Morgunblaðið - 04.06.1947, Síða 8

Morgunblaðið - 04.06.1947, Síða 8
8 M O RGUNULASIÐ Miðvikudagur 4. júní 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Kommúnistar ókyrrast VERIÐ rólegir segja kommúnrstar nú við verkamenn. Þó til verkfalls komi nú um næstu helgi, stendur það aldrei nema örstuttan tíma. hæsta lagi í fáeina daga. Þá lækkum við kröfurnar niður í fáeina aura. Og þá er allt í lagi. Síðan heldur vinnan áfram. Þannig hljóðar boðskapur þessi á bak við tjöldin. Forsprakkar kommúnista finna það greinilega, að verkfallsbrölt þeirra er óvinsælt meðal hinna vinnandi manna. Reyna kommar að teygja menn til fyigis við sig, með því að gera sem minnst úr verkfallsbröltinu, og útbreiða þá skoðun meðal verkamanna, að vinnustöðv- un verði ekki nema snöggvast. En á hinn bóginn verði ekki urn neina verulega kauphækkun að auratöiu að ræða. ’ Bæði í ár og i fyrra hafa kommúnistár haldið því frani að kauphækkanir í aurum sjeu gagnslausar, sam- anborið við það að auka kaupmátt launanna, með því að draga úr dýrtíðinni. Þeira halda þó áfram að stuðla að því að dýrtíðin aukist. Með því að segja verkamönnum nú, að strax verði slegið af kaupkröfum, þegar verkfallið er skollið yfir, segja þeir um leið, að hjer sje yfirleitt ekki verið að fá kaupið hækkað. Allur bægslagangur kommúnista í stjórn Alþýðusambandsins, hefur líka allt annan tilgang. Sem sagt þann, að kommúnistar vilja geta sýnt, að þeir ráði yfir samtökum verkamanna í landinu, geti sagt íyrir um það, hvenær eigi að efna til verkfalla í land- mu og hvenær ekki. Hjer er um að ræða valdabrölt þess flokks, sem vinnur fyrir erlent vald, með þjóð vorri, erindreka í alþjóðasamtökum, sem vilja að sjálf- stæðum þjóðum fækki í heiminum. Þjóðviljinn staglast á þvf, að einn af forystumönnum Alþýðuflokksins hefði haldið því fram, að það væri glæp- ur að efna til verkfalla hjer á landi. Vitaskuld eru þessi orð stjórnmálamannsins slitin úr samhengi, og úr lagi færð, eins og annað sem Þjóðviljinn ílytur. En um afstöðu ábyrgra stjórnmálamanna til verkfalla, eins og nú horfir við mætti margt segja. T. d. mætti nefna ræðu þá er einn af helstu forystumönnum breskra jafn- aðarmanna flutti á flokksþingi þeirra á miðvikudaginn var. Hann hafði bent áheyrendum sínum á, hversu lífs- nauðsynlegt það er fyrir bresku þjóðina að útflutningur hennar aukist, svo hægt verði að fá hagstæðan viðskifta- jöfnuð. Öll verkföll hvernig sem þau eru til komin sagði hann í ræðu, eru skemdarverk. Skæruhernaður við vinnu, er skemdarverk í sambandi við ofbeldi. Hann sagði enn- fiúmur í ræðu sinni að hærri laun og stytting vinnutím- ans, áður en bætt er úr vöruskortinum, er langtum því verra en tilgangslaus. Hjer talar einn af aðalleiðtogum breskra verkamanna. Skyldi ekki vera líkt á komið hjá okkur í þessu efni? Eða öllu heldur. Ef það er skemdarverk meðal Breta að efna til verkfalla með þjóð sem er mörg þúsund sinnum öflugri en við, hvað skyldi þá mega nefna verkfallsbrölt kommún- istaanna hjer? Ekki verður hægt fyrir kommúnista að halda því fram, að Morrison vinni gegn hagsmunum verkalýðsins. Það er vitað mál, að þegar 130 verkamenn í Dagsbrún, samþykkja að 3000 verkamenn hjér í'bænum leggi niður vinnu, þá er sú samþykt ekki gerð til þess að fá kjör verkamanna bætt. Það gátu menn sjeð fyrir. Það vita menn ennþá betur nú. Tvent er á dagskrá, sem kemur ekki aurunum við: Hvort eigi að halda áfram með kaup- skrúfuna og uppskrúfun dýrtíðarinnar, eins og kommún- istar vilja, í þeim tilgangi að framleiðsla landsmanna Stöðvist sem fyrst. Og hvort fáeinir kommúnistar geti beygt fjölmennasta verkalýðsfjelag