsa í I Morgunblaðinu. i Brjef — Fyrir nokkrum árum var flutt einskonar íslands- saga í skáldskap í útvarpið eða m. ö. o., það var revnt, með því að koma fram með skáldskap, eftir hin og þessi íslensk skáld, að segja eins- konar íslandssögu. Sem dæmi þessa má nefna að flutt var kvæðið „Lýsti sól, stjörnu stól“, eftir Matthías, um komu Ingólfs Arnarsonar til landsins. Eitthvað var flutt í óbundnu máli líka. Var þetta samfeld dagskrá og tók alllangan tíma. — Þegar hjer er komið rnáli mínu vil jeg styðja nið- ur fingri. Útvarpið var hjer lað taka upp hugmynd, sem íyrst hafði framkomið í verki mínu Jóni íslending, hug- myndina um að sÓgja íslands söguna með skáldskap. Út- varpið hafnaði flutningi verk míns árið 1941. — í áframhaldi af þessu má taka það fram, að í bók- inni ,,Neistar“, eftir Björn Sigfússon (nú háskólabóka- vörð) kom einnig að miklu leyti sama hugmynd og hjá mjer, sú, að segja íslandssög- una, EKKI á hinu venjulega sagnfræðilega hátt, HELD- UR, með skáldskap, svona að meira eða minna leyti, enda er æði mikið af vísum og kvæðum í bók hans, sem geta sýnt ýmislegt úr íslandssög- unni. Óbundið mál er líka. — Eins og hjá útvarpinu er efn- ið sjálft ekki samið af bókar- höfundi, heldur valið hingað og þangað að, en auðvitað ekki sömu kaflarnir og hjá útvarpinu. Formálar höfund- arins eru fyrir hverjum kafla. — Hjer er því ekki neinum blöðum um það að fletta, að jeg hefi orðið á undan bæði útvarpinu og B. S. um það, að segja íslandssöguna með skáldskap. Jeg varð fyrstur, hinir komu á eftir. — í grein eftir mig í Mbl. í júní 1945, nefni jeg mörg dæmi þess að jeg hafi orðið fyrstur til með ýmislegt í bók mentunum. Því hefir enginn getað mótmælt. Nú hafa komið hjer dæmi í viðbót. —■ Og nú mætti spyrja: Er það ekki verðlaunavert að vera fyrstur eða m. ö. o. braut- ryðjandi um ýmislegt á svið- um skáldskaparins. Maður gæti haldið að svo væri. Árni Ólafsson. Ungverjar eru ekki á „svarSa lisfanunT óLYMPfU-nefnd Ungverja lands hefir verið tilkynt, að Ungverjum verði leyfð þátt- taka í ólympíuleikunum í London 1948. Þeir verða ekki taldir til hinna „brotlegu“ í líkingu við Japan og Þýska- land. Japanska blaðið Asahi tal- ar um það í ritstjórnargrein, hve menn þar sjeu vonsvikn- ir yfir því, að þeim skuli ekki hafa verið boðin þátttaka í ólympíuleikunum, og eru japanskir íþróttamenn að vona að þeirri ákvörðun verði ‘ breytt. Framh. af bls. 7 Jeg tek undir þau orð með Ólafi Túbals, eftir að hafa sjeð eyðimörkina í Fljótshlíðinni, jafnvel nú eftir, að blásið var af nokkrum harðbölum, og farið er að sjá í blessað grasið, eins og þeir segja bændurnir. „Alí er í heiminum hverfult" Þegar heim kom í Múlakot átti jeg stutt tal við Guðbjörgu Þorleifsdóttur, gömlu húsfreyj- una í Múlakoti og sem flestum ferðalöngum, sem lagt hafa leið sína í Múlakot og sjeð garðinn hennar fagra, hefir vafalaust dottið fyrst í hug er þeir heyrðu um öskufallið. Guðbjörg lá í rúminu. Hún hafði ekki þolað öskurykið, sem fyllti öll vit þeirra, sem komu út í það, enda hafa sumir feng- ið sár í nef og munn af rykinu, en hún var furðu hress. „Alt er í heiminum hverfult“, varð Guðbjörgu að orði er við fórum að tala um vikurfallið og öskuna. „En jeg er heppin, því, garðurinn er óskemdur ennþá. Það var heppilegt að þetta kom þó á þessum tíma, því hætta er á, að brumið hefði ekki þolað öskuna, ef þetta hefði