Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. apríl 1947, Horfið frá niðurskurði sauðfjár í Fljótshlíð Fjeð verður flutt hrott og fóðrað þar til jörð • grænkar ÞAÐ hefir nú verið horfið frá niðurskurði sauðfjár í Inn- Fljótshlíð. í þess stað verða gerðar víðtækar ráðstafanir til bjargar fjenaðinum. Er í ráði að flytja sauðfjeð brott úr Hlíð- inni og gefa því inni þar til jörð grænkar. Þessar upplýsingar ljet Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráð- herra Morgunblaðinu í tje í gær. Er blaöið inti ráðherrann nán ar að þessu, sagði hann að fyr- irhugaðar væru eftirfarandi ráð stafanir: 1. Inn-Fljótshlíðingar fá lán- aða skógræktargirðinguna á Þórsmörk til afrjettar á kom- anda sumri. Innan girðingarinn ar er landið að mestu óskemt, því að þar hefir lítið sem ekkert vikurfall orðið og ekki mikið öskufall. 2. Einnig er í ráði; að bænd- ur í inn Hlíðinni fái lánaða sand græðslugirðinguna í Landeyj- um. Þar verða settir upp þrír stórir „braggar“ fyrir sauðfje þeirra Fijótshlíðinga og fjenu gefið þar inni þangað til jörð er orðin græn. Verða hey flutt þangað vestan úr Árnessýslu. 3. Unnið er að því, að fá beit á úteyjum í Vestmannaeyjum fyrir nokkur hundruð fjár. Verð ur flutt þangað fje sem lógað verður næsta haust. Talið er að ágæt beit sje í eyjum þessum handa hæfilega mörgu fje. 4. Sjeð verður fyrir auknum fóðurbæti til drýginda heyjum á öskusvæðinu. Þá gat ráðherrann þess, að gerð hafi verið tilraun að hreinsa vikur og ösku af tún- um með ýtu. Var ýta Skógrækt- arinnar notuð, í þessu skyni. Var tilraunin gerð á túninu í Múla- koti. Ýtan hreinsaði eina dag- sláttu á tæpum 20 mínútum. Þessi ágæti árangur glæddi mjög vonir bænda. Verða nú fengnar fleiri ýtur og unnið kappsamlega að hreinsun túna og engja, þar sem ýtum verður við komið. ★ Þessi fregn, að horfið er frá uiðurskurði sauðfjárins mun án efa gleðja almenning. Hinsvegar eru Eyfellingar lít- ið hrifnir af þeirri ráðstöfun, að nota Þórsmörk sem afrjettar- land fyrir fje þeirra. Fljótshlíð- inga. Eyfellingar benda á, að garnaveiki sje í sauðf je í Fljóts- hlíð,. en þessarar pestar hafi ekki enn orðið vart í fje undir Fyjafjöllum. Með því að reka sýkt fje á Þórsmörlc í sumar sje beinlínis verið að stuðla að út- breiðslu veikinnar, því að greið ur samgangur sje þaðan á af- rjettarland Eyfellinga. Þessi athugasemd þeirra Ey- fellinga virðist hafa við rök að styðjast. Þetta þarf því nánar að athugast, áður en framkvæmt verður. Aðalfundur Dýravcmduna?- íjelagsins AÐALFUNDUR Dýravernd- unarfjelags íslands var haldir.n föstudaginn 21. mars. Formað- ur fjelagsins flutti skýrslu um það, sem gerst hafði á :.iðnu starfsári viðvíkjandi dýravernd un og öðru er fjelagið skiftir. Hann mintist sjerstaklega Jóns heitins Pálssonar fyrv. banka- gjaldkera, er látist hafði á ár- inu, en hann var heiðursfjelagi Dýraverndunarfjelagsins. — Heiðruðu fundarmenn minn- ingu hans með því að rísa úr sætum. Jón N. Jónsson, kennari, sagði frá starfsemi dýravinafje lags barna í Austurbæjarbarna skóla. Stjórn fjelagsins skipa nú: Sigurður E. Hlíðar, yfirdýra- læknir; formaður, Olafur Ol- afsson, kaupmaður, gjaldkeri, Hafliði Helgason, prentsmiðju- stjóri, ritari, Björn Gunnlaugs- son, innheimtumaður, allir end urkosnir og Skúli Sveinsson, lögregluþjónn, í stað Sigurðar Gíslasonar, lögregluþjóns, sem um alllangt skeið hefur verið veikur í sjúkrahúsi. — Vara- formaður var kosinn Einar E. Sæmundsson, skógfræðingur. I varastjórn eru frú Viktoria Blöndal og Jón N. Jónsson, kennari. Sigurður Gíslason, lögreglu- þjónn, var kosinn haiðursfje- lagi í einu hljóði; fyrir margra ára traust og ágætt starf í þágu fjelagsins og dýravernduncr yf- irleitt. Tundurdufl gerð óvirk f SÍÐASTLIÐNUM mán- uði rak í Mýrnavík í Sljettu- hlíðarhreppi, Skagafirði, seg ulmagnað breskt tundurdufl og gerði Jón Gunnlaugsson bifreiðarstjóri frá Siglufirði það óvirkt litlu síðar. Annað segulmagnað breskt tundur- dufl rak í Bolungarvík á Ströndum og gerði Guðfinnur Sigmundsson vjelsmiður á Siglufirði það óvirkt í byrjun marsmánaðar. larðarför fru SigríSar Jéliannesdðflur MIÐVIKUDAGINN 2. apríl, fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík jarðarför frú Sigríð- ar Jóhannesdóttur, ekkju sjera Kjartans Helgasonar, prófasts í Hruna, en hún andaðist í Hvammi í Hrunamaimahreppi, að heimili sonar sí.ns og tengda- dóttur, 