landsins undir vald- boð sitt, eftir geðþótta sínum. DAGLEGA LÍFINU Rembingur. FRÁSÖGNIN I íþróttadálk- um Morgunblaðsins í gær um framkomu áhorfenda á hand- knattleikskeppni milli íslend- inga og Svía, mun hafa komið illa við þá sem greinina lásu. ísler^kir áhorfendur hafa einu sinni enn sýnt vanþroska og rembing, sem ekki getur orðið til neins nema skammar og leið inda. -Til hvers er verið að bjóða hingað erlendum íþróttamönn- um til kepni, selja aðgang að leikjum þeirra, og láta svo eins og skríll, æpa að þeim og kasta kapuryrðum að gestunum. — Það er ekki eins og þetta sje í fyrsta skifti, sem slíkt kemur fyrir, því miður. • Kunnum við ekki að tapa? SKEMST er að minnast þess, að í vetur þegar skákmennirn- ir komu og fóru að keppa hjer, þá gátu áhorfendur ekki sjeð íslendingana tapa, en ljetu eins og óðir menn af merkilegheit- um ef þeir unnu. Það er óhætt að segja, að ís- lenskir áhorfendur kunna illa að sjá landa sína tapa í leik.. Það fr ókostúr og með áfram- haldi af slíku fáum við það orð s okkur, að við sjeum það, sem Rretinn kallar „Bad loos- ers“. Það er engum til sóma að bera það orð. Ef áhorfendur geta ekki hag að sjer kurteislega á leikjum, þá er ekkert annað að gera, en að hætta að bjóða hingað er- lendum möhnum til kepni í heiðarlegum leik. • Nýtt glæsilegt samkomuhús. TÓNLISTARHÁTÍÐ sú hin mikla, sem Tónlistarfjelagið gengst 'fyrir með þátttöku merkra snillinga, hefst á laug- ardaginn kemur í Austurbæj- arbíó. Þetta nafn mun vera flestum ókunpugt, því það verð ur í fyrsta sinni um helgina,1 sem þetta stærsta samkomu- hús bæjarins verður opnað fyr ir almenning. I því verða sæti fyrir um 800 manns og það útbúið öll- um nýjustu þægindum og tækj ' um, sem nauðsynleg þykja í slíkum samkomuhúsum. Skal ekki farið lengra út í aS lýsa þessym nýju glæsilegu húsa- kynnum, því það verður vafa- laust gert betur á sínum tíma. * | Engin Þjoðleikhús- , vinnubrögð? EN BYGGINGARSAGA Aust urbæjarbiós er fróðleg og eftir tektarverð og má margt af henni læra í samanburði við byggingu annars samkomuhúss sem verið hefir nær 20 ár í smíðum. Austurbæjarbíó hið nýja er | reist af einstaklingum og! alveg styrklaust. Við byggingu þess hefir einkaframtakið ráð- ið. Það er ekki nema hálf ann- að ár síðan hornsteinninn var lagður að því. Þar hefir ekkert þurft að bora, eða að minsta kosti sára- lítið, en þar er heldur ekkert mötuneyti í kjallara, þó glæsi- legir veitingasalir verði fyrir allan almenning, sem þangað vill koma í framtíðinni. • Eina málfrelsið. AMERÍSKA vikuritið „Time“ gerði nýlega að umræðuefni það eina málfrelsi, sem ríkir í einræðisríkjum, en það eru skrítlur um ríkisstjórnirnar í viðkomandi löndum, sem ganga manna á milli. Engin veit hver býr þessar sögur til, en allir taka þátt í að dreifa þeim. Við komandi yfirvöld reyna að berjast á móti þessum sögum (í Rússlandi getur það verið glæpur að breiða út stjórnmála sögur) en það er lítið hægt að gera nerna að handtaka nær alla landsmenn. • Pólverjar hlæja. UM ÞESSAR mrfndir, segir Time, hlær pólska þjóðin að sögu um 'Wladyslaw Gomulka, sem er aðstoðarforsætisráð- herra og kommúnisti. Hann átti að halda ræðu í Katowice. Hann skipaði Alexander Zaw- odski hershöfðingja og land- stjóra. að hafa 50.Q00 manns á fundinum. En er leið á daginn varÚ Gomulkai heimtufrekari og hann krafðist 100.000 manns til að hlusta á sig og síð an 150.000 og'loks 200.000. — íbúar Katowice eru ekki nema. 150.000. En 200.000 manns mættu til að hlýða á ræðuna. Auðvelt. „HVERNIG tókst þjer þetta?