komið síð- ar að vori Og svo er jeg hrædd- ust um, að það komi fok síðar í vor. En vonandi blessast þetta alt. Það er ekki annað að gera en að vona hið bezta. Og svo röbbuðum við fram og aftur. „Mjer er sagt, að þeir kalli bændurna hjerna morðingja, vegna þess að það hefir verið orðað, að þeir neyddust til að skera niður. Jeg held að þau ummæli stafi fyrst og fremst af skilningsleysi Fjeð er fyrir þeim alveg eins og menn, fjelagar þeirra og vinir. Og jeg veit, að þeir eiga bágt með að sjá það kveljast, ef til þess kemur“. Þannig mælti hin aldraða hús freyja í Múlakoti. Þótt hún bæri sig vel var ekki hægt að leyna því, að það tók hana sárt að sjá hvernig komið var Eins og kominn væri heimsendi Fólkið í Múlakoti sagði mjer hvernig því hefði orðið við er kolsvartur ösku- og vikurbylur- inn skall yfir sveitina. Það var um 7 leytið um morguninn skömmu eftir að Hekla byrjaði að gjósa. Kvenfólkið sagðist hafa haldið, að það væri bara kominn heimsendir. Vindur var á norðan, en austan andvara lagði yfir Þveráraura og sló á móti bylnum. Á' undan bylnum kom eins og þytur í lofti. Þessi ósköp stóðu í tvær klukkustundir, og var þá dimmt í íofti í sveitinni, en um há- degi birti fyrst til. „Nú er Hlíðin Gunnars illa farin". Út hlíðina var okkur sam- ferða í bílnum frú Lilja Túbals að Litla Kollabæ. Ilún sagði okkur frá því, hvernig þeir í Úthlíðinni hefðu alls ekki trúað því hve ljótt var um að litast, þrátt fyrir ítarleg- ar frjettir sem þó bárust. Það er ekki von að fólk suður í Reykjavík geri sjer það í hug- arlund hvernig hjer er um- horfs úr því að við sveitungarn ir gátum það ekki. „Já, mjög er Hlíðin Gunnars nú . illa farinn“, varð mjer að orði er við litum heim til Hlíðar enda. ,Já, sagði frú Lilja. Ætli Gunn ar hefði snúið aftur, ef þá hefði verið nýafstaðið Heklugos, er liann tók sína frægu ákvörðun“. Innhlíðingar í Fljótshlíð hafa orðið fyrir þungum búsifjuin, svo og bændur á nokkrum bæj um efst á Rangárvöllum. Þetta ólán hefði eins getað skollið á öðrum sveitum, ef vindur hefði staðið öðruvísi þann morgunn er Ilekla spúði sinni eyðilegg- ingu, þess verða landsmenn nú að minnast og leggjast alíir á eitt, að hjálpa til að græða og hlúa að hinni frjósömu og fall- egu sveit á ný. Aðstoða bændur við að bjarga búpeningi sínum og hjálpa á alla lund, sem hægt er. FiiHm mínúina krossgáfan SKÝRINGAR: Lárjett: 1. Litar — 6 heppni — 8 Refur — 10 á litinn — 12 sköllóttur — 14 tveir hljóðstaf ir — 15 fangamark — 16 vesal ingur — 18 guð. Lóðrjett: 2 sund — 3 hvíli — 4 lykta — 5 vísa á bug — 7 hátíð — 9 ekki til í ensku — 11 kvenmannsnafn — 13 sofa —- 16 tveir samhljóðar — 17 kvæði. _______ Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: 1 volga — 6 PRE — 8 Lóa — 10 ráf — 12 jólatrje — 14 Ó, Ó. —■ 15 at — 16 ÁAR —• 18 aursvað. Lóðrjett: 2 Opal — 3 L. R. — 4 gert — 5 hljóða — 7 ófjetið — 9 Ó. Ó. Ó. — 11 ára — 13 Alas — 16 ÁR. 17 R. V. — Fljófshlíðin gelur bjargad Framh. af bls. 11 engin jörð sem fyrir því hefir orðið, á að fara í eyði. f stað þess er eitt af því, sem gera ber Hlíðar-bændum til hags- bóta að lengja akveginn inn Hlíðina, þegar á sumri kom- anda, inn að Barkarstöðum eða jafnvel lengra. Það er að stefna til sigurs og framtíð- arfarsældar fyrir þessa fögru og góðu bygð og sæmir betur en uppgjöf og vonleysi. Á. G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.