26. mars, 82 ára að aldri. Daginn áður höfðu farið fram kveðjuathafnir fynv austan, bæði í Hvammi og Hruna- kirkju. Sóknarpresturinn, sjera Sveinbjörn Sveinbjornsson, tal aei, en um söng sá Kjartan Jó- hannesson, organleikari, við Núpskirkju. í kirkjur.a báru kistuna synir hinnar látrm og aðrir nánir vandamenn. en úr kirkju gömul sóknarbörn sjera Kjartans. Mikill fjöldi manna var við- staddur athöfnina í Hruna- kirkju. í Dómkirkjunni flutti sjera Ólafur Magnússon, fyrrum pró- fastur í Arnarbæli, líkræðuna. Meðlimir úr Karlakór Reykja- víkur sungu, en orgelleik ann- aðist Páll ísólfsson. Prestar og prófasíar báru kistuna úr kirkju, en í kirkjugarð nánustu ættingjar. Jarðsett var í gamla kirkjugarðinu.m. sjera Bjarni Jónsson, vígslubiskup, jarð- söng. Frú Sigríður Jóhannesdóttir skipaði sæmdarsess í hópi ísl. prestkvenna, og munu allir þeir, sem henni kyntust, lengi minn- ast hennar með ást og virðingu. Virðuleg jarðarför Ágúslar Þórarlns- sonar Stykkishólmi; þriðjudag. Frá frjettaritara vorum. JARÐARFÖR Ágústs Þórar- inssonar, kaupmanns í Stykkis- hólmi, fór fram 5. apríl s.l. með virðuleik og að viðstöddu miklu fjölmenni. Mjög margt aðkomu manna var viðstatt, bæði úr Reykjavík og annars staðar að. Athöfnin hófst á húskveðju að heimili Ágústs heitins, og talaði þar sóknarpresturinn, Sig urður Ó. Lárusson. í kirkju cg úr báru verslunarmenn, iðnao- armenn, skipstjórar, sýslu- nefndai’menn, hreppsnefndax - menn og nánustu ættingjar, en synir og frændur úr heimahús- um og eins í kirkjugarð. — í kirkju flutti ræðu Ásmundur Guðmundsson prófessor og sr. Jósef Jósefsson, pról’astur að Setbergi. Sóknarpresturinn las kveðjuljóð frá fornvini Ágústs heitins, Magnúsi Friðrikssvni frá Staðarfelli og einnig kveðju Ijóð frá Jóhönnu Jóhannesdóit- ur, Stykkshólmi. Veður var hið besta, sólskin og logn, og var jarðarförin ein hin fjölmennasta, sem fram hef ur fai’íð í Stykkishólmi. Þessi rnynd birtist í Síokkholmsblaðinu Dagens Nyheter 1. apríí og er hún eftir teiknara blaðsins. Fylgir kvæði með um Hcklugosið. iiinl il Ictrii til iiliiiaiiia siirna Rússnesklr borgarar meiga ekki giffast útlendingwn LONDON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BRESKA stjórnin hefir nú snúið sjer til Vassily Kuznetzov, leiðtoga þeirra meðlima Æðstaráðs Sovjetríkjanna, sem eru í kynnisför í Bretlandi, og beðið hann að gangast fyrir því, að rússneska stjórnin lcyfi 15 rússneskum konum að fara til eiginmanna sinna, en þeir eru breskir. Eins og kunnugt er af frjettum undanfai’na daga, hefir Ráðstjórnin neitað að veita slíkt leyfi. Sýning fríslunda- málara opnuð í dag í DAG KLUKKAN 5 verð- ur opnuð í Listamannaskál- anum sýning á verlcum 30 frístundamálara, sem hafa stofnað með sjer fjelagsskap, er nefnist Fjelag íslenskra frístundamálara. Verða þar til sýnis um 250 málverk, olíumálverk, vatns- litamyndir og teikningar. Sanduriim Irá Sa- hara Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. DANSKIR veðurfræðingar efast um að efni það, sem fjell í Kaupmannahöfn í gær, sje frá Heklu. Þeir segja að veðráttan bendi til þess, að þetta hafi borist frá Suður Frakklandi, en fregnir frá Suður Svíþjóð herma, að þar hafi fallið rauðleitt efni, að öllum líkindum frá Sahara. ’Ræddi máliS við Stalin. Það er nú upplýst, að Ernest Bevin, utanríkisráðherra Breta, sneri sjer fyrir tveim vikum síðan beint til Stalins marskálks og bað hann að samþykkja að konui’nar flyttu til manna sinna. Hafði rússneska stjórnin skömmu áður gefið út tilskip- an, þar sem rússneskum borg- urum var bannað að giftast út- lendingum og jafnframt tiikvnt að þær konur, sem þegar væru giftar útlendingum, mundu ekki fá að fara úr landi. Attlee gekk betur. Clement Attlee hafði farið fram á sama og Bevin; er hanu hitti Stalin á Potsdamráðstefn- unni. Leyfði Stalin þá hópi rússneskra kvenna að fara úr landi og til eiginmanna sinna, en í þetta skipti neitaði hann og sagði, að Æðstaráðið eitt hefði með þessi mál að gera. Málið vekur athygli. Hector McNeil, innanríkis- ráðherra, hefir nú, eins og áðux’ er sagt, snúið sjer beint til Kuz- netzov og beðið hann að skerast í leikinn, þar sem málið hafi þegar vakið mikla athygli al- mennings í Bretlandi. | Alm. Fasteígnasalan | | Bar>ksVr*íti 7. Sími 8083. | = f»«teignakaupa. ý HimuimninmniimiiiiimnMuiiuiiiuuuinuiwwn—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.