“ spurði Gomulka hershöfðingj- ann. Zawadski hershöfðingi (sem er alinn upp í Rússlandi) sagði: ,,Það er auðvelt að safna saman 50.000 manns, því þá þarf jeg ekki anað en kalla saman her og leynilögreglu. Þegar þú heimtaðir 100.000 hlustendur, ljet jeg það boð út ganga, að Mikolajczyk (aðal- foringi stjórnarandstöðunnar agtlaði að tala). Og þegar þú nefndir 150.000 ljet jeg það ber ast að Anders hershöfðingi myndi mæta á fundinum (and kommúnisti og útlægur). En þegar þú heimtaðir 200.000 til- kynti jeg að það ætti að hengja allat ráðherrana í. ríkisstjórn- inni á fundinum“. MEÐAL ANNARA ORÐA .... —— ...... - Harmaqrátur sr. Sinfúsar Sjera Sigfús kvartar. Sjera Sigfús Sigurhjartarson hefir verið með skapsstyggasta mótj um síðastliðna helgi. Hann hefir ekki getað látið hjá líða, að tilkynna hugarangur sitt fyrir lesendum Þjóðviljans. I fyrsta tölubl. kommúnista- blaðsins, er út kom eftir helg- ina, birtist eftir hinn hrjáða guðsmann ein hin aumkvunar verðasta vælugrein, sem frá honum hefir hrotið til þessa. Hann kvartar yfir því, að allir sjeu vondír við kommún- istana. Honum sárnar vita- skuld mest, hvaða kveðjur hin kommúnistiska stjórn Alþýðu- sambandsins fSer hjá verkalýðs fjelögum víðsvegar um land, því eins og sagt var frá í Morg unblaðinu á sunnudaginn, Jíð- ur varla sá dagur, að kommún- istar fái ekki kaldar kveðjur frá einhverjum þeirra fjelaga, er þeir hafa ætlað að teyma með sjer út í verkfallsbrölt sitt. Hafa þcir gleymt eigin rökum? I grein áinni, hinni vælulegu, leggur sjera Sigfús aðaláhersl- una á þetta: Við kommúnistar erum afskaplega meinlausir ^ menn, Þeir, sem eru að amast við svona sauðmeinlausum mönnum, eru eitthvað ekki al-' mennilegir. Við ætlum okkur. segir hann, að koma því til leiðar að kaup verkamanna hjer í bænum hækki lítils- háttar. Enginn getur verið á móti þessu. Engin rök mæla á móti því. Fyrir ári síðan og raunar ekki nema fyrir mánuði. höfðu kommúnistar rök á reiðum höndum gegn verkfallsbrölti. Þeir hjeldu því fram, að það væri hagkvæmara fyrir verka- menn og a'lla launþega, að kaupmáttur launanna yrði auk inn. En hætt að spenna upp krónutöluna, því að það væri dýrtíðin, sem væri hinum vinn andi stjettum hættulegust. Skemdarstarfsemi. Alt síðastl. ár hafa kommún- istar gert alt sem í þeirra valdi hefir staðið til þess að minka kau^mátt launanna, hækka dýr.tíðina. Og þeir halda því áfram, skref fyrir skref, hægt, og sígandi, í óþökk allra verka manna allrar þjóðarinnar. Þenna leik. þessa skemda- starfsemi, sjá verkamenn og skilja, jafnt hjer í Reykjavík sem úti á landi. Þessvegna voru það ekki nema um 130 f jelags- ‘ menn í Dagsbrún af 3000 sem á dögunum greiddu atkvæði ^ eins og kommúnistar vildu, þegar um verkfallsmálið var rætt á fjelagsfundi. 0« þessvegna er það sem kommúnistum berast nú mót- mæli, frá verkalýðsfjelögum úr öllum landsfjórðungum, gegn verkfallsbrölti þeirra. — Það er ekki nema von að sjera Sigfús sje stúrinn, og að Þjóð- viljinn sje daufur í dálkinn þessa daga. I Þar sem heir hafa ráðin í hendi sjer. Að vísu geta þeir, sem í Þjóð viljann skrifa, glaðst yfir nokkrum aðgerðum flokks- bræcra sinna úti í löndum. í Ungverjalandi t. d. hafa „Þjóð- viljamenn“ þar komið því íil leiðar, að forsætisráðherrann heíir orðið að flýja land. til þess að forða lífi sínu. Rúss- neskur her er þar enn. Og flokksmenn Þjóðviljans hafa viljað nota tækifærið íil að klekkja á pólitískum andstæð- ingum sínum innanlands á með an þeir hafa hinn sterka her að bakhjalli. Það á að kenna ungversku þjóðinni hvernig hið aCrstræna lýðræði er í fram- kvæmd á meðan tækifæri er til o" þjóðin er undir hinu aust ræna oki. Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.